Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Side 2
„Ég hef ekki raskað svefnró nokkurs manns að tilefnislausu“ Um þessar mundir hefur Þjóðleikhúsið sýningar á ósagnfræðilegum gamanleik um síðasta keisara Rómaveldis, Rómúlus mikla. Afþví tilefni eru nokkur orð um höfundinn, svissneska leikritaskáldið Friederich Diirrenmatt Leiksviðið er hvorki aðsetur fræðilegra hugleið- inga né til þess fallið að viðra sín eigin lífsvið- horf og koma einhverskonar yfirlýsingum á framfæri. Það er gætt eiginleikum, sem ég reyni að kynnast með því að leika mér að því.“ Við frumsýningu fyrsta verksins, „Skrif- að stendur“, 1947, varð Diirrenmatt ljóst að án þekkingar á leiksviðinu var útilokað að semja leikhúsverk. Hann hóf því „hugsa með leiksviðinu" og var ráðinn sem höfund- ur við leikhúsið í Basel 1952. Síðar vann hann við Kammerspiele-leikhúsið í Múnchen og árin 1956 til 1967 við höfuðleikhús Sviss- lendinga, Schauspielhaus Zúrich. Friedrieh Dúrrenmatt fæddist í litlu þorpi, Konolfing- en, í grennd við Bem, 5. janúar 1921. Prestssonur. Lagði stund á heimspeki, guð- fræði og listasögu við ýmsa háskóla í Sviss en lauk aldrei háskólaprófí. Honum þótti gaman að mála og hefði getað orðið listmál- ari en „þoldi ekki að mála alltaf það sama.“ Heimspekin var honum hugleikin en ógjöm- ingur að lifa af henni. „Ég varð rithöfundur, því ég var ekki fær um að gera annað. Það, sem ég hef skrifað fyrir leikhús, er einhvers staðar mitt á milli hugsunar og málverks." Dúrrenmatt er einn fremsti leikritahöf- undur þýskrar tungu. Heimsþekktur. Reyndar líta ýmsir á hann sem sígildan höfund. Þessi sextíu og sex ára rithöfundur er því nokkurs konar goðsögn á fótstalli nútímabókmennta. Þekktustu og vinsælustu verk hans (og raunar þau sem hann, að eigin sögn, þolir ekki að horfast í augu við, — núorðið) eru „Sú gamla kemur í heimsókn", sem frum- sýnt var 1956, og „Eðlisfræðingamir", (1962). Bæði þessi verk hafa verið sýnd hér á landi og hlotið miklar vinsældir. Dúrrenmatt skrifar nær eingöngu gaman- leiki. „Gamanleikurinn er óþægilegur en nauðsynlegur", og í augum Dúrrenmatts eina form leikritunar sem getur sýnt vem- leikann, þá veröld sem við búum í, veröld án fótfestu í siðferðilegum og trúarlegum efnum, — og mannlegum. Gamanleikurinn virðist fjarri veruleikanum og gefur höfund- inum visst frelsi í að skálda samhengi í óreiðu heimsins, og lýst honum í víðara samhengi. „Gamanleikurinn byggist á form- lausum heimi," segir Dúrrenmat, „sem í þann veginn er að fæðast og þess vegna í meiri takt við umbrotatíma, eins og við lifum á, þegar heimurinn er í þann mund að hrynja." „Sá sem er að þrotum kominn, eins og við, skilur aðeins gamanleikinn." Segir Rómúlus mikli. Sem leikritahöfundur reynir Dúrrenmatt að sýna þjóðfélagslegan veruleika sern at- burðarás á leiksviðinu og fá áhorfendur til að hugsa um stöðu sína í umheiminum. Hann endurskapar ekki veruleikann heldur reynir að gera grein fyrir honum, — reynir að endurspegla hann með gamanleiknum. „Mesti möguleikinn til að vera nákvæmur er að snúa sér að hinum kaldhæðnislegu gamanleikjum." „Dúrrenmatt hefur tekið meistara gam- anleikjanna sér til fyrirmyndar, ekki sist Aristófanes, en einnig Moliére, og tekur svipaða afstöðu og sá síðamefndi, þegar hann álítur háðska gamanleiki beittasta vopnið sem valdamenn skelfast mest. Þótt Eftir HAFLIÐA ARNGRÍMSSON Moliére sé ekki sá fyndnasti af gamanleikja- skáldunum er hann nákvæmastur þeirra í skáldskap sínum og kann best tökin á list- inni að skrifa gamanleik. Friedrich Dúrrenmatt kann að greina á milli þess, sem er leiksviðsins, og þess sem er höfundarins. Leiksviðið er lærifaðir hans og það hefur gert hann að leikhúsmanni í húð og hár. Og vegna þess að hann er jafn- framt vel að sér í fræðikenningum um leikhúsið er hann þeim óháður og einmitt það gefur honum þann þunga, sem einkenn- ir mikilvægan leikritahöfund. Hann flytur enga siðfræði og tekur ekki siðfræðilega afstöðu — dæmir ekki. En hann álítur það skyldu leikhússins að ýta við áhorfendum, vekja spumingar sem varða þá sjálfa og þeirra eigið siðferði. í hinu napra háði, sem Dúrrenmatt brúk- ar til að sýna manninn og viðbrögð hans í heimi hræsni og valdbeitingar, er ekki laust við að orð Strindbergs í „Draumleik" komi í huga manns; „Mikið eiga mennimir bagt.