Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 5
Úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Skálholti, 1945. Vulur Gíslason og Regína Þórðardóttir í hlutverkum Daða og Ragnheiðar. Eitt af leikritum Guðmundar heitir „Þessvegna skiljum við" og var sýnt í Þjóð- ieikhúsinu 1951. Hér eru Haraldur Björnsson og Þóra Borg í hlutverkum prófess- ors Axels Thomsen og frú Stefáníu konu hans. ferill hans fyrir alvöru, því hann tók nú til við að skrifa ósjálfrátt sögur og kvæði sem eignuð voru látnum rithöfundum. Varð hann snemma einn vinsælasti miðill félagsins ásamt Indriða Indriðasyni og reyndust þeir félagarnir hafa sérstaklega gott samband við Fjölnismenn. Einkum náðu þeir Guð- mundur og Jónas Hallgrímsson vel saman. Eins og nærri má geta voru mjög skiptar skoðanir um þetta kukl og spratt af þeim málum harðvítug blaðadeila sem náði há- marki veturinn 1905-1906 — var sú deila mjög pólitísk. ÆVINTÝRISEM BOÐA ANDATRÚ Vorið 1906 kom út í Reykjavík merkilegt kver: Ur dularheímum I. Fimm æfíntýri. Ritað hefur ósjálfrátt Guðmundur Jóns- son. Höfundar ævintýranna eru þeir H.C. Andersen, Jónas Hallgrímsson og Snorri Sturluson. Björn Jónsson skrifar eftirmála að bókinni og ber því vitni að Guðmundur hafi skrifað ævintýrin ósjálfrátt og á ótrú- lega skömmum tíma. Segir Björn að hér sé greinilega um að tefla samband við eitthvað sem sé fyrir utan manninn. Um eðli og uppruna þessara skrifa verður ekkert full- yrt, en bent hefur verið á að mörg ævintýr- in spegli áhrif frá ýmsum sem Guðmundur hefur lesið og reynt, og sýna þau auk þess ótvíræða rithöfundarhæfileika. Þar þykjast menn einnig sjá greinileg áhrif frá Steingrími Thorsteinssyni, Hannesi Hafstein og Einari Hjörleifssyni Kvaran. 011 boða þessi ævintýri andatrú. Sérfræðingar um furður sálarlífsins, mið- ilssvefn og skyld fyrirbæri halda því margir fram að „ósjálfráð skrift" sé vel möguleg. í miðilssvefni eða öðru ámóta hugarástandi geti menn skrifað, talað eða lesið eitthvað sem sé þeim ómeðvitað. Sumir telja að or- sakanna sé að leita í dulvitundinni og geti menn með innliti þangað m.a. opnað sýn til liðinnar bernskureynslu. Þessi ævintýri eru mjög misjöfn að gæð- um, þar má víða finna skáldlega spretti og auðugt ímyndunarafl, en á stundum virðist Guðmundur þó hafa ratað út á mjög hálan ís. Það sem ritað er eftir Snorra Sturlusyni er til að mynda skrifað á fornmáli og hefur það víða komist mjög illa til skila. Þar má t.d. finna margar orðmyndir sem ekki sam- ræmast hugmyndum málfræðinga um 13. aldar málfar á íslandi, einnig eru þar víða slæmar málvillur. Skáldskapargildi þessarar bókar er mjög takmarkað, en þetta er vissulega mjög sér- kennilegt og spennandi upphaf á rithöfund- arferli. Bókin vakti líka mikla athygli og var skrifaður um hana fjöldinn allur af rit- dómum. Skoðanir gagnrýnenda eru mjög skiptar, og var Björn M. Ólsen fremstur ( flokki þeirra sem fordæmdu verkið og af- neituðu skilgreiningum spíritistanna á upp- runa þess. Færði Björn mjög sterk rök fyr- ir því að fráleitt væru þeir H.C. Andersen, Jónas og Snorri höfundar ævintýranna. Skömmu síðar fóru ýmsir málsmetandi menn fram á það við Einar Kvaran að Guð- mundur yrði rannsakaður, en hann veiktist mjög hastarlega áður en til þess kæmi. Andalæknir kom Guðmundi aftur til heilsu, en svo illa vildi til að veikindin eyðilögðu miðilsgáfu hans. Mun það algengt að jafn- vel næmustu miðlar missi gáfuna í miklum veikindum. Með þessum óvæntu endalokum var mið- ilsgáfa Guðmundar Jónssonar úr sögunni Vér morðingjar - Úr sýningu Þjóðleik- hússins 1968. Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld í hlutverkum Rattig- ans og Normu. og ekkert framhald varð á útgáfu verka með ósjálfráðum ævintýrum. Um þessi tengsl Kambans við annan heim var síðar ort: Guðmundur Kamban skrifar allan skrambann ósjálfrátt um andann sem er fyrir handan. ÆttarnöfnOg Malhreinsun Á Reykjavíkurárunum skrifaði Guðmund- ur ýmislegt fleira en „ósjálfráð ævintýri og kvæði". Hann orti t.d. kvæði um skáldið Jóhann Gunnar Sigurðsson látinn og er það heldur rislítill kveðskapur. Einnig skrifaði hann merkar greinar um ættarnöfn og málhreinsun. í grein sinni um ættarnöfn erGuðmund- ur harður fylgismaður þess að íslendingar fari að dæmi menningarþjóða og taki upp ættarnöfn. Telur hann þá- og núgildandi skipan mála merki um kotungshátt og af- dalamennsku. Guðmundur setur fram ítar- legar tillögur um íslensk ættarnöfn og fer sjálfur á undan með fögru fordæmi. Hann segir: „Ég breyti nafninu: Guðmundur Jóns- son í undirritað nafn (Guðmundur Kamb- an). Og æski þess að vera ávallt hér eftir nefhdur því heiti." Þessi grein er skrifuð árið 1908, þegar Guðmundur er tvítugur, og sést á því að hann hefur snemma hugs- að á alþjóðlegum nótum og ætlað sér stærra hlutskipti en að verða átthagafjötraður íslenskur meðaljón. Grein Kambans um málhreinsun er ekki síður athyglisverð. Þar ræðst hann að við- tekinni málhreinsunarstefnu og íslenskri bókmenntagagnrýni. Og hann gefur stefnu- markandi yfirlýsingu — þar segir m.a.: „ ... bestu rithöfundarnir eru þeir, sem skrifa svo, að við heyrum þá tala. Móður- mál ástriðnanna er besti stíllinn." Bent hef- ur verið á að Kamban er trúr þessari stefnu- mörkun í eigin ritum, hann gerir sér far um að rita þar íslenskt talmál og fer það v$ða vel en á öðrum stöðum illa. Oft er eins og stfll hans verði af þessum sökum svolítið kæruleysislegur og notkun hans á erlendum orðum og slangri orkar víða tvímælis. Á Reykjavíkurárum Guðmundar Kam- bans var menningarlíf í borginni nokkuð blómlegt, þótt bókmenntirnar innanlands biðu enn mað sárri eftirvæntingu eftir nýjum mönnum með nútima í farteskinu. Leiklistin var t.d. í örum vexti og tók stórstígum fram- förum. Leikfélag Reykjavíkur var enn ungt að árum og bjó við fjárskort, en starfsemin engu að síður öflug. Á skólavetrum Guð- mundar í Reykjavík (alls sex vetur) sýndi Leikfélagið á fjórða tug leikrita, mest létt- meti, en einnig voru kynntir meistarar á borð við Ibsen, Björnson, Moliére og Hol- berg. Innlend leikritun var enn stopul, þó voru sýnd verk eftir Indriða Einarsson og Matthías og á jólunum 1908 var Bóndinn á Hrauni eftir Jóhann Sigurjónsson frum- sýndur. Ekki eru ótvíræðar heimildir fyrir því að Kamban hafi verið fastagestur í Iðnó, en sennilegt er að hann hafi þó séð flestar sýningar Leikfélagsins. í ísafold er t.d. að finna ritdóm (29/4 1908) um Þjóðniðing Ibsens og má færa sterk rök fyrir því að hann sé skrifaður af Guðmundi. Undir rit- dómnum stendur „Listvinur" og í honum er m.a. að finna mjög bjartsýna spá um framtíð íslenskrar leikritunar. Þar segir: „íslensk tunga á fyrir sér að verða heimsins fullkomnasta leikhúsmál. Af hverju? Af því að vér eigum því að fagna um aðrar þjóðir, að hreinleikans og fegurðar hámarki tung- unnar nær sá maður, sem ritar hana eins og hún er töluð af þjóðinni, þar sem hún er töluð best." Einnig segir að enn sé ekki kominn fram hérlendis sá maður sem geti lyft tungunni upp í þetta hásæti og sé þess ekki að vænta fyrr en upp sé komið leikhús samboðið málinu. Auk þess er fullyrt í leik- dómnum að sá maður sem væri til starfans fær ætti ekkert starfssvið á íslandi og yrði hann að leita til annarraþjóða með list sína. Þetta hlutverk hefur Kamban ætlað sjálf- f um sér og því álitið það nauðsynlegt að yfirgefa ættjörð sína og slást í Hóp íslensku rithöfundanna í Kaupmannahöfn. Þar sat m.a. Jóhann Sigurjónsson