Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Page 3
I.BgBÉHr ®®[S]@[ýl[N|[B]BH® [«][«] S® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan er af málverki Gunnars Amar, sem ber heitið Mótun holds, olíumynd frá 1972 og er á Listahátíðarsýningunni á Kjarvalsstöð- um. Sýningin ber yfirskriftina Maðurinn í forgrunni og um hana skrifar Gunnar B. Kvaran listfræðingur. Búkharín var vinur Leníns, eftirlætj og bjartasta von Flokksins um tíma. En undir ógnarstjóm Stalíns snerist vindurinn og ógnarréttar- höldin yfír Búkharín og tuttugu svokölluðum svikurum, urðu fræg um víða veröld, enda var Búkharín í hlutverki djöflakóngsins eins og Sir Fitzroy Mac Lean lýsir í grein, sem hér birtist. Ferðablað Fáar náttúmvættir íslenzkar jafnast á við Gullfoss og sannarlega hefur fossinn malað inn meira gull til handa landsmönnum en þeir hafa launað fossbúanum. Hvemig tök- um við á móti ferðagestum, sem borga sig dýmm dómum inn á náttúmsvið Gullfoss? GUÐMUNDUR KAMBAN Vikivaki Að ofan helkaldar stjömur stara með strendu sjáaldri’ úr ís á funakoss milli kaldra vara, svo kaldra’, að andi manns frýs. Og máninn skín á oss skyldurækinn, vill skilja milt okkur við. Við stöndum tvö hér við tungiskinslækinn og teljum áranna bið. En ég var feiminn — meðjörpum lokkum, og ég var saklaus og fróm. I brúnum upphlut, á bláum sokkum og blásteinslituðum skóm. Hvað tjáir mildi þín, tungiið ríka, hvað tjáir skjöldur og sigð? Hann vildi fá mig og fékk mig líka — hann fór með dyggð mína og hryggð. Daginn eftir til allra furðu ég ennið ftjálslega bar. Og allar stöllur hver aðra spurðu, en engin stalla fékk svar. Þær áfram töldu til átta og níu — það allt var mánaðatal - en þegar þær högðu talið tíu, þá týndist allt þeirra hjal. Svo kom stundin með sól á bárum, er Sörli fór út í lönd. Ég sat eftir sem álft í sárum þau ár, sem nú fóru í hönd. Þeir sögðu, að hann hefði á svikum lumað, ég sagði ég þekkti ei þann streng og hætti aldrei að geta gumað af góðum íslenzkum dreng. Vappar ósyndur ungi á bakka með augun blikandi af þrá — en sumir þora ei til þess að hlakka, sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu, sem guð þeim sendir, menn gera kvíðann að hlíf, og kvíða oft þvi, sem aldrei hendir, og enda í kviða sitt líf. Sörla beið ég og síglöð undi við síðustu orð hans og heit og bjó mig undir að fagna hans fundi í fjarlægri íslenzkri sveit. Brenni jörð undir berum fótum, og blikni sól í þeim eim: Aldrei skipti’ ég við annan hótum, því eitt sinn kemur hann heim. Rík var sú gjöf, er gaf mér drottinn: að gleðjast vorlangan dag við litla týsfjólu, túnin sprottin og tístað sólskríkjulag, og vetrarmorgun við marr á grundum, sem magnar sérhveija taug, með hélu á rúðum og svell á sundum og sól í steingeitarbaug.----- Hvað er ártalið? Eitthvað lætur í eyrum mér, færist nær... hjartað syngur, og hjartað grætur, og hjartað tryllist og slær. Heyrist jódynur heim að bænum, þau hóftök ein þekki ég — og fer mér stillt eftir grundum grænum og gesti mínum í veg: Vantraust Guðrúnar, vonsvik Kjartans með vopnum enda sinn fund. En þetta er vísan um vissu hjartans og vonglaða’ íslenzka lund... Stína rakar, og Bjössi bindur, og bóndinn hirðir sinn arð. Nú er sólskin og sunnanvindur, og Sörli ríður í garð. Guðmundur Kamban, 1888-1945, hefði orðið 100 ára