Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 4
ÞRÓUÐ LÖND MYND 3: ORKUNOTKUN Á HVERN STARFSMANN í LANDBÚNAÐI Orkunotkunin er reiknuð í kg af olíu eða ígildis hennar Bóadi á Sahel-svæðinu sunnan við Sahara með búpening sinn. Hér er orkunotkun í lágmarki og sést vel af skýringarmyndunum, hversu miklu munarþama á milliþróaðra og vanþróaðraþjóða. ÞRÓUNARLÖND 1972 1982 (The State of Food and Agriculture, 1985) 1972 1982 Lesbók/GÓI F æðuöflun og orkunotkun Hefurðu leitt hugann að því að á þessari öld hefur mannfjöldi jarðar liðlega þrefaldast? Á tímabilinu 1950—1986 tvöfaldaðist hann, en það er álíka fjölgun og áður varð á milljónum ára. Umsvif jarðarbúa hafa vaxið í enn hrað- „Að láta húsdýr bryðja kom ótæpilega, í harðri samkeppni við sveltandi meðbræðurjarðar- kringlunnar, er búskaparháttur sem einfaldlega gengur ekki til langframa, hvorki af mórölskum ástæðum ellegar þeim er varða auðlindanýtingu. “ Eftir BJARNA GUÐMUNDSSON ari takti. Þannig er talið, að heimsframleiðsl- an hafi liðlega tuttugufaldast frá aldamótum. Að baki þeirri framleiðsluaukn- ingu liggja gífurlegar tækniframfarir, svo sem alkunna er. Um fátt hefur þó líklega munað meira en hagnýtingu orkunnar, fyrst og fremst þeirrar sem unnin er úr leifum plantna, er lifðu fyrr á tíð og nú hafa breytzt í olíu og jarðgas. Talið er að orkunotkun jarðarbúa hafi tólffaldast frá aldamótum, og fjórfaldast frá 1950. Ýmsir velta því fyrir sér, hversu lengi þetta muni ganga og geta gengið, þar sem vitað er, að olía og jarðgas eru tæmanlegar auðlindir, og að við eyðum þar mun meiru en við öflum. Óhugnanlegra fylgifíska hinna stórauknu umsvifa jarðarbama gætir í vaxandi mæli, svo sem skógar- og vatnadauða, uppblást- urs gróðurlendis og óeðlilegra loftlagsbreyt- inga. Ýmsir telja því framtíðarvon mannkyns bundna við það, að viðunandi samræmi náist á milli ráðstafana til aukn- ingar hagvexti og áhrifa þeirra á umhverfí allt. Hér verður ekki lagt út í alhliða heims- vandamálaumræðu — aðeins dvalið við orkuna og nýtingu hennar ti! fóðurs- og fæðuöflunar í landbúnaði: Að verulegu leyti verður stuðst við tvö nýleg rit: State of the world 1987, sem World Watch-stofnunin í Washington gefur út undir ritstjóm Lester Brown, en hann er þekktur framtíðarkönn- uður. Hinn ritið er The State of food and agriculture 1985 (Mid-decade review of food and agriculture), sem FAO gaf út síðla árs 1986. Bylting í Landbúnaði í upphafí aldarinnar máttu bændur reiða sig á búféð til áburðarframleiðslu og sem aflgjafa. Búin vom sjálfbjarga um hjálpar- orku, en hjálparorku má kalla aðra orku en þá sem sólin sendir með geislum sínum og nýtt er beint sem varmi ellegar óbeint í formi plöntuafurða. Upp eftir öldinni okk- ar óx ræktað land í sama takti og mannfjöldi veraldar. Um miðja öldina var komið að vatnaskilum. Hröðun mannflölgunar óx, bændur neyddust til að auka framleiðni ræktunar- innar. Við þessi vatnaskil tók orku — og þá fyrst og fremst olíunotkunin við land- búnaðinn að vaxa hröðum skrefum. Drátt- arvélastóðið stækkaði, áburðamotkun margfaldaðist, vökvun akra varð nauðsyn- leg, og illgresi og óæskilegum skordýrum varð að halda í skeíjum með lyfjagjöf. Vegna þess hve búvöruframleiðsla al- heims er háð aðgangi