Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 3
TEgBáHT (MHölSBSSlíilíklHiaSHIHl® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Forsíðan Ami Sæberg, ljósmyndari, var á ferð í Flatey á Breiða- firði á dögunum og tók þessa fallegu mynd á áðalgöt- unni í plássinu. Jónínubúð er á hægri hönd Helgi Hjörvar var þekktasti útvarpsmaður samtíðar sinnar, en hann var einnig metinn rithöfundur. í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu hans. í tilefni þess birtist smásagan Andrés Beigsteinsson Bjarni Maður hins mögulega, heitir grein Helga Skúla Kjartans- sonar um Bjama riddara Sívertsen, einnig títtnefndur Faðir Hafnarfjarðar. Ferdablad vekur í dag athygli á þeirri stórkostlegu ferðamannaparadís sem er að opnast úti í Viðey TÓMAS GUÐMUNDSSON Eftir söngleik Ég vaknaði af djúpum dvala við dýrlegan hörpuóm. Sái mína dreymir síðan sólskin og undarleg blóm. Ég fann hvemig foldin lyftist og fagnandi tíminn rann, með morgna, sem klettana klifu, og kvöld, sem í laufinu brann. Nú veit ég, að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá bijósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, unz sérhver sorg öðlast vængi og sérhverri gleði fær mál. Ljóöið Eftir söngleik birtist i Fögru veröld sem kom fyrst út 1933. Að erfa landið Undirritaður telst víst enn í þeim aldurshópi, sem ævinlega er vitnað til sem „þeirra sem eiga að erfa landið“. Sem lögerfingja íslands er mér auðvitað óskaplega umhugað um það í hvernig ástandi eignin verður, þegar hún kemst undir yfirráð mín og minnar kynslóðar — þótt það sé reyndar dálítið óljóst hvenær arfurinn verður greiddur út. Ástand eignarinnar er að mörgu leyti gott. Það er til dæmis búið að byggja verslunar- húsnæði hér á suðvesturhorninu sem nægir okkur til aldamóta að minnsta kosti, veg- irnir, hafnirnar og flugvellirnir em alltaf að batna — að minnsta kosti þar sem eru dugleg- ir þingmenn. Það er líka búið að byggja of- gnótt af frystihúsum, sláturhúsum og pijóna- verksmiðjum og bílarnir eru orðnir alltof margir, svo að ekki þurfum við að hafa áhyggjur af skorti á þeim gæðum. Menningararfinum hefur verið náð aftur af Dönum og hann er geymdur í rammgerð- um kjöllurum vestur á Melum. Skáld og lista- menn keppast meira að segja við að pijóna við hann, búið að byggja Þjóðarbókhlöðu undir skáldverkin, Tónlistarhús er í byggingu fyrir músíkantana og nýtt listasafn komið fyrir málara og myndhöggvara — vel fyrir öllu séð. Framantalin hlunnindi á erfðagóssinu ís- landi eru hins vegar öll mannanna verk. Eg hef meiri áhyggjur af því sem móðir náttúra var að dunda við svo milljónum ára skipti áður en við komum hingað út. Hún stóð nefnilega ekki í síðri framkvæmdum en þeir, sem síðan hafa átt landið, og við erum ekki síður stolt af verkum náttúrunnar en okkar ei f£n - en stundum virðist eins og við munum ekki eftir því að rétt eins og frystihús og bstasöftj þarf náttúran viðhald og þrif. Sé eignaskráin hér að framan borin saman við máldaga menningarríkja í Evrópu, Asíu og Afríku, kemur í ljós að á hana vantar glæstar hallir með þúsund herbergjum, risa- vaxnar gotneskar kirkjur, kastala og kínverska múra. Það sem við eigum, og er kannski ekki síðra, er auðvitað álfaborgimar okkar með hirðlífi, sem sló öllu útlensku við, goshverir og eldfjöll, fossar og drangar. Hingað flykkjast útlendingámir að sjá þessi undur eins og við til útlanda að mæna upp á Kölnardóm, Colosseum, Akrópólis og pýr- amídana. Fyrir okkur Reykvíkingum em Gullfoss og Geysir svona eins og Sfinxinn og pýramídamir fyrir Kaíróbúum enda býður hvort tveggja upp á vinsælar dagsferðir með rútu frá höfuðborginni. Og við og Egyptamir horfum upp á það sama gerast. Átroðningur ferðamanna molar úr stórvirkjum mannanna suður þar en hér em það náttúmundrin sem verða fyrir barð- inu á þeim. Gróðurinn við Gullfoss treðst niður og hverahrúðrið í Haukadal er molað niður undir fótum þúsunda