Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 7
fóstrunum komið fyrir í móðurlífí konunnar heldur er sumum þeirra eytt. Slíkt er ekk- ert annað en fóstureyðing og með öllu óheimilt. Rannsóknir á slíkum fóstrum eru óheimilar ef þær stofna lífí þeirra í hættu. Læknar og vísindamenn mega ekki taka í sínar hendur réttinn til að ákveða, hveijir skuli lifa og hveijir skuli deyja. Ekki má gera líffræðilegar eða erfða- fræðilegar tilraunir með mannsfóstur, t.d. fíjóvga saman kynfrumur manna og dýra, láta dýr ganga með mannsfóstur eða búa til „gervilíf" fyrir ftjóvgað egg. Hver ein- staklingur á rétt til að vera getinn og fæddur í hjónabandi. Ekki má heldur reyna að koma til leiðar kynlausri æxlun, t.d. með frumuklofningu og sömuleiðis ekki reyna að hafa áhrif á litninga fósturs eða kyn hins ófædda bams. Allt slíkt stríðir gegn þeirri virðingu sem skylt er að bera fyrir mannslífínu. 2. kafli leiðbeininganna fjallar um afskipti af fímgnn manna. Með orðunum „tæknitímgun" eða „tækni- fíjóvgun“ er átt viið aðferðir til að koma getnaði til leiðar án samfara karls og konu. Við glasafijóvgun er ftjóvguðum eggjum eytt. Eggin eru að jafnaði numin úr líkama móðurinnar, fijóvguð og alin í tilraunaglasi um skeið. Þeim eggjum, sem ekki er komið fyrir í móðurlífínu, er venjulega eytt eða þau eru fíyst. Að baki eyðingu slíkra fóstra býr sami hugsunarháttur og ræður við fóst- ureyðingu. Vegna virðuleika foreldra og bama á getnaður nýrrar manneskju að eiga sér stað í samförum karis og konu sem elskast og gefa sig hvort öðru í tryggð og sameinast sköpunarmætti Guðs. Bamið er ávöxtur þessa. Þennan rétt ber að virða. Bamið á heimtingu á umönnun frá getnaði hjá for- eldrum sínum. Velferð fjölskyldunnar er undirstaðan að velferð samfélagsins. Tæknifijóvgun með kynfrumu a.m.k. eins ótengds aðila er andstæð einingu hjóna- bandsins. Með slíkri ftjóvgun em hin sérstöku tengsl foreldranna rofín og hún er andstæð rétti bamsins, sviptir það for- eldratengslum og getur hindrað þroska þess. Hún er andstæð þvf hlutverki foreldranna að geta og ala upp sitt eigið bam. Slík fíjóvgun samrýmist ekki réttu sið- gæði. Hún er ekki heldur heimil ekkju eða ógiftri konu. „Leiga á móðurkviði" er óheimil af sömu ástæðu og tækniftjóvgun. Með henni er sneitt hjá skyldum móðurástarinnar, hjú- skapartryggðinni og ábyrgu móðurhlutverki og hún veldur andlegum, líkamlegum og siðrænum vanda hjá viðkomandi Qölskyldu. Kirkjan kennir að hjónabandið sé óijúfan- legt og vilji Guðs. Því fylgir eining og tímgun. Vegna samfara karls og konu verð- ur til nýtt líf og þau tvö verða faðir og móðir. Tengslin milli einingar og tímgunar í hjúskaparlífinu em óijúfanleg og því má ekki aðskilja ætlun til getnaðar og samlíf hjónanna. Enda þótt kynframur hjónanna séu notað- ar til tæknifijóvgunar, er verið að koma til leiðar getnaði sem ekki er ávöxtur samfara og er hann því hliðstæður getnaðarvömum að því leyti að höfuðatriði hjónabandsins, eining og tímgun, em aðskilin. Getnaður er því aðeins siðferðilega réttmætur að hann sé ávöxtur samfara í hjúskap. Hjónin gefa sig hvort öðm, tjá ást sína með tungumáli líkamans og gera sig með því reiðubúin að taka á móti gjöf lífsins, að verða faðir og móðir. Upphaf mannsins er tengt