Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 2
Fituefni msar rannsóknir hafa verið framkvæmdar til að varpa ljósi á tengsl fæðu og fituefna í blóði (t.d. LDL- og HDL-kólesteról, þríglyseríð). Jákvæðar niðurstöður slíkra rannsókna hafa einmitt verið lagðar til grundvallar ráðlegging- um um minni neysiu á matvælum sem inni- halda mikið af mettuðum fítusýrum (harð- feiti). En niðurstöðumar eru ekki alltaf þær sömu eins og dæmin sýna. í einni slíkri tilraun (1) neyttu 74 heil- brigðir karlmenn og 55 heilbrigðar konur (með öðru fæði) eins eggs og 140 gramma af rauðu kjöti (nautakjöti) á dag í 3 mán- uði (ekkert annað kjötmeti) og í næstu þijá IIHLUTI Eftir OLAF SIGURÐSSON mánuði var breytt yfír í hvítt kjöt (kjúkling og físk, 140 g/dag) og öðrum þáttum hald- ið óbreyttum. Þeir sem héldu áfram í þijá mánuði til viðbótar, þ.e. 47 karlmenn og 29 konur, breyttu nú yfír í jafnmikið af svínakjöti á dag (140 g) auk hins daglega, kólesterólríka eggs. Það undarlega gerðist að engin breyting varð á þríglyseríðum, heildarkóiesterólmagni né heldur varð aukn- ing á neikvæðu HDL- kólesterólmagni í blóði, nema hjá kvenfólkinu sem neytti fuglakjöts og fisks, þar jókst þríglyseríðinni- hald marktækt! í annarri rannsókn (2) sem tók sjö ár fékk helmingur 12.866 karlmanna matar- æði skv. leiðbeiningum bandarísku hjarta- vemdarsamtakanna (American Heart Association). Hinn helmingurinn var staðal- hópur. Ekki varð marktækur munur á dán- artíðni staðalhóps og meðferðarhóps. Niður- stöður evrópskra rannsókna hafa leitt í ljós að lítil eða engin fylgni er á milli dauða af völdum hjarta-og æðasjúkdóma (kransæð- astíflu) og kólesteróls í blóði fyrir neðan 230-240 mg/dl (3). Fleiri rannsóknir styðja þessar niðurstöður einsog sjá má sjá á línu- ritinu (4). Flestir virðast sammála um að einstakl- ingur með 240 mg/dl blóðs eða meir sé í áhættuhóp, sem sé fyllilega réttlætanlegt að meðhöndla. Fólk með erfðagalla, sem felst í því að blóð- kólesteról sé mjög hátt, fær oftast krans- æðasjúkdóma en þessi hópur er mjög lítill. Það virðist því af ofansögðu að ekki séu augljós tengsl milli þess kólesteróls, sem við neytum, og þess sem mælist síðar í blóði. Einnig virðist sem svo að kólesteról í blóði sé vart orðin marktæk vísbending um áhættu fyrr en það er orðið mjög hátt eða um 240 mg/dl eða þar yfír. Því má vera að þeir sem gagniýna ráðleggingar um minnkun kjötneyslu vegna kólesteróls- innihalds þess geti haft töluvert til síns máls. ÝMISLEGT óvitab Flestir vísindamenn virðast sammála um að mjög margt sé enn óvitað um hjarta- og æðasjúkdóma og telja margir þeirra að aðeins 30-50% áhættuþátta séu þekktir hvað kransæðasjúkdómum viðkemur.Önnur hlið á þessu máli eru skiptar skoðanir vísinda- manna á vægi mismunandi áhættuþátta. Til dæmis er talið að reykingar og háþrýst- ingur geti verið mun veigameiri áhættu- þættir en mataræði (5,6). Aðrir telja að kyrrsetur geti valdið miklu um þróun æða- kölkunar eða að útivera og hreyfíng vegi meira f að vinna gegn þess háttar sjúk- dómum en minni kjöt eða fituneysla. Því hafa heyrst gagnrýnisraddir í þá veru að umræðan hafí borið of mikinn keim af þeirri tísku að Qalla um fæðutengda áhættuþætti. Næringarskortur Afleið- ING HOLLS MATARÆÐIS? Kapp er best með forsjá segir máltækið. Það er kannski ekki óviðeigandi ef hugsað er til afleiðinga þess að takmarka um of fæðu sem talin er “óholl". Athyglisverð rannsókn (4), sem höfundar nefna Seattle-rannsóknina, var framkvæmd á konum til að meta hvort neysla rauðs kjöts hefði neikvæð áhrif á fituefni í blóði þeirra samanborið við önnur matvæli. Vald- ar voru 72 konur, sem voru