Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Page 17
Tvíburaturaarnir Debit og Kredit, höfuðstöðvar Deutsche Bank, eru 155 metra háar eftir- myndir skýjakljúfa i Dallas og eru hluti af fjármálahverfi Frankfurtar, sem innfæddir kalla „Main-hattan“. Handverksmaður fléttar körfur úr tágum fyrir ferðamenn í einskonar Ár- bæjarsafni Hessen-fylkis i Taunus-fjöllum. Ævintýralegt og rómantiskt landslag við Rínarfljót: vinekr- ur, kastalar og miðaldaþorp. Lesbók/HÓ Turn dómkirkjunnar i Frankfurt gnæfir yfir framhlið „gamalla" húsa á Römer-torginu. Ferðamenn og innfæddir hóp- ast á hveiju kvöldi á knæpur og matsölustaði i Sachsenhaus- en og skrafa þá oft yfir eplavini, „þjóðardrykk" borg- annnar. Flugleiðir fljúga á ný til Frankfurt: Heimsborg í hjarta Þýskalands Aumingja Frankfurt. Hún er miðstöð fjármála í Vestur- Þýskalandi, hefur upp á fjöl- breytt menningar- og skemmt- analíf að bjóða, frábær söfn og verslanir, en samt er hún fræ- gust fyrir flugvöU þar sem þarf ekki nema 45 mfnútur tíl að skipta um vél. Frankfurt hafði lengi orð á sér að vera fráhrindandi bankaborg þar sem menn skiptu um flugvél eða lest, en reyndu að hafa sem stysta viðkomu. Borgin hefur hins vegar tekið miklum stakkaskiptum síðustu fimmtán árin eða svo og reyna ferðamálayfirvöld þar nú mikið að breyta þessarri neikvæðu ímynd, sem enn eimir eftir af í hugum fólks. Flugleiðir hefja beint áætlunar- flug til Frankfurt þann 5. júní, eftir rúma viku og munu fljúga þangað einu sinni í viku á sunnu- dögum í sumar og síðan á að fljúga þangað tvisvar I viku í haust og allt árið framvegis. Ástæðan fyrir því að Flugleiðir hefja flug til Frankfurt á ný er að hluta til hin- ir miklu tengimöguleikar Frank- furt-flugvallar - sem gera mönnum kleift að fljúga til t.d. Afríku eða Austurlanda flær á auðveldan hátt - en ekki síður sú að Frankfurt er mjög vel í sveit sett í miðju Þýskalandi og þaðan er stutt til margra fegurstu og merkustu staða Þýskalands. Frankfurtar- flugið ætti þvi að geta freistað bæði Þjóðveija sem hyggja á ís- landsreisu og íslendinga í Þýska- lands- og Evrópuferðarhugleiðing- um. Diskótek á flugvellinum Þeim sem líta á Frankfurt sem risastórt flugvélabiðskýli má virða það til vorkunnar að flugvöllurinn þar er frábær - eitt besta diskótek borgarinnar er meira að segja stað- sett þar. Frankfurt-völlur er stærsti flugvöllur á meginlandi Evrópu og sá þriðji stærsti í heim- inum. Tölvustýrt 38 kílómetra langt færibandakerfi - einstakt í sinni röð I heiminum - sér um að koma farangri fljótt og örugglega á réttan stað í hinni gríðarstóru flugstöðvarbyggingu. Alls starfa yfír 40.000 manns á Frankfurt- flugvelli og yfír 100 verslanir eru í flugstöðvarbyggingunni, sem er einu kynni mikils hluta 23 milljóna farþega á ári af heimsborginni Frankfurt. Úr bankavirki í líflega heimsborg Frankfurt þótti fögur borg fyrr á öldum, en í heimstyijöldinni síðari eyðilögðust tvö af hveijum þremur húsum í loftárásum banda- manna. Við endurbyggingu borg- arinnar risu steinsteypuskrímsli og glertumar inn á milli fomra og frægra bygginga, þar sem hús- næðisþörf fjármálastofnana var látin ganga fyrir fegurðarsjónar- miðum. Fólkið flutti í úthverfin og miðbærinn var steindauður, fyrir utan skuggalegt klámbúlluhverfí í kringum jámbrautarstöðina. Nú er þetta allt breytt og gífur- legt átak hefur verið gert til að endurreisa gömul hús og lífga við miðbæinn. Fyrir óvant auga er oft erfitt að greina hvort hús eru fímm ára gömul eða fímmhundruð ára. Það brakar til dæmis í „fomum" gólffjölum í Göthe-húsinu, en æskuheimili þessa frægasta skálds Þjóðveija er nánast endurbyggt frá grunni út frá ljósmyndum og lýs- ingum. Sachsenhausen - miðstöð skemmtanalífsins Frankfurt-búar eru mjög án- ægðir með hvemig til hefur tekist við endurlífgun borgarinnar, en einna ánægðastir em þeir með Sachsenhausen, hinni nýju miðstöð nætur- og skemmtanalífs í Frank- furt. Þar era matsölustaðir, bjórkr- ár og diskótek hlið við hlið í falleg- um gömlum húsum (sumum kannski nýlega byggðum!) við steinlagðar göngugötur á „vinstri bakka" Main-árinnar. í Sachsen- hausen er alltaf iðandi mannlíf og alþjóðlegt andrúmsloft, því 25% borgarbúa eru af erlendum uppr- una og þar á ofan bætast ferða- menn og dátar frá stórri banda- rískri herstöð í grenndinni. Dón- amir halda sig hins vegar í grennd við jámbrautarstöðina. Ferð í Sachsenhausen er nánast skylda fyrir hvem ferðamann I Frankfurt. Hægt er að velja á milli fjölda alþjóðlegra