Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 5
Hann lagði frá sjer ífæruna, beygði upp
í vindinn fyrir Gjögrið, tók beina stefnu og
brá bandi um stýrisveifina. Þvínæst færði
hann sig fram með vjelarhúsinu og þangað
sem Jón stóð.
Jón varð þess var að Andijes kom og
hann snjeri sjer við. Hann varð enn hvítari
í framan. En augnatillitið harðnaði,
Andijes gekk fast að honum og sagði:
Tók jeg Kristínu nokkuð frá þjer?
Jón svaraði engu.
Andijes kom enn nær og hvæsti framan
í hann:
Tók jeg hana nokkuð frá þjer, segi jeg!
Andijes var nokkru lægri en bróðir hans
og litlu þreknari. Báturinn hjó, og þeir tóku
báðir viðbragð til að standa af sjer fallið.
Gastu ekki sjeð hana í friði! sagði Andij-
es. Hann urraði fremur en talaði.
Jeg hef ekkert gert henni, sagði nú Jón
með undanfærslu.
Það lýgur þú! öskraði Andijes framan í
hann. Allar þínar komur til okkar þessar
vikur, nú skil jeg þær, þó að þú þættist
vinur. Og þú hefur haft þitt fram! Viltu
þræta?
Jón sagði eftir stundarbið: Jeg vil ekki
þræta við vitlausan mann. Hann var þver
og tómlátur.
En Andijes sagði: Jeg er ekki eins vitlaus
og þið haldið. Jeg veit hvernig jeg hef altaf
orðið að ganga af skörum fyrir þig, alt
mitt líf. Þú hefur lifað og látið eins og þig
lysti, en jeg var settur hjá í öllu, af föður
mínum og öðrum. Jeg veit vel að Kristín
hefði heldur viljað þig, ef þú hefðir viljað
nýta hana þá. En nú var hún eitthvað sæt-
ari, þegar þú gast um leið leitt ólán yfir mig.
Andijes læsti saman öxlunum og hætti
enn við að láta til skarar skríða.
Þú veist ekki hvað þú ert að segja, mað-
ur! sagði Jón. Jeg tala ekki við þig. Hann
leit til stýrisins. Það var bundið og báturinn
stefndi nú beint til hafs. Jón lagði af stað
aftur á.
Andijes skildi hvað hann ætlaði, steig í
veg fyrir hann og sagði:
Láttu bátinn í friði! Þú snertir ekki stýrið
á þessum bát!
Jón hætti við.
Ætlarðu út í haf? spurði hann með sam-
bland af háði og beyg í röddinni.
ískyggilegt bros fór um andlitið á Andij-
esi:
Já, jeg ætla út í haf, sagði hann. Það
var einhver hryllileg gleði í röddinni. Hann
bætti við og hló stutt og kalt:
Þú sjerð aldrei land framar.
Jón leit skelfdur á hann. En Andijes stóð
grafkyr með lokuð augun og stirðnaður í
framan. Andlitið á honum var kalt og glært
eins og klaki.
Nú fyrst fann Jón að alvara væri á ferð-
um. Hann skimaði um bátinn og til lands,
eins og til að hugsa sjer úrræði.
Andijes hjelt áfram að tala með lokuðum
augum:
Jeg hef þolað alt, alt hef jeg þolað þjer!
Nú ætla jeg ekki að þola meira.
Andijesi fanst hann enn bíða eftir ein-
hverri frekari ástæðu. Hann vildi hafa
myrkrið í kringum sig og opnaði ekki aug-
un. Hann ljet sýnina renna fram í huga sjer
á ný, átök karlmanns og kvenmanns, eins
og til þess að vera ekki í neinum efa.
Báturinn tók dýfu. Andijes hrökk til og
leit upp. Jón stóð á hlið fyrir framan hann
og horfði á hann. Hann var hvítur í framan
og kaldur af nepjunni. En gamla þijóskan
og djöfulsins kæruleysið skein út úr honum
og gerði Andijes vitstola. Hann færðist
hægt nær honum.
Ertu orðinn vitlaus? sagði nú bróðir hans
og bjóst til vamar. Þeir tókust á. Báturinn
valt og þeir hentust báðir um koll. Andijes
varð ofan á, en Jón hafði hendumar lausar
og ijet hnefana ganga á höfði Andijesi eins
hart og títt og hann gat.
Andijes mjakaði sjer til og fjekk við-
spymu. Jón var í sömu svifum kominn hálf-
ur út fyrir borðið. Það fór um hann tilfinn-
ing eins og eldi hefði lostið um hann. Hann
greip báðum höndum um öldustokkinn,
krækti öðmm fæti inn fyrir, og þannig
stöðvaði hann sig. Hann kom á næsta
augnabliki vinstri olnboganum og öllum
handleggnum inn fyrir. Kaldur sjórinn gekk
um hægri fótinn og síðuna, alt upp í hand-
holið.
