Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 9
kyrr Miðjarðarhafsnóttin umlykur áhorfend- ur, á annað hundrað manna hljómsveit og um fimm hundruð listamanna sýningarinnar á Aidu. Á fyrstu upphækkun, þar sem ég sat, er mikil alþjóðastemmning. Fyrir framan mig og neðan sitja hollensk hjón og fylgjast með hverri nótu í mikilli bók, sem þau hafa á hnjánum og hefur að geyma alla óperuna frá byijun til enda. Þjóðveijarnir fyrir ofan okkur héldu lengi vel að við íslendingamir værum Svíar og vom svo himinlifandi yfir því að hafa rekist á íslendinga. Fimm Bandaríkjamenn sátu við aðra hlið okkar og hættu að þamba bjórinn sinn þegar sýn- ingin byijaði, en tveir Bretar hinum megin við okkur tóku þátt í baráttu okkar í hléinu að reyna að hreyfa okkur eitthvað. Sú bar- átta endaði reyndar úti á götu með miða upp á vasann að við mættum koma aftur inn. Líklega hafa Rómveijarnir til foma ekki selt inn á leikina og fólk farið bara út á torgið á milli uppákomanna. Nú byijaði sýningin. Radames ræðir við æðstaprestinn um stríðið við Eþíópíumenn og vindur sér síðan í hina frægu aríu Celeste Aida. Röddin er þung, vantar stuðninginn og loka háa C-ið er svona hálfgert hróp. Maðurinn er greini- lega hás eða þreyttur. Mikið vildi ég að Kristján Jóhannsson eða Garðar Cortes væru komnir. Aida og Amneris ræðast við, hver tónn eins og silfurbjalla, kristaltær. Þvílíkur unaður, þessar miklu listakonur Chiara og Cossotto standa greinilega undir nafni. Aida hellir sér í aríuna Retoma Vin- citor og allt tryllist á pöllunum. Það er klapp- að, öskrað, bravóað og stappað og Chiara hneigir sig tigin eins og göfgi raddarinnar segir til um. Radames æðir í stríðið, enda alveg að missa röddina og ekkert fyrir hann að gera annað en að beijast við Eþíópíumenn, sem stundum leika óvini sína grátt. Amneris tekur Aidu á beinið og samspil þessara miklu listakvenna verður einn af hápunktum óperunnar. Aftur verða áhorf- endur hreint vitlausir og Chiara og Cossotto fallast í faðma. Radames snýr aftur og nú hefst ein mesta skrautsýning sem undirrit- aður hefur orðið vitni að á ævinni. Fimm hundruð manna syngja, spila og dansa á sviðinu, ljósadýrðin er ótrúleg og tvö þúsund ára gömul byggingin magnar upp þessa fjögur þúsund ára sögu, sem gerist á svið- inu. Himneskar raddir Aidu og Amneris njóta sín eins og smaragður í gullinni festi og nú hafa þær fengið liðsauka í hinum unaðslega baríton Piero Cappiiccilli. Bass- arnir, kóngurinn og æðstipresturinn standa sig vel, en Radames hefur greinilega skilið það litla, sem eftir var af röddinni, eftir í Eþíópíu. í Nílarsenunni kemur hann vitlaust inn í og hoppar næstum á Aidu í fátinu. Sú hol- lenska fyrir framan mig lokar bókinni og tautar eitthvað fyrir munni sér. Cappuccilli bjargar senunni með sinni unaðslegu rödd. Radames hvæsir eitthvað út í loftið, það átti líklegast að vera ást hans á Aidu, svíkur síðan land sitt með málæðinu og er hand- tekinn. Chiöru eru greinilega öll sund lokuð vegna þess hve seinni hluti óperunnar bygg- ir á nánu samspili sópransins og tenórsins. Cossotto tekur nú öll völd á sviðinu og hápunktur óperunnar er formæling hennar á prestunum sem dæma Radames til dauða. Enn tryllast allir á áhorfendapöllunum og mezzosópraninn unaðslegi marggengur allt sviðið á enda, hneigir sig og sendir fingur- kossa. Lokaatriðið er bara „redding" Chiöru með Radames hvíslandi einhvers staðar á bak við sig. Vesalings maðurinn tók undir sig stökk í uppklappinu og hvarf af sviðinu. Hann var þó heppinn því áhorfendur voru af hinu kurteisa alþjóðataginu. Ekki eins og alsiða er á Ítalíu og frægt er þegar söngv- urum verður eitthvað á í messunni í óperu- flutningi. Sýningin byijaði með þrumum og elding- um og á ýmsu gekk i flutningnum. Oneitan- lega ber maður hana saman í hugskotinu við Aidu í litlu óperunni í Reykjavík. Sá samanburður er ekki allur okkar listamönn- um óhagstæður. „í Róm gerum við eins og Rómveijamir," segir máltækið. Aðeins í Veróna er hægt að upplifa óperu eins og í Arena di Verona. Útióperan í Róm í Terme di Caracalla er bæði minni og þó miklu meira plásk fyrir áhorfendur sem sitja á uppslegnum trébekkjum. Heit og kyrr Mið- jarðarhafsnóttin setur líka sinn brag á sýn- inguna. Nálægð áhorfendanna hvers við annan, þótt þeir komi hver frá sínu heims- hominu og tvö þúsund ára byggingin. Steinninn andar af mannkynssögunni og tekur undir með fjögur þúsund ára sögunni um ást Aidu, Radames og Amneris á Nílar- bökkum. Maðurinn er alltaf samur við sig og listin er eilíf. GUÐLAUGUR TRYGGVI KARLSSON ROLF JACOBSEN Hærra, enn hærra Hávaði Skrykkjur, bumbur, básúnur halda óttanum niðri. Hafið hátt. Ræsið þotur, þenjið glymtæki. Sparkið, stappið fyrir frelsi og frið. Hærra. Allt á útopnu. En því miður dugir þetta aðeins hið ytra, ekki hið innra. Það varir svo stutt, ekki nóttina út. Síbyljið því hávaðann: berjið bumburnar, blásið lúðrana. Hugsið ekki, öskrið, hærra, enn hærra! Húsið og hendurnar Hendumar tvær voru húsi líkar. Þær sögðu: Flyttu hingað. Ekkert regn, aldrei kalt, enginn ótti. Ég hefi búið í húsinu og mig angraði hvorki regn, kuldi né ótti, uns tíminn kom og jafnaði það við jörðu. Nú er ég á faraldsfæti á ný. Skikkja mín er skjóllítil. Hann er að ganga í hríðarveður. Bragi Sigurjónssctn íslenskaði Höfundurinn er eitt af höfuðskáldum Norömanna i nútimanum. Þýðandinn er búsettur á Akureyri Gangstéttir eru ekki alls staðar breiðar í landi söngsins. Hér .er gengið á bökk- um árinnar Arne í Flórens. Uppfærsla á óperunni Aidu í Veróna er hin mesta skrautsýning. Þessi mynd er tekin í upphafi sigurmarsins en um 500 Iistamenn taka þátt í því atriði. Glæsifákar ítölsku lögreglunnar vörðuðu leiðina að óperunni. Mikil gæsla var svæðinu auk sjúkrahjálpar ef eitthvað bæri út af meðal tugþúsunda áhorfenda. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. AGÚST 1988 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.