Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Síða 5
Þótt Oscar Wilde væri maður Victoríutímans, var hann miklu fremur maður
allra tíma, ekki síst okkar tíma. Lávarðurinn sem kom honum í steininn lét ekki
þar við sitja, heldur var Wilde einnig gerður gjaldþrota.
að ofsækja hana og skaprauna. Heitasta
ósk Alfreds Douglas var að koma föður
sínum í fangelsi eða á geðveikrahæli og
eggjaði Wilde mjög á að ákæra hann fyrir
persónuníð en hann færðist undan. Hann
var friðsemdarmaður og auk þess bar hann
því við, að hann hefði ekki efni á þeim kostn-
aði er slíku fylgdi. Douglas kvað auðuga
ættingja móður sinnar fúsa að greiða þann
kostnað, þeim væri það kappsmál að Que-
ensberry yrði fangelsaður. Þetta varð til
þess, að Wilde lét loks undan og lagði fram
„þessa hlálegu ákæru“, sem hann nefndi
svo í bréfínu.
„GÓÐBORGARARNIR
Smjatta ...“
Um kynni þeirra frá upphafí segir Wilde:
„Raunverulegt upphaf vináttu okkar var
það, að þú sárbændir mig í geðþekku bréfi,
um að liðsinna þér í vanda, sem hver og
einn, ekki síst ungur háskólanemi í Oxfod
teldi sér ógnað af. Ég verð við bón þinni
en það verður til þess að ég glata virðingu
og vináttu Sir Georges Lewis eftir að þú
misnotar nafn mitt við hann. Þegar ég
missti vináttu hans, ráðgjöf og stuðning um
15 ára skeið var ég sviptur eina örygginu
í lífí mínu." „Þú sendir mér snoturt ljóð til
umsagnar. Ég svara með hástemmdu bréfí,
líki þér við Hylas eða Hyacinth, einhvem
þann, sem ljóðgyðjan hampar og heiðrar
með ást sinni. í sannleika sagt, þá hefði ég
svarað hvaða ungmenni sem væri, er sent
hefði mér frumsamið ljóð, með slíku bréfí —
í fullvissu þess að hann hefði það skopskyn
og væri á því menningarstigi að hann skildi
rétt hin hástemmdu orð. Skoðaðu feril þessa
bréfs. Frá þér kemst það ógeðfelldum kunn-
ingja þínum í hendur, þaðan í hendur fjárk-
úgara. Afritum af því er dreift um London
á meðal vina minna og til leikhúsanna sem
sýna leikrit mín. Allt sem í því stendur er
rangfært, ýkt og mistúlkað, ekkert séð í
réttu ljósi. Góðborgaramir smjatta á fárán-
legum gróusögum um að ég hafí þurft að
greiða of fjár fyrir ósiðsamleg bréf til þín.
A því byggir faðir'þinn síðan hatrömmustu
árásir sínar á mig. Ég legg sjálfur bréfíð
fram í réttinum til þess að sýna það eins
og það er. Þar er það fordæmt af lögmanni
föður þíns, sem segir það viðbjóðlega og
lævíslega tilraun til að spilla sakleysingja.
Að lokum er bréfíð svo gert að undirstöðu
ákæm á hendur mér um siðlaust athæfi.
Dómstólamir taka hana til meðferðar. Dóm-
arinn notar það í niðurstöður sínar af lítilli
þekkingu en mikilli siðavendni og ég fer
að lokum í fangelsi vegna þess.“
Þegar Oscar Wilde i lok fangavistarinnar
fær loks tækifæri til að skrifa um allt það,
er eitrað hefur hug hans í einsemdarlífi
fangans, skrifar hann þetta bréf til vinar
síns, sem hann ennþá ann. Hann minnist
atvika, sem sárt er að rifja upp. „Mundu,"
segir hann, „að allt það, sem veldur þér
sársauka að lesa, er mér enn meiri þjáning
að skrifa." „Þú verður að lesa þetta bréf
frá upphafí til enda, þótt hvert orð verði
þér sem logandi eldur." Honum er mikið í
mun að vekja vin sinn til meðvitundar um,
hve skelfilegar afleiðingar hatur þeirra
feðga hefur haft. Hann þráir að hafa áhrif
til góðs, að opna fyrir hinum unga manni
þá sýn, er honum sjálfum hefur opnast og
vara hann við því, sem hann telur hinn
versta löst — yfirborðshyggju og tilfínninga-
leysi gagnvart öðmm.
