Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1988, Side 16
STÆRÐARFLOKKUN EVRÓPSKRA FLUGFÉLAGA 1986 Stœröar- flokkun Flugfólag Farþegafjöldi (í milljónum) Alþjóólegir far- þegar (í millj.) Farþegakíló- metrafjöldi (billj.) 1 British Airways 16.99 12.73 40.43 ‘2 Lufthansa 15.17 8.91 26.65 3 Iberia 13.59 6.12 18.33 4 Alitalia 12.97 4.78 16.47 5 Air France 12.02 9.60 27.57 6 SAS 11.87 5.98 12.54 7 Air Inter 11.80 ' — 6.42 - 8 Olympic 6.48 1.76 6.38 9 Swissair 6.32 5.67 12.87 10 KLM 5.07 5.07 •19.07 11 JAT 3.36 1.31 4.08 12 Finnair 2.90 1.27 2.92 13 BraathensSAFE 2.47 — 0.90 14 British Caledonian 2.38 1.80 7.32 15 Sabena 2.23 2.23 5.56 16 TAPAir Portugal 2.23 1.26 * 4.47 17 Aer Lingus 1.97 1.94 2.50 18 Austrian Airlines 1.49 1.49 1.38 19 Malev 1.15 1.15 1.09 20 UTA 0.89 0.79 5.24 21 lcelandair 0.77 0.51 2.21 Heildartala hugsanlegra níu aðildarfélaga í sameinuðu Flugfélagi Evrópu 17.27 44.14 Heildartala SAS, Abena, BC, Finnair, Austrian og UTA 21.76 13.56 34.96 Heildartala SAS, BC, og Sabena 16.48 10.01 25.42 Heildartala Sabena, Finnair, TAP og Austrian 6.25 14.33 Heimild: Byggt á tölum frá IATA, 1986 og Air Inter ýmsum ástæðum verða Air Int- er, JAT, Braathens SAFE og Malev ekki með. Hin 7 sem eftir eru; Finnair, Sabena, TAP Air Portugal, UTA og Icelandair eru kandídatar í hugsanlegu Evrópu- flugfélagi og svo auðvitað SAS. Öll þessi félög, að tveimur und- anskildum, hafa rætt opinskátt um hugsanlegt samstarf. Félögin tvö, TAP og Icelandair, vita ná- kvæmlega að markaðsbreytingin er ekki langt undan og að þau verða að taka afstöðu fyrr en síðar. Heimild: Airline Business, feb. 1988 Til lesenda Ferðablaðið er nú að koma út í 6. skipti. Það er vettvangur fyrir allt sem snertir ferðamál og allar góðar ábendingar og fréttir eru vel þegnar. En af gefnu tilefni vill blaðið taka fram að auðvitað er ekki hægt að §alla um öll ferð- atilboð. Það verður að taka afstöðu til þess hvað er mest frétt- næmt hveiju sinni og reyna af fremsta megni að gæta hlutleysis. Ljóst er að ekki er hægt að birta allt sem berst til blaðsins, en reynt verður að hafa sem víðasta um- fjöllun. Þeir sem vinna að ferðaþjón- ustu vilja gjaman fylgjast með ef breytingar verða á ábyrgðar- stöðum í ferðamálum og þegar ný ferðaþjónustufyrirtæki eru stofnuð. Vinsamlegast látið blaðið vita um stöðubreytingar, sendið inn mynd og stutta greinargerð (samanber Viðskiptablað Morg- unblaðsins). Nú eru allar ferðaskrifstofur að keppast við að koma út sum- arbæklingum sínum. Ferðablaðið biður um að fá þá senda til Morg- unblaðsins- merkta. Ferðablaði Lesbókar. Æskilegt er að smáp- istill fylgi með, þar sem gert er grein fyrir helstu nýjungum í ferð- atilboðum. A næstunni mun Ferðablaðið meðal annars taka fyrir skatt- lagningu á atvinnugreinina - stöðu ferðamálasamtaka lands- byggðarinnar - nýja áfangastaði flugfélaganna - gera grein fyrir stöðu og starfsemi landsbyggða- hótelanna - fara smám saman inn á veitingahúsrekstur, bæði í höf- uðborginni og utan hennar. Margt fleira forvitnilegt verður á dag- skrá. Samstöðuleysi íslenskra ferðaþjónustuaðila — heftir upplýsingastreymi til ferðamannsins teinn Lárusson ræðir um mikilvægi þess að íslenskir ferðaþjónustuaðil- ar gefi út sameiginlega kynningarhandbók. Landsbyggðahótelkeðja — gæðaflokkun á íslenskum bótelum — mikilvægi markaðssetningar með Norðurlöndum — einhæfni í dagskrá hálendisferða — framtíðarmögu- leikar í innlendri ferðaþjónustu — skortur á sterkri ímynd íslands í markaðssetningu — flug SAS til íslands — og margt fleira