Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1987, Page 11
Maðurinn er
alltaf og
allsstaðar eins
Raddir borgarbúa í 4000 ár
Um þessar mundir eru íslendingar að vakna
til vitundar um fortíð borgmenningar sinnar.
Til vitnis um það er áhuginn fyrir 19. öldinni
hvað viðvíkur gömlum húsum í Reykjavík,
lífi Fjölnismanna í Kaupmannahöfn, skólalíf-
TRYGGVI V.
LÍNDAL tók saman
ricles
((«((! m >) i
¥%■(((((« «((m (W( ((.{((((((((<wi'n<
í«V^))})^))))j)l)))V..................
líi m)D)»»)))))W))vji
;í(C(( (((((((((((
cccccts
5'Wiík
m
mm
:(«
inu í M.R., gömlum skáldsögum og fleiru.
Mörgum mun þó koma á óvart að vita að
borgmenning er ein af eldri uppfyndingum
mannkyns, með rituðum heimildum sem ná
rúm 4000 ár aftur í tímann. Elsta borgin
sem vitað er um var t.d. í Tyrklandi fyrir
um sjö þúsund árum síðan.
Til að glæða meðvitundina um verðmæti
borgarlífsins í tíma og rúmi hef ég valið
brot úr líflegum heimildum frá fjarlægum
tímum og stöðum. Fólk sem var uppi fyrir
árþúsundum birtist oft jafn ljóslifandi og
Fjölnismenn frá síðustu öld.
Heimildirnar frá því fyrir tíma Grikkja
hafa flestar varðveist á leirtöflum og stein-
um, en seinni heimildir í skriflegri hefð.
Súmer (í írak), ca 2900—2500
f. Kr.
Ur ljóði um bjórgerð.
„Geijunarkerið, sem gefur frá sér þægi-
legt hljóð, setur þú réttilega yfir hið mikla
írennslisker, Ninkasi. Þú ert sá sem hellir
hinum síaða bjór... Hann er líkur flaumi
Efrats og Tígris."
Akkad (I írak), ca 2400—2200
f. Kr.
Skólastrákur skrifar heim til móður
sinnar og kvartar yf ir ónógum fatapen-
ingum.
„Klæðnaði herramanna fer fram ár frá
ári... Sonur hennar Adad—iddinams, hvers
faðir er bara undirmaður pabba, hefur feng-
ið tvær nýjar flíkur; þú æsir þig alltaf upp
yfír einni flík handa mér. Þú fæddir mig
en móðir hans fékk hann með ættleiðingu,
þó elskar móðir hans hann, en þú elskar
ekki mig."
Egyptaland, ca. 2300 f. Kr.
Faraóinn ungi, Piopi II, hefur frétt að
leiðangursstjóri hans i Nubíu hefur
orðið sér úti um lifandi Afrikudverg.
Piopi svarar af miklum ákafa, hrósar
leiðangursstjóranum, lofar honum
hárri þóknun og segir:
„Komdu norður til Bústaðarins undireins.
Flýttu þér, og komdu með þennan Deng-
veija með þér... Ef hann fer með þér um
borð í skipið, fáðu þá sterka menn til að
hafa í kring um hann á dekkinu; passaðu
að hann falli ekki í vatnið. Fáðu einnig
sterka menn til að umkringja tjald hans á
nóttunni og vitja hans tíu sinnum á nóttu.
Mín hátign æskir að sjá þennan Deng meira
en allar gjafír Námalands og Punts."
Assyríukonungnrinn Sargon
II (í Irak), lýsir herferð sem hann
leiddi upp i fjalllendi til að taka
víggyrta borg, árið 714 f. Kr.
„Eg reif niður villtu trjábolina stóru og
skar leið í gegn um þeirra bröttu tinda...
þröngan veg, beina leið, þar sem fótgöngu-
liðar mínir hliðruðu sér áfram. Hervagninn
minn var halaður upp með reipum meðan
ég ásamt nokkrum riddurum fór á undan í
fylkingarbijósti hers míns. Stríðsmenn mínir
og hestar þeirra, mér við hlið, skipuðu sér
í halarófu og böðluðust áfram".
(Þess má geta að árásin kom á óvart og
borgin gafst upp mótstöðulaust).
Indland, Upanishad-ritin, ca
800-200 f. Kr.
Ákvæði um verk nemenda í guðfræði.
„Nemandinn sem hefur hlotið inngöngu
skal uppfræddur í framkvæmd helgiat-
hafna, og læra Vedaritin smám saman, eftir
settum reglum. Hvem dag skal hann eftir
bað og hreinsun, færa guðunum og vitring-
unum vatn, tilbiðja guðina og setja eldsneyti
á eldinn helga".
