Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 9
Guðjón Bjarnason og eitt af verkum hans & sýning- unnií Visual Arts Gallery. Gata á Waterfront í Brooklyn, þar sem listamenn hafa vinnustofur á loftunum. Skammt frá þessum stað er aðsetur og vinnustofa Sveins og Brynhildar systur hans. rí lios i ak- nn ;on- dd af ul- þeim. Skólinn rekur þetta gallerí og nemend- umir geta fengið að sýna þar, en það segir sig annars sjálft, að í þessum harðvítuga frumskógi samkeppninnar ganga skólanem- endur ekki með verkin sín inn í sæmilega sýningarstaði Það var ljóst þegar inn kom, að skúlptúr- ar þeirra Sveins og Guðjóns sveija sig í ætt þeirrar þróunar, sem hefur átt sér stað uppá síðkastið með notkun á blönduðum efnum; málmum, tré, gleri og fleiru. Og síðan eru gripimir ef til vill málaðir. Guðjón hafði notað dúk og jámaverk með og er einfaldara að vísa á myndimar en reyna að útskýra þessi fyrirbæri með orðum. Skúlptúrar Sveins vom unnir með blandaðri tækni: Ýmiskonar form úr stáli, sem Sveinn setur á ljósnæma húð og varpar þar á ljós- myndum, sem sitja eftir á stálinu og sumpart málar hann ofan í þetta eða kringum það. Einfalt verk og eftirminnilegt og meira sam- kvæmt hefðinni í höggmyndalist var haus — sýnilega sjálfsmynd — sem látinn var standa uppúr geysistómm leirvasa. Sveinn var um þriggja vetra skeið í Mynd- lista- og handíðaskólanum og eins og þótt hefur nánast hin sjálfsagða leið uppá síð- kastið, hélt hann að því búnu til Hollands, þar sem hann vann að list sinni í tvö ár. Eftir það lá leiðin til New York. Þetta er sem sagt búin að vera bein og frávikalaus leið hjá Sveini; hann var alltaf viss í sinni sök. Guðjón hefur aftur á móti komið víðar við. Hann tók stúdentspróf og var í tvö ár í lögfræði við Háskóla Islands, en fann sig ekki þar eins og sagt er og söðlaði um: Fór í arkitektúr í Providence á Rhode Island og lauk þaðan prófi í greininni 1984. Þá fyrst var röðin komin að myndlistinni; hann innrit- aðist í School of Visual Arts í New York og á þar nú tvö ár að baki. Um framtíðaráformin sagði Guðjón: „Ég er síður en svo búinn að gefa húsateikning- ar upp á bátinn; ég hugsa mér að vinna við þær jafnhliða listinni og nú að loknu prófi fer maður að huga að þvf. Helzt ætla ég hvergi að setjast að. Mér þykir þó líklegt að ég verði með annan fótinn í New York næstu árin. Það að ég er arkitekt og vel mér skúlptúr, er auðvitað ekki tilviljun. Það er beint samband og vemlegur skyldleiki þama á milli. Nú er allt leyfilegt og skúlpt- úr hefur breyzt geysilega. Oftast er unnið með mörg efni í einu í sama verkinu." Sveinn: „Það var engin skúlptúrdeild við Myndlista- og handíðaskólann, þegar ég var þar. Þessvegna byrjaði ég á eigin spýtur að fást við skúlptúr. Þegar utan kom til Hollands var konseptið mikils ráðandi. Við grænjaxlamir hittum þá Sigurð Guðmunds- son og Hrein Friðfínnsson og þeir höfðu mikil áhrif á okkur. En að sjálfsögðu hefur margt breyzt síðan; margskonar önnur áhrif komið og farið. Við emm með vinnustofu í skólanum og námið er mjög akademískt og frjálst. Prófessorar koma til okkar tvisvar í viku, — þeir em listamenn og allir tals- vert þekktir. Þeir skoða það sem við höfum verið að gera og hlusta á sjónarmið okkar og síðan em málin rædd. En um tæknilega kennslu er ekki að ræða þama í þeim skiln- ingi, að sérstakar kennslustundir séu fyrir logsuðu eða glerskurð eða ljósmyndanotkun. Hinsvegar fær maður leiðbeiningar um allt slíkt, þegar á því þarf að halda." Guðjón er búinn að sýna verk sín fímm sinnum, en alltaf með öðram. Sveinn hafði áður sýnt heima, á Ítalíu og í Hollandi. Hann ætlar að reyna að vera áfram í New York að skólanum loknum og hafa vinnu- stofu og bústað á loftinu í Brooklyn ásamt Brynhildi systur sinni. Ég spurði þá, hvort þeir hygðust semja við gallerí, sem sýnist vera hin almenna aðferð til að koma verkum sínum á framfæri. Guðjón: „Ég held að maður geti ekki reitt sig á neitt gallerí. Þau em ekki þesskonar stofnanir. í East Village era til gallerí, sem listamenn reka sjálfir og það væri ólíkt þekkilegra að eiga samskipti við þau. Hjá þessum venjulegu galleríum er þetta einung- is bísnis; þau vilja selja auðseljanlega hluti. Skúlptúr er erfítt að selja og þeim mun erfíðara sem hann er stærri. Annars varð LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLÍ 1987 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.