matsölu- staða, en þeir sem hafa undrast það hvers vegna þýsk matargerð- arlist er ekki í sömu hávegum höfð og t.d. frönsk eða ítölsk, geta pant- að sér súrkálshaug með Frank- fúrtarpylsum og feitum svínakjöts- bitum ofaná. Slíkum kræsingum er hægt að skola niður með bjór hússins eða „þjóðardrykk" Frank- furt-búa, sem þeir kalla Apfelwein og er svalandi, léttgöróttur drykk- ur með örlítið súra eplabragði. Verslun og ráðstefnur Frankfurt er mikil verslunar- borg og fullyrða innfæddir að 1% allrar verslunar í Þýskalandi fari fram á Die Zeil, glæsilegri tijápr- ýddri göngugötu í hjarta mið- bæjarins. Verðlag er að vísu aðeins dýrara en í mörgum öðram þýskum borgum, en þó ekki dýrara en svo að gestgjafar blaðamanns í Frank- furt fullyrtu að japanskir ferða- menn kaupi japanskar myndavélar þar, og úrvalið er óvíða meira. Verðskynugum íslendingum skal bent á miklar útsölur í febrúar, en á meðan stórar ráðstefnur era haldnar í borginni - og Frankfurt er ein mesta ráðstefnuborg verald- ar - þýðir lítið að prútta við sölu- mennina hjá Gucci og Etienne Aigner. Rétt er að minna fólk á að fá kvittun fyrir endurgreiðslu söluskatts, sem flestar verslanir bjóða upp á. Sveitarómantík í næsta nágrenni Frankfurtborg hefur upp á margt að bjóða fyrir ferðamann- inn, en ekki era sfður athyglisverð- ir staðir í næsta nágrenni borgar- innar og er hægt að heimsækja þá hvort sem er á bíl eða með skipulögðum rútuferðum frá Frankfurt. Beint fyrir norðan borgina era hin skógivöxnu Taun- us-flöll og þó að þau nái ekki meira en 880 metra hæð er þar mikil náttúrafegurð og friðsæl „ekta þýsk“ sveitaþorp, sem mörg heita Bad-eitthvað, því þar era heitar og kaldar heilsulindir. í Bad Homburg safnaðist allt evrópskt kóngaslekti saman árlega fyiT á öldum til að skafa af sér óhreinind- in í ölkelduvatninu þar, sem mun vera hið heilnæmasta fyrir sunnan Snorralaug. Áhugamenn um þýska nátt- úrafegurð geta einnig bragðið sér f siglingu á Rín, en frá Frankfurt er örstutt f þorpið Rudesheim, einn vinsælasta ferðamannastað Þýska- lands, sem um 3 milljónir ferða- manna heimsækja árlega. Þaðan er siglt norður og niður Rínarfljót, framhjá köstulum, miðaldaþorpum og vfnekram, sem hanga utan í bröttum hlíðum Rínardalsins, og framhjá klettinum Loreley, sem af völdum Heines er lfklega fræg- asti klettur í heimi hér og ábyggi- lega sá eini sem er skilmerkilega merktur á þýsku og japönsku. Spiladósir og Rínarvín Enginn sem ferðast um Þýska- land út frá Frankfurt ætti að láta Rínarsiglingu og Rudesheim-heim- sókn fram hjá sér fara, og enginn sem kemur til Rudesheim ætti að sleppa heimsókn í spiladósasafnið, sérstætt og skemmtilegt safn þar sem allt frá framstæðum spiladós- um upp í fyrstu grammófónana og vélknúin orgel era til sýnis og áheymar. Önnur skylduheimsókn er í einhvem vínkjallarann þar sem fagmenn kenna fólki að meta hin- ar ýmsu tegundir Rínarvína með öllum skynfæram. Mislíki einhveijum nýtískulegt yfírbragð Frankfíirtborgar, með skýjakljúfum og fímm ára gömlum fomminjum, era tvær af fegurstu borgum Þýskalands, háskólabær- inn Heidelberg og heilsulindaborg- in Wiesbaden, skammt undan. Bandamenn hlífðu þessum borgum við loftárásum af smekkvísi sinni, meðal annars af því að þeir vildu reisa bækistöðvar sínar eftir stríð við Wiesbaden, hvað þeir og gerðu. Þessi stutta upptalning er byggð á fjögurra daga boðsferð blaða- manns til Frankfurt og nágrennis og það er ljóst að ekki er hægt að gera jafn stórri borg góð skil á jafn skömmum tíma. Til dæmis gafst ekki tími til að skoða hin fjölmörgu söfn borgarinnar, sem munu vera með þeim bestu f landinu og njóta góðs af þeim mikla auði sem safnast hefur fyrir í þessarri „höfuðborg þýska marksins". Til þægindaauka fyrir tímabundinn ferðalang standa um átta söfn hlið við hlið á Safna- stræti á vinstri bakka Main, allt frá náttúragripasafni til kvik- myndasögusafns. Til enn frekari þægindaauka er Safnastræti ör- skammt frá Sachsenhausen, þann- ig að það er stutt að fara fyrir þá sem hafa svalað fróðleiksþorstan- um og vilja svala öðram þorsta. HUGI ÓLAFSSON Veiði- menn í VÖRUHÚSIVESTUR- LANDS fæst allt sem þarf að hafa í veiðiferðina: Matur, allar veiðivörur, úrval af sportfatnaði (og jafnvel sá stórilíka). Komið við hjá okkur í sumar VÖRUHÚS VESTUR- LANDS Birgðamiðstöð veiðimannsins Vöruhús Vesturlands Borgarnesi sími 93-71 200 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. JÚNl 1988 1/

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.