Lesbók Morgunblaðsins - 27.02.1988, Side 17
27. FEBRÚAR 1988
Rætt við Reyni
Adólfsson og Óla J.
Ólason um verksvið og
framtíðarhorfur
ferðamálasamtakanna
og stöðu ferðamála úti
á landsbyggðinni
almennt.
Oddný Björgvinsdóttir
skrifar um ferðamál.
Eiga þau enga framtíð?
Ilögum um skipulag íslenskra ferða-
mála segir — að eftirtalin ferðamála-
samtök frá landsbyggðinni tilnefni full-
trúa til setu í Ferðamálaráði: Ferða-
málasamtök Vesturlands, Vestfjarða,
Norðurlands vestra, Norðurlands
eystra, Austurlands, Suðurlands
og Suðumesja. Landsbyggðar-
fólk, sem starfar að ferðamálum,
fylltist bjartsýni þegar fulltrúar
þeirra fengu sæti í Ferðamála-
ráði árið 1985, með setningu
nýrra laga um skipulag í ferða-
málum. Núna, aðeins tæpum
þremur árum síðar, segja þeir
hinir sömu að aðeins nöfn sam-
takanna í lögunum sýni tilvist
þeirra. Eru ferðamálasamtök
landshlutanna — sem allir bundu
svo miklar vonir við — að deyja
út?
Sjálfboðastarf -
Skilningsleysi
„Þegar má sjá merki þess að
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. FEBRÚAR 1988 17