að olíu, hefur fram- leiðsla olíu og verð hennar veruleg áhrif á verð og framboð mikilvægustu matvælanna. Þar er einkum átt við komið, en það gefur langmestan hluta þeirrar orku sem mann- kynið neytir í fæðu sinni. Nú er olíuþörf (orkuþörf) landbúnaðar í raun lítil, metin sem hluti af heimsnotkun, eins og síðar verður vikið að, svo olíuskortur mun ekki öllu máli skipta fyrst í stað. En olíuverðið mun mjög ráða verði búvaranna. Umhugs- unarefni er einnig, að á heimsvísu hefur bændum ekki tekist að verða minna háðir olíu í atvinnurekstri sínum á síðustu ámm, líkt og gerst hefur til dæmis í framleiðslu raforku. Olíu- og komframleiðsla veraldar fylgd- ust að frá 1950 til 1978, en úr því minnkaði olíuframleiðslan — komframleiðslan óx áfram. Sú mikilvæga staðreynd liggur fyrir, að eftirspum eftir komi mun vaxa a.m.k. næstu 60 árin, að því að spáð er, en hins MYND 1: ORKUNOTKUN VIÐ KORNRÆKT í olíutunnum á hvert tonn af korni 0,89 1950 1960 1970 (State of the World, 1987) 1,13 ' Jlf _ISI' wJli 1980 1,14 — 1985 vegar mun olíuframleiðslan minnka. Verður því ekki annað séð en að óbreyttu stefni komframleiðsla veraldar í ógöngur: Land- búnaðurinn verður æ háðari hjálparorku við það að mæta matvælaþörfinni sem vex jafnt og þétt, en orkulindimar þverra. Lester Brown sýnir þessa þróun með tölum og upp úr þeim er 1. mynd unnin. Myndin sýnir okkur að orkunotkun við komrækt, reiknuð á hvert tonn af komi, hefur tæplega tvöfaldast á síðasta aldar- fjórðungi. Brown bendir á tvö þýðingarmikil atriði, sem varða tengsl olíu- og fæðuöflunarinnar og blasa munu við í byijun nýrrar aldar. Það fyrra er samkeppnin á milli hinna ýmsu sviða, er þurfa á olíunni að halda; hið síðara er staðsetning olíulindanna. Bent er á, að nærri helmingur þekktra olíulinda sé nú uppurinn. Ennfremur það, að í Norður-Ameríku, þar sem fjórðungur komræktar alheims er, muni þegar búið að eyða upp fjórum fimmtu hlutum þekktra olíulinda. Fæðuþörf þriðja heimsins vex hröðum skrefum, en þar em olíulindir tak- markaðar, svo og getan til þess að nýta þær. Miðausturlönd em talin ráða 56% olíuf- orða alheims, en þar búa þó aðeins 4% mannkyns. Hin misjafna dreifing olíulind- anna, og matvælaframleiðsla, sem sífellt verður háðari olíunotkun, fela því í sér vax- andi óvissu um matbjörg mannkyns á allra næstu áratugum: Óbreytt stefna gengur ekki til framtíðar. Það verður að leita leiða til að draga úr olíunotkuninni. Hækkandi olíuverð mun leiða til hækkunar á verði matvæla, og sú þróun mun leika þær þjóðir harðast sem veikastar vom fyrir. Um það höfum við dæmin frá Afríku eftir 1970 og Suður-Ameríku eftir 1981. Orkukreppaná áttunda áratugnum Hækkun olíuverðsins í byijun áttunda áratugar aldarinnar skók heimsbyggðina ill- þyrmilega, og önnur hækkun dundi yfír í lok áratugarins. Á milli varð nokkurt hlé. Sfðustu árin höfum við einnig búið við hag- stætt olíuverð. En hve lengi það stendur, veit líklega enginn. Á vegum FAO (Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna) hefur orkunotkun í landbúnaði verið rannsökuð, ekki sízt það, hvaða breytingar hafa orðið á henni á tímabilinu 1972 til 1982. Orku- notkun landbúnaðarins í heiminum er lítil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.