Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Side 4
Ognarréttarhöldin
yfir Búkharín
löngum og nokkuð viðburðaríkum ferli hefur
fátt haft dýpri né ónotalegri áhrif á mig en
réttarhöldin yfir Nikolaj ívanóvitsj Búkharín
og lagsmönnum hans í hinum svokölluðu
hægrisinnuðu trotskýistasamtökum, sem fram
Þetta var tímabil
skelfinga í hinum tvítugu
Ráðstjómarríkjum;
ógnarstjóm Stalíns stóð
sem hæst. Réttarhöldin
yfir Búkharín og tuttugu
mönnum til viðbótar,
vom einskonar leikhús
og meðal sakbominga
var Jagóda, yfirmaður
leynilögreglunnar, sem
nú stóð við hlið þeirra,
sem hann hafði látið
handtaka. Sá sem skar
sig úr þarna og mest var
tekið eftir, var Búkharín,
sem var í hlutverki
djöflakóngsins. Hann
var frábærum gáfum
gæddur og hafði verið í
svo miklu eftirlæti hjá
Lenín, að hann kallaði
Búkharín ljúfling
flokksins.
Eftir Sir FITZROY
MAC LEAN
fóru þessum mánuði fyrir fimmtíu árum,
og ég var viðstaddur í átta til níu tíma á dag
í tíu daga þegar ég var starfsmaður breska
sendiráðsins í Moskvu. Þau bættust við
önnur ríkisréttarhöld, sem áður höfðu verið
haldin, og mér þótti sem þau væru hámark-
ið; merki þeirrar ógnarstjómar sem hin
tvítugu Ráðstjómarríki bjuggu þá við. Þetta
var algjört skelfingartímabil. Allir óttuðust
alla. Otti og tortryggni hvfldu eins og eitur-
gufur yfir landinu.
Og nú sátu á sakabekk tveir tugir manna,
sem flestir hvetjir höfðu aðeins ári fyrr
haft á hendi há embætti í flokki og ríkis-
stjóm, ákærðir um landráð og alla hugsan-
lega glæpi aðra; gamlir bolsévíkar, sem
gegnt höfðu forystuhlutverki í byltingunni
og vora nú taldir hafa verið svikarar frá
upphafi. Þegar hlýtt var á þá klukkustund-
um saman, dögum saman, játa athæfí, sem,
ef sannað yrði, mundi afhjúpa þá sem al-
gjöra svikara við flokk og ríki, hlaut maður
að fara að velta því fyrir sér hvort gjör-
vallt ríkisapparatið sovéska gæti verið gagri-
sýrt svikum og spiilingu. Eða á hinn bóg-
inn, hvort sá fáránlegi vefur, sem verið var
að vefa fyrir augum okkar, væri bara gerð-
ur úr heilaspuna eins manns — ímyndunum
Jósefs Vissarínóvítsj Stalíns, sem nú var
hæstráðandi í Ráðstjómarríkjunum. Ég velti
því fyrir mér hvað framtíðin gæti borið í
skauti sér fyrir Ráðstjómarríkin á þessu
örlagaþrangna vori 1938, land byltingarinn-
ar, sem vinstrisinnar um allan heim litu
eftirvæntingaraugum til sem Mekku vona
sinna, og hlaut, að hugmyndafræðinni
slepptri, að verða afar mikilvægt á alþjóða-
vettvangi.
Það, sem ég með besta vilja hefði naum-
ast getað séð fyrir, var að fimmtíu áram
síðar, svo til uppá dag, fengi ég þó hálfgild-
ings svar við spumingum mínum þegar svo
vildi til að ég var staddur í Moskvu enn á
ný og las á forsíðu Prövdu frétt um að dóm-
urinn, sem á sínum tíma hafði verið kveðinn
upp yfir Nikolaj Búkharín, hefði verið ógilt-
ur, og reikningurinn, ef svo má segja, þann-
ig jafriaður.
Spenna, Skemmtun
— OgViðvörun
Þegar ég seinna sama dag átti af tilviljun
leið fram hjá inngangi byggingarinnar þar
sem réttarhöldin höfðu farið fram stóð hið
viðbjóðslega sjónarspil, sem ég hafði þar
orðið vitni að, mér ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum. Sviðið var Súlnasalurinn, hár og
bjartur salur, sem einu sinni hafði verið
danssaiur klúbbs aðalsmanna, með háum,
kórinskum súlum, sem risu með ljósbláum
veggjunum. Á upphafsdegi réttarhaldanna
var þar mikill hávaði og skvaldur; menn hlóu,
skröfuðu og veifuðu til vina sinna. Því að
aðgangur var bundinn sérstöku boði og tak-
markaður við fáa útvalda, sem allir vora úr
innsta hring og þekktust flestir. Fyrir þeim
mundi sýningin, sem var að hefjast, sækja
efiiivið bæði í glæpakvikmyndir og kristilega
uppfræðsluleiki miðalda, og þeir höfðu ekki
aðeins komið til að sækja sér spennu og
skemmtun, heldur líka tii að læra og jafnvel
fá viðvöran. Því höfðu fangamir á saka-
mannabekknum ekki til mjög skamms tíma
verið starfsbræður þeirra og gegnt mjög
svipuðum stöðum og þeir sjálfir?
