Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 10
MAÐUR HINS MÖGULEGA Fyrir teimur árum, þegar Reykjavíkurborg átti stórafmæli, var tíðnefnt nafn Skúla Magnús- sonar fógeta, sem nefndur hefur verið „faðir Reykjavíkur“. Nú er afmælisár Hafnarfjarðar og þá er vert að minnast Bjarna riddara Sívertsen, þess manns er mestur ljómi stend- ur af í sögu bæjarins. Bjami riddari var kaupmaður og útgerð- armaður í Hafnarfírði um og eftir aldamót- in 1800, einn af fyrstu íslendingunum sem tókst að koma undir sig fótunum í verslun eftir að einokunarverslun Dana var afnum- in. Bjami var maður auðsæll og á efri ámm meðal ríkustu manna íslenskra. Þó hafði hann byijað smátt, og hann vann sig upp á tímum þegar verslunaratvinna á Islandi reyndist mörgum bæði torveld og áfallasöm. Bjami komst áfram með því að nýta af skarpskyggni tækifæri breytilegra að- stæðna. Hann var maður hins mögulega á tímum sem, þrátt fyrir allt, vora famir að opna íslendingum nýja möguleika. BÓNDIÍSELVOGI Bjami Sigurðsson — síðar Sívertsen upp á dönsku — var af bændafólki, fæddur í Nesi í Selvogi 1763. Þá var einokunarversl- un Dana enn við lýði, öll verslun á íslandi rekin af einu fyrirtæki með konunglegu einkaleyfi. í sama mánuði og Bjami fæddist var um það samið að eitt umsvifamesta verslunarfyrirtæki í Kaupmannahöfn, Al- menna verslunarfélagið, tæki að sér versl- un á íslandi næstu 20 árin. Jafnframt varð Skúli Magnússon að afhenda félaginu „Inn- réttingamar" í Reykjavík, iðnfyrirtæki þau Um Bjama Sívertsen, sem nefndur var Bjami riddari og hefur þann heiður að vera kallaður ^ „faðir HafnarQarðar“. Á 200 ára afmæli bæjarins í ár er minnst þessa athafnamanns, sem varð fyrstur einstakra Islendinga til að koma undir sig fótum með verslunarrekstri eftir að einokunarverzlun Dana lauk. Eftir HELGA SKÚLA KJARTANSSON Málverk Rafns Svarfdalíns af Bjarna riddara á efri árum sem hann hafði byggt upp af stórhug og kappi en lent í kröggum með. Ur Selvogi vom samgöngur nokkrar við Hafnarfjörð, og þar vom umsvif mikil á unglingsámm Bjama sem hann hlýtur að hafa haft veður af. Danska ríkið hafði þá yfirtekið Almenna verslunarfélagið og rak á íslandi Konungsverslunina siðari, sem svo var kölluð. Hún stóð fyrir nýmælum í atvinnulífi Islendinga, ekki síst með því að gera út á fiskveiðar tugi lítilla seglskipa, og var aðaistöð útgerðarinnar í Hafnarfirði. Af Bjama Sigurðssyni segir það næst, að hann festi ráð sitt 1782, á tvítugasta árinu, og gekk að eiga Rannveigu Filippus- dóttur, bóndakonu þar úr Selvogi og hafði misst mann sinn árið áður. Hún var 38 ára að aldri, en þó ól hún Bjama a.m.k. fjögur böm á næstu átta ámm, og tvö átti hún fyrir; Bjami hafði ekki nema þrjú ár yfir stjúpson sinn. Rannveig var líklega í nokkr- um efnum, en það var ekki fágætt að stönd- ugar ekkjur giftust ungum mönnum. Einnig er sagt að Rannveig, sem var prestsdóttir, hafi verið gáfukona og vel að sér, og hafí hún kennt Bjama að lesa, skrifa og reikna. Það er kannski ekki trúlegt að gáfaður bóndasonur hafi verið ólæs fram yfír ferm- ingu, en tilsögn í skrift og reikningi var alls ekki sjálfsögð á 18. öld. Þau Rannveig hófu nú búskap, og varla hafa fyrstu árin verið þeim auðveld, því að þá gengu yfír Skaftáreldar og Móðuharð- indi, einhver harðasta raun sem íslenska þjóðin og atvinnulíf hennar hefur nokkm sinni komist í. EinokunAflétt í Móðuharðindunum varð að sjálfsögðu stórtap á íslandsversiuninni. Auk ástandsins á Islandi snemst viðskiptakjörin erlendis á verri veg fyrir verslunina. Nýir hugmynda- straumar ollu því á sama tíma, að einokun og ríkisrekstur áttu minnkandi gengi að fagna í Danmörku. Niðurstaðan varð sú árið 1786 að afnema einokunarverslun á íslandi og selja eignir Konungsverslunar- innar. Jafnframt vom stofnaðir sex kaup- staðir — þess vegna átti Reykjavík afmæli — sem verða skyldu verslunarmiðstöðvar hvers landshluta. Verslunarfrelsið, sem gilti frá 1787, var ekki algert. Þegnar Danakonungs máttu einir versla á Islandi. íslendingar sjálfir máttu reka verslun, en ekki eiga bein við- skipti við önnur ríki en Danmörku. í fyrstu var hugmyndin sú, að fastar verslanir væra á vegum „borgara" í íslensku kaup- stöðunum, sem máttu hafa útibú hvarvetna í viðkomandi landshluta. En auk þess var leyfð verslun lausakaupmanna sem máttu sigla milli hafna og selja vömr sínar að vild. Hafnarfjörður 1835. Myndina teiknaði E. Robert. Vert er að hafa í huga að listamaðurinn hefur fært hraunið norðanmegin fjarðarins í stílinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.