Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Blaðsíða 6
I
samin undir sterkum áhrifum frá nýróm-
antík, sem strax upp úr aldamótunum er
tekin að hrífa hugi allra bókelskra manna
á Norðurlöndum.
Fyrstu verk þeirra fjórmenninganna ger-
ast í íslensku umhverfi og yrkisefnið er ást
og meiri ást, hatrömm örlög og heiftarleg
átök upp á líf og dauða í hrikalegri náttúru
íslenskra öræfa. Verkin eru líka krydduð
með íslenskri þjóðtrú, stíll þeirra er tilfinn-
ingaríkur og Ijóðrænn — t.d. er mikið um
skáldlegar líkingar. Þetta féll vel að smekk
tímans.
í Noregi og Svíþjóð varð nýrómantíkin
t.d. til þess að svokallaður „átthagaskáld-
skapur“ (Heimatdichtung) varð gríðarlega
vinsæll, en í þessum skáldskap óð uppi ofsa-
fenginn tilfinningahiti, samfara framandi
og ógnfullu landslagi, draumkenndum
þjóðlífslýsingum og óbeislaðri náttúru. I
Noregi og Svíþjóð (og víðar) voru það auðvit-
að höfundar úr þröngum fjörðum og af-
skekktum dölum sem mestri hylli náðu —
borgarbömin vildu fá náttúruna taumlausa,
framandi og ómengaða inn á stræti sín og
torg. í Danmörku er hins vegar fátt um
fjöll og fjarlægðir litlar, og því urðu íslensku
höfundamir nokkurskonar átthagaskáld
danskra borgara. Ef skoðaðir em danskir
rit- og leikdómar frá ámnum 1912—18 um
verk Islendinganna er til að mynda alstaðar
lagt mest upp úr hinu framstæða í verkun-
um. Því er tekið fagnandi að ritað sé um
fmmstætt fólk, fmmstætt líf, og fmmstæð-
ar tilfinningar. Það þykir og til mikillar
prýði að þar sé minnst á eldfjöll, hraun og
jökla. Tilvísanir til fomra íslenskra hetju-
sagna em einnig taldar skáldunum til tekna,
einkum fengu menn hrós fyrir að gmnd-
valla kvenpersónur sínar á kvenhetjum forn-
aldar. Allt hjálpaði þetta íslensku skáldunum
við að ná fótfestu í Danmörku og öðlast
þar bæði frægð og frama þegar tímar liðu.
JÓHANN RUDDIBRAUTINA
Það var Jóhann Sigurjónsson sem ruddi
braut íjórmenninganna í Danmörku. Arið
1905 var leikrit hans Dr. Rung gefið þar
út og skömmu síðar þýddi hann ásamt
Gunnari Gunnarssyni Fjalla-Eyvind á
dönsku. Gunnar hafði haldið til Danmerkur
árið 1907, 18 ára.gamall, staðráðinn í að
verða frægur rithöfundur og vinna glæsta
sigra — það tókst með tímanum. Fjalla-
Eyvindur var fmmsýndurí Reykjavík á jól-
um 1911 og þótt sú sýning mikill viðburður
í íslenskri menningar- og leiklistarsögu.
Árið eftir var „Eyvindur" sýndur í Kaup-
mannahöfn og vakti þar fádæma hrifningu
og einróma lof gagnrýnenda. Jóhann var
hafinn upp til skýjanna og barst frægð hans
strax suður um Evrópu. Hann var hylltur
sem stórskáld og hvatti sigur hans marga -
íslenska höfunda til að spreyta sig á leikrit-
un. Einn þeirra var Guðmundur Kamban.
Árið 1912 kom einnig út í Kaupmanna-
höfn fyrsti hluti Sögu Borgarættarinnar
eftir Gunnar Gunnarsson og vakti mikla og
óskipta hrifningu. Vom verk þeirra Jóhanns
og Gunnars snemma þýdd á fjölda tungu-
mála og juku mikið hróður íslenskra bók-
mennta. Álheimi var kunnugt að íslendingar
hefðu ekki hætt að skrifa bækur um 1400,
þaðan væri enn stórtíðinda að vænta.
Þeir Jóhann og Gunnar vom einnig braut-
ryðjendur á öðra sviði. Fjalla-Eyvindur var
fyrsta íslenska verkið sem var kvikmyndað
og Saga Borgarættarinnar var fyrsta
kvikmynd sem gerð var á íslandi. Þriðja
íslenska verkið sem kvikmynd var gerð eft-
ir var Hadda Padda Kambans.
