Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 7
Fita og frjósemi llt frá steinöld hefur fita verið tákn kvenlegr- ar frjósemi, sérstaklega eins og hún birtist í brjóstum, mjöðmum, lærum og þjóhnöppum — þeim stöðum, þar sem estrogen, kven- kynshormóninn, stuðlar að fitusöfnun. Þessi sögulegu tengsl fitu og ftjósemi eru því líffræðilega rétt og vera má, að líkamsfita eða fítuvefur hafi stjómunarhlutverki að gegna við æxlun. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið sl. 15 ár, benda eindregið í þessa átt. Þær sýna til dæmis, að kona verður að safna vissu lágmarki af líkamsfítu til að byija og halda áfram að hafa eðlilegan tíðahring og þar með að geta alið bam. Allt það, sem minnkar fítuna niður fyrir þetta lágmark, svo sem mikil megrun eða strangar líkamsæfing- ar, getur tafíð fyrstu tíðir alveg til tvítugsald- urs. Slíkt fitutap getur einnig „hljóðalaust" stöðvað egglos, sem annars verður á miðjum tíðarhringnum hjá þeim, sem hefur biæðingar mánaðarlega eða beinlínis valdið tíðateppu. Ófíjósemi af þeim sökum er hægt að vinna bug á með því að þyngja sig eða draga úr líkamsáreynslu eða hvort tveggja. Kona þarf ekki að þjást af hugsýki (anorex- ia nervosa), en það er lystarleysi af sálrænum toga, sem getur valdið allt að þriðjungs minnkun líkamsþyngdar, til að tmflun verði á tíðahringnum. Jafnvel fremur hófleg breyt- ing á þyngdinni eins og á bilinu 10 til 15 af hundraði niður fyrir eðlilega þyngd miðað við hæð, sem er fyrst og fremst minnkun, er nóg. Nýlegar athuganir hafa leitt í ljós, að tíða- truflanir í tenglsum við of mikla megurð, stafa af óeðlilegri starfsemi undirstúku, þess hluta heilans, sem stjórnar æxlun og samstillir hluta sjálfvirka taugakerfisins, innkirtla og margs konar líkamsstarf. Það hefur lengi verið vit- að, að undirstúkan tekur á móti upplýsingum frá æðri stöðvum heilans, Ytri skilyrði svo sem hitastig og streita geta því haft áhrif á starfsemi undirstúkunnar, hvað æxlunina varðar. Það er nú öruggt, að næring og líkam- leg áreynsla hefur einnig áhrif. Röskun á stárf- semi undirstúku Það kemur ekki á óvart, þótt þessi starf- semi undirstúkunnar raskist, þegar kona verður of grönn. Slík viðbrögð hefðu verið heppileg fyrir formæður okkar, sem tryggðu, að þær yrðu ekki þungaðar, nema þær gætu lokið meðgöngunni farsællega. Æxlun krefst sannarlega orku eða hitaeininga: um 50.000 til 80.000 hitaeiningar til að ala lífvænlegt Fitutap vegna megrunar og líksmsæfinga getur leitt til ófrjósemi. Frjósemina má þó endurheimta með því að fita sig. Eftir ROSE E. FRITSCH íþróttakonur sem leggja hart að sér við æfingar eiga til að fá tíðateppu vegna aukinnar vöðvamyndunar, en minnkandi fitu. Fijósemishöggmynd frá steinöld, Ven- us frá Willendorf, er ýkt túlkun á ný- uppgötvaðri staðreynd: að kona verður að vera nægilega feit til að geta alið barn farsællega. bam og síðan 500—1000 hitaeiningar á dag til að hafa barn á brjósti. Á fyrri tímum, þegar matarbirgðir voru af skomum skammti eða mjög breytilegar eftir árstíðum og þegar móðurmjólkin var eina fæða hinna nýfæddu, gat kona, sem varð þunguð, þegar hún hafði ekki nægilegan fítuforða — hentugasta elds- neyti líkamans — stefnt bæði sínu eigin lífí, fóstursins og hins nýfædda bams í hættu. Vissulega er hægt að hugsa sem svo, að konur, sem egglos hélt áfram hjá, þótt þær væra vannærðar, hafí ekki alið nein lífvænleg böm og heldur ekki lifað af sjálfar. Þess vegna hafí þær