Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 4
Oscar Wilde var frægur m.a. fyr-
irsundurgerð íklæðaburði og
bafðiyndi afþví aðhneyksla bina
íhaldssömu samborgara sína.
Um fangelsisvist
Oscars Wilde og
afleiðingar hennar
1895 voru tvö leikrit hans samtímis sýnd í
London við mikla aðsókn, „An Ideal Hus-
band“ og síðasta leikrit hans, „The Import-
ance of Being Eamest". Leikstjórar, leikar-
ar, blaðamenn og útgefendur kepptust um
allt er úr penna hans kom og skáldið bað-
aði sig í ljóma frægðarinnar.
Listamaðurinn, heimsmaðurinn, snilling-
urinn barst áfram í vímu sívaxandi álits
samborgaranna, öruggur um stöðu sína og
gildi. Það var sjálfsagður réttur hans og
skylda við lífíð og listina að bergja hvem
þann bikar í botn, er að honum var réttur.
I bréfinu kemst hann svo að orði: „Guðimir
höfðu gefið mér svo að segja allt, snilli,
virt nafn, háa þjóðfélagsstöðu, afburðagáf-
ur, vitræna dirfsku. Eg breytti listinni í
heimspeki og heimspeki í list. Ég umsnéri
hugmyndum manna og litrófi lífsins, öllum
til undmnar. Ég gerði eina hlutlægustu list-
greinina, leikritun, að svo persónulegu tján-
ingarformi, að ljóði líktist, eða sonnettu um
leið og ég færði út svið hennar og gæddi
ríkari blæbrigðum. Harmleiki, skáldsögur,
ljóð, rímuð og órímuð, samtöl að hefð-
bundnum hætti eða fjarstæðukennd, hvað
ég snerti, gæddi ég nýrri fegurð. Sjálfum
sannleikanum gaf ég blæ lyga ekki síður
en þess, sem satt er í raun, og sýndi fram
á að hið sanna og ósanna em aðeins hliðar
á vitrænni tilvist. Ég vakti ímyndunarafl
aldarinnar og það kveikti aftur goðsagnir
um mig. Ég dró saman öll kerfi í eitt orð-
tak og alla tilvemna í skopkviðling. Ég lét
ginnast af taumlausri gimd og hóglífi. Það
kætti mig að vera spjátrungur, heimsmað-
ur, sá, sem fer fyrir öðmm. Ég var í félagi
við smásálir og varmenni. Ég sóaði snilli
minni og fann fróun í því að spilla eilífri
æsku. Leiður á vistinni á tindinum, leitaði
ég af ráðnum hug í undirdjúpin eftir frek-
ari nautn. Það sem þverstæðan var mér á
sviði hugsunar, varð óeðlið fyrir tilfinning-
alíf mitt. Ástríðan varð að iokum að sjúk-
dómi, vitfírring eða hvorutveggja. Lff ann-
arra skiptu mig engu. Ég naut þess, er á
vegi mínum varð og hélt áfram. Ég gleymdi
því, að hinir hversdagslegu atburðir daglegs
„England hefur of lengi
þolað manninn Oscar Wilde“
apríl og maí árið 1895 fóru fram réttarhöld í Lon-
don sem mikla athygli vöktu og umtal. Þar tókust
á tvær þekktar persónur úr hópi heldri manna,
annarsvegar skáldið Oscar Wilde og hinsvegar
Queensberry lávarður, höfuð gamallar aðalsættar
og faðir ungs vinar skáldsins Lord Alfreds
Douglas.
ÁGÚSTA SNÆLAND
þýddi
Réttarhöldin hófust með því að Oscar
Wilde ákærði Queensbeny lávarð fyrir per-
sónuníð, vegna þrýstings frá syni hans, en
gegn betri vitund. Fljótlega snérist málið
þannig, að Queensberry lávarður lagði fram
gagnákæru á Wilde fyrir að tæla hinn unga,
saklausa son sinn og draga niður í svaðið
til ósiðlegs lífemis. Svo fór að lávarðurinn
var sýknaður en Oscar Wilde sekur fundinn
og dæmdur í tveggja ára fangelsisvist. Strax
eftir dóminn krafðist lávarðurinn greiðslu á
málskostnaði af Wilde, en fjárreiður hans
voru í slíkum ólestri, þrátt fyrir háar tekj-
ur, að fé var ekki handbært. Lávarðurinn
sá sér þá leik á borði til að greiða skáldinu
rothöggið og krafðist greiðslu á 677 sterl-
ingspundum tafarlaust. Wilde var lýstur
gjaldþrota og heimili hans og eignir seldar.
Dagblöð Lundúnaborgar réðust flest heiftar-
lega á Oscar Wilde. Ritstjóri Evening News
skrifar t.d. í blaðið daginn, sem dómurinn
féll:
„England hefur of lengi þolað manninn
Oscar Wilde og aðra hans iíka. Áður
en hann braut lög landsins og ofbauð
mannlegu siðgæði, var hann félagslegt
úrhrak, höfuðpaur vitsmunalegrar
spillingar. Hann var einn af aeðstu-
prestum þess hóps, er réðst á allt sem
heilbrigt er og setur á stall falsguði
úrkynjaðrar menningar.“ „Við getum
kennt honum og hans líkum um út-
breiðslu siðferðilegrar úrkynjunar með-
al ungra manna, sem gáfna sinna
vegna hefðu getað komið þjóð sinni
að gagni.“ „Maðurinn var grófur
nautnaseggur, hið ytra gljáfægður af
falskri listhneigð, sem var of væmin
fyrir venjulegt fólk.“
Á meðan Wilde sat í fangelsi skildi kona
hans við hann og tók upp nafnið Holland,
en þaðan er föðurætt Wildes upprunnin.
