Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Page 8
Heildsali hemaðar- leyndannála Undanfarin ár höfum við heyrt mikið í fjölmiðl- um um norska njósnarann Ame Treholt, eins og eðlilegt er. Annað njósnamál á Norður- löndum, sem vakti gífurlega athygli á sínum tíma er hins vegar smám saman að gleym- ast, en Treholts-málið minnir um margt á þetta stórkostlega sænska mál, sem nú er tekið að fymast nokkuð í hugum manna. Ég ætla í þessari grein að leyfa mér að rifja upp þetta sænska stórmál til samanburðar við Treholts-mál Norðmanna. Hér kemur STIG WENNERSTRÖM var glæsimenni af einni fínustu ætt Svíþjóðar og þegar upp komst um síðir, að hann var hvorki meira né minna en einskonar heildsali á njósnasviði, sem hafði til sölu leyndarmál Breta, Bandaríkj amanna, Atlantshafsbandalagsins svo og síns eigin föðurlands, var sem sprengja hefði sprungið í Svíþjóð. Eftir ÆVAR R. KVARAN það. Morguninn 20. júní 1963 var fagur í Stokkhólmi. Þennan morgun gekk hávaxinn maður hratt yfir eina hinna mörgu brúa borgarinnar á hólminum. Hann virtist vera að flýta sér. Allt í einu stóðu þrír þreknir menn beint í vegi fyrir þessum vegfaranda. Einn þeirra stöðvaði hann og sýndi honum skilríki sín. Hann kynnti sig og félaga sína sem meðlimi sænsku leynilögreglunnar og bætti því við, að Stig Wennerström ofursti í sænska flughemum, en sá var maðurinn, væri tekinn höndum. Hinn virðulegi ofursti hrejrfði engum mótmælum, en gekk með mönnunum að bíl, sem beið þeirra rétt hjá. Hvem skyldi hafa grunað að með þessum látlausa hætti væri endi bundinn á einhvem ævintýralegasta njósnaferil og árangursrík- asta, sem sögur fara af síðan kalda stríðið hófst. Heildsali á Njósnasviði Handtaka þessa glæsimennis, sem til- heyrði fínustu ættum hinnar stéttvísu sænsku þjóðar, virkaði eins og andleg sprengja í Svíþjóð. Stórfyrirsagnir Stokk- hólmsblaðanna voru engar ýkjur, en þar mátti lesa fyrirsagnir eins og þessar: Stærsta njósnahneyksli Svíþjóðar fyrr og síðar — ofursti selur leyndarmál land- varna, sem eru hundruð milljóna virði — og hefur verið leiguþý Rússa í fimmtán ár. Um þetta skrifaði blaðamaðurinn Irwin Ross í Harpers Magasin meðal annars þetta: „Áhrifa þessarar hneykslisbylgju gætti alla leið til Lundúna og Wasington, því þessi ofursti var — hvorki meira né minna — en heildsali á njósnasviðinu, því hér var ekki einungis um að ræða uppljóstranir, sem snertu Svía, heldur voru hér til sölu leyndar- mál Breta, Bandaríkjamanna og Atlants- hafsbandalagsins. í réttarhöldunum gekkst hann við njósnum í 160 tilfellum gegn Svíþjóð. Meðal þess má telja, að þessi séntil- maður gaf fullar upplýsingar um loftvarna- kerfi þjóðar sinnar og auk þess lét hann Rússum í té teikningar af ýmsum gerðum flugvéla Svíþjóðar, og bætti ofaná það frá- sögnum af breskum og bandarís'kum eld- flaugum. Dómsniðurstaðan var lífstíðar- fangelsi, og álitið var, að þessi herra hefði þegið fyrir greiðann nálega $100.000 hjá vinnuveitendum sínum. í Wasington ætluðu yfirvöld ekki að trúa sínum eigin eyrum. Wennerström-hjónin voru alkunn og mikilsvirt meðal heldra fólksins svokallaða og margir höfðu kynnst þeim í ótal samkvæmum. Frúin Ulla þótti nokkuð ýtin og áberandi, en hálfgert fíðrildi í aðra röndina, hinn hálfsextugi ofursti hlé- drægur en heillandi persónuleiki. Ekki gekk hann síst í augu kvenfólksins, spengilegur, eins og íþróttamaður, laglegur og sviphreinn með einhvers konar æskuglóð í augum, þrátt fyrir miðjan aldur og hár, sem farið var að þjmnast. Maður Af Annarri EinsÆtt En heima í Svíþjóð olli málið brátt meiri háttar átökum í stjómmálum. Hvemig í ósköpunum gat það átt sér stað, að háttsett- ur foringi í hemum gæti haldið uppi njósn- um í stórum stfl ámm saman án þess að upp kæmist? Og svo var hitt, sem reyndist ef til vill ennþá erfíðari ráðgáta fyrir yfir- stéttir þessa demókratíska konungsveldis: Hvemig gat maðuraf annarri eins ætt með slíka menntun orðið föðurlandssvikari? í hveiju lá hin lejmda veila? Við skulum nú virða þennan furðulega mann fyrir okkur utan frá um stund. Stig Wennerström ofursti virtist sannarlega ekki líklegur til þess að gerast þjónn rússnesku lejmiþjónustunnar. Þessi maður hafði aldrei verið kenndur við kommúnisma eða látið í ijós vinstrisinnaðar skoðanir. Ekki virtist heldur auðvelt að beita hann þvingunarað- ferðum, því hann var hvorki kynvillingur, fjárhættuspilari né hórkarl. Eftir því sem menn vissu best unni hann konu sinni, sem hann hafði verið kvæntur í 24 ár og dætmm sínum tveim, sem vom 17 og 21 árs var hann góður faðir. Kannske