ekki látið eftir sig neina afkomend- ur. Þannig hafí val náttúrunnar átt sér stað: Nú á dögum er meira en fjórðungur þyngdar flestra kvenna, þegar þær hafa náð fullum þroska, fólginn í fitu. Meginhlutverk þessara fítubirgða kann að vera að tryggja orku fyr- ir meðgöngu og um þriggja mánaða brjósta- gjöf. Aftur á móti era um 12 til 14 af hundr- aði þyngdar karla, fullvaxta, fólgin í fítu. Rannsóknir á mjög feitum konum (og dýram) sýna, að offíta eins og of mikil megurð teng- ist tíðateppu og ófijósemi. Ekki er enn vitað, hvemig á þessu stendur. Áður var talið, að fituvefur vær óvirkur og einungis einangraði og vemdaði líkamann. Nú er vitað, að hann er harla virkur við til- færslu eldsneytis í líkamanum. Hann geymir einnig steróíða eða stera (kynhormóna) og hefur áhrif á magn og mátt östrógens (sam- heiti kvenkynhormóna) í blóðinu. Líkamsþjálfun og tíðartruflanir Ýmsar nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að megrun er ekki eina leiðin til þess, að konur verði svo grannar, að starfsemi undir- stúkunnar raskist og traflanir verði á tíðum. Þrautþjálfaðar íþróttakonur í hinum ýmsu greinum, svo sem hlaupum og sundi sem og ballettdansmeyjar, byrja of seint að hafa blæðingar, og algengt er að þær hafi tíðatraf- lanir og tíðateppu. Þetta gæti bent til þess, að líkamsþjálftm sé orsökin. Með því að byggja upp vöðva og minnka fitu hækkar hlutfall magurs holds á móti fítu. Það hefur nú verið staðfest, að reglulegar og strangar líkamsæfíngar eru einmitt skýr- ingin. Rannsóknir hafa sýnt, að sundkonur og hlauparar, sem byijuðu að þjálfa sig fyrir tíðabyijun, fóru ekki að fá blæðingar fyrr en um 15 ára gamlar að meðaltali. Konur, sem hófu þjálfun seinna, byijuðu að hafa á klæð- um 12,7 ára að meðaltali — sem var svipað og meðal þjóðarinnar almennt. Það kom einnig fram, að þjálfun, sem haf- in er fyrir tíðabyijun tengist mjög oft tíða- truflunum. í hópi i íþróttakvenna í háskóla reyndust aðeins 17 af hundraði hafa reglu- lega tíðahringi, 61 af hundraði þeirra kvenna, sem hófu þjálfun eftir tíðabyijun, reglulegar tíðir, 40 af hundraði óreglulegar, en engin var með tíðateppu. í ströngum æfíngum juk- ust tilfelli óreglulegra tíða og tíðateppa í báðum hópum í tengslum við minni líkams- þyngd og aukna megurð. Fitutap ogtíðatruflanir Mælingar á hormónum renndu fleiri stoðum undir þá kenningu, að fítutap stuðlaði að tíða- traflunum meðal íþróttakvenna. Niðurstöð- umar bentu til þess, að magrar íþróttakonur með tíðatraflanir eða seina tíðabyijun hefðu tiltölulega lítið östrógen og lítið af lútein- hormóna. Ef æfíngum var hætt vegna óhapps, jukust hormónamir upp í eðlilegt magn og tíðahringurinn hófst á ný. Frekari mælingar, gerðar nýlega af öðram aðilum, sýndu enn- fremur, að vel þjálfaðar íþróttakonur með tíðatraflanir og tíðateppu áttu við röskun á starfsemi undirstúkunnar að búa: magn gonadotproinhormóns var óeðlilegt og var svipað því, sem var hjá „undirviktarkonum", eins og við var að búast, ef fítutap og aukn- ing vöðva væra orsök tíðatraflana. Þá var einnig rannsökuð líkamsræktar- kona, sem hvorki hleypur, skokkar né dans- ar, heldur einbeitir sér að því að efla vöðvana með þjálfunartækjum. Hún fær tíðateppu, þegar hún býr sig undir keppni. Mælingar á hormónum hennar hafa leitt í ljós, að östróg- en, eggbúsörvandi hormón (FSH) og lútein- hormón era hjá henni í jafntakmörkuðum mæli og hjá þeim konum, sem höfðu verið í megran og íþróttum. Til