Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 2
Listahátíðinni kennir margra grasa, bæði í tónlist og myndlist. Sérstæðast af því sem fyrir augu ber af myndlistartagi er sýning á ljósprentunum af gömlum handritum frá okk- ar heimshluta, Austurlöndum og Mexíkó. Þessi sýning ber yfirskriftina Gamlar glæsibækur og er í Ámagarði. Kannski hnýtur einhver um þessa skil- greiningu og fer að efast með sjálfum sér um það, að gömul handrit geti talizt til myndlistar. Sá efi er skiljanlegur, en hins- vegar er auðvelt að sýna framá, að oft felst í handritum stórmerk myndlist. Nægir í því sambandi að benda á lýsingar í íslenzkum handritum, sem eru hvorttveggja í senn: Merkileg myndlistarverk og elzt af öllu sem teiknað hefiir verið hér á iandi. Lýsingar í íslenzkum handritum eru að vísu bæði frum- stæðari og í rauninni expressjónískari en margar hinna fáguðu myndlýsinga í erlend- um glæsibókum. Og erlendar miðaldabækur bera það með sér, að þar er meiri auður á bak við verkið. Til dæmis var það algengt, að sérstakir teiknarar unnu að blóma- skrauti, aðrir að fléttum og flúri og svo voru þeir, sem standa næst okkar skilningi í því að vera listamenn og teiknuðu myndir af fólki og atburðum. Fyrir nútímafólk er lærdómsríkt að gaum- gæfa þessi gömlu vinnubrögð; þessa óend- anlegu aðlúð við smáatriði. Trúlega hefur margt af þessu verið unnið í klaustrum og tímaskorturinn, afsökun nútímamannsins, hafði þá ekki einu sinni verið fundinn upp. Sumar myndanna, til dæmis lýsing úr Opin- berunarbókinni frá 13. öld á Englandi, gæti sem bezt staðið við hliðina á því nýj- asta í myndlist samtímans. Leturskriftin er einnig gerð af aðdáunarlegri fæmi. Sambland af merkilegri myndlist og fögru handverki ber fyrir augu á sýningu ljósprentana af gömlum glæsibókum, sem nú eru sýndar í Ámagarði á Listahátíðinni. um eru nú til og fáanlegar undir samheitinu Codices Selecti. Á sýningunni í Ámagarði em læknis- fræðihandrit frá árinu 512 og það yngsta ffá 14. öld. Þar em að sjálfsögðu guð- fræðihandrit; þar á meðal Gullsaltarinn frá því um 795, síður úr Opinbemnarbókinni frá 13. öld, Werdensarsaltari og yngst em blöð úr Bænabók' Karls V frá 1516-19. Þá má nefna blöð úr veraldlegum handritum; það elzta frá lokum 4. eða upphafi 5. aldar og það yngsta: Kortabók Eugens prins frá 17. öld. Þama em tónlistarhandrit; það eldra frá því um 1030 og handrit að fiðlukonsert eftir Beethoven. Einnig austurienzk handrit frá 15. og 16. öld og suður-amerísk hand- rit frá því um 1400. Þar birtist hin sérkenni- lega Maya-myndlist alveg á sama hátt og til dæmis í höggmyndum þeirra. Þetta er í senn fögur sýning og mark- verð. Hún vekur til umhugsunar listræn vinnubrögð, sem nútímamenn ættu erfitt með að leika eftir. Við fáum dálítið af and- rúmi liðinna alda og um leið er ljóst, hvað miðaldir hafa verið merkilegur tími og oft misskilinn í nútíðinni. GS. Andrum liðinna alda tækið