Hann var að hugsa um að tala, að biðja,
grátbæna. Ef hann gæti orðið laus og kom-
ist á höndunum aftur með síðunni og þar
upp, áður en Andijes gæti varnað honum
þess! En Andijes hafði takið yfir hann miðj-
an og öxlin á honum gekk inn í síðuna á
Jóni eins og þungt bjarg.
Andijes náði enn betri viðspymu í lestar-
karminn og herti á. Jón góndi á rifumar í
þilfarinu sem blöstu við augum hans og
reyndi að styrkja sig með hökunni við sjó-
blautan borðstokkinn. Takið með hægri
hendinni var honum nærri ónýtt; vinstri
handleggurinn var að dofna upp. Andijes
ýtti á jafnt og þjett og snökti.
Hugur Jóns varð alt í einu hreinn og rór
og nú skildi hann til fulls þetta ískyggilega
sem Andijes hafði sagt, og litla stund greip
hann hátíðlegur friður frammi fyrir dauðan-
um. Hann sætti sig við þetta óvænta sem
beið hans og ætlaði að tala til bróður síns
af þeim kærleika sem gagntók hann. En
Andijes snökti og stundi með lokuðum
munninum. Hann var eins og óargadýr, og
dauðinn var í andardrættinum. Jón sá þetta
snögglega fyrir sjer eins og úr ijarska:
dauðastunumar vora í þeim sem átti að lifa,
en sá sem átti að deyja var þögull og rólegur.
Vinstri handleggurinn á Jóni varð skyndi-
lega máttlaus, og þá greip hann skelfingin:
Hvað er þetta' Því gerir þú þetta! hróp-
aði hann í ofboðinu. En þetta var síðasta
augnablikið. Hann var að missa öll tök;
hann öskraði, eins og einhver væri nærri
sem hlyti að heyra.
Andijes dró andann með djúp'um sogum.
Alt í einu slepti hann takinu, fleygði sjer
niður á þiljumar og gijet hástöfum.
Jón hjekk stundarkom utan á borðinu.
Hann varð allur magnþrota af einhverri
unaðslegri tilfinning og vó sig með síðustu
kröftum inn yfir öldustokkinn. Hann var
alvotur og hattlaus, reikaði eitt tvö skref
og ljet fallast niður á grúfu á blautar þiljum-
ar.
Þama lágu þeir, báðir bræður. Andijes
gijet með ekkasogum. Hinn hafði aldrei fyr
á ævinni fundið svo óumræðilegan unað
fara um sig eins og á þessari stund.
Þeir stóðu báðir upp samtímis þegar langt
var um liðið, en litu hvoragur á annan. Jón
gekk að lestarkarminum og settist, leitaði
í bijóstvasa sínum að vindlingum, fann þá,
leitaði að eldspýtum í öllum vösum, fann
engar, hætti leitinni, en velti vindlingnum
til í munninjim og tugði hann. Skinnið var
flett af kjálkabarðinu eftir átakið við öldu-
stokkinn og blóðið lak í sífellu niður á
frakkaboðanginn. Hann þreifaði eftir vasa-
klútnum og reyndi að stöðva blóðrásina.
En þegar klúturinn var orðinn löðrandi í
blóði fleygði hann honum fyrir borð og ljet
blóðið dijúpa. Blóðrenslið var einhver innileg
staðfesting þess að hann var lifandi. Hann
var lifandi! Alt annað var einskisvert.
Báturinn stefndi til hafs. Vjelin hikstaði
með jöfnum kippum, en þeir vora komnir
mikið afleiðis.
Andijes reis hægt á fætur og gekk aftur
á. Hann sá stefnuna útundan sjer, veik stýri-
sveifinni til í bandinu, smurði yjelina og fór
höndum um hana með hægð og ró, færði
stýrisveifina enn á ný. Blóðið streymdi úr
nösunum á honum. Hann sötraði blóð-
taumana í sífellu upp í munninn og skyrpti
fyrir borð. Síðan gekk hann stórum skrefum
fram á, þar sem skinnhúfan hans lá eftir
viðureignina. Það var blóðtjörn á þiljunum
þar sem hann hafði legið. Hann setti upp
húfuna og gekk aftur á sinn stað eins og
hann væri aleinn á bátnum.
Andijes lagði kunnuglega að bryggjunni
í kaupstaðnum, öraggur og hæglátur eins
og hann átti vanda til. Hann kastaði kveðju
á þá sem á bryggjunni stóðu, steig upp úr
bátnum með landfestina og batt hann sjálf-
ur. Hann veik sjer með hægð undan allri
hjálp.