Bent hefur verið á að hrifning danskra
gagnrýnenda á hinu fmmstæða í verkum
íslensku skáldanna í Danmörku og ánægja
þeirra með skyldleikann við íslenskar fom-
bókmenntir hafí ekki fallið öllum skáldunum
vel í geð. Einkanlega mun Kamban ekki
hafa verið ánægður með að nærast þannig
á fornri frægð — hann vildi ná frama óstudd-
ur. í ljósi þeirrar staðreyndar ber auk ann-
ars að leita svara við því hvers vegna hann
breytir svo snögglega um stíl eftir tvö fyrstu
verk sín, en þau em byggð á íslensku efni
og sækja föng í náttúrurómantík. Kamban
var mikið í mun að kveða niður þá skoðun
að á Islandi væri allt — og ætti að vera —
eins og í fomsögunum. Hann vildi vera
metinn án nokkurrar viðmiðunar við ísland
og því m.a. er svið næstu leikrita hans út-
lend stórborg og viðfangsefnið er þar í senn
alþjóðlegt og nútímalegt.
Jóhann hefur e.t.v. verið farinn að hugsa
á svipuðum nótum undir lok ferils síns, því
þegar hann lést í ágúst 1919 var hann að
vinna að leikritinu Fru Else, sem hefur að
geyma alþjóðlegt efni. Gunnar Gunnarsson
hélt hins vegar ótrauður áfram við að skrifa
um íslenskt efni.
Hnýtt í Hin Burtsigldu
Skáld
Þótt íslensku rithöfundamir í Danmörku
Vér morðingjar var frumsýnt
í Kaupmannahöfn 1920 og
sama árhjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Síðan hefur leik-
ritið verið sýnt fjórum sinnum
á íslandi, síðast 1968. Á mynd-
innisjást Gísii Halldórsson og
Erna Sigurleifsdóttir í upp-
færslu LR1952.
bæm hróður lands og þjóðar víða og ryddu
brautina fyrir komandi kynslóðir vom menn
heimafyrir alls ekki á eitt sáttir um ágæti
útlegðarinnar. Oft andaði köldu frá saml-
öndunum norður í íshafi og fannst ýmsum
sem þeir hefðu svikið land sitt og þjóð með
því að skrifa á danska tungu og afla sér
frægðar erlendis. Meðal þeirra sem veittust
að íslensku höfundunum vom Holger Wiehe,
sem þá var sendikennari á Islandi, og Einar
Benediktsson skáld. Einnig var Einar Ólafur
Sveinsson (og vitaskuld fleiri) lítt hrifnir
af þvi í fyrstu að skáldin leituðu út fyrir
landsteinana og í grein í Iðunni 1930 telur
hann sér „óskylt" að fjalla um aðra rithöf-
unda en þá sem íslensku rita. Þannig verð-
ur Fjallkirkja Gunnars útundan er hann
kryfur „íslenskar samtímabókmenntir“
þessara ára.
Enginn var höggþyngri en Einar Ben.
Hann tekur m.a.s. svo djúpt í árinni á einum
stað að fullyrða að íslenskir menn hafí orð-
ið að grípa til þess úrræðis að rita á er-
lendu máli vegna þess að dómgreind íslend-
inga viðurkenni ekki svo „óhæfar ritsmíð-
ar“. Hann telur og að menn hér heima hafí
einungis þolað og lofað þessar bókmenntir
af ótta við að spilla fyrir frægð íslands í
útlondum. Það liggur við að Einar vilji
stimpla þessa menn föðurlandssvikara.
Svo vom aðrir sem bám í bætifláka fyrir
hin burtsigldu skáld, m.a. Haraldur Níels-
son, Ámi Jakobsson og Ámi Pálsson (sem
þó var tvíbentur í afstöðu sinni). Kamban
sá aldrei ástæðu til að svara ásökunum
manna hér heima fyrir, en Gunnar var iðinn
við það og tilgreinir þá stundum ástæður
þess að hann — og þeir félagamir — hafi
orðið að flýja land. Óg Gunnar rekur öfug
ofan í Einar Ben. þau ummæli hans að
hann (og hinir væringjarnir) hafí atvinnu
af því að skrifa „andlausan og jafnvel
hneyxlanlegan uppspuna, lokleysur og ós-
mekkvísi" — eins og Einar hafði komist að
orði í grein í Skfmi 1922.
En víkjum nú að Guðmundi Kamban og
verkum hans. Hér verður þó einungis fjallað
um leikrit hans, og þá auðvitað sérstaklega
um Marmara og þau verk hans sem næst
Marmara em að efni og í tíma. Einnig
verður rakinn í stómm dráttum þróunarfer-
ill Kambans fyrstu ár hans ytra.
„ÞARÁÉgHEIMA...“
Áður en við snúum okkur að Höddu
Pöddu, fyrsta leikriti Kambans, skulum við
rifja lítillega upp frægð hans og stöðu, sigra
og ósigra.