Akademischen Dmcku. Verlands- anstalt í Graz, sem mun vera fremsta prent- verk heimsins á sviði ljósprentunar hand- rita. Nú þegar ljósritunarvélin er orðin al- mennt skrifstofuáhald, gætu ef til vill ein- hveijir álitið, að þetta væri einhverskonar ljósritun, en þar er mikill munur á. Ljós- prentuð útgáfa á handriti er fullkomin eftir- prentun í réttri stærð og réttum litum. Svo góður árangur næst, að safnarar og fræði- menn geta notað ljósprentunina í staðinn fyrir fmmritið, sem ævinlega er ómetanlegt verðmæti, geymt undir lás og slá í ein- hveiju hinna virðulegu bókasafna. Yfir sjötfu ljósprentaðar útgáfur af gömlum glæsibók- Sýningin er skipulögð af utanríkisráðu- neyti Austuríkis í samvinnu við útgáfufyrir- Síður úr Reiaer Musterbuch frá fyrri hluta 13. aidar. Ljósm. Lesbók/ Einar Falur. trcmdtrtrctloöðiiunag m ftttm$nmqnamfamla trcc írmfonœafBanimtrncœitm MfdimnraMcmtírtmn.Érfar feífrtmta|n»tiíjöammma6 hMntmtm ífe agntm tttmutptrmm flmctu v\ qfemratki C*m ptnrni ftttmttsnm » kmts. eqolonm.vci fxtmmAifottmw.mb* tmu hmiins tríwr liAjmtr.pTtnTtam twnjmtm hn cjm 9-««. &d umm txmuonynrtmpa uttrx tt&namtr. áxr oyoötlla mntnamptmm (Ummro trnatrn ptrtíútnsa tmtn UXuO ntm ftölt dtantra&fcmtftmm jgrotrfCronimam ít$namwv. atqnect qmwiptopcmsntii 'vmwmntrtfeat unt&paum tpfebt nff btyntinff- SSSL. ffirfettntft'imtat faroaquammmawtmftmm. jBpbtamra ttfftanpftnwt que* t«pnn% pr mi pwo ptm Hwtnm fttjflí KftgwKöí jSSL t&mufnfrmmro.frc'- Síða úr Opinberunarbókinni, eitt af frægustu hand- ritum, sem skrifuð voru í Englandi á 13. öld. tnatrct.ötctrtttvno mtrrntmr? ÍT TOöiOTtmörmítmraffcrtiflm \ nuf arutítntrttrcwBTtmtnm W smfssrttrtroiTGTfttrtatJfCfn 3 wöfftm tmtQBorQtifliftt. t£s mrtfttmmftr.'tmoœrorattta ttcitif. tmtö eot todi oaa ttrtftr . „ ÖaSía0ttttTO3TttflfifttÖÖÖ6 3 itttfttpotifltrTOiftrntaírc toö ® ttmnc öqö ftttftf tatft tmö ötc w 'V^mraírcnfltftr-ilJitOtrmT firt vk raöfftfflttttrtrttflraojsftt fttt-> | * tflff-cjtiogtifCpifltti.gsiPrtfr r ctn ttuf ttuuor ntftTtraðf tff 1 trflfitr tmotfratatcwíHftrTó rr trmrölftrn. itttösorraödtrt ftrntflmfttttmflfitnto ötf ii,|jtTOtrcrflttfl)tpmtnTO£cröfttt Wfmmtnr vm tctt flirío mi !k rtttflttfífrafttraftrafttpvttö «fc£S afötflfb fllífl. tottostrt ttfltt \%n öflfiftrnmrattmítrafi-TOQ á tóitTOtTetraraftfawrtrTOOmöt ■ f pjgtti arímCrrrag-.C'Oncttvör »þmtft*btttpftCftrflrttra«ríf fitmfíftnr fflraraot fttftmuw i-M msf tmo crfrtiniií öir mttftm k ttittöfSBtftftaiftflifii.toneor t nflmrtnfttwftfatrtnmoort \ fmmmmm ttrtvmrwm ! * ttfrotftnfr.Dnaenrfiírt! öns Aifft0nrtwtB-5tnö(þituh-6r v}a»ottofif ortttjfttititratm m TOSraíidintöffitmttt.cinö r “ fnmtjfettmBfnflcsftotetmö ' æanS&S 1|E|j mTmr’M Síða 1ír Wenzel-biblíu, kennt við Wenceslaus konung í Luxemburg, sem lét gera þetta stórkostlega biblíu- handrit í miðstöð bókagerðarinnar í Prag á árunum 1390-1400.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.