eftir 4 daga, ef hann hefði lifað. Af því tilefni hefur Lesbók fengiö Sigurð Hróarsson bókmenntafræðing til að taka saman grein um skáldið og birtist hún í næstu Lesbók. Asetningardegi Listahát- íðar er vitaskuld bæði ljúft og skylt að þakka þeim sem hafa komið henni á laggirnar og þarmeð stuðlað að því, að haldið sé uppi menn- ingarlegri reisn. Það er svo annað mál, hvort ef til vill ætti að breyta forminu að einhveiju leyti; bjóða uppá færri atriði og sterkari og umfram allt: Að halda hátíðina á öðmm árstíma, til dæmis á haustdögum. Ástæðan ætti að vera augljós: Allan veturinn og framá vor er slíkt framboð á listviðburðum hér, að jafnast á við það sem gerist í milljónaborgum og auðvitað emm við stolt yfír því og viljum ekki hafa það öðmvísi. Svo farið sé yfír það helzta frá í vetur þarf varla að árétta, að þetta var mikill tónlistarvetur og á útmánuðum var til dæm- is að jafnaði haldinn einn konsert á degi hverjum. Um meðaltalsaðsókn em ekki tölur á reiðum höndum; hinsvegar var oft fullt hús í Háskólabíói á hljómleikum Sinfóníunn- ar. Verkefnavalsnefnd hljómsveitarinnar hefur að vísu oft tekizt betur upp, en þess ber að gæta, að þama gerir enginn svo öll- um líki. Framboðið á sviði myndlistar var sem aldrei fyrr. Sýningarstöðum myndlistar hef- ur aftur fjölgað og í hverri viku vom opnað- ar sýningar; stundum ekki færri en fjórar í senn, en oftast vom það smásýningar sem ekki verða minnisstæðar. Af því sem upp hefur komið á veggi sýningarsala á þessum vetri, gnæfa þijár sýningar uppúr fyrir list- rænan metnað, stærð og slagkraft: Sýning- ar Baltasars og Sigurðar Örlygssonar á Kjarvalsstöðum og sýning Eiríks Smith, sem nú stendur yfir í nýju listasafni Hafnfirð- inga, Hafnarborg. Ut af fyrir sig er sá af- rakstur góður á einum vetri, ef hægt er að halda þijár sýningar.sem einhver man eftir. Að mála og sýna risamyndir eins og Sigurð- ur Örlygsson gerði, ber vott um fágætt B B Listahátíð á vori - eða hausti? áræði, sem gefur markaðnum og öllum sölu- vonum langt nef. Slíkir kappar eiga skilið rós í hnappagatið. Leikhúsin hafa búið við blessun ágætrar aðsóknar þrátt fyrir þá samkeppni, sem annað framboð á listasviðinu að viðbættum tveimur sjónvarpsstöðvum og ótal mynd- bandaleigum hlýtur að veita. Um Þjóðleik- húsið má segja það sama og Sinfóníuna; verkefnavalið hefur stundum áður verið betra. Of margt þótti of leiðinlegt og fólki leiðist að láta sér leiðast í leikhúsi. Leik- félagið hafði mun sterkari spil á hendi með Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson, sem er afburða gott leikrit svo og Hamlet sem varð enn einn listasigurinn í gömlu Iðnó. íslenzka óperan sannaði líka tilverurétt sinn eina ferðina enn með Don Giovanni - og ekki þarf að kvarta yfír aðsókninni þar. Sem sagt gott. Þetta er orðin mikil veizla; áreiðanlega menningarlegt og listrænt ofát hjá mörgum. Þá gerist það og ber raunar uppá daginn í dag, að efnt er til ennþá meiri veizlu: Listahátíðin hefst. Vonandi tekst hún með prýði og vonandi eru listunn- endur ekki svo dasaðir af ofneyzlu eftir veturinn, að þeir láti sjá sig. Það er þekkt fyrirbæri, að ofgnótt á listaborðinu getur haft í för með sér leiða og ólyst og gæti komið illilega niður á Listahátíðinni og því sem þar verður fram borið. Það gæti sumsé hugsazt, að þeir sem búnir