Með sagnabálkinum Skálholti (1930—35)
vann Kamban sér frægð í Danmörku,
Svíþjóð, Noregi, Þýskalandi, Tékkóslóvakíu
og Ámeríku. Verkið hefur verið þýtt á yfír
tíu tungumál. Erlendir ritdómarar vom allir
sammála um að höfundur þess væri mikill
rithöfundur. Maxim Gorki lét t.d. tvisvar
þau orð falla í blaðaviðtali, eftir að hafa
lesið Ragnar Finnsson (1922), að Kamban
ætti samstöðu með Hamsun. Af enskum
gagnrýnendum er honum skipað á bekk
með Thomas Hardy og þýskir líkja honum
hiklaust við Kleist.
En Kamban naut víst tæplega þess hróss
sem honum hlotnaðist fyrir skáldsögumar.
Sjálfur leit hann svo á að leikhúsið væri
sitt svið: „Þar á ég heima, bæði sem leik-
stjóri og höfundur," sagði hann eitt sinn.
Hann ritaði aðeins skáldsögur þegar leik-
húsin vom honum lokuð. Þegar leikrit hans
Vér morðingjar (1919) var fmmsýnt í
Dagmarleikhúsinu í Kaupmannahöfn 1920
vann hann afdráttarlaust sinn fyrsta stórsig-
ur og mikil hrifning greip um sig. Vér
morðingjar var t.d. valið fmmleikrit norska
Þjóðleikhússins. En þótt mörg leikrita hans
væm sett á svið í Kaupmannahöfn og víðar,
urðu mörg þeirra að bíða ámm saman. Það
þorði t.d. enginn í Kaupmannahöfn að setja
Marmara (1918) á svið: „Ég hef beðið eft-
ir því í tuttugu og fímm ár og bíð enn,“ er
eitt af því síðasta sem Vagn Borge, dansk-
ur leikhús- og fræðimaður, heyrði Kamban
segja. Borge segir að þetta minni óneitan-
lega á Strindberg, sem ásamt Jóhanni Sigur-
jónssyni, Ibsen, Bemhard Shaw og Oscari
Wilde var einn helsti lærimeistari Kambans.
Strindberg lét eitt sinn þau orð falla í bréfi
að hann hafi beðið í tíu ár eftir því að sjá
Dauðadansinn, Svanhvíti, Gustaf Adolf,
Kristínu og fleiri verk sín sett upp, og tutt-
ugu á'r eftir að sjá Föðurinn og Fröken
Júlíu. Það er ofrausn að líkja Kambani við
Strindberg, en skiljanleg em sárindi hans
yfír því hversu oft gekk treglega að koma
verkum hans á svið, ekki síst á íslandi, þar
sem hann mætti oft í lifanda lífi andúð og
skilningsleysi. Raunar verður ekki horft
fram hjá því að Kamban hafí á stundum
borið hluta af sökinni, hann var alla tíð
mjög stór upp á sig og jafnvel hrokafullur
þegar verst lét.
Á fyrstu ámm sínum í Kaupmannahöfn
samdi Guðmundur Kamban tvö leikrit,
Höddu Pöddu (1912) og Konungsglímuna
(1913). Bæði em þessi verk samtímaleikrit
í nýrómantískum stíl og gerast meðal
íslenskrar borgarastéttar.
Hadda Padda er „sorgarleikur“ í fjórum
þáttum og kom fyrst út á dönsku árið 1914,
og á íslensku sama ár. Kamban samdi leik-
ritið árið 1912, sama ár og Fjalla-Eyvindur
var fmmsýndur, og er verkið undir sterkum
áhrifum frá Jóhanni, Ibsen, Eddu og íslensk-
um fomsögum.
í langri og merkri ritgerð Helgu Kress
um Guðmund Kamban í Studiu Islandicu
1969 (sem hér hefur verið — og verður
áfram — stuðst við), er efni verksins dregið
saman í svohljóðandi kafla: „Efni leikritsins
er ást Hrafnhildar — Höddu Pöddu — og
síðar örvænting og hefnd, eftir að unnusti
hennar, Ingólfur, hefur svikið hana. í upp-
hafi leiksins virðist ekkert skyggja á ást
þeirra og hamingju, en strax í næsta þætti
er hann skyndilega orðinn henni afhuga og
farinn að elska Kristrúnu, yngri systur
hennar. Þegar svo er komið, ákveður Hadda
Padda að deyja og taka Ingólf með sér í
dauðann. Henni tekst að fá hann upp að
djúpu klettagljúfri, en einmitt þar hafði
hann eitt sinn lagt líf sitt í hennar hendur,
er hann seig i gljúfrið bundinn vaði, sem
hún ein hélt. Gmnlaus heldur Ingólfur nú
í vaðinn, meðan Hadda Padda sígur í gljúfr-
ið í leit að perlubandi, sem hún þykist hafa
misst niður í það. Skyndilega spymir hún
við fótum í bergið, og hvað eftir annað reyn-
ir hún af öllu afli að kippa Ingólfí fram af
bjargbrúninni. Þau togast á upp á líf og
dauða. Ingólfur hefur betur og er í þann
veginn að ná Höddu Pöddu upp á brúnina,
þegar hún bregður hnífi á loft, sker vaðinn
og hrapar í gljúfrið."