ekki komnar yfir tíðahvörf, og þeim skipt í þijá hópa. Fyrsti hópurinn borðaði rautt kjöt að minnsta kosti fímm sinnum í viku, annar hópurinn fékk meginhluta próteins úr físki og kjúklingum (hvftt kjöt) og þriðji hópurinn voru konur sem fengu nær allt sitt prótein úr grænmeti, ávöxtum, eggjum og mjólk (lacto-ovo-vegetarian diet). í stuttu máli tókst ekki að sýna fram á marktækan mun á fítuefnum í blóði þáttak- enda þrátt fyrir marktækan mun f neyslu kólsteróls. Aftur á móti var jámtekja fyrsta hópsins mun betri en hinna. KONURMÓTMÆLA! Það er þvf spuming þegar það er viður- kennt af vísindamönnum að konur (fyrir tíðahvörf) séu tölfræðilega marktækt í minni hættu með að fá hjarta- og æðasjúkdóma en karlmenn og við hvom ber þá að vara kvenfólk frekar? Jámskorti, sem er algeng- ur meðal þeirra, eða t.d. kransæðastfflu, sem er sjaldgæf hjá konum, sem ekki em komn- ar yfír tíðahvörf? Höfundur þessarar rannsóknar (4), sem er kona, dregur í efa gildi þess að konur séu hvattar til að forðast kjötmeti vegna fitunnar ef þær þurfa að lfða næringarskort vegna neikvæðra niðurstaðna úr rannsókn- um á miðaldra körlum, í annarri rannsókn (Ontario study) þar sem dagleg orkuneysla tveggja hópa kvenna var 23% og 38% tókst ekki að sýna fram á marktækan mun á heildarkólesteróli eða LDL-kólesteróli milli hópanna. í enn ann- arri rannsókn (Gothenburg study) á 1.462 sænskum konum 38-60 ára var niðurstaðan sú að þær, sem neyttu mestrar orku (borð- uðu mest), fengu sjaldnast kransæðastfflu! Ein tilgátan er sú að’ þeim konum sem fá ekki næga næringu, sé hættara við krans- æðastfflu (4). Hvað svo sem tilgátum eða tilraunum til að útskýra þessar niðurstöður líður styður þessi rannsókn sjálfsagt fyrri rannsóknir um að konur séu öðm vísi en karlmenn í þessu tilliti. Það má þó ekki gleymast að konur em ekki ónæmar fyrir kransæðasjúkdómum né öðmm hjarta- og æðasjúkdómum. Þróun þeirra er hægfara ferli og er ekki ólíklegt að of mikil orkuneysla fyrir tíðahvörf eigi Niðurstöður þriggja rannsókna. Tengsl kóiesteróls i sermi og líkur & hjarta- og æðasjúkdómum. Framingham rannsóknin (lokaðir hringir), Pooling Project (þríhymingar), Isra- eli Prospective study (opnir hringir). Heimild: Grundy, S.M. JAmMed A 256(20). Nov. 28,1986. Helstu dánarorsakir Krabbamem Lungnabólga Slys w , Annad Kransæða- sjúkdómar Heilablæðing Aðrir hiarta- og æðasjúKdómar . Nær helmingur dauðsfalla hérlendis er af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Ein leiðin til að fækka þeim eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Deilt er um það í Banda- ríkjunum hvort manneldismarkmið nái tilgangi sínum. Einnig eru skiptar skoðan- ir um það hvort réttara sé að beina fræðslunni að helstu áhættuhópunum eða til alls almennings. Æ Ð I sinn þátt í að auka líkur á kransæðasjúk- dómum eftir tíðahvörf. SUMAR PLÖNTUOLÍUR VARA- SAMARIEN DÝRAFITA En það er ekki aðeins fjörleg umræða í gangi um orsakir, vægi orsakavalda eða nákvæmni í greiningu áhættuþátta, heldur hefur eftirmeðferð sjúklinga og breytingar á fitusamsetningu í mataræði þeirra einnig verið gagnrýnd. í nýlegri grein um fítuefni (7) er greint frá ýmsum sláandi niðurstöðum um hollustu ýmissa plöntuolía. Rætt er við fjölda sér- fræðinga og greint frá nýrri stefnu í næring- arráðgjöf, sem virðist vera að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum. Lykilorðið í fítu- neyslu er skv. henni “jafnvægi". Bandaríkja- menn eru hvattir til að borða meira af sum- um fítutegundum en forðast flestar aðrar og minnka þannig fítuneysluna. Borða má allan fítu- og kólesterólríkan mat en gæta þarf þess að hafa fítuneysluna