Skyndilega opnuðust litlar hliðardyr og
hinir ákærðu, tuttugu og einn að tölu, gengu
inn í röð, dálítið fölari og einhvem veginn
minni en venjulegir menn. Með þeim vora,
og ráku þá áfram, nýtískulega búnir úrvals-
verðir úr öryggissveitum leynilögreglunnar
með bragðna byssustingi og engin svipbrigði
í sólbrannum andlitunum. Samstundis fór
vart heyranlegur kliður um áheyrendabekk-
ina, samband af vanþóknun og andartaks
skelfingu.
Við báram fljótt kennsl á Búkharín meðal
fanganna. Lítill og grannvaxinn með ffla-
beinslita húð og skeggtopp minnti hann
dálítið á náinn vin sinn og samtímamann,
Lenín, sem nú lá smurður undir glerloki á
Rauðatorginu. Þá var annarri og stærri hurð
þeytt upp. „Þögn,“ kallaði liðsforingi. „Dóm-
aramir koma. Rísið á fætur." Og inn smeygði
sér forseti dómsins, hinn illræmdi Ulrich,
feitur maður í einkennisbúningi, hálsskvapið
gúlpaði yfir kragann, og tók sér sæti á eins-
konar upphækkuðum palli. Á hægri hönd
honum, andspænis hinum
ákærðu á sakabekknum, stóð opinberi ákær-
andinn Vysínskíj, snyrtilegur í mjög gamal-
dags bláum fötum, með stífan, hvítan flibba
og köflótt bindi, og rauðleitt litaraftið og
grátt, snurfusað yfirskeggið gerði hann al-
veg, eins og verðbréfasala í Lundúnum.
Fyrst var hin formlega ákæra borin fram,
lesin af réttarfulltrúa þurri röddu. Sameigin-
lega, og hver um sig, vora fangamir sakað-
ir um að hafa framið alla hugsanlega glæpi
um margra ára skeið, þar á meðal landráð
og morð, sem og um tilteknar njósnir og
skemmdarverk. Svo virtist sem þeir hefðu
gert samsæri um að eyðileggja iðnað og
landbúnað Ráðstjómarríkjanna, að ráða
Stalín og aðra leiðtoga af dögum, að koll-
varpa ríkisstjóm Ráðstjómarríkjanna með
aðstoð frá erlendum stórveidum, sundurlima
Ráðstjómarríkin til hagsbóta fyrir kapít-
alíska bandamenn sína og, að lokum, um
að hafa sjálfir ætlað að hrifsa til sín völdin
og endurreisa auðvaldsskipulagið í því sem
eftir yrði af landinu.
Þrátt fyrir þær ábyrgðarstöður, er þeir
höfðu gegnt, var svo látið í veðri vaka að
þeir hefðu verið glæpamenn og svikarar al-
veg frá því í byltingunni — jafnvel fyrir
hana. Nokkrir vora sakaðir um að hafa starf-
að fyrir lögreglu keisarans, en Búkharín
aftur á móti um að hafa staðið fyrir sam-
særi um að myrða sjálfan Lenín árið 1918.
Þeir vora líka sakaðir um að hafa ekki að-
eins haft tengsl við þýsku, pólsku, japönsku
og bresku leyniþjónustuna, heldur einnig við
hinn gjörspillta Trotský og Túkaséfskíj mar-
skálk og aðra herforingja, sem skotnir höfðu
verið sem svikarar sumarið áður. Auk þessa
kom fram, að áður en þeir vora leiddir fyrir
rétt, hefðu þeir allir undirritað skrifaða yfir-
lýsingu þar sem þeir játuðu í smáatriðum
þá glæpi, sem á þá vora bomir og þannig
sakfellt sjálfa sig og hvem annan. Safn sönn-
unargagna fylltu hvorki meira né minna en
fímmtíu þykk bindi sem staflað var á borð
dómarans. Eins og komið var, var erfítt að
ímynda sér að nokkuð gæti farið úrskeiðis.