ElNASTA LÖNGUNIN
AðDeyja
Wilde lýsir þeirri breytingu sem hugarfar
hans sjálfs hefur tekið í fangelsinu. „A
meðan ég dvaldi í Wandsworth-fangelsinu
þráði ég að deyja. Það var einasta löngun
mín. Þegar ég var fluttur hingað úr sjúkra-
deild fangelsisins og hresstist smám saman,
þá fylltist ég bræði. Ég var staðráðinn í að
fremja sjálfsmorð daginn, sem ég yrði látinn
laus. Eftir nokkum tíma bráði þetta af mér
og ég ákvað að lifa, en að bera þunglyndið
eins og konungur skikkju sína.“ „Nú er við-
horf mitt gjörbreytt. Síðustu tvö skiptin sem
mér var leyft að fá vini í heimsókn, reyndi
ég eftir megni að vera kátur. Sýna þeim
gleði mína, sem lítinn þakklætisvott fyrir
þau óþægindi er þeir lögðu á sig, með því
að koma alla leið úr borginni til að heim-
sækja mig.“ „Ef ég hefði verið látinn laus
í maímánuði síðastliðið ár eins og ég reyndi
að fá framgengt, þá hefði ég yfirgefið þenn-
an stað með svo mikilli andstyggð á honum
og hverjum starfsmanni þar, að sú haturs-
beiskja hefði eitrað líf mitt. Ég hefí verið
ári lengur í fangelsi, en mannúðin hefur
verið í fangelsinu með okkur öllum og nú
þegar ég fer, mun ég alltaf minnast mikill-
ar góðvildar sem mér hefur verið sýnd af
svo að segja öllum."
Nú fer æ oftar að kveða við bjartari tón
í skrifum skáldsins. Hann minnist fagurra
augnablika sem hann hefur átt með góðum
vinum. „Ég hugsa um vini mína og hvað
þeir hafa verið mér með því að veita mér
hjálp, vináttu sína og samúð. Ég hugsa um
hvern einasta mann, sem hefur sýnt mér
vinsemd í fangelsinu, allt frá vörðunum, sem
bjóða mér „góðan dag“ og „góða nótt“ án
þess að það sé skylda þeirra, lögregluþjón-
unum, sem á hijúfan og klunnalegan hátt,
rejmdu að hugga mig á ferðum okkar til
og frá réttarsalnum, þegar ég var hræðilega
andlega þjáður, allt til vesalings þjófsins,
sem þekkti mig, er við þrömmuðum hring
eftir hring í fangelsisgarðinum og hvíslaði
að mér, hásri röddu þess er þola þarf lang-
ar þagnir fangavistar: „Ég fínn til með þér,
það er erfiðara fyrir þína líka en fyrir okk-
ur hina.“
í stað sjálfsvorkunnar og ásakana í eigin
garð og vinar síns fer nú að bera á því, að
Wilde álíti niðurlægingu sína og þjáningar
leið til nýs þroska — nýs lífs. Hann hugleið-
ir eðli þjáningarinnar og tilgang og kemst
að því að auðmýktin, afsprengi hennar, sé
fjársjóður sem falinn hefur verið innra með
honum líkt og fé grafíð í jörðu og nú skuli
notað til þess að byggja nýtt og hamingju-
samt líf. „Hún er það eina sem ég á eftir,"
segir hann, „og það besta.“ Hefði auðmýkt-
in staðið honum til boða fyrr — eða síðar,
hefði hann vísað henni algjörlega á bug.
Það er hún ein, sem býr yfír mætti nýs lífs
fyrir hann. Undraverðast af öllu segir-hann
vera það, að ekki sé hægt að gefa öðrum
af þessum fjársjóði, né heldur öðlast hann
nema með því að láta allt annað af hendi.
Það sé aðeins hægt að vita sig eiga hann,
þegar öllu öðru hafi verið glatað.
Þá snýr Wilde sér að því hvemig mæta
skuli Vita Nuova — hinu nýja lífi.-Til þess
hjálpi honum hvorki skynsemi, trú eða sið-
fræði, en hann segist skýrt sjá hvað þurfi
til. Niðurlægingunni, einsemdinni, þjáning-
unni í öllum sínum myndum verði hann að
snúa í andleg verðmæti. Hann verður að
fyrirgefa. Síðan verður hann að læra að
verða hamingjusamur á ný. Hann verður
af hreinskilni og án þess að fyrirverða sig
að horfast í augu við það, að hann hefur
setið í venjulegu fangelsi sem venjulegur
fangi og afþlánað dóm fyrir afbrot. Þótt
hann hafí verið saklaus af ýmsu því er hann
var dæmdur fyrir hafí þar verið margt sem
hann var sekur um og enn fleira sem hann
hafði drýgt, en ekki ákærður fyrir. Þannig
segir hann að guðimir dæmi okkur fyrir
góð verk og mannúðleg jafnt og fyrir hin
illu og eins geri mennimir. Þetta ætti að
auðvelda okkur að skynja hvort tveggja en
ofmeta hvoragt.
