Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 17
stofuprýði og trúlega verður ofn- sverta borinn á þá, en ekki sam- bland af sóda, ösku og smjörlíki eins og áður tíðkaðist. Saf ngripir til sýnis í fremsta herbergi mun kista Skúla Magnússonar standa, áður safngripur á Þjóðminjasafninu og fleiri safngripum verður ef til vill komið fyrir í sínu rétta umhverfí í Viðeyjarstofu. Dönsk úrvalshús- gögn munu prýða stofur, en erfítt yrði að fínna húsgögn í uppruna- legum stíl og hætt við að þau yrðu lítt þægileg til setu. í ný- byggðum kjallara eða jarðhýsi undir norðanverðri stétt, eru góð snyrtiaðstaða og fatahengi fyrir gesti, en einnig er þar góð að- staða fyrir þjónustulið og forða- búr. Jarðhýsið er lagt dönskum steinflísum frá Ölandseyju og hannað í sama stíl og Viðeyjar- stofa. Elsta, íslenska kirkjuinn- réttingin Viðey var miðdepill Islands „Ég sá þessa uppbyggingu allt- af fyrir mér, frá því að ég hóf siglingar á milli lands og eyjar fyrir 18 árum,“ segir Hafsteinn fetjumaður, sem á stóran þátt í að opna útivistarsvæði Viðeyjar fyrir ferðamönnum. Og Hafsteinn bætir við: „ Viðey var miðdepill íslendinga, áður en Reykjavík byggðist upp og við hlutum fyrr eða síðar að virða þær sögulegu menjar, er eyjan gejmiir, með myndarlegri uppbyggingu. Hér var 1. stórskipabryggjan á öllu Faxaflóasvæðinu, hér var skipað upp sekkjapokum, korni, kolum og olíu til að flytja út um allt land. Meira að segja var járnbrautar- lestinni sem flutti gijót úr Eskihlíð í hafnargarða Reykjavíkur skipað upp í Viðey og flutt í smápörtum til Reykjavíkur. Frá 1819-44 var hér eina prentsmiðja landsins og mikið menningarlíf. Það var fyrst um 1943 að byggð lagðist af í Viðey. Unnið við fiskþurrkun fyrr á öldinni . Rómantískur bjarmi hvílir yfir þessari gömlu skútumynd manns við borð, en hægt er að vera með um 220 manna veislur. Viðeyjarstofuloftið gæti orðið eft- irsóttur ráðstefnusalur, með Íþykkum, upprunalegum þaksperr- um og litlum rúðum. Upp á loftið liggur stigi, hannaður eftir upp- runalegu tréverki. Gaman að virða fyrir sér upprunalegar hurðir, sem snúa skrautlegri hliðum inn í stof- ur, en þeim íburðarminni fram í gangveg. Ofnar í herbergjum eru í Viðeyjarkirkju eru smiðir að setja upp elstu upprunalegu kirkjuinnréttingu, sem til er á Is- landi. Hún er skrautlega máluð og hin sérkennilegasta. Prédikun- arstóll er einskonar himinhásæti yfír grátunum og sér þaðan beint yfir sundin. Gamlar sagnir vara eindregið við að læsa Viðeyjar- kirkju, en slíkt gæti leitt til mannskaða á sundunum. Þessi yndislega litla kirkja, einkakirkja Skúla, á örugglega eftir að verða eftirsótt fyrir brúðkaup og skírnir, en þegar er búið að panta nokkur haustbrúðkaup hjá séra Þóri Stephensen, staðarhaldara. Einn helgasti grafreitur Islands Fyrstu legsteinar, sem blasa við þegar gengið er inn í helgan grafreit, bera nöfn Gunnars Gunnarssonar skálds, hinnar dönsku eiginkonu hans, Frans- isku, og listmálarans, sonar þeirra, er ber föðurnafnið og deyr aðeins tveimur árum á eftir föður sínum. Lágt steinrið úr gömlum kantsteini girðir grafreitinn og leiðin eru fallega hlaðin úr torfí. í Viðey hafa trúlega um 3.000 manns verið bomir til moldar, en á öldum áður þótti það örugg leið til himnaríkis, ef munkamir í Við- ey sáu um síðasta spölinn. Slík helgi hvíldi yfir grafreitnum, að lík frá landi voru lauguð á Þvott- hól við Líkaflöt, áður en þau vom færð til hinstu hvíldar. Viðey færist nær Reykjavík Margir ferðamenn eiga eflaust eftir að fara í