hrifinna Geysis- aðdáenda. Munurinn er bara sá að Egyptam- ir em að gera eitthvað í málinu en við lítið sem ekkert. Þau em ófá Velvakandabréfin í Morgunblaðinu, þar sem kvartað hefur verið undan því að í rigningu sé umhverfi Gullfoss allt eitt dmllusvað og svo sé þar ekki einu sinni kamar. Ástæðan? Það em ekki til nein- ir peningar til að gera varanlega göngustíga sem menn geta haldið sig á og ekki heldur til að byggja kamar. Það er heldur enginn, sem ber ábyrgð á almenningseign eins og Gullfossi nema ríkisvaldið og á Alþingi stend- ur slagurinn um það, hvort peningar ríkisins eigi að renna til nauðstaddra bænda, nauð- staddra frystihúsa, nauðstaddra listamanna eða nauðstaddra námsmanna — en nauðstödd náttúrufyrirbæri verða útundan. Reyndar fékkst fé í ár til lagningar göngustíga við Geysi, sem er gott mál. Aftur á móti em þingmenn nú eflaust svo ánægðir með að hafa einu sinni gert vel við þetta náttúm- djásn, að það verður erfítt að fá fé til frek- ara viðhalds þegar hellumar fara að ganga til og skekkjast. I Egyptalandi selja menn inn í pýramíd- ana. Talandi um erfingja, þá er það vel þekkt fyrirbæri að ungir lávarðar og greifar á meginlandinu, sem erfa eina eða fleiri þúsund herbergja hallir, setji upp safn og selji ferða- mönnum aðgang að ættarsetrinu til þess að geta haldið því við og minningu forfeðranna á lofti. Það er kominn tími til að menn íhugi svip- aða möguleika á íslandi. Sumir em meira að segja byijaðir á því og búnir að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Ég var í Mý- vatnssveit í síðasta mánuði og varð vitni að því er heimamenn hófu innheimtu aðgangs- eyris að Höfða, sem er afgirtur hrauntangi við vatnið, almenningsgarður og vinsæll ferðamannastaður. Ferðamönnunum fylgir auðvitað átroðningur og því miður msl líka. Fram til þessa hefur útsvarið þeirra Mývetn- inga mnnið til þess meðal annars að rækta og hreinsa Höfða fyrir ferðamennina. En nú hefur sveitarstjómin gripið til þess ráðs að láta menn borga 50 krónur inn á svæðið — og ágóðinn er nýttur til ræktunar, sorphirðu og stígagerðar. Höfundar Velvakandabréfa fengju eflaust bæði gangstíga og kamar við Gullfoss ef sami háttur yrði tekinn upp þar. í Haukadal yrði viðhald nýju gangstéttanna tryggt og ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því hvemig kapphlaupið um skattpeningana gengi í þing- sölum. Sama er að segja um Dimmuborgir í Mý- vatnssveit. Þar sá ég líka hvernig gróðurinn hefur verið troðinn niður og moldarflög kom- ið í staðinn vegna skorts á göngustígum. Landverðir í Mývatnssveit hafa lengi beðið um það að aðgangseyrir yrði heimtur af ferðamönnum í hliðinu að Dimmuborgum tii þesS að fé fáist til aðgerða á borð við þær sem að framan greinir, en Landgræðsla ríkis- ins, sem fer með stjórn svæðisins, hefur guggnað á því að taka ákvörðun. Sumt fólk, sem ég hef viðrað við þessar hugmyndir mínar um að láta gestina borga viðurgjörninginn, hefur bmgðist illa við og talað um að það sé ógestrisni við útlendinga að selja inn á íslenska náttúru og skilti og gangstígar eigi ekki heima úti í náttúrunni. Við verðum hins vegar að gera okkur ljóst að ef við ætlum að vemda djásnin okkar án þess að leggja í það peninga, verðum við hreinlega að loka ferðamannastöðunum og segja ferðamönnum að fara á Eldíjallasýn- inguna í kvikmyndahúsi í staðinn. Við getum illa án ferðamannanna verið, og þeir eru til- búnir að borga fyrir að sjá stórvirki náttúr- unnar, rétt eins og við borgum okkur inn á stórbrotin mannvirki þeirra. Þetta þykir kannski ill nauðsyn, en til annarra ráða verð- ur ekki gripið til verndar ýmsum náttúrufyrir- bæmm, sem orðin em vinsælir ferðamanna- staðir, vegna þess að það er ekki á fjár- skömmtunarmennina á Alþingi að treysta í þessum málum. Við, sem eigum að erfa landið, viljum að eigninni verði haldið við. Ölafur Þ. Stephensen LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.