Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 11.06.1988, Side 10
„Sjónin þarf sinn tíma“ Þegar Þorvaldur Skúlason lést árið 1984 voru verk hans, þau sem hann lét eftir sig, flutt úr landi af erfingjum hans. í vetur náði Gallerí Borg samkomulagi við erfingjana um að fá hingað til lands nokkur þessara verka til sýningar í tengslum við Lista- hátíð. En þar eð Listahátíð hafði gengið frá dagskrá sinni þegar þetta kom til verður þessi sýning að teljast sjálfstætt framlag til hátíðarinnar. Stendur sýningin frá 9.-12. júni í Pósthússtræti 9. Þau verk sem sýnd verða í Gallerí Borg eru um tuttugu tals- ins. Þar af eru 8 olíuverk frá árunum 1960-’82, frá „þessari mögnuðu umbreytingaröld í ævi hans“, eins og Björn Th. Björns- son, listfræðingur orðar það í bók sinni yÞorvaldur Skúlason, brautryðjandi íslenskra samtímalistar". (Utg. 1983, Bókaútg. Þjóðsaga). Þá verða og sýndar 10-12 teikningar, kol- og vatns- litamyndir, flestar áður ósýndar, sem spanna nær allan listferil Þorvaldar. Hér fara á eftir þrír kaflar úr fyrrgreindri bók Björns Th. Bjömssonar um Þorvald, og fjalla þeir einmitt um umbreytingar- öldina í ævi listamannsins. a Vatnslitamynd frá þvi um 1946, 30x45 sm. Krítarmynd, 27x21 sm. Vatnslitamynd, 1946-48, 26x38 sm. Ilandi með svo ríka landslagshefð í málaralist sem ísland, var ekki nema von að strangflatalist Þor- valds Skúlasonar vekti af sér margvíslegar vangaveltur, og þá ekki sízt um það, hvort hér væri aðeins um formleik að ræða, án andlegs innihalds. Eftirsóknin í verk Þorvalds sýndi þó að allstór hópur manna kunni vel að meta þessa tegund listar og hætti jafnvel að hafa unun af einberri sýnilist eftir að hafa aðhænzt henni, auk þess sem þeir vissu vel að slíkur málari sem Þorvaldur færi ekki villu vegar. Til þess að svara ýmsum áleitnum spurningum ritaði Þorvaldur grein í tímaritið Birting árið 1955, sem hann nefndi Nonfígúratív list. Þar segir hann meðal annars: „Litir eiga sér sína nátt- úru sem er í nánu sambandi við allt lifandi en samt eitthvað sérstakt. Við vitum í raun- inni ekki hvað liturinn blátt er, fýrr en við hættum að tengja hann hafi, himni eða fjalli. í nonfígúratívu málverki hafa litir allt aðra merkingu en í natúralistísku. 1 hinu fyrr- nefnda er þeim teflt saman, hveijum með sínum sérkennum; í hinu síðara eru sérkenni þeirra máð út til þess að líkja eftir yfirborði náttúrunnar. — Það leiðir af sjálfu sér að í tilefni sýningar á myndum — sumum alls ókunnum — eftir Þorvald Skúlason, sem sýndar eru í Gallerí Borg. Eftir BJÖRN TH. BJÖRNSSON Olía á striga, 130x98 sm. 1977. Olía á stríga, 130x98 sm. 1971. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.