að afla beinna sannana á tengslum milli efnasamsetningar líkamans og fijósemi verður að nota dýr, sem hægt er að kryfja til að fá skorið úr um þyngd fitu og annarra hluta skrokksins. Eins og er era allar að- ferðir við mælingar á líkamsfítu manna óbein- ar. Rannsóknir hafa sýnt, að rottur, sem ald- ar vora á fituríku fæði, urðu lóða í fyrsta sinn mun fyrr en rottur, sem fengu fítus- nautt fæði með jafnmörgum hitaeiningum. Greiningin á veijum sýndi, að báðir hópamir vora með svipuð hlutföll af vatni í skrokkin- um, er rottumar urðu fyrst lóða og þar af leiðandi svipuð hlutföll milli hins feita og hins magra, enda þótt stærð dýranna væri mis- munandi. Margs konar vitneskja, sem fengist hefur við rannsóknir á dýram og mönnum, gefur til kynna skýringu á breytileika eðlilegrar fíjósemi meðal manna bæði i aldanna rás og nú á dögum. Fjöldi lifandi fæddra bama, sem hjón eignast, sem nota ekki getnaðarvarnir, getur verið frá aðeins flóram meðal hinna fátæku hirðingja í Kalahari-eyðimörkinni í Afríku til að meðaltali 11 í hinum vel stæða Hutteríta-söfnuði í Bandaríkjunum, sem bannar getnaðarvamir af trúarástæðum. Þennan mun ætti að mega skýra með beinu samhengi milli fæðu og fijósemi. Hliðstæður í dýraríkinu Sú hugmynd er vissulega ekki ný. Charles Darwin lýsti þessu eðlilega sambandi með ýmsum ábendingum og athugunum: Húsdýr, sem eru fóðruð vel og reglulega, eru fijósam- ari en hinir villtu frændur þeirra. „Erfítt líf seinkar því, að dýrin geti aukið kyn sitt.“ Magn fáanlegrar fæðu hefur áhrif á ftjósemi viðkomandi dýrs. Og það er erfitt að fita mjólkandi kú. Nú hefur verið sýnt fram, á að það sem Darwin sagði um dýrin, eigi einn- ig við um mennina, og að viðurværi geti haft áhrif á fíjósemina ævilangt. Til dæmis sýna upplýsingar um vöxt og bamsfæðingar kvenna í Stóra-Bretlandi um miðja 19. öld, að vannærðar konur, sem náðu seint fullum þroska, vora frábragðnar vel höldnum konum, hvað varðar gang æxlunar- innar í flestum atriðum. Þær byijuðu seinna að hafa tíðir, ófijósemi þeirra á gelgjuskeiði stóð lengur, hámark fíjósemi þeirra var seinna, fjöldi lifandi fæddra bama í ákveðnum aldurshópi var minni og fósturlát vora tíðari. Ennfremur stóð tíðateppa vegna bijóstagjafar lengur bg bilið milli fæðinga var þar af leið- andi lengra og tíðahvörf áttu sér stað fyrr. í þessum hópi í hinu brezka samfélagi, eins og í mörgum öðram samfélögum fyrri tíma, höfðu fátæk hjón, sem enn bjuggu saman við lok hins fijóa skeiðs ævi þeirra, aðeins eignazt sex eða sjö böm. Mörg fátæk hjón í þróunarlöndum nú á dögum eignast svipaðan fjölda. Mönnum fínnst það ef til vill mörg afkvæmi, en fjöld- inn er í rauninni veralega minni en mann- legri getu nemur að meðaltali. Hina hlutfalls- legu ófrjósemi þessara kvenna er hægt að skýra með þeirri staðreynd, að þeim hættir til að vera vannærðar og vinna erfið líkamleg störf. Hvort sem konur búa í vanþróuðum eða þróuðum löndum, geta þær orðið barnshaf- andi, þó að þær hafí barn á bijósti. En í vanþróuðum löndum byijar egglos og tíða- hringur hjá vannærðum mæðrum, sem gefa bijóst, yfirleitt ekki fyrr en eftir ár eða seinna eftir bamsburð. En aiftur á móti getur eðlileg- ur tíðahringur byijað hjá vel höldnum konum þegar þrem mánuðum eftir að þær ólu bam, enda þótt þær gefi bijóst að fullu. (Kaflar úr grein eftir próf. Rose E. Frisch i „Sci- entific American". Sv. Ásg. þýddi.) LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.