“ í leikritinu „Sú gamla kemur í heim- sókn“, sem líklega er eitt mikilvægasta leikrit sem samið hefur verið frá lokum heimsstyijaldarinnar síðari, veltir Dúrren- matt fyrir sér spurningunni um sekt og sakleysi. Honum voru viðhorf sumra nasista umhugsunarefni. Þrátt fyrir að hafa tekið þátt í giæpnum, heimsstyijöldinni síðari, fundu þeir ekki til neinnar sektarkenndar. Aðrir, aftur á móti, sem stóðu að einhveiju leyti utan við hörmungarnar fundu til henn- ar. „Að finna til sektar eða sakleysis er að vera virkur. Maður sem finnur ekki til sekt- ar en er fjöldamorðingi, hann má hengja. En menn geta ekki þvingað hinn seka til sektarkenndar, því sektarkenndin er við- horf. Ég sýni í verki mínu vissa hugsun: I dag stöndum við í sömu sporum og Ódipus forðum í Delfí, þegar hann vildi vita um örlög sín. Hann fékk óhugnanlegt svar. Mannkynið er jafn langt leitt. Það vill vita hvað gerist ef haldið er áfram á sömu braut. En vísindamennimir þurfa ekki á véfrétt að halda. Við vitum hvað gerist. Við vitum að við byggjum upp hættulegri ver- öld. Spumingin er: Ræður maðurinn við þá tækni sem hann hefur- skapað?" Þetta er einnig spurningin, sem Dúrren- matt veltir fyrir sér í „Eðlisfræðingunum": Þess vegna er ekki að undra þótt einmitt þetta verk skuli vera eitt vinsælasta leikrit- ið, sem leikhús um víða veröld hafa sýnt undanfarin ár. Möbíus, eðlisfræðingurinn, sem réði yfir ógnvænlegri eðlisfræðilegri vitneskju, vissi nákvæmlega að hveiju stefndi. Þess vegna flúði hann á geðveikra- hæli til að vernda heiminn fyrir hugsanleg- um afleiðingum uppgötvunar sinnar. Mistökin voru að hann flúði á vitlaust hæli. í nýjasta verki sínu, „Achterloo", sem fmmflutt var í Zúrich í október 1983, velt- ir Friedrich Dúrrenmatt enn fyrir sér mikilvægum spurningum. Verkið fékk veru- lega slæma dóma gagnrýnenda en áhorfend- ur flykktust þrátt fyrir það í leikhúsið og aðsóknarmet var slegið. Síðan hefur það verið sviðsett víða. I „Achterloo" reynir höfundur að ná yfírsýn yfir heimspólitíkina og safnar saman allrahanda pólitíkusum mannkynssögunnar og nokkrum þekktum persónum leikbókmenntanna: Napóleon, Benjamín Franklín, Woyzeck, Richelieu kardínáli og Marx, svo nokkrir séu nefndir. Engum söguþræði er fylgt og verkið er allt afar ruglingslegt. „Heimurnn er ein samfelld ringulreið," svo enn sé vitnað í Rómúlus mikla. „Dúrrenmat endursamdi þetta nýja verk á síðastliðnu ári en hefur, að því er hann sjálfur segir, ekki fundið leikhús til að svið- setja það. „Þetta er heimspekilegasta leikrit- ið mitt,“ segir hann í nýlegu viðtali. Og enn er nýtt verk að bijótast um í þessum full- orðna manni: „Dauði Sókratesar“, mikill heimspekilegur gamanleikur um Sókrates og Platón — um hnignum viskunnar í heimi okkar. Friedrich Dúrrenmatt lítur með söknuði til áranna 1950 til 1960, þegar hann vann sem mest í leikhúsi. Honum er Ijóst að mikil- vægasti tími hans er liðinn. „Leikhúsið hefur breyst og minn tími í leikhúsinu er liðinn. í dag gildir allt annar stíll þótt yndislegir leikarar séu tií. Ég hef ekki aðgang að neinu leiksviði lengur. Ég er maður án leiksviðs, — eins og málari sem enga veggi hefur fyrir freskurnar sínar." Enn í dag er Dúrrenmatt hátt metinn sem starfandi rithöfundur. Verðlaunum og viður- kenningum rignir yfir hann. í október 1986 hlaut hann virtustu bókmenntaverðlaun Vestur-Þjóðveija, Búchner-verðlaunin. Mánuði síðar voru honum veitt Schiller- verðlaunin. Hann lætur sér fátt um finnast: „Allir rithöfundar af minni stærðargráðu eiga þessi verðlaun og satt að segja finnst mér öll þessi verðlaun hálfgerð skrýtla. Nóbelsverðlaunin líka. Ég hef ekki fengið þau og á ekki von á þeim. Nóbelsverðlaunin eru pólitísk verðlaun. Ekkert annað. Hér er ekki um heiður að ræða eða „að eiga þau skilið". Ennþá hefur enginn Eskimói hlotið þau. Tími til kominn. Ef einhver Sviss- lendingur hefur unnið til þeirra er það Max Frisch. Ég hef alltaf gert grín að Nóbels- verðlaununum. Maður verður að spyija sig: Hver hefur enn ekki fengið þau? Kafka fékk þau ekki. Musil fékk þau ekki. Brecht fékk þau ekki. Hver fékk þau?“ Helstu leikrit eftir Friedrich Diirren- matt: „Skrifað stendur" (drama 1946) „Hinn blindi" (drama 1947) „Rómúlus mikli“ (gamanleikur 1948) „Hjónaband herra Mississippi" (gamanleikur 1951) „Engill kemur til Babýlon“ (gamanleikur 1953) „Frank fimmti" (gamanleikur 1959) „Eðlisfræðingamir" (gamanleikur 1961) „Loftsteinninn" (gamanleikur 1965) „Svipmynd reikistjömu“ (drama 1970) „Fresturinn" (gamanleikur 1977) „Aehterloo" (gamanleikur 1983) Fríedrích DUrrenmatt — portret eftir Sviaslendinginn Varlin, 1963. Höfundurinn er leiklistarfræöingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.