andlegri og líkamlegri sameiningu foreldra í hjónabandi. Prjógvun utan líkam- ans er svipt því gildi sem tjáð er í tungumáli Ifkamans. Bamið er ávöxtur ástar foreldranna en ekki framleiðsluvamingur lækna og líffræð- inga. Koma bams í heiminn má ekki vera komin undir tækniframfömm. Tengslin milli getnaðar og samfara em mjög mikilvæg. Löngun hjóna til að eignast bam er fylli- lega réttmæt en tæknifijóvgun getur ekki komið í staðinn fyrir samfarir. Að því hefur verið spurt hvort ekki sé heimilt að grípa til tækniftjóvgunar með kynfrumum foreldr- anna þegar engin önnur leið virðist fær. Löngunin til að eignast bam er þó ekki nóg til þess að hægt sé að meta tæknifíjóvg- un sem réttmæta. Ekki er hægt að færa siðferðisgildi hjónabandsins yfir á slíka að- gerð. Mannvemr tortímast við tækniftjóvgun og það jafngildir fóstureyðingu. En þótt hægt væri að útiloka fósturdauðann, skilur tækniftjóvgunin getnaðinn frá samfömnum. Þá fer fijóvgunin fram utan við líkami hjón- anna og þá er undir þriðja aðila komið hvort ftjóvgun tekst eða ekki. Það er andstætt virðuleika hinnar nýju persónu að tækni ráði upphafi hennar og örlögum. Þar er hvorki fyrir hendi sú athöfn eða vilji sem ávöxturinn á að spretta upp af. Kirkjan lítur svo á að samfarir elskandi hjóna sé eina athöfnin sem sé þess verð að koma getnaði til leiðar. Þess vegna samrým- ist tæknifijóvgun aldrei siðalögmálinu, jafnvel þótt fijóvguðum eggjum sé ekki eytt eða sjálfsfróun viðhöfð til að ná sæðinu. Enda þótt sú tækniftjóvgun, sem fram- kvæmd er með kynfrumum foreldra, sé ekki eins neikvæð og sú þar sem kynfrumur ótengdra em notaðar, þar sem fyrir hendi er hjúskapur og fjölskylda til þess að búa baminu eðlilegt umhverfi og uppeldi, er kirkjan andvíg slíkum getnaði af siðfræði- legum ástæðum, jafnvel þótt allt sé gert til að koma í veg fyrir deyðingu fóstra. Engu að síður á hvert það bam sem í heiminn fæðist að vera velkomið sem lifandi gjöf Guðs og njóta kærleiksríks uppeldis. Því aðeins er hægt að fallast á tækni- fijóvgun með kynfrumum hjóna að tækniað- gerðin komi ekki í stað samfaranna heldur auðveldi náttúrlega afleiðingu þeirra. Slík hjálp stangast ekki á við siðalögmálið. Astæðan fyrir höfnun tæknifijóvgunar er aðskilnaður getnaðar og samfara. Læknishjálp ber að meta eftir því að hve miklu leyti hún er fólki til góðs, andlega og líkamlega, ekki eftir því hveiju hún get- ur komið til leiðar. Læknirinn á að hjálpa, hann er í þjónustu persónanna en má ekki ráða yfír þeim eða örlögum þeirra. Allir þurfa á læknishjálp að halda nú á dögum en þess verður að krefjast að virðu- leiki þess sem hjálpað er sé ekki skertur, ekki síst þegar um nýja mannvem er að ræða. Því er eindregið mælst til þess við kaþólska lækna og vísindamenn, svo og hjúkmnarlið í kaþólskum sjúkrahúsum, að þetta fólk sýni fulla virðingu og siðgæði í umgengni við mannsfóstur og getnað. Allir verða að skilja þjáningar þeirra hjóna sem ekki geta eignast bam eða em hrædd við að eignast fötluð böm, en hjónabandið veitir fólki ekki rétt til að eignast bam, heldur rétt til þeirrar athafnar sem að jafn- aði leiðir til bameignar. Bamið er ekki hlutur sem menn geta átt eins og hvem annan grip heldur dýrmæt gjöf Guðs og lif- andi vitnisburður um ást