skoðunarferðir með séra Þóri Stephensen staðarhald- ara, líta við hjá Danadys á Helj- arkinn, hæsta kletti Viðeyjar, þar sem §órir ræningjar úr liði Dið- riks frá Minden vom felldir og dysjaðir og skoða jarðsögu Viðeyj- ar í bergmyndunum, en Viðey reis tvisvar úr hafi, sem eldstöð og síðar þegar jökulaldarísbráðin fór að sjatna. Vonandi á veðurfar eftir að leika við ferðamenn í Við- ey, en víða em fallegar víkur og svartar sandfjömr, hlýjar til sól- baðsiðkana. Það er á við langferð að sigla út úr borgarerli; líta höf- uðborgina handan við sundið og streitulosandi að ganga um á fá- fömum söguslóðum Viðeyjar. Ferðamannaparadís handan við sundið hefur opnast, sýnið gróðri þar nærgætni — vemdum fallegu eyjuna okkar. Viðeyjarstofa býður upp á veitingar kl.14.00- 18.00 frá mánudegi tl fimmtudags, en til kl. 23.30 föstudaga, laugardaga og sunnudaga, á tímabilinu júní til september. Veislupantanir og veitingar eru í síma 621632 og 28470. Ráðstefnupantanir eru hjá staðarhaldara i síma 680573. Viðeyjarferðir í síma 985-20099. Mikilvægast að réttar upplýsingar berist strax Nýr blaðafulltrúi er tekinn við hjá Flugleiðum — stærsta ferðaþjónustufyrirtæki á ís- landi. Ferðablaðið knúði dyra hjá Einari Sigurðssyni. Flugleiðir eins og stórt bæjarfélag Er ný stefnumótun i nýju starfi, Einar? Aðalatriðið er að réttar upplýs- ingar berist sem fyrst, til dæmis ef óþægileg mál koma upp. Flug- leiðir em eins og stórt bæjarfélag úti á landi, með um 1.700 starfs- menn er dreifast í mörgum lönd- um. Ef ijölskyldur em taldar með — eiga um 5.000 manns lífsaf- komu undir félaginu. Allt þetta fólk á heimtingu á að fá að vita hvað er að gerast í félaginu. Is- land er lítið þjóðfélag, þar sem allir vita allt um alla — þess vegna er mjög mikilvægt að svara vel fyrir félagið út á við. íbúatalan flaug innanlands — Núna er innanlandsflugið mikið til umræðu. Þeir sem gagn- rýna þjónustuna þar, benda ekki á hvaða þjónustuþætti skortir. Ef slík gagnrýni kemur upp, verður að gera sér Ijóst að hveiju hún beinist. 275.000 manns flugu inn- anlands síðasta ár — meira en öll íbúatala landsins. Við viljum þjóna þessu fólki vel og núna emm við að fara málefnalega ofan í þjón- ustuna á liðnum ámm — sögu flugsins og fleira — til að gera okkur grein fyrir hvað skortir. Fjölmiðlamaður Hvaða nám og störf hafa mótað þig? Ég var við nám í London, fjóra vetur og er með BA-gráðu í stjóm- mála- og félagsfræði. Að öðm leyti hafa íslenskir fjölmiðlar mót- að mig — eða ég þá! Ég byijaði sem blaðamaður hjá Alþýðublað- inu 1976-78, með Atla Rúnari, Gunnari Kvaran og fleirum — síðar þulur hjá Ríkisútvarpinu — fréttamaður hjá Sjónvarpinu — útvarpsstjóri hjá Bylgjunni frá 1986, byijaði þegar íslenska út- varpsfélagið var „1 mappa“, núna em þar 20-30 starfsmenn. „Spila eftir blaðamanna- eyranu!“ Finnst þér erfitt að hafa ekki starfað áður við ferða- og flug- mál? Reynsla mín úr blaðaheiminum kemur sér vel og ég er eins og Bretar segja: „Jack of all trades". Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ tækifæri til sérhæfingar og ég reyni að kynnast öllum deildum, en umsetningin er geysiflókin — hótel, ferðaskrifstofa og bílaleiga — fyrir utan söluskrifstofur og útibú, innanlands og erlendis. Það er um að gera „að spila þetta eftir blaðamannaeyranu" og spyija nógu margra spurninga! Það er oft betra að fá menn inn í gamalgróin fyrirtæki, sem spyija „AF HVERJU" — fær menn til að hugsa upp á nýtt. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.