Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 11
Félagsmannfræði Önnur sjónarhorn — aðrir möguleikar menninga og samfélaga. Ekkert samfélag og menning er eins. Ekkert samfélag er kyrrstætt, óháð umheiminum, sögu, og sam- skiptum. Samfélag og menning er sköpun okkar og menning og samfélag hefur afger- andi áhrif á alla hegðan okkar, lífsviðhorf, í stuttu máli tilveru okkar. Sömuleiðis höfum við afgerandi áhrif á menningu og samfélag okkar. Af þessum ástæðum er ekki mögulegt að rannsaka félagslegar, menningarlegar, efnahagslegar og pólitískar stofnanir mann- legs samfélags sem kyrrstæð og einangruð fyrirbæri í rannsóknarstofu. Við höfum til- hneigingu til að mæla öll fyrirbæri með verkfærum náttúruvísindanna. En með þeim mælitækjum er ekki hægt að mæla við- fangsefni samfélagsvísinda. Ef við gerum slíkt, er það ekki aðeins óvísindalegt og umsnúið, heldur ætlum við „rannsóknarhlutnum", sem eru stofnanir menningar og samfélags mannsins, eigin- leika sem hver sér að eru frá öllum hliðum óraunverulegir. Fólk, og vitsmunaleg sköpun þess, hagar sér ekki eins og frumeindir, sýklar eða flug- ur, og þess vegna er ekki hægt að yfírfæra aðferðir sem notast til greiningar á slíkum fyrirbærum yfir á samfélag og menningu mannsins. Sjónarhorn Félagsmannfræðingar sérhæfa sig í að rannsaka og greina: vistfræðilegar aðstæð- ur, viðskipti, vöruskipti, samskipti, giftinga- reglur og fjölskyldumynstur, pólitíska og efnahagslega stjórnun og vald, þátt trúar og trúarbragða, helgisiði, siðfræði, pólitísk- ar og félagslegar stofnanir og fjöldahreyf- ingar, markaði, þróunarsamvinnu og aðlögunarvandamál flóttamanna. Það er auðvitað mismunandi hvaða rannsóknarsvið félagsmannfræðingurinn leggur til grund- „Félagsmannfræðingurinn skoðar og greinir innviði og formgerðir viðkomandi rannsókn- arsviðs, sem oftast eru stofnanir menningar og samfélagsMyndin er af kennslu í Háskóla íslands. Ef við skoðum hug okkar og leitum eftir al- mennri þekkingu á félagsmannfræði, er ekki ómögulegt að mörg okkar hafi óljósar hug- myndir um þessa fræðigrein. Hefðbundinn rannsóknarvettvangur fagsins hefur löngum „Heimurinn færist sífellt lengra inn á gólf hjá okkur öllum og þekking á samfélagsgerð og menningu annarra þjóða og ekki síst eigin, verður sífellt mikilvægari fyrir samskipti á öllum sviðum, hvort sem það eru viðskipti eða menningarsamskipti.“ verið lönd þriðja heimsins. Skýringanna er að hluta til að leita í því hagnýta gildi sem fagið ávann sér á nýlendutímanum, og að fræðimenn töldu að í „einfaldri“ menningu nýlendnanna væri að finna lykilinn að mörg- um óútskýranlegum fyrirbærum í (okkar) eigin menningu. Islensk menning var einnig um tíma rannsökuð sem einangrað fyrir- bæri og álitið var, að þar væri að finna ómengaða og staðnaða landnámskenningu og landnemasamfélag. Ur niðurstöðunum mátti m.a. lesa, að Islendingar væru stadd- ir á lægra menningarstigi en aðrar þjóðir Evrópu, og ætti semsagt eftir að ná þeirra „æðra“ þróunarstigi. Skylt er að geta þess að margt hefur breyst síðan þessar hugmyndir litu dagsins ljós, þótt sumir haldi ennþá fast í þær og aðrar miklu fjarstæðukenndari og verri, eins ! og t.d. að vegna gefinnar einangrunar ís- lands, sé þar að fínna hinn eina og sanna aríska kynstofti. í dag hefur rannsóknarvettvangur félags- mannfræðinnar ekki aðeins færst að miklu leyti frá löndum þriðja heimsins, til rann- sókna á hinum vestrænu