foreldranna. Ófijósemi er þung byrði og ber samfélagi hinna trúuðu að létta viðkomandi hjónum hana eftir því sem auðið er. Æskilegt væri að slík hjón ættleiddu bam eða tækju þátt í uppeldisstörfum og aðstoð við aðrar fjöl- skyldur eða fötluð böm. Vísindamenn em hvattir til þess að halda áfram rannsóknum sínum á því, hvemig hægt sé að hjálpa fólki í þessum vanda inn- an þeirra takmarka sem sjálfsvirðing for- eldranna og virðingin fyrir verðandi bami setur þeim. 3. kafli leiðbeininganna fjallar um siðalögmálið og borgaraieg lög. Allir saklausir menn eiga heimtingu á að lifa og eiga Qölskyldu, enda byggist sam- félagið á því. Nýjar aðferðir í læknisfræði og líffræði útheimta því að löggjafí og löggæsla hafí eftirlit með þeim svo þær vinni samfélaginu ekki tjón. Eftirlit fagmanna sjálfra er ekki nægilegt. Löggjafínn verður að vera á verði svo að vísindamenn taki ekki í sínar hendur stjóm heimsins og byggi hana á líffræðileg- um uppgötvunum og „framföram". Þær gætu leitt til valdbeitingar og brota gegn jafnrétti, virðuleika og réttindum manna. Borgaraleg lög eiga að tryggja velferð manna og vemda gmndvallarréttindi þeirra, frið og siðgæði. Þau geta þó aldrei leyst samviskuna af hólmi. Stjómvöld verða að virða og viðurkenna óafsalanleg persónu- réttindi svo sem réttinn til lífs og líkama frá getnaði til grafar, svo og réttinn til hjú- skapar og fjölskyldu og rétt bamsins til getnaðar, meðgöngu, fæðingar og uppeldis . hjá foreldmm. í sumum ríkjum hefur löggjafínn heimilað kúgun saklausra. Það er sama og neita mönnum um jafnrétti fyrir lögum. Ef ríkis- valdið annast ekki réttindi þegnanna, er grafíð undan máttarstoðum ríkisins. Stjóm- völd mega því ekki fallast á tilurð einstakl- inga með aðferðum sem gætu stofnað þeim í fyrirsjáanlegan háska. Ófætt bam á heimtingu á vemd og virð- ingu frá getnaði og verður löggjafinn að leggja refsingar við öllu ofbeldi gegn rétti bamsins. Banna verður stranglega að til- raunir séu gerðar á mannsfóstmm eða að þeim sé eytt eða spillt undir því yfírskini að þeim sé ofaukið eða þau geti ekki þrosk- ast á eðlilegan hátt. Fjölskyldunni ber að tryggja þá lagavemd sem hún á heimtingu á. Löggjafínn má ekki heimila þær aðferðir við tæknifijóvgun sem svipta bam og for- eldra þess réttindum sem þau eiga heimt- ingu á, vegna hagsmuna þriðja aðila, svo sem lækna, líffræðinga eða valdhafa í efna- hags- eða stjómmálum. Lög mega ekki heldur heimila þeim, sem ekki em í löglegu hjónabandi, að gefa hver öðmm kynfrumur. Þau verða líka að banna fósturbanka, getn- að með sæði látins manns og leigu á móðurlífí. Stjómvöldum er skylt að tryggja að borg- araleg löggjöf miðist við siðalögmálið á sviði mannréttinda, mannlífs og fjölskyldu. Víða hafa þá fóstureyðingar verið heimilaðar að lögum og óvígð sambúð fólks verið látin óátalin. I slíkum löndum mun torvelt að tryggja virðingu fyrir þeim gmndvallarrétt- indum sem fjallað er um í þessum fyrirmæl- um. Vonandi tekur ríkisvaldið í þeim löndum ekki á sig þá ábyrgð að auka á þetta rang- læti og skaða með því samfélagið. Þess ber að vænta að þjóðir og ríki geri sér grein fyrir vandanum og gefí út lög sem séu rétt- látari og sýni mannlífinu og fjölskyldunni meiri virðingu. Allir þeir sem hafa góðan vilja