Kína, 545 f. Kr.Lávarðurinn af
Sung skrifar:
„Það er með hemaðarmætti sem ríkin
Tsin og Chu halda hinum smærri ríkjum
óttaslegnum. Þar eð þau hræðast, era þau
greiðvikin og stórveldin era góðgjöm. Með
samsemd annars vegar og góðgimi hins
vegar, geta öll ríki stór og smá lifað í sátt
og samlyndi."
Grikkland, ca. 300 f. Kr. úr
bréfi heimspekingsins Platóns til Díón-
ýsusar, harðstjóra yfir Sýrakúsu.
„Hann átti í vinnustofu sinni annað verk
sem mér þótti mjög vandað; svo ég keypti
það sem gjöf til konu þinnar, vegna þess
að umhyggja hennar fyrir mér jafnt á tímum
heilsu og veikinda var okkur báðum til sóma.
Gefðu henni það, nema þú ákveðir annað.
Ég sendi einnig tólf krúsir af sætu víni
handa bömunum og tvær af hunangi. Við
komum of seint til að safna fíkjum, og
myrtilberin sem við höfðum sett í geymslu
skemmdust. Seinnar gætum við okkur betur
með það.“
Japan, fimmta öld e. Kr. Ljóð
eignað keisaranum Yuryaku. Þýtt efn-
islega.
„Karfan þín, með fallegu körfuna þína,
Plöntuskeið þín, með fallegu litlu plöntuskeið þína,
Meyja, týnandi grös á þessum hól,
Með leyfi að spyija: Hvar átt þú heima?
Villt þú ekki segja mér til heitis?
Yfir hinu viðfeðma Yamatolandi
Er það ég sem riki vítt og breitt,
Er það ég sem stjóma vitt og breitt.
Ég sjálfur, sem herra þinn, skal segja þér
Af bústað mínum, nafni mínu.“
Evrópa, þrettánda öld. John
af Garland skrifar kennslubók i hátt-
semi fyrir nemendur.
„Lærðu borðsiði, að bjóða upp á réttan
mat og sósur, og að bera fram vín af réttum
aldri, í réttu magni. Enn vík ég að siðum
fína fólksins til að lesendur mínir megi verða
því fágaðri. Eftir góðum siðum ættir þú að
setja sósuna til hægri en diskinn til vinstri.
Þú ættir að láta þjóninn færa fyrst þeim
sem situr við höfuð borðsins."
Evrópa, 1458 e. Kr. Píus páfi
II skrifar um lífið í Vín í Austurríki.
„Það er hreint ótrúlegt hve komið er með
mikið af matvörum inn í borgina dag eftir
dag. Margir vagnar koma inn hlaðnir eggj-
um og humar. Hveiti, brauð, kjöt, físk og
kjúklinga er komið með í feikna magni og
þó er allt uppselt að kvöldi. Vínuppskeran
tekur hér fjöratíu daga og á hveijum degi
koma þijú hundrað vagnar, tvær eða þijár
ferðir, og tólf hundrað hestar era notaðir
itl þess daglega."
Aztekar, Mexíkó, á sautjándu
öld.
Aztekar og Inkar teljast hafa náð
sambærilegu borgmenningarstigi og
Súmerar 4000 árum áður, er Spán-
veijar komu og kollvörpuðu þvi. Að
visu höfðu þeir ekki letur, en hér á
eftir fylgir frásögn Azteka af drepsótt
sem kom frá hvita manninum, bólu-
sótt. Af þvi fækkaði þeim úr ca. 20
milljónum í rúma eina milljón á rúm-
lega hálfri öld. Þannig lauk sjálfstæðri
borgmenningu Nýja heimsins.
„Þessi plága var virk í sextíu daga, sextíu
banvæna daga. Hún kom upp í Cuatlan-
héraði; þegar mönnum var það ljóst, var
það um seinan. Allt til Chalko náði hún.
Með útbreiðslu mildaðist hún, en hvarf ekki
alveg.
Margir dóu úr henni. En margir dóu ein-
ungjs af hungri, þar eð enginn var eftir sem
gat annast neinn; enginn skipti sér af öðr-
um.“
Þegar hér var komið var sigurganga evr-
ópskrar borgmenningar, afkvæmis borg-
menningar alls gamla heimsins, orðin
óstöðvandi, og átti eftir að gera heiminn
að einni borgmenningarheild, góðu og illu
heilli.
Heimildir:
Plato, Collected dialogues. Cairns.
The origins of war. Ferrill.
The first great civilizations. Hawkes.
Anthology of Japanese literature. Keene.
The Americas and civilization. Ribeiro.
Medieval reader. Ross.
Renaissance reader. McLaughlin.
The cultural ecology of Chines civilization. Stover.
An introduction to Indian thought. Herman.
Höfundurinn er þjóöfélagsfræöingur
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. SEPTEMBER 1987 11