Hvenær kemur skipið? spurði hann.
Klukkan sex, er búist við, svöraðu þeir á
bryggjunni.
Andijes sagði ekki fleira. Hann fór aftur
út í bátinn, athugaði vjelina og gekk frá öllu.
Þú ert einn á, sögðu þeir á bryggjunni.
Era menn heima hjer? spurði Andijes,
án þess að gegna hinu.
Ojá, var svarað. Þeir sem ekki era á sjó.
Maður stóð á bryggjunni, leit á blóðdrefj-
amar á þiljunum og spurði:
Hefur þú verið í físki í morgun?
Það hefur einn þorskur verið blóðgaður,
sagði Andijes, eins og út í hött.
Andijes lokaði vjelarhúsinu, gekk stóram
skrefum upp bryggjuna og stakk við. Hann
gekk rakleitt upp að sýslumannshúsinu.
Hinum þótti atferli hans nýstárlegt, en
róluðu frá bátnum aftur upp í plássið.
Þá kom Jón upp úr hásetaskýlinu. Har.n
var kaldur og torkennilegur, blóðugur og
berhöfðaður. Hann gekk aðra leið frá
bryggjunni, upp að húsi læknisins.
En fijettin læsti sig óðar frá manni til
manns í kaupstaðnum, að eitthvað hefði
komið fyrir þá bræður, Bergsteinssyni.
Andijes gerði boð fyrir sýslumann. Stúlk-
an kom aftur og bauð honum að koma inn
og fá kaffi, sýslumaðurinn væri að drekka
kaffið.
Andijes neitaði boðinu og beið.
Gunnlaugur sýslumaður kom fram, stór-
vaxinn góðlegur maður, miðaldra, með
hökutopp. Hann bauð Andijesi sæti í skrif-
stofunni. Sýsluskrifarinn sat þar við borð
og skrifaði.
Hvemig stendur á yður, Andijes, að vilja
ekki kaffisopa? sagði sýslumaður. Erað þjer
ekki að koma af sjónum?
Jú, sagði Andijes. En jeg á annað erindi.
Sýslumanni brá við röddina og leit á
manninn.
Hefur nokkuð komið fyrir? spurði hann.
Ojæja, sagði Andtjes, rólega en þótta-
lega. Jeg hafði ásett mjer að drepa mann,
en hætti við það. Jeg veit ekki hvort ijett-
ara var.
Það varð dauðaþögn nokkra stund. Sýslu-
maður gaf skrifaranum bendingu; hann stóð
upp og gekk út.
Gerið þjer svo vel! sagði sýslumaður við
Andijes og bauð honum inn í herbergið inn-
ar af. Hann benti honum til sætis þegjandi
og settist andspænis honum.
Hvað erað þjer að segja; Andijes? sagði
sýslumaður.
Jeg ætlaði mjer að drepa mann, en ljet
ekki verða af því, sagði Andijes á ný, með
meiri þykkju en fyr.
Hvaða mann?
Jón Bergsteinsson.
Bróður yðar?
Já, hann er bróðir minn. Það kemur ekki
málinu við. Það er því verra.
Hvað hefur komið fyrir ykkur, Andijes
minn? sagði sýslumaður, forviða og mildur
í senn.
Jeg ætlaði að láta hann detta í sjóinn.
Jeg ætlaði að láta hann falla útbyrðis. Við
voram nú svona tveir á.
Andijes talaði höstugt og vonskulega.
Já. Já, sagði sýslumaður. En hversvegna
ætluðuð þjer að gera annað eins og þetta?
Andijes hikaði litla stund. Síðan sagði
hann í sama tón:
Hann hefur komist yfir konuna mína.
Hún er ekki konan mín lengur, bætti hann
við, eins og til þess að koma í veg fyrir
misskilning.
Sýslumaður sat lengi og þagði.
Hvar er Jón? spurði hann.
Það má djöfullinn vita! sagði Andijes.
Kom hann ekki með yður? Var þetta ekki
núna? spurði sýslumaður.
Jú, sagði Andijes.
Eftir nokkra þögn segir Andijes og leit
beint á sýslumanninn:
Jeg vil að þjer setjið ijett yfír mjer og
takið þetta fyrir. Jeg vil vita hvort jeg á
að veriia sekur eða ekki.
Það var skipunartónn í rómnum.
Jeg þarf að fínna Jón bróður yðar, sagði
sýslumaður.
Ætli hann hafi ekki farið til læknisins,
sagði Andijes stuttlega.
Var nokkuð að honum? spurði sýslumað-
ur.
Það blæddi eitthvað úr honum, hreytti
Andrjes fram.