fjölbreyttari og ná þannig betra jafnvægi fjölómett- aðra-, einómettaðra - og mettaðra fítusýra. Einnig er bent á mikilvægi fískfítu. Má ætla að minni fítuneysla valdi aukinni íjölbreytni í fæðuvali ef við ætlum að fá sömu orku úr fæðunni. Þeir sem neyta hins vegar of mikillar fítu, minnka við sig fítuna og breyta samsetningu hennar. í sömu grein er vitnað í aðvaranir vísinda- manna um að sumar plöntuolíur geti verið mun hættulegri en dýrafitan. Taldar eru upp kókosolía (coconut oil), hnetuolía (pean- ut oil), pálmkjamaolía (paím kemel oil) og jafnvel kókossmjör. Varað er við að kom- olfa og sojaolfa geti unnið gegn jákvæðum áhrifum fískfítu og að ofneysla þeirra geti raskað hlutfalli fítuefna og þannig beinlínis valdið hjarta- og æðasjúkdómum og jafnvel haft áhrif á vöxt krabbameinsæxlis. Einnig er greint frá kenningum um að fjölómettaðar plöntuólíur geti aukið á æða- skemmandi virkni kókosolíu. Gefum grein- arhöfundi orðið: „Með öðram orðum, ef við borðuðum salat með komolíu og saklausa smáköku á eftir gætum við verið að breyta gómsætum munnbita f banabita fyrir æðam- ar“. Áðumefnd grein fékk þriðju verðlaun í samkeppni um vönduðustu fræðigreinina meðal blaðamanna hjá virtum samtökum bandarískra sérfræðinga f matvælavísind- um, IFT (Institute of Food Technologists, Offíce of Scientifíc Public Affairs). Ef ein- hver skyldi hugsa til þess að réttast væri að forðast plöntuolfumar er því til að svara að réttara væri að minnka heildarfituneysl- una fyrst. hverju má þá trúa? Vissulega varpar þessi umræða, sem á sér stað í Bandaríkjunum núna, fram ýmsum spumingum. En eitt er ljóst, að á meðan lífleg umræða fer fram um þessi mál er hag okkar best borgið. Ekkert gæti verið verra en stöðnuð eða engin umræða. Nýjungum er alltaf tekið með varfæmi og tekur það sinn tfma að fá þær nægilega staðfestar áður en heilbrigðisyfirvöld geta mælt með þeim. Þá era þær sjálfsagt ekki nýjungar lengur, heldur þekktar staðreyndir þar til annað kemur í ljós. Því verða leikmenn, sem hafa áhuga á þvf að fylgjast með þessum málum að gera sér grein fyrir því að stóri sannleikur er ekki til í þessum efnum. Hvað sem deilum um ágæti manneldis- markmiða um takmarkanir á neyslu mett- aðrar fítu og kólesteróli líður er ljóst, að þó ekki væri nema fyrir það eitt að von væri til þess að almenningur yki fjölbreytni í fæðuvali þeirra vegna - þá ættu manneldis- markmið rétt á sér. Ef líkur era til að fólk líði næringarskort þeirra vegna má telja vfst að slíkt sé rætt meðal þeirra sérfræð- inga sem móta manneldismarkmiðin, og það metið hveiju sinni. Við ættum því að geta treyst því að þeir, sem setja manneldismark- miðin,'þekki einna best þá umræðu, sem fer fram um þessi mál, og era jafnframt færastu sérfræðingamir á sínu sviði. Því verðum við að trúa. HEIMILDIR. t fyrri hluta: Briggs, M. Georg. Muscle food and human health. Food Techn. feb. 1985. Sigurðsson, Ó. Fituefhi — nýjar rannsóknir, ný við- horf. Lesbók Morgunblaðsins 18. og 20. júnf 1987. (1) Flynn, M.A. et.al. The effect of meat consumption on serum lipids. Food Techn. feb. 1986. (2) Consensus Conference, lowering blood cholesterol to prevent heart disease. JAMA 268, 1986. (3) Keys A. Sjö landa rannsóknin. Circulation 41,1970. (4) Roberts B.W. Dieatary guidlines and lipid profiles of young women. Food and nutrition news 69/6. National live stock and meat board nov/des 1987. (6) Taylor W.C.et. al. Cholesterol reduction and live expectancy. Ann.InL Med. 106, 1987. (6) Hóprannsókn Hjartavemdar. (7) Phillips, R. Just the fats, ma’am. Food Techn. júlf 1988.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.