Skilningur á Persónu
Og Kenningum Krists
í fangelsinu eignast Wilde Nýja Testa-
mentið á grísku. Hann segist á hveijum
morgni lesa nokkur vers eftir að hafa hreins-
að klefa sinn og matarílát. Hann hrífst af
lestrinum og sú hugsun, að þessi texti sé
nær því sem Kristur talaði, en þýðingar,
heillar hann. Honum fínnst hann fá djúpan
skilning á persónu og kenningum Krists og
þjáningin, auðmýktin og kærleikurinn verð-
ur honum hugleikið umhugsunarefni. Hann
segir Krist vera dæmigert, rómantískt skáld,
þar sem hann leiti sálar mannsins og vilji
stuðla að birtingu hennar, eins og list skálds-
ins sé fólgin í að klæða sál hlutanna skáld-
legu formi. Hann sýni, að með kærleikanum
megi nálgast sál hins líkþráa jafnt og fót-
skör Guðs. Þegar Kristur segi við unga ríka
manninn „sel eigur þínar og gef fátækum"
hafí hann ekki haft hina snauðu í huga
heldur sál unga mannsins sem ríkidæmið
kramdi. Hann hafi álitið auð og sællifnað
ömurlegri en þjáningu og fátækt.
Wilde hrífst einkum af afstöðu Krists til
syndarans. Þar finnst honum hið rómantíska
eðli koma best í ljós. Hann segir að Kristur
hafí séð í syndaranum birtingu hins full-
komna mannseðlis en að heimurinn hafí
hinsvegar elskað heilaga menn vegna þess,
að þeir nálgist helst fullkomleika Guðs.
Kristur hafí ekki leitast við að bæta fólk
eða losa við þjáningar, heldur að kenna
því, að sálin þurfí ávallt að vera viðbúin að
mæta kærleikanum í „fögram augnablik-
um“, sem hann kallar svo. Það hafí María
Magdalena gert, er hún braut alabasturs-
baukinn dýra og smurði rykuga og þreytta
fætur Krists. Eins hafí glataði sonurinn, er
hann féll á kné við heimkomuna og grét
yfír spilltu lífi sínu, breytt niðurlægingu
sinni og misgjörðum í heilög atvik. Iðranar-
augnablikið sé heilög athöfn, einskonar
vígsla, sem geri það sem iðrast er, eitt með
hinu „fagra augnabliki“. Wilde segir þetta
vera flestum torskilið — og bætir við:
„Sennilega þarf maður að fara í fangelsi
til að skilja það. Sé svo, er það þess virði.“
Þegar dagur frelsisins nálgast, rennir
Oscar Wilde enn augum yfir hið liðna og
minnir Douglas á að lesa bréfið gaumgæfí-
lega, sýna það eldri bróður sínum. Setjast
með honum og ræða það, sem í því standi,
horfast af einurð í augu við allt sem gerð-
ist og gera sér grein fyrir því óhræddur.
Fortíð, nútíð og framtíð séu sem augnablik
fyrir augliti Guðs og fyrir augliti hans muni
ieir þurfa að lifa.
Wilde biður vin sinn nú að skrifa sér.
Undrast að hafa ekki heyrt frá honum í
ellefu mánuði og biður hann að skrifa sér
í einlægni um sjálfan sig, líf sitt og starf.
Hann segir þá enn eiga eftir að kynnast
hvor öðram til fulls og vonast til, þrátt fyr-
ir allt, að eiga eftir að kenna honum eitt-
hvað sem máli skipti. „Þú komst á minn
fund til þess að njóta gleðinnar í lífi og list.
Ef til vill er mér ætlað að kenna þér það,
sem er enn verðmætara — tilgang og feg-
urð þjáningarinnar."
