Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1987, Blaðsíða 14
„Ef mér byðist pláss í dag, þá tæki ég það“, segir þessi 74 ára gamli sæfari, sem hefur siglt um öll heimsins höf. Hugrekki er fólgið í að halda andlitinu - láta ekki hræðsluna sjást Oft má sjá hann grúfa sig yfír íslensk dagblöð á Borgarbókasafninu í Gautaborg, eða stikla niður „Avenyen“ á bláu sjóarabuxunum sínum. Svavar Hjalti Guðmundsson heitir hann fullu nafni og er fæddur á Lögbergi á Kristín Bjarnadóttir ræðir við SVAVAR í ÁSI, sem sigldi verzlun sinni í strand, en fór á sextugsaldri í Vélskólann, lærði að fljúga, sigldi um ðll heimsins höf, býr í Gautaborg og telur sig afkomanda Fjalla-Eyvindar. Seltjamamesi 5. apríl 1913. Menn sem komnir eru yfír miðjap aldur muna hann trúlega sem Svavar í Asi. I tuttugu ár rak hann matvöruverslunina As, sem hann tók við af móður sinni og stjúpa en sigldi að lokum í strand, eins og hann orðar það sjálf- ur. En siglingar í bókstaflegri merkingu hefur hann enn ekki gefið upp á bátinn. „Ef mér byðist pláss í dag, þá tæki ég það,“ segir þessi sjötíu og fjögurra ára gamli maður, sem farið hefur um flest heimsins höf og er auk þess með einkaflugmannspróf upp á vasann. . A heimili sínu, í lítilli íbúð á Johanne- berg, er Svavar fús til að leysa frá skjóðunni, segja undan og ofan af sínum skrautlegu æviskeiðum. Gömul skólasystir hans frá Laugarvatni, Magnea Bjamadóttir, er þar gestkomandi og situr í stofunni með kúfað- an kassa af póstkortum fyrir framan sig og raðar ofan í annan. Kortin sem hún reyn- ir að henda reiður á eru minjagripir Svavars úr öllum heimshomum. A veggjunum má líta fjölskyldumyndir, skólaspjöld, viður- kenningarskjöl af ýmsum toga og landabréf. Svavar bendir hróðugur á mynd af lítilli stúlku: „Þetta er eina afadóttirin mín. Ég á þijú böm, en bara eitt afabam. Jú, giftur var ég tvisvar og tvisvar fráskilinn. Það þykir nú ekki mikið í dag, en ég hef kannski verið meðal brautryðjendanna." GerðistVeður- FRÆÐINGUR í ÆSKU Svavar hefur aflað sér menntunar á mörgum sviðum, er Samvinnuskólagenginn, hefur meirapróf á bíl, próf í verkstjómar- fræði og sprengjutækni, svo eitthvað sé nefnt. Á sextugsaldrinum fór hann í Vélskól- ann og lauk þaðan vélstjóraprófi. Til sjós fór ég fyrst árið 1929, fór þá á togara. Ég var orðinn sextán ára og búinn að vinna mikið sem sendill í búð móður minnar. Átta ára gamall var ég auðvitað settur í fiskvinnu eins og aðrir krakkar. A þeim árum gerðist ég heilmikill veðurfræð- ingur, var alltaf að kíkja til lofts og spá í hvort mér yrði ekki að ósk minni um rign- ingu á morgun. í rigningu var ekki breitt úr físki. Þá var frí. Síðan hef ég aldrei haft neitt á móti rigningu. Þegar ég fór í framhaldsnám á Laugar- vatni og síðan í Samvinnuskólann var ég búinn að vinna mér inn togarapláss, stóð því nokkuð vel að vígi, fór á sjó í öllum fríum. Sjómannaskólann þýddi ekkert fyrir mig að hugsa um, þótt ég hefði hug á að verða stýrimaður eða siglingafræðingur. Ég var nefnilega svo nærsýnn að ég hefði ekki séð belju þótt ég héldi í halann á henni. Ég lærði nú samt að fljúga seinna, er með pappír upp á það. Fékk einkaflugmannspróf- ið á fertugsafmælinu mínu, að mig minnir. Ég var orðinn fímmtíu og þriggja þegar ég loksins fór í Vélskólann. Þá orðinn gjald- þrota í verslunarbransanum. Og kröfumar voru breyttar frá því sem áður var, þegar maður komst ekki inn í Vélskólann án þess að hafa að baki fjögur ár í smiðju og nær útilokað að komast að í smiðju, nema þá gegnum kunningsskap. ÞÁ Læsa Þeir Skúffunum Ég vitna oft í persónu sem ég er svolítið montinn af, segir Svavar, sem á ættir að rekja til Ámesinga. — Sú persóna bar nafnið Eyvindur og var einn frægastur íslendinga. Hann reisti sér hús á Hveravöllum, fór vítt og breitt um landið með henni Höllu sinni og var kallaður Fjalla-Eyvindur. Þegar ég nefni þennan mann úr minni ætt hefur það þau áhrif um borð í skipi að menn læsa skúffun- um sínum af meiri vandvirkni en ella. Ég get að vísu ekki fullyrt að ég sé afkom- andi Fjalla-Eyvindar. En bróðir hans, sem bjó ofarlega í Ámessýslunni, var ættfaðir minn. Og bróðirinn hjálpaði Eyvindi af og til. Svo held ég Halla hljóti að hafa eignast meira en eitt bam. Maður getur látið sér detta í hug að Eyvindur hafi haldið á einum hnoðranum með sér niður í byggð og skilið hann eftir hjá bróður sínum, sem þá hefur eignast hann opinberlega. Þannig getur hugsast að