Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Page 11
Fjölskylda við nám í Bandaríkjunum enjulega þykir í heilmikið ráðizt, þegar farið er í framhaldsnám héðan til Bandaríkjanna; jafnvel þegar einn á í hlut, enda geta skóla- gjöld verið æði há. Þetta gera margir samt, en hitt er fátíðara, að heil fjölskylda fari vest- ur í nám. Robert Brimdal og fjölskylda hans hafa ráðizt í þetta og farnast vel það sem af er. Sjálfur er fjölskyldufaðirinn 46 ára og hafði rekið fyrirtækið Skilti og plasthúð- un um 20 ára skeið, en hafði áhuga á frekari tilþrifum á sviði myndlistar en fást við skilta- gerð. Hann hafði raunar verið í Myndlista- og handíðaskólanum á sjötta áratugnum og síðar í Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hann innritaðist fyrir rúmlega ári í skúlp- túmám - og í fyrravetur einnig í grafík - í Andrews University í Michigan og útskrif- ast hann væntanlega þaðan eftir þriggja Fjölskyldan saman komin við tankinn, sem Róbert skreytti. ára nám með BA-gráðu. Húsmóðirin á heimilinu, Eygló Guð- mundsdóttir, hafði verið einkaritari, en er núna í kennaranámi við sama skóla og Róbert. Synir þeirra hjóna stunda þama nám einnig: Birkir er á síðasta ári í rafeindaverk- fræði, en Sævar hóf nám í arkitektúr sl. haust. Þau tóku á leigu einbýlishús með vinnustofu og borga fyrir það sem svarar rúmlega 12 þúsund krónum á mánuði. Til dæmis um kostnaðinn borgar Róbert í skóla- gjald 6 þús. dollara á ári, eða um 216 þúsund. Síðastliðið sumar fékk Róbert það verk- efni að skreyta vatnshreinsunartank, sem stendur nærri þjóðvegi og sést hann á mynd- unum, sem hér fylgja með. Þar hefur ugglaust komið að notum reynsla Róberts við skiltamálningu. Enda þótt fjölskyldan láti vel af vistinni, er ekki ætlunin að setj- ast að þama til langframa; þegar þessu ævintýri lýkur koma þau væntanlega heim aftur. G. Róbert Brimdal - úr skiltamálningv í skúlptúr - Hér sést allur tankurinn og skreyting Róberts. HALLFRÍÐUR MARÍA PÁLSDÓTTIR: Örvænting Ég hélt líka að þetta væri bolti, eins og bamið með handsprengjuna. Og hún sprakk, í andlit mér... Einlægni orða þinna var boltinn... Hún Með rauðlakkaðar neglur hún læddist út í lífið lifandi, opin og hlý full af trúnaðartrausti tróð hún nýjar slóðir. Rakst á risavaxna veggi, reista í kringum sálir sálir, sem fundið hafa til. Eg, var barnið.. Ó hvílíkt barn ... Alein, með sundurtætta sálina, verð ég að halda áfram . Hún skildi ekki leikinn um lífsins tál og gleði saklaus, bamaleg og blíð brenndi sig illa snéri við og sleikti sárin. Með rauðlakkaðar neglur hún labbar út í lífíð lifandi, en kaldari en fyrr reynslunni ríkari, um risavaxna veggi reista í kringum sálir. Höfundurinn er ung Reykjavíkurstúlka KARL GUÐBJÖRNSSON: Spor í sandi Spor úti í eyðimörk bera vitni um löngu gleymt ferðalag nokkurra ókunnra manna þau liggja niður hæðina halda áfram og hverfa inn í sólarlagið Ó spor að ég hefði borið gæfu til að sjá ykkur ný og fersk þegar þið spmnguð út eins og rauðar rósir undan skósólum skapara ykkar trítluðuð þæg á eftir og glottuð framan f sólina — heita og banvæna sólina Þið ókunnu spor: berið kveðju mína til byggða mína hinstu kveðju Höfundur er 24 ára gamall sölumaöur í Reykjavík. RÓSA JÓNSDÓTTIR: Skugginn Situr í hljóði berst meðfram veggjum kemur og fer eins óg sólin að fjöllum. Á kvöldin, í dag kom hann og settist baka til við mig sagði ekki orð steingráar myndirnar lýstu mér sjálfri. Hvar sem ég fer hvar sem ég kem hann undirstrikar orð mín og gerðir fylgir mér sem verndari og vinur steingrái skugginn minn. Höfundurinn er 19 ára og er við ítölskunám á italíu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. FEBRÚAR 1988 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.