Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 4
11 elgi Hjörvar fæddist 20. ágúst í Drápuhlíð í Helgafells- sveit, sonurSalómons Sigurðssonar, síðar bónda íMávahlíð íFróðárhreppi ogLaxárbakka íMiklholtshreppi, ogkonu hans Guðrúnar Sigurðardóttur frá Drápuhlíð. Hann stundaði nám í Hvítárbakkaskóla 1906—08 oglaukkenn- araprófí í Reykjavík 1910. Gaf út Skólablaðið 1919 og 1920 og með Ásgeiri Ásgeirssyni og Steingrími Arasyni 1921—1922. Aðalhöfundur GlímubókarÍSÍ1916 ogsamdiþám.a. bragðalýs- ingar íslensku glímunnar, frábærlega snjallar. Samdi Alþingismannatal með Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðamesi (1930). Tvö smásagnasöfn komu úteftirhann, Sögur (1925) og Sögur (1951). 1962 kom út eftirhann (prentað sem handrit) greinasafnið Bæjartóftir Ingólfs og 1967þættimir Konurá Sturl- ungaöld. Eftirhann liggja áprenti nokkuðá annaðhundraðgreinar, en aukþeirra flutti hann fjöldamörg erindi í útvarp, sem mörghver em ekki til í handriti. íútvarp fíutti hann líka tugi skáldsagna íeigin þýðingu úrsænsku, norsku ogdönsku, en aðeins fáarþeirra hafa veriðgefnar út. Máþó nefna BörBörson eftirJohan Falkberget, Kristínu Lafranz- dóttur eftirSigrid Undset, sem nýlega kom íannarri útgáfu, og Gróðurjarðar eftirKnut Hamsun, sem nýlega vargefín útí þriðja sinn. Helgi var formaður Rithöfundafélags íslands og síðar heiðurs- félagi þess. Helgi Hjörvar ANDRJES BERGSVEINSSON SMÁSAGA EFTIR HELGA HJÖRVAR MYNDSKREYTING EFTIR RAGNAR LÁR Báturinn flaut við bryggj- una og lyftist hægt og mjúklega fyrir sævar- gjálpinu. Hann var hvítur, með grænni rönd. Þessi bátur var nýjastur í firðinum og fegri fleytu hafði enginn maður sjeð á Austfjörðum. Heil hamingja hvfldi öll á þessum hvíta bát. Þetta var á aprfldegi, hálfleyst úr fjöllum og hafði gert jel um morguninn. Andijes Bergsteinsson gekk upp frá bátnum og stakk við. Hann hafði staurfót. Hann var í háum gúmmístígvjelum, en í bláum jakka; hann ætlaði ekki í róður. Hann var tæplega meðalmaður, knáleg- ur, þunnleitur í andliti og heldur Íítill fyrir mann að sjá. En hann var að verða mesti aflamaðurinn um alt Austurland, tuttugu og tveggja ára gamall. Hann átti skamt að ganga. Húsið hans var í brekkunni fyrir vestan bryggjuna. Hann hafði gert þar upp gamalt útihús sem faðir hans átti, breytt því í ofurlitla íbúð og nýtt heimili. Andijes Bergsteinsson haltraði síðustu sporin sín heim að húsinu. Þessi leið var eins og þráður milli tveggja heima, bátsins og hússins, eins og strengur milli sjómensk- unnar og konunnar. Öðrumegin leiðarinnar var baráttan, aflinn og vosið, hinumegin hvfldin og ástin, þetta nýja líf að eiga konu. Andijes beygði sig inn í dymar og kall- aði óþolinmóðun Jeg er farinn!... Hann ijetti sig upp, hallaði sjer að dyra- stafiium litla stund og starði hreyfingarlaus út á sjóinn. Ekkert var þar að sjá. Andijes Bergsteinsson lagði aftur af stað, sömu leið og hann kom. Hann gat stigið aftur í sporin sín í snjóföl- inu hefði hann viljað. En að öðru leyti kom aldrei neitt aftur hjeðan af. Það voru minni umskifti að sökkva í sjó- inn og vera ekki lengur til, heldur en það sem nú var orðið, síðan hann gekk hjer upp eftir áðan. En kvöl hans og svívirðing var einhvemveginn eins og utan við hann sjálf- an og honum duttu í hug margir fánýtir hlutir eins og ekkert væri að. Hann gekk hægt og þungt niður bryggjuna og öll hans ævi fram á þessa stund blasti við honum. Jón bróðir hans kom á eftir honum og gekk hratt og ljett. Sporin hans voru stælt og jöfii. Andijes gekk með þungu höggi á vinstra fótinn, hitt skrefið var hljóðlaust. Jón var fölleitur og svarthærður, fríður maður og grannvaxinn. Hann tók upp úrið þegar hann kom að Andijesi, leit á það og sagði: Verðum við nema klukkutíma? Og ekki kemur skipið fyr en klukkan fimm? Andijes gegndi því engu. Jón flekst ekki um það, en gekk áfram, hraðar en hinn, og út í bátinn. Andijes kom á eftir með hægð, leysti bátinn, slöngvaði vinstra fætinum staurbein- um inn yfir öldustokkinn, hægri fóturinn kom mjúkt og ljett á eftir. Andijes fór að öllu hægt, athugaði vjelina, kom sjer vel fyrir, leit til veðurs, setti þvínæst vjelina hægt á stað. Báturinn seig aftur á bak frá bryggjunni. Andijes horfði á sjóvota bryggjustaurana; sjórinn gjálpaði um þá; kuðungar sátu á staurunum í sjávarmálinu. Hann horfði á þetta með ekkakendum trega, en var þó ekki ljóst að hann mundi aldrei framar ýta frá þessari bryggju. Báturinn sveigði hægt til á skriðinu, uns stefnið horfði frá. Þá tók vjelin harðan rykk og