ég sé beinlínis kominn af Fjalla- Eyvindi. Jú, víst hef ég farið víða — ég hef siglt 16 sinnum yfír miðbaug. Gættu þín á því ef einhver segist hafa farið 17 sinnum yfír miðbaug, að þá er hann ekki hér, segir Svavar í sinni dijúgu glettni. Hann hefur starfað á íslenskum skipum, dönskum, norskum og sænskum. Norðmenn, Svíar og íslendingar, þetta er allt sama fólkið, fullyrðir Svavar og telur afstöðuna til útlendinga lýsandi dæmi. Það er ekki auðvelt fyrir utanaðkomandi að nálgast þessar þjóðir. Kannski er rangt að segja að útlendingar séu útskúfaðir en þeir eru ekki teknir með í hópinn, komið fram við þá svona eins og litla krakka. Þessu hef ég kynnst af eigin raun, líka heima á íslandi, þar sem fólk frá níu löndum var samankomið í vinnu í litlu þorpi. Ég kynntist útlendingunum, það voru engin tungumálahöft, allir kunnu ensku, sumir fljúgandi og aðrir sjóaraensku, sem kölluð er. En þama rann upp fyrir mér hvemig landinn útilokar þetta aðkomufólk á ná- kvæmlega sama hátt og Svíar og Norðmenn gera gjama. Enginn var vondur við það og enginn gerði kröfur til þessa fólks um þátt- töku og það fékk ekkert boð á þá verkalýðs- fundi sem þama voru haldnir. MESSADRENGURINN Bjargaði Okkur Þegar síðari heimsstyrjöldin braust út var Svavar í siglingum. Eftir síldarvertíðina haustið 1939 réð hann sig sem háseta á gömlu Hekluna, síðasta skipið sem sigldi á Þýskaland. — Það hafði gleymst að tilkynna íslend- ingum vöruflutningabann til Þýskalands, svo íslensku togaramir fluttu þangað síld út allan nóvember. Um jólaleytið var Hekl- unni lagt í Reylq'avíkurhöfn, vegna skemmda eftir áfall. Þá réð ég mig á danskt skip, ásamt nokkrum öðrum íslendingum, eldgamalt skip með olíulömpum og rekstur- inn fmmstæður á allan hátt. Við sigldum fyrst til Skotlands og gekk bærilega, tókum kol og sigldum áleiðis til Kaupmannahafn- ar. Þá skall á vetur, mikil frost og harðindi. Við komumst til Hafnar, en út um allt sund lágu skipin frosin föst í lengri tíma. Vélam- ar voru svo kraftlitlar á þessum tíma. Menn smátíndust af skipinu og loks vor- um við aðeins tveir eftir sem vorum munstraðir á skipið. Hinir höfðu þá drukkið sig út eða komið sér burtu á annan hátt, gert þá vitleysu, því við fengum þó mat og einhveija peninga. En við frusum sem sagt þama inni fram í apríl. Þá byijaði að þiðna og stríðið í fullum gangi. Við sigldum til Bergen, en þaðan var meiningin að taka skipalest til Bretlands, og Bretamir biðu þar utan þriggja mflna landhelgi til að veita svokallaða vemd. Daginn fyrir innrásina í Noreg erum við megnið af skipshöfninni í landi í Bergen. Þá gerir ofsaveður og skipið tekur að reka, dregur akkerið, en rekst utan í annað skip á leið sinni upp í fjöruna. Það var messu- strákur um borð í hinu skipinu sem hoppaði um borð með vírspotta og kom þannig í veg fyrir að okkar skip ræki á land. Það má segja að hann hafí með snarræði sínu bjarg- að okkur frá því að lokast inni í Bergen þegar Þjóðveijar gerðu innrás sína. Á útleið um kvöldið sáum við fullt af þýskum „vöru- flutningaskipum" — reyndar búnir að sjá þau áður — og um morguninn fara að fljúga yfír okkur vélar meira en maður átti að venjast. Þennan morgun kom svo fréttin í útvarpinu, um innrás Þjóðveija í Noreg og Danmörku. Bergen var tekin strax og að sjálfsögðu voru þessi „vöruflutningaskip“ full af hermönnum. Við sluppum, þrátt fyri loftárás á skipalestina. Við sigldum í þrem röðum og árásin var gerð á miðröðina, en við vorum í annarri ytri röðinni. Þá stóð maður eins og asni upp á dekki, voða spennt- ur að horfa á. Tilfínningaviðbrögðin voru spennan, það komst hvorki að hræðsla né tilhugsun um afleiðingar. Þeir vörpuðu sprengju en hittu ekki. Síðan buldi vélbyssu- skothríð. Og við stóðum og gláptum. Áttuðum okkur engan veginn á því fyrr en eftir á, þegar við sáum möstrin sundurskot- in, að kúlumar hefðu alveg eins getað lent á okkur. Hugrekki og Villtar meyjar í Skóginum Svavar hefur langa sögu að segja, þótt hér verði brot látið duga, en hann sigldi áfram gegnum stríðið í meira en tvö ár. Frá Bergen var haldið til Bretlands og frá Bretlandi til Frakklands, þaðan til Gíbraltar og síðan til Kanada. — Þegar við nálguðumst Frakklands- strönd loga þar eldar um allar trissur. Við fórum til Bordeaux, sigldum upp fljótið. Þegar við sigldum þaðan aftur eftir að hafa lestað var varpað sprengjum á þessu svæði. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.