samfélögum, heldur verður sérhæfingin innan greinarinn- ar og beint hagnýt gildi sífellt áþreifanlegra. Menning Og Samfélag Menning og samfélag eru tvö lykilhugtök félagsmannffæðinnar. Að geta ekki skil- greint þessi tvö hugtök, svo þau uppfylli skilyrðin; nákvæmni og óskeikulleiki, er hægt að gagnrýna, og sérstaklega frá sjón- Eftir HERMANN OTTÓSSON arhomi þeirra vísinda sem vinna með nákvæm og óskeikul hugtök og mælitæki. En þá má spyija: Er hægt að mæla og segja til um svo óskeikult sé, hvaða hlutverk sam- félag og menning leikur í lífi mannsins? Aðeins þann hluta sem hægt er að líkja við það sem stendur uppi af ísjaka{ er hægt að mæla nokkumveginn óskeikult. I gegnum tlðina hafa samfélagsvísindin, reynt að not- ast við mörg og mismunandi skýringalíkön frá náttúruvísindum. í stuttu máli hafa þau reynst að mestu ónothæf. Þau geta ekki skýrt þá staðreynd, að öll félagsleg og menningarleg fyrirbæri eru afurð vitsmuna- legrar sköpunar mannsins. Ekki aðeins era menningarleg og samfélagsleg fyrirbæri og það sem þeim tilheyrir sköpun okkar manna, heldur era þau í stöðugri nýsköpun, vegna þess að þróun er stöðugt hreyfanlegt ferli. Óll þau menningarlegu og samfélagslegu fyrirbæri, og hugmyndir sem við höldum að séu stöðug og óumbreytanleg, öðlast sífellt nýjar víddir í takt við samfélags- þróunina. Menning okkar og samfélag er því í síbreytanlegri þróun og sköpun, í samskipt- um fólks og í samakiptum við aðrar gerðir vallar við greiningu viðfangsefninu. Hér fara á eftir þau helstu: 1) Menning og umhverfí. Rannsóknarsviðið fjallar um áhrif vistkerfís í þróun menning- ar og samfélags. Því er skipt í menningar- vistfræði, vistkerfi og atferli, vistkerfi og merkingarframleiðslu. 2) Efnahagskerfi, framleiðsla og skipulagn- ing, vald og stjómmál. Greinir sig aðeins lítillega frá hagfræði og stjómmálafræði. Rannsóknir beinast að hvemig ofangreindir þættir skýra og ákveða uppbyggingu og þróun samfélagsins. Rannsóknir beinast að frumatvinnuvegum, samvinnu, undir og yfirbyggingu, vöraskiptum og þjónustu, pólitík og valdi. Þættir þessir eru einnig rannsakaðir hver fyrir sig, og þá einkum innan þeirrar greinar fagsins sem flokkast undir hagnýta félagsmannafræði. 3) Mál og merking. Reynt hefur verið að greina hina menningarlegu „málfræði". Reynt er að yfírfæra greiningartækni mál- fræðinga yfír á menningu og samfélag, og gerðar tilraunir með að skilja formgerðir menningarinnar sem samhangandi flókið net mismunandi boða og tákna sem jafnt eru hulin sem sýnileg í samfélaginu. Rannsóknaraðferðir Aðferð félagsmannfræðinnar til að afla gagna til vísindalegrar greiningar er þátt- i tökurannsókn eða vettvangsathugun, framfyrir yfirborðslegar tölfræðilegar kann- anir. Vettvangsathugunin er aðferð til að safna gögnum um ákveðið valið rannsóknarsvið. Félagsmannfræðingurinn skoðar og greinir i innviði og formgerðir viðkomandi rannsókn- j arsviðs sem oftast era stofnanir menningar og samfélags. Við það gefst tækifæri til að j skýra og greina stofnanir samfélags og i menningar innanfrá. i Maðurinn aðgreinir sig frá dýram fyrst og fremst við að hann er merkingarframleið- andi. Merking verður til í samskiptum manna og stofnana samfélagsins, ekki að- j eins innan einnar ákveðinnar menningar i heldur einnig milli menninga. Allar menn- ingar og stofnanir samfélagsins hafa mismunandi „menningartungumál" og það ' er hefðbundið hlutverk félagsmannfræð- j