Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 6
Bamfættaf leigumóðurí Þýzkalaadi. Nýr eiastakliagw verður til í tilrauaa- glasi, þegar egg er frjóvgað. Hversu laagt er hægt að gaaga í að grípa fraai fyrir hendur á sköpunarverkinu? mannsins eigi að njóta virðingar allt frá getnaði því maðurinn er hið eina af sköpun- arverkinu sem Guð „vildi fyrir sjálfan sig“ enda skapar hann hverja mannssál út af fyrir sig. Mannlegt líf er heilagt frá upp- hafi og er í sérstöku sambandi við skapara sinn, takmark sitt. Enginn getur tekið í sínar hendur vald til að tortíma því. 1. kafli leiðbeininganna fjallar um þá virðingu sem skylt er að bera fyrir mannsfóstrinu. Nú orðið er hægt að frjóvga egg utan líkamans. Þegar fijóvgun hefur átt sér stað hefst nýtt líf sem hvorki er líf föðurins eða móðurinnar heldur líf nýs einstaklings. Það ber að vemda af hinni mestu umhyggju. Fóstureyðingar og bamadráp em viðbjóðs- legir gíæpir. Heimilt er að rannsaka fóstur í móðurlífi ef borin er full virðing fyrir rétti hins nýja einstaklings og hún miðar að öryggi hans eða því að ráða bót á meini eða ágalla. Foreldrar skulu veita heimild til slíkrar rann- sóknar. Rannsókn sem gæti leitt til fóstur- eyðingar er óheimil. Bam á sama rétt á lífi og hver önnur manneskja, hvort sem það er heilt eða vanheilt. Læknisaðgerð má gera á fóstri í móð- urlífí ef hún miðar að því að bæta Iífsmögu- leika þess og er ekki hættuleg lífi þéss eða móðurinnar. Enginn tilgangur getur rétt- lætt tilraunir á fóstri í móðurlífi, hvaða gagnsemi sem hægt væri að hafa af þeim. Foreldrar geta ekki heimilað slíka aðgerð því þeir hafa ekki ráðstöfunarrétt jrfír lífi bamsins, frekar en hverrar annarrar mann- eskju. Ekki má heldur geyma lifandi mannsfóstur utan móðurlífs, t.d. í tilrauna- glasi. Þó má beita læknisaðgerð, þótt ekki sé hún fullreynd, til að bjarga lífi fósturs. Fara skal með látin fóstur eins og lík annars fólks og ekki kryfja þau ef ekki er víst að þau séu dáin, og ekki án leyfis for- eldra. 011 verslun með mannsfóstur er að sjálfsögðu óheimil. Mannsfóstur úr tilraunaglösum em mannsfóstur eins og önnur og eiga heimt- ingu á sömu réttindum og þau. Ekki má framleiða mannsfóstur sem „líffræðilegt efni“. Þegar glasafijóvgun er gerð er ekki öllum Verðandi leigumæður & námskeiði. Tekið út úr sæðisbanka íMalmö íSvíþjóð; sæðisgjafinn ókunnur. Stj ómunardeild trúarkenninga í Vatíkaninu gaf út þessar leiðbeiningar 22. febrúar síðastliðinn. Lesbók Morgunblaðsins hefur beðið mig um að gera útdrátt úr þeim, því þær em of langar til að vera birtar í heild. Yfirmaður stj órnunardeildar trúarkenninga er Joseph Ratzinger kardínáli. TORFI ÓLAFSSON Inngangur leiðbeininganna fjallar um líffræðilegar og læknisfræðilegar rannsóknir og kenningu kaþólsku kirkjunnar kapannn hefur falið manninum að fara með gjöf lífsins og bera ábyrgð á henni. Vald manna yfir mannslífínu hefur aukist mikið vegna fram- fara í læknisfræði og líffræði en því fylgja freistingar til að ganga lengra í ráðsmennsku yfír lífinu en manninum er heimilt. Kirkjan hlýtur, hlutverks síns vegna, að líta eftir siðgæði og virðingu fyrir lífínu og benda manninum á virðuleika hans. Þess krefst kærleikur Guðs og í því skyni gaf hann manninum boðorð sín. Guð skapaði manninn og fól honum heim- inn. Vísindum ber að beita { þjónustu mannsins. Þau geta ekki veitt siðræna leið- sögn því stundum teygja þau sig lengra varðandi líf en manninum er heimilt. Því verða þau að virða siðalögmál Guðs. Vísindi án samvisku leiða til tortímingar. Maðurinn er ein heild, andleg og líkam- leg. Siðalögmálið bendir honum á, hvemig hann á að notfæra sér líkama sinn í sam- ræmi við viija Guðs. Það sem kemur fram við líkamann, snertir heildina alla og þá heild ber að virða. Hvorki líffræðingum né læknum má líðast að ákveða upphaf og örlög manna, allt slíkt á að vera í hendi Guðs. Guð hefur falið manninum að taka þátt í sköpuninni. Það gera karl og kona þegar þau sameinast til getnaðar. Því er tækni- frjóvgun ekki heimil að því er manninn snertir. Hún brýtur í bága við virðuleika mannsins sem Guð hefur kallað til að veita með sér gjöf ástar og lífs. Með tæknifrjóvgun er mannlegt líf vakið en vilji Guðs er að það gerist einungis í samförum hjóna. Gildi mannsins felst ekki eingöngu í lífi Kkamans heldur því að honum er ætlað eilíft líf. Friðhelgi hans og réttur til lífs byggist á því að Guð gaf honum lífíð. Láf mannsins er æðra en líf dýra og jurta því hann hefur ódauðlega sál. Því má ekki beita við getnað mannlegs lífs aðferðum sem heimilt er að nota við tímgun dýra og jurta. Vísindamenn geta nú sameinað kynfrum- ur karla og kvenna í tilraunaglösum, en þótt það sé hægt, er það ekki þar með leyfí- legt. Kennivald kirlqunnar segir að líf Leiðbeiningar um virðingu fyrir upphafí mannlegs lífs og getnaði

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.