og skrifaði íslensk leikrit fyrir Dani. Sem fyrr segir var Bónd- inn á Hrauni settur upp í Iðnó árið 1908 og Kamban skrifaði dóm um sýninguna í ísafold. Þar hrífst hann mjög af verki Jó- hanns, kallar það fyrsta dramað sem sé íslenskum bókmenntum til verulegs sóma. Það er því í alla staði skiljanlegt að Guð- mundur taki sig upp síðla sumars 1910, að loknu stúdentsprófi, og sigli til Hafnar. Þar hóf hann um haustið nám við Kaupmanna- hafnarháskóla í bókmenntum, fagurfræði og framsagnarlist. Guðmundur Kamban bjó síðan lengst af ævi sinnar í Kaupmannahöfn þar sem hann starfaði sem rithöfundur og alhliða leik- húsmaður; höfundur, leikarí, leikstjóri, kvik- myndagerðarmaður og fl. Einnig bjó hann um hríð í New York og dvaldist lengi í Þýskalandi, Englandi og víðar. Til íslands kom Kamban oft og hann starfaði hér endr- um og eins, en heimili á Islandi átti hann aldrei eftir að skólaárunum í Reykjavík lauk árið 1910. En Guðmundur var alla tíð fslend- ingur, íslenskur rithöfundur, og bein hans liggja í íslenskri mold. ÍslenzkSkáldÍ Kaupmannahöfn Þáttur íslensku skáldanna í Danmörku nokkru eftir síðustu aldamót er mjög merk- ur kafli íslenskrar bókmenntasögu. Þá gerð- ist það að hópur ungra skálda og rithöfunda frá íslandi nær miklum frama í ríki Dana og víðar í Evrópu. í þessum hópi er Guð- mundur Kamban einn hinn merkasti og skal nú vikið nokkrum orðum að þessum rómantísku og hugrökku væringjum. Það hlýtur alltaf að vera mjög umdeilan- legt hvort hollt sé fyrir menningarlíf smá- þjóðar að listamenn hennar flytjist úr landi, og geta ástæðurnar auðvitað verið af ýmsum toga. í þessu tilviki eru þær nokkuð augljós- ar. ísland var fátækt og umkomulaust land, hér skorti allar félagslegar og menningar- legar forsendur fyrir því að skáld sem vildu helga sig óskipt ritstörfum næðu að auðga list sína og ná fullum þroska. Þetta gildir a.m.k. ótvírætt um leikskáldin. Hér var að- eins eitt leikhús sem eitthvað kvað að og skilyrði þar öll bágborin til alþjóðlegrar list- sköpunar. Bókamarkaður var hér lítill og nær ógjörningur að fá verk þýdd á heims- tungur. íslensk skáld lifðu mörg hver við sult og börðust vonlítilli baráttu við að halda lífí. Þess eru mörg dæmi að íslensk örbirgð hafi hreinlega eyðilagt efnileg skáld og er saga Stefáns frá Hvítadal þess t.d. ljós vott- ur. Hann var bundinn átthagafjötrum og varð bæði sem einstaklingur og skáld íslensku volæði að bráð. . Þegar Kamban siglir út er líka fátt mark- vert að gerast hér heima. Rómantísku þjóð- skáldin eru að falla frá, höfundar raunsæis- stefnunnar berjast í bökkum og enn er nokk- uð í að Stefán og Davíð hristi upp í staðn- aðri ljóðagerð landsmanna með nýróm- antískum léttleika, ástríðufullum tilfinning- um og tilheyrandi bölsýni. Og enn var rúm- ur áratugur í að Laxness og Þórbergur létu i sér heyra. Það var úti i Danmörku sem hlutirnir voru að gerast. Þar höfðu meðal annarra Jóhann Sigurjónsson og Gunnar Gunnarsson komið sér vel fyrir og stórir sigrar voru í nánd. Þegar leita skal skýringa á því hvers vegna íslensku rithöfundunum gekk svo vel að ná fótfestu í Danmörku og öðlast þar hylli umfram innlenda skólabræður þeirra, verður vitaskuld fyrst að gefa gaum að óvefengjanlegu listfengi verka þeirra. En fleira kemur til. Það hefur t.d. verið þeim ómetanlegur stuðningur að Georg Brandes tók þeim strax opnum örmum, spjallaði við þá um verk þeirra, skrifaði um þau og vakti á þeim athygli. Hefur það án efa ráðið miklu um viðtökurnar. Á það ber einnig að líta að fyrstu verk þeirra Gunnars, Jóhanns, Kambans og Jónasar Guðlaugssonar eru LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11.JÚNÍ1988 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.