báturinn öslaði út á fjörðinn, hvítur og fagur, og tók dýfur í dökkvan sjóinn. Jón sat á lestarhleranum og reykti vindl- ing. Yfir andliti hans var fáleg þijóskuró, hjúpur sem dylur sorg og gleði og hveija ávirðing. Hann var með brúna skinnhanska, forláta góða, og hann handljek vindlinginn með einhveiju frábæru iagi í fingrunum. Kaidinn stóð á bátinn þveran og Jón bretti upp frakkakragann sjer til skjóls. Hver ein- asta hreyfing hans var svo viðbjóðsleg að Andijes hrylti við. Andijes horfði ,á þetta djöfulsins óláns- grey. Honum fanst það nú maklegra en nokkru sinni fyr að föður sínum ætlaði ekki að lánast að gera hann að manni. Alt var í sölumar lagt fyrir hann, alt mátti Jón leyfa sjer, frá því þeir voru litlir drengir. Sjálfur var hann hafður í snúninga og snatt og varð að ganga undir Jóni; enginn talaði um hann; alt var Jón. Þegar móðir þeirra dó, þá vorkendu allir Jóni, sem þó var eldri. Jón var sendur í skóla og faðir þeirra hleypti sjer í skuldir hans vegna. Aldrei mintist hann einu orði á það við Andijes hvort hann langaði í skóla eða hvort hann langaði neitt. Fyrir þetta hataðist hann við föður sinn undimiðri alia tíð. Ekki fyrir því: hann hafði ekki langað burt. En það þurfti ekki að hundsa hann í öllu. Löngu seinna, þegar hann byijaði að bjarga sjer sjálfur út á sjó- inn, fór faðir hans að tala um það, eins og eftir á að hyggja, að hann ætti að taka við versluninni og öllum eignunum. Nú gat hann sjálfur átt sína verslun og allar sínar eignir og sett það alt á hausinn fyrir Jón. Hann ætlaði ekki að gera frekari kröfu en að fá þennan bát og ekki að þiggja meira. Það var best að Jón fengi að ausa hinu út eins og svín. Svo veiktist hann, átján ára gamall, og lá missirum saman, og þegar hann komst á kreik aftur var hann fatlaður. Þessi staur- fótur var síðan eins og sjerstök persóna sem var honum áhangandi, en ekki eins og hluti af honum sjálfum. Hann.sá það einusinni í augunum á föður þeirra að honum þótti þó vænt um að það var hann sem hafði orðið fyrir þessu óláni, en ekki Jón. Jón var heima á sumrin og sleikti sólskin- ið, gerði ekki handarvik, en gekk í búðina og tók þaðan hvem hlut sem honum líkaði. Þegar sumri hallaði var hann úti um haga með stelpur sem hann var að fleka. Síðan hengslaðist hann suður á haustin og þóttist ætla í háskólann, en gerði ekki annað en að Iifa eins og svín. Svona menn vom til, sem sleiktu ijómann ofan af öllu í lífinu, átu það besta frá öðr- um, táldrógu hveija stúlku og ljetu þær sækjast eftir því. Alt ilt gerðu þeir. Svo litu þessi helvíti niðiir á ærlega vinnandi menn, eins og þeir ættu alla veröldina, en hinir væru hundar. Enginn var andstyggilegri af þessum kvikindum heldur en Jón bróðir hans. í gær og fyrradag var hann fullur, og ætlaði þó suður. Nú var hann loksins að flækjast burt úr háskólanum og þóttist nú ætla til Þýskalands, til þess að halda þar áfram sama lifnaðinum. Nú ætlaði hann að fara til framandi lands og sóa arfí sínum með skækjum! En hvað það væri miklu nær að taka þessa auðnuleysingja og drepa þá hreinlega, heldur en að kosta þá land úr landi. Já — Jón ætti að drepa! „Hvítingur" var að komast út í fjarðar- kjaftinn. Hann var hvass og kaldur fyrir Gjögrið og hnitaði báruna. Báturinn fjekk smáskvettur, en þiljumar vom krapablautar eftir jelið um morguninn. Jóni var tekið að kólna; hann kom aftur á og ætlaði ofan í vjelarhúsið. Andijes stóð aftan við opið vjelarhúsið og sá upp fyrir, beint fram. Hann stýrði með vinstri hendi. Út við öldustokkinn lá ífæra úr jámi. Andijes seildist eftir henni og hjelt á henni. Hann leit framan í Jón þegar hann ætl- aði að komast framhjá honum inn í vjelar- húsið. Jón skildi nú á augnaráðinu hvað undir bjó. Hann fölnaði. Andijes sagði: Farðu hjeðan burt! Komdu ekki nálægt mjer! Jón leit á hann og ljest verða meira for- viða en hann raunar var. Hann sagði: Hvað gengur að þjer, maður! Hann leit á ífær- una. Andrjes hjelt á henni í hægri hendi, en hreyfði hana ekki. Það gengur ekkert að mjer, sagði Andij- es, og rjett í því ætlaði hann að sleppa stýri- sveifinni og ráðast á Jón, rota hann með einu höggi og drepa hann. Hann fann ein- hveija ægilega tilfinningu stíga upp frá fót- unum og læsast um sig allan eins og log- andi eitur. Hann beið eftir að Jón gæfí eitt- hvert tilefni, að hann segði eitthvað, að hann glotti, gerði eitthvað. En Jón snjeri sjer undan og gekk frá. í sama augabragði var Andijes staðráðinn hvað hann ætlaði sjer.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.