var ekkert eftirtektarverðara við manninn en einmitt það, hvað hann var leið- inlega hversdagslegur. Hann drakk mjög hófsamlega og lét sér nægja óbrotið fæði. Hann lék golf annað veifið og hafði gaman af því að spila bridge, en hafði hins vegar engan áhuga á tónlist eða listum jrfirleitt. Ef til vili má segja, að hann hafí verið nokkuð veisluglaður, en hins vegar var framkoma hans ævinlega lýtalaus. Hann forðaðist venjulega allar umræður um stjómmál eða utanríkismál. Vitanlega var öll fortíð hans tekin til rækilegrar skoð- unar eftir fall hans, en þó gátu bestu kunn- ingjar hans ekki grafið neitt upp, nema ef vera skyldi smáathugasemd, sem hann hejrðist segja eitt sinn, þegar hann hafði hlýtt á ræðu þar sem einn gestanna hafði lofað frakkneska tungu. Þá heyrði einhver Wennerström tauta þetta: „Innan fárra ára verða aðeins ríkjandi tvö tungumál í heimin- um. Þriðji hluti manna mun tala ensku, en meirihlutinn rússnesku. Það er eins gott að gera sér grein fyrir þessu þegar í stað.“ Hins vegar þarf tæplega að taka það fram, að slík athugasemd vakti ekki minnstu grundsemd á sínum tíma. Bak við þetta látlausa jrfírborð leyndist dularfyllri persónuleiki en nokkum grunaði, nema hina rússnesku húsbændur. Þó varð ekki hjá því komist við hinar langdregnu og ítarlegu yfírheyrslur, að eitthvað af þess- um dulda manni kæmi í ljós. Og hvað var það þá? Rússar Virðast Hafa Alið Á Hégómaskap Hans Jú, það virðist ljóst, að Wennerström búi jrfir miklu stolti, sem hafi leitt hann til þess að leika stærra hlutverk í lífinu en hæfileik- ar hans leyfðu. Þannig leit hann á stórvelda- njósnir sem stórkostlegt og flókið spil, þar sem hann naut þess sérstaklega að leika stórt hlutverk. Með mikilli kænsku virðast Rússar hafa alið á þessari hégómagirnd Wennerströms. Wennerström, sem fæddist sonur liðs- foringja í hemum þann 22. ágúst 1906, var hlédrægur drengur og innhverfur. Enda eignaðist hann fáa nána vini í æsku og var fátt með þeim feðgum, enda var faðir hans einnig fáskiptinn maður og dulur. Hins veg- ar var samband hans við móðurina ástúð- legra. Sumir kunningjar Stígs vom þeirrar skoðunar, að hann væri lítill manndómsmað- ur. Það kom því flestum þeirra mjög á óvænt, þegar hann ákvað að leita sér frama í hemum. Snemma bar á einbeittum vilja hjá honum til þess að bæta úr þekkingarskorti sínum. Þegar félagar hans í liðsforingjastétt ákváðu að skvetta sér dálítið upp sat Wennerström sem fastast í herbergi sínu við rússnesku- nám. Sagði hann lögreglunni að hann hafí ákveðið að nema þá tungu, því það gæti komið sér að gagni síðar. Hvað sem um það verður sagt er víst óhætt að fullyrða, að það kom ekki föðurlandi hans að gagni. Árin eftir 1930 hlaut hann þjálfun sem sjóliðsforingi, en fluttist svo yfir í flugher- inn. Veturinn 1933—34 fékk hann styrk til þess að fara til Riga til rússneskunáms, og virðist áhugi hans á njósnum þá hafa vakn- að. Riga var þá höfuðborg Lithaugalands, sem þá var sjálfstætt ríki, en þá var borgin full af hvers konar njósnumm, diplómötum og tækifærissinnum. Wennerström fékk ýmis konar heimboð í sendiráðið og varð þar brátt vel til vina. Hann var alltaf ákveð- inn í þvi að klífa hærra í þjóðfélagsstigan- um, eða potari, eins og Þorbergur kallaði slíka menn. í samræmi við þetta kvæntist Wenn- erström eftir heimkomuna frá Riga dóttur efnaðs framkvæmdastjóra stórblaðs í Stokk- hólmi. Ulla-Greta Carlsson var 13 ámm yngri en maður hennar, sem hún dáðist mjög að og sætti sig þegar við það, að hann tæki sér öll völd á heimilinu. Stóð hún á því fastar en fótunum, að hana hafi aldr- ei gmnað njósnastarfsemi manns síns. Arið 1940 var Wennerström sendur til Moskvu sem flughemaðarfulltrúi, einkum sökum rússneskukunnáttu sinnar. Hinn illræmdi samningur nasista og Sov- étmanna var þá enn í fullu gildi, en farið að gæta vaxandi tortryggni milli samnings- aðila. Afhenti Nasistum Upplýs- ingar Um Rússnesk Efni Ýmsir menn í sænska hemum höfðu á þessu stigi stríðsins samúð með Þjóðverjum og ekki talið ósennilegt, að svo hafi einnig verið um Wennerström; að minnsta kosti virðist hann ekki hafa haft neitt samvisku- bit af þvi, að afhenda nasistum ýmsar upp- lýsingar um rússnesk efni, sem hann komst að í starfí sínu. Þjóðveijar launuðu honum með því, að veita honum aðgang að svarta- markaðsrúblum sínum. Þess hefur áður verið minnst, að þetta hneyksli hafi valdið mikilli ólgu í sænskum stjómmálum, þegar það upplýstist. Það er nú tæplega fiirða þótt stjómarandstæðingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.