Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 12
Victoria
Benedictsson
- rithöfundur sem þjáðist
fyrir að vera kona
rátt fyrir að kvikmyndin hafi á köflum verkað
fjarlæg og yfirborðskennd, þá vakti hún engu
að síðu sterka löngun mína 'til að kynnast
nánar ritverkum Victoriu Benedictsson og
ekki síður því lífshlaupi sem örlögin buðu
Fyrir nokkrum
mánuðum var sýnd í
sænska sjónvarpinu
tvegggja klukkustunda
löng heimildarkvikmynd
um „póstmeistarafrúna í
Hörby“, Victoriu
Benedictsson; alias
rithöfundinn Ernst
Ahlgren. Tilefnið að gerð
þessarar kvikmyndar er
að í sumar, þann 22. júlí,
voru liðin 100 ár frá
dauða þessarar merku
konu.
Eftir GUÐNA
RÚNAR AGNARSSON
Með dótturína Hilma. Myndin er frá
1878.
henni. Og í því framhaldi verð ég að segja
að þau kynni hafa á margan hátt opnað fyr-
ir mér heim konunnar, auðveldað mér að
skilja hvernig konan upplifir sjálfa sig í heimi
þar sem karlmennskan ríkir og skynja hvem-
ig konan upplifír ástina, hversu fórnfus og
óeigingjöm ást konunnar er, þegar hún fær
sína réttu næringu; vináttu, ást og heiðar-
leika. Og hvemig ást hennar breytist í ör-
væntingu og vonleysi þegar henni er ekki
svarað og hversu máttvana konan er frammi
fyrir tilfinningum sínum, hversu konan er
gersamlega á valdi þess sem hún elskar,
hvort sem sá elskar á móti eða aðeins tek-
ur, hrifsar og nýtir sér.
Victoria Benedictsson var rithöfundur í
heimi þar sem karlmaðurinn drottnaði. Hún
var kona í heimi þar sem konunni var ætlað
að vera auðsveip og undirgefin. Hún sóttist
eftir að breyta hvoru tveggja, þráði viður-
kenningu sem rithöfundur en þó fyrst og
fremst sem fullgild manneskja. Henni tókst
hið fyrra, en tíðarandinn gerði henni óhemju
erfitt fyrir að bijóta af sér þá hlekki sem
skipuðu raunverulega öllum konum á einn
bás, þar sem þær vom álitnar konur og ekk-
ert umfram það.
Og maður kenst ekki hjá því að spyija sig
hversu mikið þetta hafi í sannleika sagt
breyst á þessum 100 árum sem Victoria hef-
ur hvílt sig í danskri mold. Og ég fæ ekki
annað svar en það sé í raun harla lítið þótt
konur veljist nú til forseta eða ráðherrastóla,
því það sem virðist raunverulega skipta kon-
una öllu máli; svörun við tilfinningum sínum,
þar sýnist mér konan eiga jafn erfitt upp-
dráttar og áður.
í bókmenntasögu Svía er Victoriu Bene-
dictsson minnst sem eins úr hópi þeirra sem
kölluðust „Hin nýja Svíþjóð"; rithöfundamir
■ sem ruddu raunsæisstefnunni brautina í
sænskri menningu á áttunda áratug síðustu
aldar. Af þeim skáldum sem þar gengu fremst
hefur nafni Victoriu jafnan verið haldið hátt
lofti; af mörgum, næst á eftir August Strind-
berg.
Victoria Benedictsson var ekki afkasta-
mikill rithöfundur. Eftir liggja aðeins nokkr-
ar stærri skáldsögur, allmargar smásögur
og það sem hefur verið álitið hennar dýpsta
og mikilvægasta verk, „Stóra Bókin", dagbók
hennar sem lýsir af ótrúlegri næmni því sál-
Georg Brandea. Hann færði Victoríu
þessa mynd af sér
Victoría Benedictsson. Myndin er tekin 1888
arstríði sem því var samfara að vera kona
og upplifa ástina, sálarstríði sem ágerðist
með árunum og varð henni að lokum um
megn.
Victoria Benedictsson (fædd Bruzelius)
fæddist 6. mars 1850. Sem unglingur sýndi
Victoria ótvíræða listræna hæfíleika og er
fram liðu stundir sótti hún fast að fá
að sækja nám við Listaakademíuna í Stokk-
hólmi. Faðir hennar var hikandi en synjaði
bón hennar að lokum. Til að bijóta af sér
vald foreldranna tók hún, gegn vilja þeirra,
bónorði Christian Benedictssons póstmeistara
í smábænum Hörby á Skáni, 48 ára gamals
ekkils með fimm börn. Victoria var þá 21 árs.
Þótt Victoria kæmi til með að harma
ákvörðun sína áður en langt um leið,
reyndist hún þó stjúpbömum sínum frábær
móðir og sjálf eignaðist hún tvö böm með
póstmeistaranum. Þrátt fyrir stórt heimili
þá gaf Victoria ekki upp á bátinn sína list-
rænu þrá. Fyrst í stað var það einvörðungu
pensillinn, málverkið sem hún sinnti en smám
saman gerði hún sér grein fyrir því hversu
penninn lét vel í hendi hennar. Hún fór að
yrkja ljóð og skrifa sögur. Fyrsta saga henn-
ar birtist sem framhaldssaga í skánsku tíma-
riti og sór sig mjög I ætt við þær rómantísku
afþreyingarbókmenntir sem þá voru vinsæl-
astar. Sagan þótti ekki góð, en varð samt
mikilvægt skref á hennar braut. Hún hafði
brotist út úr þessu litla samfélagi { Hörby
og aftur varð ekki snúið.