ingsins að „túlka" menningartungumál yfir á skýringarmál samfélagsvísinda. Því er hægt að segja að vinna félags- j mannfræðingsins felist í mjög flóknu þýðingastarfi og túlkun á merkingu menn- ingar og samfélags yfir á vísindamál félagsmannfræðinnar og þar með gera merkinguna aðgengilega til skýringar og greiningar. Með öðram orðum að skilja, skýra og túlka í rannsóknamiðurstöðum sérstöðu og hlutverk félagslegra, menning- arlegra, pólitískra og efnahagslegra sam- félagsstofnana. NÝ RANNSÓKNARSVIÐ Rannsóknum nútíma félagsmannfræð- inga má til hagræðingar skipta í tvennt. Annarsvegar er um að ræða virka þátttöku við þróunarrannsóknir og hinsvegar hag- nýta mannfræði. Fyrst skulum við lítillega líta á stöðu félagsmannfræðinnar innan þró- unarrannsókna. Þessar rannsóknir og umræða fer að mestu fram S háskólunum og jafnt innan allra deilda. Umræðan fer að mestu fram á hinu kenningarlega sviði en hefur afgerandi áhrif á hvemig hinu hagnýta starfi er háttað. Þróunarrannsóknir Það sem beinir sjónum manna í dag að félagsvísindum, innan þessa sviðs, er sú staðreynd að áður viðteknar hugmyndir um hina æskilegu samfélagsþróun era sigldar í strand. Við vitum ekki lengur hvert við eigum að stefna í leitinni að hinu „góða" framtíðarsamfélagi. Þau vísindi sem hafa einbeitt sér að hagkerfinu og prédikað til skiptis borgaralega eða marxíska hagfræði hafa talið sig eiga svör við flestum spuming- um um mannlega tilvera. 011 tilvist mannsins hefur verið sett inní óskeikul skýr- ingarlíkön og hagfræðin hefur kallað sögu og þróun þjóða raunveraleg eða bersýnileg ferli. Ef einhver þáttur hefur ekki passað inní líkönin hefur einfandlega verið horft framhjá honum. Sárafá spumingamerki hafa verið sett við þessar alhæfingar, og hagkerfíð hefur verið dregið út úr samhengi við aðrar stofn- anir samfélagsins sem einhverskonar reiki- stjama sem stjómast af sýnilegum öflum eða lögmálum. Hagvöxtur hefur þýtt hið sama og hin æskilega framþróun. Vellíðan borgaranna hefur verið mæld í efnislegum gæðum. Stefnu þessa álíta margir þróunarsér- fræðingar og ekki síst framsýnir hagfræð- ingar hættuiega og telja að ofuráhersla á hagkerfið hafí eyðileggjandi áhrif á heildar- þróun samfélaga. Sumir ganga svo langt að segja að efnahagskerfið sem sjálfstýr- andi fyrirbæri sé bein andstaða við fram- þróun annarrar rhenningar- og samfélags- legra stofnana. Sú sveifla sem orðið hefur allra síðustu ár, frá áherslu á hin efnahagslegu alhæfing- arlíkön til hinna menningarlegu þátta, speglast í stígandi áhuga fyrir hinu ævin- týralega, ótrúlega, andlega og trúarlega í bókmenntum og leiklist framfyrir raun- veraleikalýsingar. Áhugi fyrir verkum Jung og Nietzsche framfyrir Freud og Marx. Frá náttúruvísindum yfir f listir og arkitektúr, til samfélagsrannsókna er hægt að merkja þessar djúpu og af mörgum taldar afger- andi breytingar. En hversvegna beinast sjónir manna að félagsmannfræðinni í þessu sambandi? Fé- lagsmannfræðin hefur ætíð verið álitin sú fræðigrein samfélagsvísindanna sem er mest lýsandi og greinandi, er minnst al- hæfandi. Félagsmannfræðin hefur í mörgum tilfell- um beitt sér gegn alhæfandi kenningum, kenningum sem beinast að því að skýra alia tilvera mannsins undir einum hatti, eða að rekja allt, fortíð og framtíð, til ákveðins LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚLÍ 1987 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.