FALLEGTVERKOG
Ljóðrænt
Hadda Padda er mjög rómantískt verk
og þmngið miklum tilfinningahita. Bygging
verksins er með jöfnum og góðum stíganda
og táknsmíði er þar listilega af hendi leyst.
Auðvitað má finna á þessu verki ýmsan
byijendabrag, og bendir Helga Kress t.d. á
að höfundur eigi oft í vandræðum með að
koma ýmissi vitneskju til skila, einkum þeg-
ar liðnir atburðir em kynntir — bakgmnnur-
inn smíðaður. í fyrsta þættinum em þau
Hadda og Ingólfur t.d. látin segja hvort
öðm frá atburðum sem báðum em kunnug-
ir — þau em greinilega ekki að tala hvort
við annað heldur við áhorfendur. Tæpast
verður heldur sagt að efni leiksins sé fmm-
legt, og að hætti nýrómantíkurinnar er þar
mikið um þjóðsagnaminni og drauma. Leik-
ritið er náskylt Fjalla-Eyvindi og sakaði
Jóhann Kamban m.a.s. um að hafa stolið
hugmyndinni að gljúfuratriðinu frá sér (þó
ekki úr „Eyvindi"). Er það raunar einn
helsti veikleiki Kambans sem leikskálds að
hann skortir víða fmmleika og þarf oft á
utanaðkomandi hugmyndum að halda til að
fylla verk sín. Persónulýsingar leikritsins
em líka að mörgu leyti ófullkomnar. En
þetta er fallegt verk og ljóðrænt og lætur
engan óhamingjusaman elskanda ósnortinn.
Það gerðist víst á hveijum degi að elskend-
ur ná ekki saman og að því leyti er efnið
sígilt og óbundið í tíma.
Kamiban bauð Leikfélagi Reylqavíkur
Höddu Pöddu til sýningar haustið 1912
og síðar einnig Konunglega leikhúsinu í
Kaupmannahöfn. Hvomgt leikhúsanna
hafði áhuga. Það var ekki fyrr en Georg
Brandes hafði farið mjög lofsamlegum orð-
um um verkið að Konunglega leikhúsið tók
það til sýningar. Hadda Padda var fmm-
sýnd í nóvember 1914 og aðstoðaði Kamban
sjálfur við leikstjómina. Markaði það upp-
hafíð á leikstjómarferli hans, sem varð
bæði langur og strangur. Leiknum var tek-
ið með miklum fögnuði í Kaupmannahöfn
og vom dómar um sýninguna lofsamlegir.
Hadda Padda var lengi á fjölunum og afl-
aði höfundi sínum mikillar frægðar; annað
íslenskt leikskáld hafði slegið í gegn í Höfn.
í Reykjavík var verkið fmmsýnt um jólin
1915 og vakti mikla hrifningu. Reyndist
sýningin „kassastykki" þess leikárs. Sumar-
ið 1923 var svo Hadda Padda kvikmynduð
og stjómaði Kamban sjálfur upptökunni
ásamt Gunnari R. Hansen, sem síðar varð
íslendingum að góðu kunnur.
Konungsglíman heitir annað verk
Kambans. Hann samdi það árið 1913 og
var það gefíð út á dönsku 1915 og löngu
síðar á íslensku. Konungsglíman er líkt
og Hadda Padda tilfinningarfkur leikur um
örvæntingarfulla ást og sterkar ástríður.
Verkið er samt tæplega eins innilegt og
uppmnalegt og Hadda Padda og af þeirri
ástæðu vildi Kamban víst oft ekkert við það
kannast löngu síðar og fór víða um það
niðrandi orðum. Er það vel skiljanlegt —
þetta er ekki ýkja merkilegur skáldskapur.
Leikritið gerist á Íslandi og fjallar auk
annars um morð, fangelsisvist, glímukeppni
og óhamingjusamar ástir sem þó fá gleðileg-
an endi. Bygging verksins er víða brota-
kennd og samtöl persónanna á stundum til-
gangslaus og þreytandi. En persónumar em
stórbrotnar, einkum kvenpersónumar Hekla