verða að leggja sig fram, hver á sínu sviði, til þess að endurbætt verði sú löggjöf sem brýtur í bága við siðalögmálið, svo að óviðunandi athafnir verði ekki lengur leyfðar. í niður- lagsorðum leiðbeininganna er bent á að með þessum ieiðbeiningum sé Stjómardeild trúarkenninga að gegna þeirri skyldu sinni að styðja og veija kenningar kirkjunnar í alvarlegu máli. Hún skírskotar til allra þeirra sem geta haft áhrif á mótun sam- visku og skoðana manna, til vísindamanna og lækna, lögmanna og stjómmálamanna að gera sér grein fyrir að fyrirlitning á lífi og ást, og krafan um að fá að ráða upp- hafí og örlögum manna, er ósamrýmanleg viðurkenning á virðuleika mannsins og trúnni á Guð. Stjómardeildin heitir sérstaklega á guð- fræðinga og siðfræðinga að rannsaka í síauknum mæli og kynna hinum trúuðu það sem kirkjan kennir um kynferðismál og hjú- skaparmál. Kirkjan vill vernda manninn fyrir þeim öfgum sem hann getur haft í frapmi og minna hann á gildi hans. í ljósi sannleikans um gjöf mannlegs lífs er öllum boðið að taka á sig þá ábyrgð sem öllum ber, til þess að líta á alla, jafhvel hin smæstu böm, sem náunga sína, að hætti miskunnsama Samveijans. Þar eiga við orð Krists: „Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Yfirmaður Stjómardeildar trúarkenninga, Joseph Ratzinger kardináli, bar fikjal þetta undir dóm Jóhannesar Páls II páfa og allsherjarfund deildar- innar og hlaut það samþykki. Var það sfðan undirskrifað af kardínálanum og Alberto Bovene erkibiskupi. Torfi Ólafsson er formaður Félags kaþólskra leikmanna. BIRGITTA HALLDÓRSDÓTTIR Mánudags- morgunn Gamall maður í strætó með kaffibrúsa í tösku á leið til vinnunnar. Slitinn af langri vinnu fyrir brauði. I töskunni er samlokan sem gamla konan smurði. Það er mánudagsmorgunn. Vagninn stöðvast fólk streymir inn, enginn segir „Góðan daginn“ Nema gamli maðurinn. Tvær unglingsstelpur skríkja og pískra saman. Onnur segir: Sjáðu hvað karlinn er skrítinn. Góðan dag. Valdhaf- inn Spaðakóngurinn heldur að hann sé mestur. Foríngi spilanna enginn annar sé meiri. Hann geti stjórnað heiminum. Spaðakóngurinn veit ekki hvað er lýðræði. Heldur að lífíð sé völd. Drottningin hans er heimavinnandi hús- móðir. Því hann er mestur og skipar fyrir. Spaðakóngurinn vinnur hvetjar kosningar. Lágu spilin hefur hann í vasanum. Þó spaðaásinn eigi að heita forseti, ræður hann engu. Spaðakóngurínn bíður rólegur í bunkanum. Hann veit fram í tímann. Spaðaásinn kemur til að biðja hann að mynda nýja stjórn. Höfundurinn er rithöfundur og húsmóðir á Syöri-Löngumýri í Blöndudal. JÓN STEFÁNSSON Lazarus sólin óbærílega heit varla að nokkur megni að varpa skugga Rykugur hópur hefur safnast við hellisopið og fáeinir mæddir að velta steinflykkinu frá hann klæðist hvítum kyrtli sem lyktar einsog nýþveginn og við hlið hans dökkbrýndur að bíða mánans þegar rykmökkurinn hefur loks sest, hrópar hann: „kom þú út“ og sjá; hinn dauði kemur syfjulegur og sléttrakaður með klút fyrir vitum bölvar hitanum þrúgandi og veltir steininum fýrír á ný Höfundurinn er við nóm í bókmenntafraeöi í Háskóla íslands. Egg tekið úr konu á spítala í Kiel. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLÍ 1987 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.