Drengina sína, Cyril og Vyvyan, sá hann
ekki framar. Gjaldþrotið á öllum sviðum lífs
hans var svo algjört að ekkert verk kom frá
penna þessa glæsilega ritsnillings eftir 1895
nema The Ballad of Reading Gaol og svo
bréfíð, sem hér verður fjallað um.
Þegar sex mánuðir vom eftir af fangelsis-
vist Wildes, braut fangelsisstjórinn hinar
ströngu reglur um bréfaskriftir fanga og lét
afhenda honum eina pappírsörk í einu til
að skrifa á. Fangavörður tók blaðið, er það
var fullskrifað og kom því í vörslu á skrif-
stofu fangelsisins, en færði Wilde annað í
staðinn. Blöðin öll, 80 blaðsíður, fékk hann
við brottför úr fangelsinu, en afhenti þau
vini sínum, Robert Ross, til varðveislu. Bað
hann að láta gera af þeim afrit með góðu
línubili til leiðréttinga, en til þess kom aldrei.
Þetta ritverk, bréfíð til hins unga vinar,
flallar um kynni þeirra og samband, sem
urðu upphaf þess harmleiks er lagði líf
skáldsins í rúst, en einnig um dýrgripi sem
skáldið fann á botni djúpsins er hann hrap-
aði í. Formgallar em eðlilega á því vegna
aðstæðna Wildes við skriftimar og þess að
bréfið er óleiðrétt. Ef til vill er það einmitt
þessvegna svo hrífandi lestur fyrir þann,
er áhuga hefur á lffí og örlögum manna.
Það er saga um manninn í nekt sinni og
vamarleysi gegn grimmum örlögum, sem
hann sjálfur á þátt í að skapa sér. Hve djúpt
getur hann sokkið, þegar hann telur sig
ömggan — en einnig hvað í honum býr
„eins og Qársjóður í jörðu“, sálarstyrk sem
lyftir honum upp og útyfír stað og stund.
Gefur honum nýja von, nýja sýn — þótt
ekki sé nema augnablik í senn — eins og
glampi á hnífsegg.
Á HÁTINDIFRÆGÐARINNAR
Á þeim tíma er ósköpin dundu yfír stóð
Oscar Wilde á hátindi frægðar sinnar. Árið
lífs byggja upp eða bijóta niður skaphöfn
manns. Að það, sem hann vinnur í leynum
verður um síðir úthrópað á torgunum. Loks
var ég án þess að verða þess var, ekki leng-
ur húsbóndi á eigin heimili, ekki stýrimaður
á fleyi mínu. Ég lét þig ráða yfír mér og
föður þinn skelfa mig. Eg var þræll nautna
minna og lenti í hræðilegri vanvirðu. Nú
er mér aðeins eitt eftir — algjör auðmýkt."
„EYÐANDIHÖND ...“
Hátt var flogið — en hver var orsök falls-
ins, hvað gerðist? Oscar Wilde var 38 ára
er hann kynntist hinum tvítuga Alfred Dou-
glas, sem þá var við nám í Magdalen-
háskólanum í Oxford. Með þeim kynnum
voru örlög hans ráðin. Hann segir: „Ég sé
ekki einungis örlög að verki í sambandi
okkar, heldur skapadóm. Dóm, sem ávallt
fellur skyndilega og boðar blóðfóm. Þú kem-
ur í föðurætt af kyni, sem ógnvekjandi er
að tengjast í hjónabandi, hættulegt að ving-
ast við, sem leggur eyðandi hönd á eigið líf
og annarra."
Ungi maðurinn Alfred Douglas lávarður
var sonur áttunda markgreifans af Queens-
berry en hann var þekkt persóna í Lundún-
um á þessum tíma — að endemum — fyrir
geðofsa og ruddaskap. Vinátta þeirra Wil-
des og sonar hans var honum þymir í aug-
um og ofsótti hann skáldið og ófrægði á
þann hátt, sem honum var laginn. Hann
skrifaði óþverrabréf með hótunum og
skömmum sem hann sendi Wilde og vinum
hans eða skildi eftir fyrir allra augum í
klúbbum heldri manna. Reyndi jafnvel að
svíkjast inn á frumsýningu „The Importance
of Being Eamest" í því skyni að halda þar
óhróðursræðu um höfundinn og kasta á
hann sorpi. Sonurinn var laglegur og greind-
ur. Hann fékkst við ijóðagerð þegar á skóla-
ámnum og gaf út ljóðabók, sjálfsæfísögu
og fleiri bækur auk greina í blöð og tíma-
rit. Hann var hégómlegur, eyðslusamur og
skapbráður. Hann hataði föður sinn, sem
hafði leikið móður hans illa í 12 ára hjóna-
bandi, skilið síðan við hana, en hélt áfram