forvitnilegt kemur fram í líflegu spjalli við Stein. Klukkan er um átta að morgni þegar Steinn, fyrrum fram- kvæmdastjóri Úrvals, áður yfir- maður Flugleiða í Osló, núna jrfirmaður Lundúnadeildar, geys- ist inn á skrifstofu Flugleiða í London, rösklegur og ákveðinn að vanda. — Sterkt, sjóðheitt kaffi, segir hann, síðan er ég tilbú- inn í slaginn. Steinn á klukkutíma lestarferð að baki og hann þarf að vera árrisull. — Einkabíllinn er ekki inni í myndinni, segir Steinn, lestin er svo miklu fljót- ari. Héma er ekki hægt að skreppa hingað og þangað eða fara heim í hádeginu eins og maður er alinn upp við. Ég bý í Waybrigde, beint suður af Heat- hrow. Við emm þar með hús og garð í litlum, snotmm bæ nálægt flugvellinum. Fáir gera sér grein fyrir rótinu sem kemur á fjöl- skyldu við að flytjast oft á milli landa. Heima finnst fólki jafnvel erfítt að flytja á milli hverfa. Fjöl- skylda mín var að aðlagast nýju umhverfi og læra nýtt tungumál þegar hún var rifín upp aftur og sett niður í annað framandi um- hverfí. Það var miklu meira átak að flytjast frá Noregi til Bretlands en frá íslandi til Noregs. — Hvað er mikilvægast gagnvart ferðamanni sem vill fara til íslands? — Það hefur gífurlega mikið að segja að upplýsingar um landið séu aðgengilegar. Upplýsingar um flug og samgöngur til íslands em í nokkuð góðu lagi, en það vantar mikið upp á heildarsam- stöðu um aðra upplýsingamiðlun. — Hver er munurinn á skandinaviska og breska mark- aðnum? Myndir úr atvinnuflugsögunni auglýsa eftir myndum úr atvinnufluginu sl. 50 ár Sérstaklega er óskað eftir myndum af: Flugvélum, stöddum á íslandi og flugvöllum erlendis. Atburðum úrflugsögunni. Farþegum og fólki, sem starfaði við flugið. Öðrum myndum, sem á einhvern hátt tengjast 50 ára sögu atvinnuflugsins. Ritnefnd Atvinnuflugsögu í 50 ár mun greiða fyrir myndirnar samkvæmt eftirfarandi reglum: 1. Atvinnuljósmyndarar: Gjaldskrá Ljósmyndarafélags ís- lands. 2. Aðrar myndir: Greitt verður fyrir myndir samkvæmt samkomulagi. Ennfremur hljóta þeir, sem senda myndir sem valdar verða til birtingar í fyrirhugaðri bók, farseðla innanlands ogámillilandaleiðum. Vinsamlega sendið myndir til ritnefndar merktar: Ritnefnd Atvinnuflugsögu, c/o Sveinn Sæmundsson, Flugleiðir, Reykjavíkurflugveili. FLUGLEIDIR — Þeir eru mjög ólíkir. Það þarf ekki mikið átak til að auka ferðamannastraum frá Noregi til íslands. Norðmenn hafa mikil tengsl við ísland og heimsækja meira vini og ættingja en að fara í pakkaferðir til að skoða landið eingöngu. Aukið samstarf milli Norðurlandáþjóða stuðlar líka að auknum ferðamannastraumi frá Noregi til íslands. í Bretlandi aftur á móti eru mjög fáir sem hafa tengsl við ís- land. Hér er hörð barátta við að ná ferðamanni inn í pakkaferðir. Það háir okkur mikið að fólk skuli þurfa að leita á mörgum stöðum til að finna alla ferðamöguleika sem ísland býður upp á. — Kemur samstöðuleysið margumtalaða hér fram? — Tökum Finnana sem dæmi. Þeir gefa út handbók á hveiju ári þar sem allt er á einum stað: Öll hótel, bílaleigur, hestaleigur, veiðileyfí eða allt sem ferðamað- urinn þarf að vita. íslenskir ferðaþjónustuaðilar hafa ekki lært að standa saman. Allir græða meira á því að standa saman að markaðssetningu, jafnvel þeir sem eiga í samkeppni. — Samstöðuleysi! — Hvað viltu segja um hótelmenningu á Islandi? — Það er stórmerkilegt að landsbyggðahótel skuli ékki enn vera búin að setja upp aðra gisti- húsakeðju á móti Edduhótelunum. Allir í „bransanum" vita að gisti- húsaeining í kringum landið myndi skapa miklu meiri