Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 8
Sviðsmynd við upphaf óperuimar Aidu. Ótrúlegt hvað máttigera meðþessa sviðsmynd án þessþað virtust stórar breytingar. A I D A undir berum himni í Veróna Mamma vildi alltaf að ég yrði söngvari. Ég streittist á móti. Vildi verða bóndi eða út- vegsmaður. Útvegsbóndi með fullt af hest- um og hundum og saltfiskbreiður á íjöru- kambinum var minnar æskuhugsjón. Þá lék hún biðleik og fullyrti að ég yrði ágætur prestur. Að minnsta kosti myndi ég læra að tóna. Eg sá við þessu og sagði að söng- kennarinn minn í Bamaskóla Austurbæjar teldi mig hafa ágætis rödd. Það var samt ■ ekki fyrr en ég, sextán ára, hafði sungið fyrir fullu Sjálfstæðishúsinu fimmtíu og tvisvar sinnum 0 sole mio í revíu hjá Gunn- ari Eyjólfssyni og Svavari Gests, að ég lét til leiðast að fara í söngnám. Mamma var svo viljasterk. „0 mia bella Italia," sagði söngkennarinn sem þá var nýkominn til íslands eftir að hafa verið hetjutenór í La Scala, þegar tal- ið barst að útlöndum. „Ef þú verður ein- hvern tíma heppinn á lífsleiðinni þá kemst þú til Italíu." Síðan hringaði hann sinn róm- verska munn og sagði: „Slaka hálsinn, anda með þindinni og finna resonansinn út um ennisholumar og höfuðið eins og þú værir lítið barn að gráta.“ í þessu stóð í fjögur ár. Að lokum gafst hann upp, fór til Akur- eyrar og fann Kristján Jóhannsson í stað- inn. „Elsku vinur minn,“ sagði Vinzenso Maria Demetz að skilnaði. „Ég held að Tito Gobbi þurfi ekki að óttast samkeppnina. Farðu samt einhvern tíma á lífsleiðinni til Mílanó í La Scala eða til Verona í útióper- una Arena di Veror.a og reyndu að skilja hvað ég meina. Þetta undursamlega fiug sálarinnar, þegar vel er sungið og röddin kemur beint frá hjartanu." Svo tók hann hálfa tumaríuna úr Tosku að skilnaði. Oft hef ég komist til Ítalíu en aldrei til Mflanó eða Veróna. Mér hafði því aldrei tekist að uppfylla lögmálið og heyra hinn eina sanna tón á réttum stað, fyrr en ég rakst á það um daginn að hafið var beint flug til Mílanó. Nú eða aldrei hugsaði ég og dreif mig. „Komdu við í Sirmione við Gardavatn,“ ráðlagði Demetz daginn áður en ég lagði í hann. „Og fáðu þér að borða ekta ítalskan mat við fallegu fjallavötnin á Norður-Italíu. Þú verður ekki svikinn af því.“ Þessu var auðvelt að lofa. Strax við komuna til Mílanó dreif ég mig niður í bæ og komst auðvitað að raun um það að löngu var uppselt á La Scala þessa dagana, þannig að ég missti af uppfærslu á sjálfri Turandot. Hotel Sirmione gat aftur á móti bjargað miðum á Aidu í útiópemna í Veróna og listamennirnir ekki af verri endanum. Maria Chiara söng Aidu og Fior- enza Cossotto söng Amneris. Piero Cappuc- cilli söng Amonasro, konunginn söng Carlo de Bortoli, Francesco Ellero d’Artegna song æðstaprestinn og sjálfan Radames söng hetjutenórinn Franco Bonisolli. „Reyndu að vera kominn tímanlega," sagði móttökustjórinn á hótelinu. „Þú situr nefnilega í ónúmeruðum sætum og allir vilja ná í bestu sætin.“ Við vomm því mætt fyr- ir átta um kvöldið á torgið fyrir framan ópemna en sýningin hófst kl. kortér yfir níu. Mikill manngrúi beið í röðum fyrir fram- an margar inngöngudyr óperannar þegar við komum og héldum við að þetta fólk væri að bíða eftir að kaupa miða og fengum okkur því kaffi á torginu. Óperan eða Arena di Verona er tvö þús- und ára gamalt rómverskt hringleikahús þar' sem sjálfum leikvanginum hefur verið breytt í stúkusæti en einn „gaflinn" í sporöskjulag- aðri byggingunni er sviðið. Byggingin er í Amfí-stíl, sem Rómveijamir lærðu af Grikkjum og er hljómburðurinn hreint undraverður. Tugir þúsunda manna geta verið á hverri sýningu og fást sessur til þess að sitja á, því annars er það bara harð- ur steinninn sem boðið er upp á. Vel er við hæfi að ópemr skuli færðar upp í byggingu sem þessari, því upphaf ópemnnar má ein- mitt rekja til þeirrar viðleitni endurreisn- artímabilsins á Ítalíu að endurvekja gríska leikhúshefð og munu fyrstu óperurnar í slíkum stíl hafa komið fram í Flórens um aldamótin 1600. Þröngt er setið á áhorfendabekkjunum og kom á daginn að það fólk sem breið fyrir utan ópemna hafði tryggt sér bestu sætin. Þar sem sýningin sjálf er yfir fjórir klukkutímar, þá höfðu sumir vermt sæti sín á sjöttu klukkustund áður en yfir lauk. Með biðinni fyrir utan var þetta orðið gott dags- verk hjá þeim áhugasömustu. Þeir sem höfðu aftur á móti keypt sér númemð sæti niðri á gólfinu gátu þrammað beint í sæti sín fimm mínútum fyrir sýningu eða rúm- lega níu. Rétt fyrir sýningu heyrðust tvær þmmur í íjarska og fylgdi talsverður ljósagangur. Upphófst nú lífleg verslun meðp plast- regnkápur á áhorfendapöllunum, en sýningu er ekki frestað fyrr en í fulla hnefana vegna veðurs. Ekkert varð þó úr rigningunni en líklega hafa svona tíu þúsund regnkápur skipt um eigendur. Margir í númemðu sæt- unum mættu greinilega í sínu fínasta pússi og komu beint úr veislumat í ópemna. Þar sem miðinn getur farið upp í 150.000 lírar, þá er talsverðu kostað til þess að standa sig í ópemnni. Það er þó þess virði. Korter yfir níu bytjar sýningin og hlý og í borginni Veróna á Norður-Ítalíu er fornt, rómverskt hringleikahús, sem nú er notað fyrir óperuuppfærslur. Hér er sagt frá uppfærslu á Aidu eftir Verdi. Eftir GUÐLAUG TRYGGVA KARLSSON Stærsta útiópera veraldar. Fyrir miðju sjást sæti þeirra sem áttu merkt pláss og höfðu það gott á útiveitingastað meðan aðrir reyndu að tryggja sér sæti klukkustundum áður en sýningin hófst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.