Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 10
Framtíðarlistamenn. Þeir Guðjón og Sveinn kunna vel við sig í New York og ætlunin er að vera þar áfram. geysileg aukning á öllu listaframboði með neo-expressjónismanum, sem er að vísu nú orðið í mjög breyttri mynd, en ekki alveg genginn yfír. En hvað um það; maður ber ekki kvíðboga fyrir framtíðinni, þótt skúlpt- úr sé ekki það álitlegasta til að afla peninga. Kannski verðum við að grípa í aðra vinnu okkur til framfæris, enda gera það flestir." Við ræddum um hugmyndafræðilegu hlið- ina á höggmyndalistinni og að áherzlan hefur stundum verið sú, að miðla einhveiju frásagnarlegu og andlegu, en stundum hefur það formræna orðið alveg ofaná og nægir að minna á stóran hluta af verkum Siguijóns Ólafssonar, Ásmundar Sveinsson- ar og fjölmargra annarra myndhöggvara um miðja öldina. En nú, þegar allt er svona blessunarlega leyfílegt; hvora megináherzl- una kjósa ungir myndhöggvarar, ef við lítum á þetta sem tvo valkosti? Guðjón: „Mín afstaða er alveg hrein og klán Ef skúlptúr er einungis formrænt fyrir- bæri, þá lft ég á það sem misheppnað verk.“ Sveinn: „Eg útiloka ekki neitt og íhuga það formræna ásamt með öðrum gildum, sem ég tel að þurfí að vera með. Ég vil halda öllum leiðum opnum." Guðjón: „Ekkert eitt er ofaná núna; það er allt að gerast samtímis, og óstöðugleikinn er það eina stöðuga. Þessvegna er allt sem bundið er við form í mótsögn við veruleika hins óstöðuga. Við Sveinn erum einmitt að tjá okkur um þennan óstöðúgleika í verkum okkar; það tengir okkar skúlptúr sarnan." Sveinn: „Ég held að maður hafí meiri tilfínningu fyrir þessum óstöðugleika hér en heima á íslandi til dæmis." Guðjón: „Hér er allt á fartinni, já, það er ótrúleg hreyfíng og ótrúlegt magn upplýs- inga, sem sífellt er gefið." Sveinn: „Og ég held að það sé gott að lifa og hrærast í umhverfí, sem lætur mann ekki í friði." Guðjón: „Hann er líka heillandi þessi óstöðugleiki; það er eins og að labba tæp- ast á klettabrún." Sveinn: „Og í svona umhverfí er ekkert rétt og heldur ekkert rangt.“ Guðjón: „Maður hefur hugmynd um það sjálfur, hvað sé rétt og rangt í mannlegum samskiptum, en það sem við sjáum í kring- um okkur héma, er ekki alltaf í samræmi við það.“ Sveinn: „Hefðbundin mörk em orðin óljós- ari; listgreinar blandast saman. Til dæmis nota ég bjölluhljóm innan í vasa, sem manns- höfuð stendur uppúr (sjá mynd). Það er ekki beinlínis hugmyndafræðilegt atriði, heldur er ég að leita að stemmningu, sem erfítt er að útskýra." Guðjón: „Ég reyni að endurspegla samtfð- ina; reyni að vera efst á öldunni, sem ber okkur áfram að ókunnri strönd." Sveinn: „Ef listin er góð, þá hlýtur hún alltaf að endurspegla samtíma sinn.“ Guðjón: „Listin er mitt á milli þess að vera meðvituð og ómeðvituð. En ég er á Þar sem fjörið er: Á diskótekinu Xenon á 43. stræti, dansa myndastyttur, eða svo gæti virzt, því dansmeyjunum hefur verið difið í brons. móti tilfínningasemi og rómantík." Sveinn: „Tilfinningasemi já. Það er sjálf- sagt betra að vera laus við hana. En ég held, að dálitil rómantík skaði ekki.“ Eftir þessar djúphugsuðu umþenkingar röltum við út og litum inn í nokkur fræg gallerí í Soho, sem vafízt getur fyrír ókunn- ugum að fínna, en þeir Sveinn og Guðjón höfðu þessa staði á hreinu. Allt í einu rann það upp fyrir mér, að tíminn var orðinn ískyggilega naumur þar til ég átti að taka bíl út á flugvöll við Loew’s Summit-hótelið við Lexington-breiðgötuna. Ég vissi, að það var einfalt að komast þangað með neðan- jarðarlestinni og þeir Sveinn og Guéjón þóttust alveg klárir á því, hvar brautarstöð- in væri, en samt ekki klárari en svo, að þeir fóru villir vegar í öfugan enda götunn- ar og þá var ákveðið að taka leigubíl; það væri alit morandi í leigubílum á þessum tíma dags. Og það var rétt; allsstaðar voru leigu- bílar. En þeir voru allir með farþega og nú fóru horfíir að versna. Mig gninaði, að hægt væri að standa þama til eilífðarnóns og veifa leigubílum til einskis og hætti því. Þama skammt frá var önnur brautarstöð neðanjarðarlestanna. Þar kvaddi ég þessa ungu og hressu landnema í ríki listarinnar og komst með lestinni upp á Avenue of the Americas, sem er góðan spotta frá Lexing- ton og marði að ná í bílinn með því að hlaupa eins og úthaldið leyfði, hálfan kíló- metra eða svo, í mannhafínu á 52. götu. GÍSLI SIGURÐSSON A götunni Frá ssskulýdssamtökum Samverkamanna MóAur Teresu. TORFI ÓLAFSSON ÞÝDDI Á götunni leit ég litla stúlku nötrandi af kulda í næfurþunnum kjól vonlitla um viðunandi máltíð. Ég reiddist og sagði við Guð: „Af hveiju leyfírðu þetta? Af hveiju gerirðu ekkert í málinu?“ En Guð sagði ekkert í bili. Svo um kvöldið svaraði hann allt í einu: „ Vist gerði ég eitthvað í málinu. ÉG SKAPADIÞIG. “ RAGNHILDUR ÓFEIGSDÓTTIR Þú elskaðir mig einu sinni Þú elskaðir mig einu sinni við lágum nakin í skini mánans á laki hreinu eins og snjór vindurinn hreyfði auð gluggatjöldin eins og blöð rósar fullur máninn stóð á miðju gólfí blá nóttin vafði sig að honum þau elskuðust ég elskaði þig einu sinni llmur þinn Mánaskinið var ilmur þinn hvit mjöll ókleifra jökla hvít blöð svífandi blóma sem aldrei greru í svartri mold Liljurnar á Saronsvöllum Uljurnar á Saronsvöllum ástin mín bærast í blænum hvítar hreinar eins og mjöllin eins og dauðinn minningin um þig er ilmur þeirra reykelsi bogahvelfínga næturhiminsins alsettum blikandi stjömum Höfundurinn er félagsfrseðingur og húsmóðir í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.