Sýslumaður varð hljóður við. Hann bað
Andrjes að bíða og gekk fram. Hann náði
í skrifara sinn og sendi hann til að leita Jóns.
Andijes sat einn eftir og varð undarlega
hljótt um hann. Stórir rauðmálaðir skápar
stóðu með veggjunum, fullir af bókum.
Bækur með svartan kjöl stóðu í röðum í
tveimur hillum, með hvítan miða límdan á
kjölinn. Þar stóð: Stjómartíðindi, og ártölin
í röðum. í þessum bókum vora lögin, og
einhvem kvíða setti að honum. Hann rendi
augunum yfir bækumar og las: Stjómartíð-
indi 1891. Það var áður en hann fæddist.
Til hvers var hann að fæðast?
Hann fór að finna til einverannar, þó að
stundin væri ekki löng. Ætli hann fengi
ekki að vera einn gott betur, og hann hugs-
aði til laganna, en hugurinn dignaði ekki.
Hann fann nú að hann brann af þorsta,
og í því kom sýslumaður aftur inn. Andijes
leit á hann og sagði hispurslaust:
Get jeg fengið vatnssopa að drekka?
Sýslumaður fór fram og kom aftur. Stúlk-
an kom á hæla honum með stóra vatns-
könnu og glas. Andijes þreif glasið, helti
)að fult og svalg vatnið. Hann drakk þijú
glös í einum rykk.
Takk fyrir, sagði hann.
Stúlkan sá að eitthvað var að og gekk
forviða út.
Vatnið svalaði honum fram í fingurgóma.
Andijes fann undarlega hvfld og rósemi
koma yfir sig.
Hefur_ Jón fengið áverka? spurði sýslu-
maður. Áttust þið mikið ilt við?
Jeg veit það varla, sagði Andijes og var
nú mildari og rórri í máli. Hann hefur
kanski eitthvað laskast.
Rjeðst hann á yður? spurði sýslumaður.
Ónei, hann er nú ekki svo kjarkaður! sagði
Andijes, með fyrirlitning í rómnum.
Sýslumaður sat þegjandi langa stund.
Hvemig byijaði þetta? spurði hann.
Það byijaði enganveginn. Jeg ætlaði að
fleygja honum í sjóinn þegar jeg vissi alt-
saman.
' Hvenær vissuð þjer það? spurði sýslumað-
ur.
Núna. Um leið og jeg fór.
Erað þjer þá viss um að þetta sje ijett
sem þjer haldið? sagði sýslumaður.
Andijes leit niður, yfírkominn. Ef nú
væri þvi að heilsa að þetta væri ekki rjett!
Ef hnjeð á honum væri aftur heilt og aldrei
hefði neitt verið!
Sýsluskrifarinn opnaði hurðina og leit inn.
Jón er kominn hjer, sagði hann til sýslu-
mannsins.
Sýslumaður fór fram og Andijes sat aft-
ur einn. Hann heyrði að þeir gengu úr fremri
stofunni eitthvað inn í húsið. Og enn fanst
honum eins og fyr að meira væri við Jón
haft. Sýslumaðurinn fór með hann inn í fínni
stofumar.
Það leið löng stund. Sár söknuður kom
yfir hann. Hugsanir hans frá því hann gekk
niður bryggjuna heima komu nú á ný. Ó,
að þessi dagur hefði aldrei verið til!
Þessi vetur hafði verið eins og ný tilvera,
alt var nýtt og hreint og gott. Hann átti
unga konu og nýjan bát. Það var eins og
hann kannaðist við alt sem bátnum kom
við og formenskunni. Það var hann alt bú-
inn að gera sjer hugmynd um. En alt sem
konunni kom við, það kom honum á óvart,
það var alt meira og öðruvísi en hann hefði
haldið. Hún bjó um rúmið þeirra með fann-
hvítum línlökum; hann hvfldist við það eitt
að hugsa til að hátta. Hún bar honum kaffí
á bakka með hvítum dúk sem hún hafði
sjálf saumað, matinn og kökumar hafði hún
búið til. Það var ilmur og hlýja af öllu sem
hún snerti og alt breyttist í kringum hana
og varð einhvemveginn eins og hún sjálf.
Hann tók hendinni á dyrastafnum þegar
hann kom heim; það var nærri því eins og
að snerta á henni sjálfri. Einusinni um
haustið kom hann heim af sjónum; þá vora
þau nýgift. Það var blástur og sólskin og
drifhvít skyrta af henni hjekk úti á snúra
og blakti í þerrinum. Hann varð eins og
feiminn og fann þennan undursamlega
mjúkleik sem vafði sig um alla hans meðvit-
und. Hún beið hans inni við eldstóna og var
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 5