Hlutverk Djöflakóngsins
Og þó hófst vandræðagangur þegar í
byijun. Þegar allir hinir fangamir játuðu
sekt sína brá svo við að einn, Krestinskíj,
áður aðalritari flokksins og fulltrúi í forsæt-
isnefndinni, til skamms tíma aðstoðarráðu-
neytisstjóri I utanríkisráðuneytinu, grann-
vaxinn maður í heldur snjáðum fötum, með
stálspangagleraugu, neitaði skyndilega öll-
um sökum, er á hann vora bomar, og dró
til baka fyrri játningu, sem hann fullyrti að
hann hefði verið þvingaður að undirrita gegn
vilja sínum. Hann lýsti því þrákelknislega
yfir að hann væri ekki trotskfisti. Hann hefði
ekki starfað fyrir þýsku leyniþjónustuna.
Allt þetta skelfdi ákærandann jafnt sem
dómarana. Hann lét sig ekki það sem eftir
var réttarhaldanna þennan dag og neitaði
staðfastlega sekt sinni. En daginn eftir þeg-
ar hann var aftur færður fyrir réttinn, miklu
verr til fara en áður, var hann f meðfæri-
legra hugarástandi og staðfesti í strangri
yfirheyrslu upphaflega játningu sína og „tók
fulla ábyrgð á glæpum sínum og sviksam-
legu athæfi". Nóttin hafði greinilega ekki
verið látin fara til spillis.
Eftir því sem miðaði yfírheyrslum yfír
hinum ákærðu varð æ ljósara að ætlunin
með hveijum einasta vitnisburði var ekki sú
að sýna leiðtoga samtakanna sem pólitfska
afbrotamenn, heldur óbrotna glæpamenn og
fyrst og fremst Búkharín. í þessum hörmu-
lega látbragðsleik fékk hann hlutverk djöfia-
kóngsins. Um ieið og sérhver fangi níddi
sjálfan sig gætti hann þess vel að níða Búk-
harín líka. Myndin af vini Leníns, byltingar-
manninum og marxíska hugmyndafræðingn-
um, var vendilega máð og í stað hennar
dregin upp mynd njósnara, skemmdarverka-
manns og málaliða auðvaldsins.
Eftir því sem réttarhöldunum vatt fram
fór Búkharín því að setja mestan svip á það
sem fram fór, sumpart vegna þess að það
var tilgangur ákæruvaldsins að gera hann
að þorparanum í verkinu, en sumpart líka
vegna þess, að hann gnæfði siðferðilega og
vitsmunalega yfir alla aðra þama. Hann
kvað Vysínskíj, rostafenginn undirmáls-
mann, gjörsamlega í kútinn. Þetta var held-
ur ekkert undarlegt. Búkharín hafði gengið
í flokkinn 1906, en Vysínskíj, sem áður var
mensévíki, 1920, tveimur áram eftir að
bolsévíkar komust til valda. Búkharín, sem
ef til vill bjó yfir frábærastu gáfum sem
byltingin hafði laðað fram og miklum per-
sónutöfrum, hafði verið einn af nánustu vin-
um og samstarfsmönnum Leníns. Hafði hann
ekki stutt NEP, hina nýju efnahagsstefnu
Leníns, tímabæra tilraun hans til að koma
á blönduðu hagkerfi? Hafði Lenín ekki kaliað
hann ljufling flokksins, eftirlæti hans? Þessi
höfuðhugmyndafræðingur flokksins um
margra ára skeið hafði verið í forsvari fyrir
Alþjóðasambandi kommúnista, ritstjóri fyrir
bæði Prövdu og Ísvestíu og aðalfulltrúi í
forsætisnefndinni í mörg ár. Vysinskíj, þessi
smásmugulegi, tækifærissinnaði lögfræðing-
ur með pólitíska fortíð, sem ekki þoldi skoð-
un, hlaut að eiga á brattann að sækja þegar
hann yfírheyrði hann um feril hans. En
hvemig sem á er litið, var það engu að síður
einstakt afrek hjá Búkharín að gnæfa þama
uppúr, eftir að spilunum hafði verið þannig
hagrætt honum í óhag.
Það var ekki fyrr en tiltölulega seint í
réttarhöldunum að kom að því að Búkharín
væri yfirheyrður. Hann byijaði á því að slá
vopnin úr höndum dómsins með því að játa
sök sína afdráttarlaust. Næstum of afdrátt-
arlaust, vegna þess að í stað þess að verða
Greinarhöfundurinn, Sir Fitzroy Mac Lean.