Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 19
Súputeningar í Islandsför Að hvaða ferðalöngum er leitað ítrekað hefur verið rætt um, að óvarlegt sé að byggja mat á gildi og umfangi ferðaþjónustu eingöngu á fjölda ferðamanna. Lítil og afmörkuð reynsla í síðustu viku styður þessa skoðun, en þá var undirrituð á leið frá Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Ódýrasta hótelnóttin jafnvirði þriggja mánaða launa Vélin var fullbókuð og bið- lista-farþegar urðu frá að hverfa. Ljóst var að ungum manni frá A-Evrópuríki var illa brugðið — vika var í næstu brottför hjá SAS, sem að þessu sinni var með áætlunarflug. Ungi maðurinn var ekki ferðavanur, en átti móður er starfaði hjá ríkisflugfélagi heimalandsins. Af þeirri ástæðu fékk hann farseðil að kostnaðar- lausu, en lítið var um farareyri eins og síðar kom í ljós! SAS varð ljúflega við beiðni strandaglópa að finna hótelher- bergi, en hinn ungi A-Evrópumað- ur, sem er jarðfræðinemi, hafði engin tök á að greiða hótelkostn- að. Ein nótt á flugvallarhóteli við Kastrup var jafnvirði þriggja mánaða launa — og samferða- mennimir buðust til að greiða reikninginn. Farareyrir í strætisvagna . og á tjaldsvæði! Ferðamaðurinn hafði ekki get- að aflað sér upplýsinga frá ís- landi, en hafði fengið góðar mót- tökur hjá íslenska sendiráðinu í Höfn fyrr um morguninn. Upplýs- ingabæklinga um ísland hafði hann fengið í gegnum Osló og Holland. I heimalandi hans eru gjaldeyrisyfírfærslur til ferða- manna — annarra en stjómarer- indreka — nánast útilokaðar og ferðapeningar jarðfræðinemans unga myndu í besta falli duga fyrir nokkrum strætisvagnaferð- um og tjaldsvæðaleigu! Súpuduft til tveggja vikna dvalar Jarðfræðineminn hafði því með sér þurrmat, súpuduft og tilheyr- andi, sem átti að duga í um tvær vikur. Samferðamenn komu hon- um á Flugleiðavél morguninn eft- ir, þar sem Flugleiðir samþykktu fúslega yfírtöku frímiðanna — og skildu ekki við hann fyrr en á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sú spurning hlýtur að vakna hvaða ehdurminningar eða gildi íslands- ferð hefur fyrir peningalausan A-Evrópubúa, sem sá landið áður í hillingum. í hagtölum telst vinur okkar vera einn af ferðamönnum ágústmánaðar og flokkast vafa- laust undir aukningu frá tilteknu A-Evrópulandi — og er það tvímælalaust! Áhugasamur námsmaður — ekki bakpokalýður Vinur okkar flokkast ekki und- ir neinn „lýð“ eins og stundum er tekið til orða. Þvert á móti er hann áhugasamur námsmaður, sem hefur kynnt sér sögu lands og þjóðar og er mikið búinn að hafa fyrir að komast til fyrirheitna landsins — íslands. Sú er þetta ritar telur rétt að vel sé tekið á móti slíku göngu- og bakpoka- fólki, sem oftast er ungt, áhuga- samt menntafólk. Ef það fær góð- ar móttökur og líkar dvölin vel eru þetta oft framtíðargestir, sem nýta þjónustu okkar, að loknu námi og reynslu. Að hvernig ferðamönnum leitum við? Hitt er hinsvegar ljóst, að þetta Allt í handraðanum! ágæta fólk flytur mjög takmarkað fjármagn inn í íslenska ferðaþjón- ustu og alkunna er að ofangreint dæmi er ekki einsdæmi. Og enn vakna spumingar: Að hveiju er steftit? Að hvaða viðskiptamönn- um er leitað? HVAR - HVERN- IG? Og á hvaða kunnáttu er byggt, þegar stefnan er mótuð? Hvemig sem því líður er þess að vænta, að hinum unga, kjark- mikla jarðfræðinema famist hér vel með súputeningana sína. HRÚTAFIRÐI SÍMI 95-1150 RreiðaQöiður Láttu ævintýrið rætast með því að skella þér í siglingu með EYJAFERÐUM Daglegar Flateyjar- og útsýnisferðir. Góð leiðsögn. 20 og 60 farþega hraðskreiðirbátar. 10 herbergi með eða án rúmfata í glæsilegu 125áragömlu húsi. Léttar veitingar - feröavörur. Afgreiðsla Amarflugs og Eyjaferða, s. 93-81450 Eyjaferðir og EgUshús, Stykkishólmi. r HÓPFERÐABÍLAR - ALLAR STÆRÐIR SÍMAR 82625 685055 v y Verið velkomin í 6 DAGA FJALLAFERÐIR okkar i sumar um Borgarfjörð, Kaldadal, Landmanna- laugar, Eldgjó, Skaftafell og Þórsmörk. Brottför alla mánudaga fram til 22. ágúst. VERÐ AÐEINS KR. 16.500,- Innifalið: Allur matur, tjöld, dýnur og leiðsögn. Börn fá 50% afslátt. KYNNIÐ YKKUR EINNIG12 DAGA HÁLENDISFERÐIR OKKAR I ÚLFAR JACOBSEN Feróaskrifstofa Austurslrœtl 8 - Simar 13499 & 13491 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. ÁGÚST 1988 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.