við- skipti. Það er margbúið að tala um þetta en ekkert er gert. Einka- hótelin halda að þau taki hvert frá öðru með því að auglýsa sam- an og allir eru að laumupokast, hver í sínu homi. Það er líka dæmigert fyrir sam- stöðuleysi á íslandi að ennþá skuli ekkert íslenskt hótel þora að láta gæðamerkja sína þjónustu. Á tveggja til þriggja ára fresti er talað um að taka upp gæðamerk- ingar, en enginn gerir neitt. Síðan rífast hótelmenn endalaust pm þjónustugæði og af hverju þetta hótel sé með hærra verð en hitt. Allir telja sig vera með lúxus- hótel. En eftir hveiju eiga ferða- heildsalar eða einstakir ferðamenn að fara? Hagsmunaað- ilar ættu að skipa þijá aðila, einn frá SVG, annan frá ferðaskrifstof- unum og þann þriðja frá heilbrigð- is- og samgönguráðuneyti. Þessir þrír aðilar eiga að sitja við þangað til þeir hafa lokið gæðaflokkun og standa síðan og falla m'eð henni. — Er mikill munur á íslenskri og norskri hótelmenn- ingu? — Norsk einkahótel eru með gæðamerkta hótelkeðju um allan Noreg, „Inter Nord Hotels". Á ferðalögum mínum um Noreg var ég aðeins með þeirra bækling. Ég vissi að ég fengi alls staðar sömu gæði og þjónusta hjá þeim er mjög þægileg. Engin eyðublöð eða reikningar, — aðeins að rétta fram hótelkort sem þeir renna í gegn — skýrsla um gestinn er inni í tölvukerfinu, þegar hann er búinn að fá hótelkort. Þegar farið er að nota svona kerfí vill maður ekkert annað. — Nú voru Norðurlönd með geysilega sterka markaðssetn- ingu á glæsilegum bás á ferðakaupstefnunni í London — af hveiju voru íslendingar af- skiptir? — Norðurlöndin voru á móti því að ísland væri með á sameig- inlegum bás í London. Mótrök voru þau að umferð frá Bretlandi til íslands færi í norðvestur, en umferð til þeirra héðan í norðaust- ur. Við höfum markaðssett með þeim í Þýskalandi, þaðan fer ferðamannastraumur í sömu átt til Norðurlanda. En þetta eru haldlítil rök. Ég er búinn að tala við danska ferðamálaráðið, sem hefur áhuga á að fá okkur með, en Danir eru ]íka með Grænland og Færeyjar. ísland er örugglega til framdráttar fyrir hin Norður- löndin svo þetta er hagsmunamál allra. Eitt af brýnum verkefnum sem þarf að vinna að er að kom- ast inn í þetta samstarf. — Erum við vanþróuð í ferðamálum? — Vanþróuð á sumum sviðum, en búin að skapa góðar siðvenjur á öðrum. Reykjavík er góð og dagsferðir út úr borginni eru býsna góðar. Hringferðir og hóp- ferðir hafa líka mótast nokkuð vel, það er nokkuð sem við getum alltaf selt. En þróunin hefur ekki orðið nægilega hröð í hálendis- ferðum. Þær eru á svipuðu stigi og þær voru fyrir 25 árum. Ennþá er ekki komin gistiaðstaða á há- lendinu. Margrædd salernismál er búið að leysa að nokkru leyti, en aðstaða á hálendinu getur alls ekki mætt kröfum ársins 1988. — Hvar er aukningar helst að vænta? — Ég held að aukning í ferða- þjónustu liggi fyrst og fremst í silungsveiðum í ám og vötnum allt í kringum landið. Það verður að fara að skipuleggja silung- sveiðamar. Þar vantar: 1. Merk- ingar á gistiaðstöðu 2. Þjónustu við veiðimenn 3. Útbúnað og fyrir- komulag. Veiðibúnað og fatnað má leigja, það kemur í veg fyrir sjúkdóma. Margir ferðamenn eru tilbúnir að fara í veiði, en vantar búnað. Þeir kaupa sér ekki eða koma með búnað fyrir 1-2 daga. Við getum verið með mörg þúsund veiðimenn um allt land, ef þetta yrði skipulagt. I febrúar fór hópur frá Noregi til Mývatns til að veiða í gegnum ís. Þar eru miklir möguleikar. Hótel við Mývatn og á Húsavík gætu fengið nokkra tugi gisti- 20

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.