Með þessu orðum lýkur bréfínu, sem
Oscar Wilde skrifaði í fangelsinu. Hann af-
henti það hinum trygga vini sínum, blaða-
manninum Robert Ross, ásamt bréfí með
fyrirmælum um, hvemig með skuli fara og
tilmælum um, að Ross gerist umboðsmaður
hans. í því bréfi segir m.a.: „Þar sem þú
ert umboðsmaður minn, hlýtur eina plaggið,
sem greinir frá furðulegri hegðun minni,
að vera í þínum höndum." „Einhvemtíma
verður hið sanna að koma fram — þó ekki
fyrr en ég er allur.“ „Ég afsaka ekki breytni
mína — ég lýsi henni.“
Á Krám Parísarborgar
Robert Ross lét gera afrit af bréfinu til
Douglas og sendi honum eintak, en geymdi
handritið. Eftir lát Wildes freistaði Douglas
jess að fá það afhent, en Ross lét innsigla
handritið og kom því í vörslu British Muse-
um með fyrirmælum um að innsiglið yrði
ekki brotið fyrr en eftir 60 ár. Árið 1905
gaf Robert Ross síðan út hluta bréfsins
undir heitinu De Profundis. Þar var sleppt
öllu því, er að samskiptum þeirra Wildes
og Douglas laut.
Vinimir Alfred Douglas lávarður og Os-
car Wilde hittust aftur í Rouen í Frakklandi
og hélst vinátta þeirra þau 3 ár, sem Wilde
átti ólifað. Ekki tókst skáldinu að feta þann
veg, er hann í fangelsinu var svo viss um
að jeiddi til hins nýja lífs. Hann náði sér
aldrei til flugs á ný, en tók upp fyrri lifnaðar-
hætti.
Nú var öldin önnur en þegar allt lék í
lyndi. Gjaldþrota skáldið rigsaði ekki lengur
á milli glæsihótela Lundúna með græna
nelliku í barmi og lét spakmælum og skensi
rigna yfir aðdáendur um leið og hann svolgr-
aði í sig lystisemdir lífsins. Nú var vettvang-
urinn krámar í Parísarborg, en þjónamir
þar og flækingar, kumpánar hans.
Snemma á árinu 1900 var Queesberry
lávarður allur. Þann 30. nóvember sama ár
lést Oscar Wilde í litlu herbergi á Hótel
d’Alsace í París. Er hann losnaði úr prísund-
inni fór hann samstundir til Frakklands og
sté ekki aftur fæti á breska grand.
Alfred Douglas skrifar móður sinni í árs-
lok 1897, er hann hafði hitt Wilde á ný:
„Láttu þér ekki til hugar koma að afstaða
mín til hans, eða til siðsemi, sé breytt. Ég
elska og dái hann enn og álít hann vera
píslarvott. Ég ætla ekki að hætta að skrif-
ast á við hann eða að heimsækja hann í
París eða annars staðar." Hann sagði við
Sir Travers Humphrey, þann er skrifaði
formála að bókinni Trials of Oscar Wilde,
um mælskulist Wildes rúmum 30 áram eft-
ir dauða hans: „Enginn sem ég hefí þekkt,
kemst í námunda við hann. Hann kunni að
vefa um mann álagaham. Maður sat og
hlustaði agndofa á hann. Allt sem hann
sagði var hrein Viska og Kraftur og Fegurð
og Töfrar — það vora hreinir töfrar og ekk-
ert annað."
Eftir dauða Wildes orti Alfred Douglas
til hans sonnettu, sem af sumum er talin
með því besta, sem ort hefur verið á enska
tungu, „The Dead Poet“. Árið 1911 tók
Douglas kaþólska trú og fordæmdi eftir það
fyrra líferni sitt. í ævisögu sinni segir hann:
„Á þeim tíma elskaði ég og dáði Oscar
Wilde sem vin minn og snilling og var fylli-
lega sáttur við lesti hans, sem ég áleit raun-
ar ekki lesti. Ég var yfírlýstur heiðingi og
fyrirleit kristna siðfræði."
Alfred Douglas lést árið 1945 og þar með
voru aðalpersónumar í þessum harmleik
Oscars Wilde horfnar af sviðinu.
ÞÝÐING: ÁGÚSTA SNÆLAND
Oscar Wilde: De Profundis. Þýtt á dðnsku
af Marguerite Gaméi. Útg. Gyldendal 1927.
Úr Djúpinu (De Profundis) eftir Oscar
Wilde. Yngvi Jóhannesson fslenskaði. Útg.
Gutenberg 1926.
Oscar WUde: De Profundis and Other Writ-
ings. Útg. Penguin Classics 1986.
Trials of Oscar Wilde. H. Montgomery tók
saman. Útg. WUiiam Hodge & Co. 1960.
The Complete Works of Oscar WUde. Útg.
Collins 1986.
LESBÓK MORGUN8LAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 5