Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 15
 Lesbók/Kristján Einarsson Svavar í Ási var haan kallaður þegar hann rak búðina á Seltjamamesi. Sú sigl- ing endaði með strandi. Við sigldum út á Ermarsundið meðan flótt- inn frá Dunkirk var í fullum gangi, lónuðum á sundinu þar til okkur var snúið til Gíbralt- ar. Þar lágum við í lengri tíma og síðan er mér alltaf vel við Gíbraltar. Það er best ég komi að þessu með hug- rekkið. Ég er voðalega kaldur. Hugrakkur. En hugrekki er að mínu mati ekkert annað en það að geta falið í andlitinu hvað maður er skít-logandi-hræddur. Hræðslan er nátt- úrueiginleiki til vamar því að fólk hlaupi út í opinn dauðann eins og fábjánar. Tilfínning sem ekki ber að afneita. En hugrekkið bygg- ist bara á því að láta ekki bera á henni, halda andlitinu þannig að hinir sjái ekki hræðsluna í manni. Og Svavar segir frá skipsfélögum sínum, mönnum sem hann kynntist á þessum árum, meðal annars Ólafsvíkur-Kalla. Þegar við lágum í Kanada, Branten hét bærinn, var Kalli valinn til að sækja brennivín. Það voru 70 mílur í næstu vínbúð eða á annað hundrað kílómetrar. Kalli fer af stað í leigubíl snemma morguns, keikur og fínn, tandurhreinn eins og hann alltaf var þegar hann ekki drakk. Þegar hann drakk seldi hann hins vegar allt sem hægt var að selja og varð skítugur. Klukkan fímm síðdegis erum við komnir í frí og ekkert bólar á Kalla. Það tekur að síga í menn og þar sem bærinn var ekki stór í sniðum tökum við að svipast um eftir hon- um, en árangurslaust. Allir mjög þurr- bijósta. Undir miðnættið kemur leigubíll og viti menn, út úr honum veltur Kalli, með hálfa flösku af brennivíni. Hvað orðið hafði af því sem skipshöfninni var ætlað kann hann enga skýringu á, en talar mikið um „villtar meyjar í skóginum". Ég held ég verði að telja mér það til hróss að hafa komið að einhveiju leyti í veg fyrir óeirðir vegna kæruleysis Kalla. Það var hægt að snúa þessu upp í brandara. „Villt- ar meyjar í skóginum", endurtekur Svavar og hlær dátt. Það Lýgur Enginn UPPÁMIG Það lýgur enginn upp á mig, það er ekki hægt, segir Svavar allt í einu og eins og til útskýringar kemur hann með dulitla dæmisögu. — Þegar ég var búinn með fyrstu önnina í Vélskólanum var ég að leita mér að plássi, ætlaði að vera á vél. Ég fer í Sambandið og ráðningarstjórinn skrifar mig niður og ræður mig. Ég átti að fara á skip sem hét Jökulfell. Næsta dag hringir ráðningarstjór- inn og segir: Já, þú varst í haframjöli, mat og gijónum, og átti þá við matvöruverslun- ina sem ég var nýhættur með. Þegar ég jánka því heldur hann áfram: Ja — þú get- ur farið fyrir mig sem kokkur í tvo þijá daga. Kokkur! Ég lét hann vita sem var að ég kynni ekkert að kokka. Engu að síður lét ég til leiðast og var ráðinn til að kokka í tvo þijá daga. Þeir urðu að tveim þrem vikum, því siglt var í kringum landið og alltaf var ég kokkur. Allar þær hörmungar sem urðu á þeirri leið er ekki vert að telja upp. En það má nefna dæmi. Helga Sigurðar (matreiðslu- bókin) var með allan tímann og hún lá alltaf opin í kojunni minni, klefínn var beint á móti eldhúsinu. Svo átti að vera smásteik og ég geri alveg eins og Helga segir. Klukk- an hálftólfkippi ég steikinni út, en fínnst hún ekki búin að fá nóg og skelli henni inn aftur. Næst þegar ég lít á hana er allt orð- ið kolsvart og brunnið. Klukkan er orðin tólf og ekki um neitt að ræða, ég verð að demba djöfulskapnum á borðið. Það var steinhljóð í messanum. Menn fóru að smátín- ast út. Þeir gengu framhjá eldhúsinu einn og einn í senn og sögðu: Þakka þér fyrir matinn, kokkur! Það var eins og þeir væru að klippa sundur stálvír með kjaftinum, þannig var tónninn. Svo vorum við komnir til Sauðárkróks og það var síðasta höfn á íslandi, skipið átti síðan að fara til Kaupmannahafnar í sex vikna klössun. Það voru komnir svita- dropar á mannskapinn þegar ekkert bólaði á kokk. En rétt áður en skipið lagði úr höfn sást flugvél koma úr suðri. Og þar kom kokkur. Ég fór í nokkurra daga frí og hugðist síðan fara í mitt djobb sem smyijari á öðru skipi. Ég tek gokann minn og labba niður á bryggjuna. Áhrifin verða þau að skips- höfnin rífur saman pjönkur sínar og gengur á land í þeirri trú að ég sé að koma þama sem kokkur. Þessa sögu heyrði ég og þótt hún sé ekki alveg sannleikanum. samkvæmt fínnst mér hún mjög trúverðug. Þess vegna segi ég að það sé ekki hægt að ljúga upp á mig, það er alltaf einhver sannleikur í lyginni. Höfundurinn er leikkona og hefur um tíma búið í Svíþjóð. LÁRUS HELGI LÁRUSSON Stríðdrekar ytrwr stríp m om\ strÍÐDrtkftc m srrdnqii/vFirP vi-B srutjuin K vfií) veruur Sigrún Löve, kennari við Flataskóla í Garðabæ, hefur komið á framfæri þess- ari teikningu ásamt ljóði, sem hvorttveggja er eftir aðeins 8 ára gamlan dreng. Hann heitir Lárus Helgi Lárusson og á heima í Faxatúni 7 í Garðabæ. Hann var nemandi í 2. bekk í Flataskóla í vetur og gerði þetta í „ftjálsum tíma“ eins og það heitir og vakti sérstaka athygli. Sagði Sigrún í bréfí, að fundur utanrík- isráðherranna á dögunum hafí ýtt við sér að senda það Lesbókinni. Skriftin er höfundarins og þama kemur fram athyglisvert nýyrði: Stríðdrekar. Trúlega eru það þesskonar tól, sem höfundurinn teiknar með ljóðinu. Að halda sambandinu við ísland: Svavar er tíður gestur & bókasafni í Gauta- borg, þar sem hann getur lesið Morgunblaðið. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLl 1987 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.