eru að sækja konserta og aðra listviðburði allan veturinn, séu einfaldlega búnir að fá sig fullsadda þegar komið er fram á vor. Þess ber og að gæta, að á hveiju ári koma hingað nú orð- ið stórsnjallir og meira og minna heimskunn- ir listamenn, sem leika oftast bæði með Sinfóníunni og hjá Tónlistarfélaginu. Við erum svo góðu vön í þessum efnum, að fólk vill fá ennþá skærari stórstjömur á Lista- hátíð. Gallinn er sá, að stjóm hverrar Lista- hátíðar hefur ekki heimild til að panta slíkar stjömur svo langt framí tímann sem þarf og það er vitaskuld fyrir einskæra velvild í okkar garð, að Ashkenazy kemur hingað eina ferðina enn. Þegar þetta er skrifað fáeinum dögum fyrir setningu hátíðarinnar, er nærri uppselt á hljómleika þessa tengda- sonar þjóðarinnar; einnig á Grappelli og Leonard Cohen, Samt sem áður má gera því skóna, að Listahátíðin okkar sé ranglega tímasett; að vorið sé langt í frá að vera heppilegur tími af tvennum ástæðum: Í fyrsta lagi vegna þess að listunnendur em líklega dasaðir eftir listaveizlu vetrarins og í öðm lagi vegna þess, að með vorinu verður geysjleg breyt- ing á lífí og tómstundum fólks. í stað þess að kúra yfír blöðum og bókum, sjónvarpi og myndböndum, leikhússýningum og kon- sertum, er fólk úti við að dunda í görðum sínum; kannski komið í sumarbústaðinn, sumir á hestbaki, aðrir úti á golfvelli eða bara úti í náttúmnni. Sumir listaviðburðir em himnasending á dimmum vetrarkvöldum og gera skammdeg- ið léttbærara. En ekki er þar með sagt, að listunnendur séu í skapi til að loka sig inni á konsert eða í leikhúsi, þegar krían er komin og sólin á lofti klukkan ellefu og öll veröldin iðar af lífí og birtu. Nújæja, það kemur í ljós. Hápunktur hátíðarinnar að þessu sinni verður sýning á verkum Chagalls í Listasafni íslands og á tónlistarsviðinu flutningurinn á pólsku sálu- messunni eftir Penderecki undir stjóm tón- skáldsins, sem Guðmundur Emilsson hljóm- sveitarstjóri skrifaði um frábæra grein í síðustu Lesbók. Ég hygg að heppilegri tími til að halda listahátíð væri að hausti, þegar nokkurra mánaða hlé hefur orðið á framboði listvið- burða og meiri von til þess að fólk sé farið að langa til að sjá eitthvað og heyra af þessu tagi. Listahátíðin þyrfti með einhveiju móti að geta orðið sameign landsmanna allra, en ekki bara'fyrir útvalinn hóp höfuð- staðarbúa. Stundum kvartar fólk sáran úti á landsbyggðinni yfír menningarlegu mis- vægi; allt sé miðað við Reylqavík og það séu forréttindi höfuðstaðarbúa að geta velt sér uppúr listinni svo að segja. Þessa menn- ingarlegu slagsíðu hefur verið reynt að jafna með M-hátíðum, sem eru spor í rétta átt og sýna, að margt er hægt sé áhugi fyrir hendi. ~ Allt er þetta spuming um ræktun og venjur sem skapast. Það getur hreinlega orðið vani að líta aldrei upp úr vinnu og telja að maður megi ekki vera að því að fara á mannamót, í kvikmyndahús eða á sýningu. Sú skoðun er fráleit og má ekki vera til, að listin sé eitthvað, sem venjulegt fólk giynnir ekki í og ætti að leiða hjá sér. Listin á að vera hluti af lífi okkar og gera það ríkulegra. Og hún má aldrei verða of hátíðleg, ekki einu sinni á listahátíðum. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÚK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNI1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.