Vendipunkturinn á rithöfundaferli Victoriu
varð árið 1881, en þá varð hún alvarlega
sjúk. Hún hafði skaðað hné sitt og upp úr
því fékk hún beinhimnubólgu sem hélt henni
að mestu rúmliggjandi næstu tvö árin. Sjúk-
dómurinn hafði afgerandi þýðingu fyrir henn-
ar líf og þroska sem rithöfundar. Victoria
losnaði við allar kröfur hjónabandsins og
hússýslustarfanna. Nú gat hún loks einbeitt
sér að sínu innra lífi og ritstörfum. Heimilið
og eiginmaðurinn hurfu algjörlega í skugg-
ann. Það var upp úr þessu sem hún skrifaði
sín bestu verk en hún skrifaði ekki undir
eigin nafni heldur skýldi sér á bak við karl-
mannsnafnið Emst Ahlgren.
Hún kom sér í bréfasambönd við nokkur
skáld sinnar samtíðar og fyrir ráð þeirra ein-
beitti hún sér að smásöguforminu, sínum
eigin raunveruleika, sinni eigin arfleifð,
lífínu á Skáni.
Smásögur hennar frá Skáni birtust í bók-
menntatímaritum og einnig kom út smásögu-
kverið Frá Skáni (1884). Hún þótti draga
upp skýra lýsingu af hinu einfalda og fá-
breytta lífi sem einkenndi skánsku lands-
byggðina, án þess að skilja undan þann safa
og þær tæru tilfinningar sem einnig var þar
að finna.
Victoria lét sér ekki nægja að sinna eigin
ritverkum. Af mikilli alúð og kappi kynnti
hún sér heimsbókmenntimar, bæði þær sem
undan voru gengnar og ekki síður þær sem
voru efst á baugi meðal samtíðarmanna.
Einkum voru það rit hinna nýju raunsæis-
skálda frá Danmörku og Noregi sem hún-
hreifst af, J.P. Jacobsen og Ibsen til að nefna
aðeins tvo höfunda og síðast en ekki síst rit
George Brandes um bókmenntir, skáld, tíðar-
andann og nýja strauma.
í september 1886 hélt Victoria yfir til
Kaupmannahafnar, til að skrifa og sækja
bókmenntafyrirlestra George Brandes. Hún
hafði um margra ára skeið haft leynilega
aðdáun á Brandes, bæði sem persónu og
bókmenntafrömuði. í þessari heimsókn til
Kaupmannahafnar hitti hún einnig Brandes
persónulega í fyrsta sinn. Þegar hún var
aftur komin yfir til Hörby um miðjan októ-
ber skrifaði hún í dagbókina sína: „Áður
fyrr var Kaupmannahöfn fyrir mér leikhús
og verslanir, nú einungis George Brandes."
Næsta ferð hennar til Kaupmannahafnar stóð
frá 9. nóvember og fram til jóla og allan
þann tíma hitti hún Brandes oft. Hann heim-
sótti hana gjaman á hótelherbergi hennar.
Þau ræddu um bókmenntir, hann sagði henni
sögur, létti á áhyggjum sínum, þau neyttu
kampavíns og vínbeija og nær jólum komu
fyrstu kossar og atlotin. Hjarta Victoríu
fylltist af George Brandes: „Þvílíkur lifandi
kraftur er í þessari spengilegu veru! Þessi
mjúki, slægi kraftur, sem ég hef alla tíð
þráð að finna hjá einhverri manneskju. Það
er andakt og aðdáun sem ég finn; ég hefst
upp úr minni venjulegu tilveru.“
Georges Brandes var umdeildur maður,
ýmist elskaður eða hataður. Meðal rithöfunda
yngri kynslóðarinnar var Brandes nánast til-
beðinn sem merkisberi nýrra hugmynda,
fremstur meðal byltingarmanna í bók-
menntaheiminum.
Victoria var ekki í einu og öllu sammála
hugmyndum Brandes, ekki hvað varðaði
hugmyndir hans um ástina, samband konu
og karls, Brandes boðaði hinn fijálsa kær-
leik, skilgreindi upp á nýtt hið karlmannlega
og hið kvenlega. Hinn raunverulegi karlmað-
ur, sagði hann, lætur sig engu skipta hver
stendur í vegi fyrir honum. Hann framfylgir
sínum markmiðum. Karlmaðurinn sýnir ekki
sitt raunverulega innra líf, hann felur það
bak við grímu. Karlmaðurinn er kænn og
hann er þrautseigur. En umfram allt hefur
hinn raunverulegi karlmaður kraft, kraft í
öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, kraft
til að knýja aðra til lags við fyrirætlanir sínar
og nota þá sem verkfæri sitt, kraft til að
fanga konu og halda henni.
Og það kvenlega? Hæfileikinn til að elska
af öllu hjarta, án tillits til siðareglna, heitt,
algjörlega með öllum sínum lífskrafti. Að
vera hugrökk, fómfús, sterk; allt fyrir ást-
ina, án afbrýði, án þess að hugsa sig um;
aðeins af því að það er eðli konunnar að elska.
Það má segja að samband George Brand-
;i