Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Qupperneq 10
Valgnrður Gunnarsson: Tónlistarunnandinn (1982). Olía á striga 132,5x122,5 sm.
Eig.: Þröstur Grétarsson.
Tryggvi Ólafsson: Útifundur (1968). Olía á masonit 121x1966 sm. Eig.:
Kristján Jónsson.
Listahátíðarsýningu Kjarvalsstaða 1988 er
ætlunin að sýna hvernig maðurinn birtist aft-
ur í íslenskri myndlist á árunum 1965—1985.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að
fyrstu tvo áratugina eftir seinni heimsstyrjöld
var abstraktlistin rílq'andi í íslenskri mynd-
list líkt og annars staðar í hinum vestræna
listheimi. Sannleikurinn fólst í geometrísk-
um fonnbyggingum eða sjálfsprottinni tján-
ingu. A 7. áratugnum komu svo fram lista-
menn sem settu spumingarmerki við list-
rænt gildi og hlutverk abstraktlistarinnar.
Þessir listamenn skiptust í tvær fylkingar.
Annars vegar voru það þeir sem höfnuðu
hefðbundnum efnum og aðferðum og vildu
útvíkka listhugtakið. Á Islandi stendur SÚM
einkum fyrir þess konar hugmyndir. Hins
vegar vom það listamenn sem byggðu á
klassískum gmnni hvað varðar teikningu,
efni og aðgerðir og álitu að abstraktlistin
væri komin í blindgötu. Hún nægði ekki
lengur til að svala sköpunarþörf framsæk-
inna listamanna og nauðsynlegt væri að fá
tilvísanir í hlutvemleikann aftur inn í mál-
verkið.
Eftir GUNNAR KVARAN
En maðurinn birtist á margvíslegan hátt
í málverki íslenskra listamanna síðastliðna
tvo áratugi. Ótal liststefnur hafa legið sam-
hliða og listamenn hafa sýnt og túlkað fígúr-
una út frá ólíkum hugmyndalegum forsend-
um.
í grófum dráttum getum við greint tvo
andstæða póla í hinu fígúratífa málverki
undanfama áratugi.
Annars vegar er um að ræða ný-expressi-
onisma þar sem listamenn hafa lagt sig
fram við að höndla sannleikann handan við
yfirborð hlutanna og tjá hið uppranalega
og náttúmlega í manninum sem þeir telja
menninguna hafa falið. Þessi expressionismi
byggir á gömlum gmnni en hefur þó greini-
lega fengið að láni ýmsar hugmyndir frá
súrrealistunum og formleysismálverkinu.
Hið sálfræðilega inntak er oft afgerandi í
þessari myndgerð.
Hins vegar er það Popplistin. Popplista-
menn höfnuðu hugmyndum um beina tján-
ingu og fullyrtu að búið væri að skapa allt.
Hlutverk listamannsins væri ekki lengur að
skapa form, heldur að velja, setja saman
og endurskapa úr áður þekktum myndum.
Talað var um fræðilegan dauða höfundarins.
Jóhannes Kjarval: Ofar skýjum. Olía á striga 125x190 sm. Eig.: Kjarvalsstaðir.
Einar Hákonarson (f. 1945) var fyrstur
til að opinbera hina nýexpressionísku sýn á
fígúmna á sýningu sem hann hélt í Boga-
sal Þjóðminjasafnsins árið 1967. Verk hans
á þessum tíma vom samsett úr tveimur
megin þáttum: geometrískum og lífrænum
formum. Myndimar em byggðar upp með
sterkum og skýrt afmörkuðum formum en
þungamiðjan er oftast kröftugur expression-
ismi sem sýnir óskilgreindar, fjötraðar per-
sónur í umhverfí sem er oft vélrænt og
ómanneskjulegt. Þessi verk Einars höfðu
greinilegt félagslegt og gagnrýnið inntak.
Síðar fjarlægðist Einar hina samfélagslegu
umfjöllun í verkum sínum og einbeitti sér
að myndbyggingarlegum þáttum mynd-
málsins og gerði ýmsar tilraunir með fjöl-
þætt rými og ólíka tíma í verkum sínum. Á
síðastliðnum ámm hefur tjáningin svo feng-
ið yfirhöndina. Hann hefur losað um mynd-
bygginguna auk þess sem litaáferðin er
orðin kröftugri. Augljóst er að Nýja mál-
verkið hefur haft óbein áhrif á verk hans.
Það hefur opnað fyrir honum áður óþekkta
möguleika en greinileg em nú (jjarlæg tengsl
hans við þýska expressionista frá því í byrj-
un aldarinnar.
Um það leyti sem Einar kom fram með
þessa nýju sýn á manninn vom margir eldri
listamenn famir að linast í trúnni á abstrakt-
listina og er óhætt að fullyrða að sýning
hans hefur haft hvetjandi áhrif í þá vem
að þeir, sem vora tvístígandi í listinni, létu
nú til skarar skríða og opinbemðu myndir
þar sem maðurinn er í forgranni. Eirfkur
Smith (f. 1925) var einna fyrstur abstrakt-
málaranna að slíta sig frá hinu óhlutlæga
myndmáli. Þessi breyting gerðist raunar
hægt hjá Eiriki sem þreifaði fyrir sér, sá
sýningar yngri listamanna og fylgdist
grannt með því sem var að gerast erlendis,
einkum í Bretlandi. Eiríkur Smith hefur nú
málað fígúratífar myndir í hartnær 20 ár
eða öllu lengur en hann málaði óhlutlægt.
Margt hefur gerst í málverki listamannsins
á þessum tíma en vafalítið er hann þekktast-
ur fyrir þau málverk sem tengjast ameríska
ný-raunsæinu. Þar kemur vel fram fagleg
kunnátta listamannsins. En það sem skiptir
meginmáli í listsköpun Eiríks er frásögnin,
bein eða táknræn, þar sem listamaðurinn
leitast við að seiða fram dulrænt ástand og
færa áhorfandann inn í heim sem býr hand-