Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 16
Allt að verða tilbúið Hafsteinn Sveinsson á bryggjunni í Viðey - við Maríusúð verið í villimanninn hjá konungs- fulltrúanum á Bessastöðum, er hann fór rænandi og misþyrmandi um klaustur og friðsama munka. Atburður er markar þáttaskipti í Viðey, klaustrið lagðist af. Síðasti kaþólski biskupinn okkar, Jón Arason reyndi að endurreisa það með virkisbyggingu á Virkishöfða árið 1550, en örlög hans og örlög íslensku þjóðarinnar réðust við siðaskiptin. Þrjár mínútur á móti þrem klukkutímum! Og aftur siglir Maríusúð yfír Viðeyjarsund, núna knúin með nokkur hundruð hestafla vélog ferðin tekur um 3 mínútur á móti kannski þriggja klukkutíma bam- ingi í mótöldu á dögum Skúla Magnússonar, þegar mannshönd- in knúði ferjuna. Það er gaman að leika sér með ferðatíma, sem alltaf styttist á milli áfangastaða. En af hverju skyldi Skúli hafa sest að í Viðey? Voru það áhrif frá dönsku eyjunum, þar sem þótti fínt að búa á einkaeyju eða höfð- ingjaviðhorf þess tíma að fá að vera í næði? „Útilokað annað, en eyjan hafí heillað Skúla,“ segir Hafsteinn ferjumaður. „Hann hlýtur líka að hafa verið innundir hjá konunginum, til að geta byggt svo veglegt hús“, bætir Hafsteinn við. María er vemdardýrlingur Við- eyjarkirkju. I skjaldarmerki Klaustursins situr hún í Mariu- súð. Þá bjuggu allir í torf húsum Allir íslendingar bjuggu í torf- húsum, þegar Viðeyjarstofa var fullbúin 1755. Landfógetabústað- ur Skúla er elsta íslenska grágrýt- is- og sandsteinshúsið; með bind- ingsverk að dönskum sið í inn- veggjum; teiknað af konunglegum arkitekt, er teiknaði Amalienborg í Kaupmannahöfn; bylting í bygg- ingarlist á íslandi, þó aðeins sé litið til lofts í Viðeyjarstofu, þar sem enn þykir hátt til lofts, sam- anborið við bogrið í torfbæjunum er setti lengi svipmót á íslensku þjóðina. Viðeyjarstofa er vissu- lega ómetanlegur Qársjóður fyrir okkur, sem eigum aðeins örfá gömul hús. Kúmenkaffi og skrautleg- ur matseðill Eftirvæntingin er í hámarki, þegar Ferðablaðið skellti sér út í Viðey, vika til stefnu fyrir opnun. Hótel Óðinsvé, með „vinsælan forsetakokk", Gísla Thoroddsen í fararbroddi, kemur til með að sjá um veitingarekstur í Viðeyjar- stofu. „Við munum einbeitá okkur að íslenskum réttum, físki og kjöti með þjóðlegum tilbrigðum. En ráðstefnumatseðill verður hlað- borð með dönsku yfirbragði," upp- lýsir Friðrik Eysteinsson, fram- kvæmdastjóri hótelsins. Boðið verður upp á sérstaka rétti til dæmis kúmenkaffí, en kúmen vex í Viðey og var mikið notað á dög- um Skúla. „Kannski komum við líka til að nýta laxeldisstöðvarnar við Viðey, stutt fyrir kokkinn að skreppa eftir nýjum laxi út í eld- iskví,“ segir FViðrik. Á bakhlið matseðilsins, sem er hinn skraut- legasti, verður ágrip af sögu Við- eyjar og gestir mega eiga hann til minja. Stærsta eldstó á íslandi Það er vissulega ævintýralegt að undirbúa Viðeyjarveislur og forystumenn á Hótel Óðinsvéum eru fullir vilja að móta veitinga- þjónustu í samræmi við umhverfí. Flestum verður eflaust starsýnt á stærstu eldstó á íslandi, þar sem Skúli lét reykja 3-4 kindaskrokka í einu. Það yrði sannarlega sjónar- vert að sjá konur standa við stóna í búningum frá tíð Skúla og hræra í giýtupottum! Einnig væri það tilbreyt.ing í veitingaþjónustu, ef ferðamenn gætu keypt nestis- körfu til dagsútivistar í Viðey. En allt á þetta eftir að mótast. Eftirsóttur ráðstefnusalur Veitingastofur taka 72-108 Blómaborgin Glasgow Það er alltaf vinsælt að skreppa til Glasgow fyrir íslendinga. Þangað er styst að fljúga, góðar verslanir og margt að sjá og skoða í næsta umhverfi. En borgin sjálf hefur hingað til verið fremur leiðinleg iðnaðarborg. Nú eru Bretar að gera átak i að gera hana meira aðlaðandi fyrir ferðamenn og í sumar er þar mikið um dýrðir. Gamla iðnaðarborgin hefur tekið á sig ímynd Öskubusku er rís upp úr stónni og hefur breyst í blómaborgina Glasgow. Glasgow er greinilega í sviðs- ljósi hjá breskum ferðamálayfír- völdum, sem lofa þar litríkustu og stærstu uppákomunum í Bret- landi fyrir ferðamenn. Fjárfesting upp á 35 milljónir punda hefur breytt 120 ekrum af lítt áhuga- verðu svæði meðfram Clyde-fljóti í fallegar blómskrýdda garða með sýningarhöll og stóru sýningar- svæði meðfram suðurbakkanum, þar sem stór hafskip lágu við fest- ar fyrr á öldinni. Búið er byggja 240 feta turn með útsýni yfir hvelfíngamar, listiskipahöfnina og litlu tjarnimar. Mikið úi’val alþjóðlegra rétta býðst á svæðinu - enska kráin með grillinu og os- trubarnum er í gamla dæluhúsinu - skoskir réttir em í nýja Lochryn veitingahúsinu, að auki má nefna kjúkling frá Singapore og ítalskan ís. Margt verður til skemmtunar - lúðrasveitir ganga í skrúðfylk- ingum - útileikhús - aflraunir og fleira, einnig verður margt á dag- skrá á menningarsviðinu um alla borg. Sambærilegar garðsýningar vom í Liverpool 1984 og Stoke- on-Trent 1986. „Landslag og náttúmfegurð" er þema hátíðarinnar og á vel Sýningarhöllin í Glasgow. heima í þessum hluta af Skot- landi, þar sem sagnarík og falleg landsvæði em í næsta nágrenni. Það tekur aðeins tæpa klukku- stund að komast á bakka Loeh Lomond; suðvestur til Burns; eða á jaðarsvæði skoska hálendisins. Um 100 skrautgarðar verða til sýnis, allir með mismunandi áherslusvið og er uppsetning þeirra er styrkt bæði af félaga- samtökum og stómm og smáum fyrirtækjum. Einnig verða til sýn- Líkan af sýningarsvæðinu meðfram bökkum Clyde-fljótsin is skrautgarðar frá mörgum lönd- um. „Þetta eru mikilvægustu og stærstu hátíðahöld í Skotlandi síðan Glasgow-sýningin var héma fyrir 50 árum,“ sagði blaðafulltrúi sýningarinnar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.