Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.1988, Blaðsíða 6
með hvíta hlýrasvuntu, í dropóttum kjól. Hann hafði fyrir vana að þvo sjer úr sjónum og þerra sig á vjelartvisti til þess að koma ævinlega hreinn heim. Nú fleygði hann af sjer stígvjelunum, úlpunni, peysunni, eins og til þess að komast nær henni, vafði hana að sjer og bældi sig að henni. Hann kysti hana ekki, en svalg í sig ylinn frá líkama hennar. Hún kafroðnaði og augun urðu stór og skær. Hún strauk á honum hárið og hún var mjúk og heit af æsku og kærleika. Hún fylgdi honum á sjóinn og veik aldrei úr huga hans. Þegar hann rakti út lóðina var hún líka með í verki. Hún hafði beitt lóðina og lagt niður hvem öngul, og lóðin raktist betur en þó hann hefði sjálfur gert það. Það var kalt að beita þegar vetraði og hann vildi ekki láta hana eiga við þetta. En ekki var við annað komandi en hún gerði það, eins og hinar konumar fyrir sína menn. Honum þótti innilega vænt um það; undimiðri var hann þess viss að hann fískaði betur, ef hún hafði farið höndum um lóð- ina, og henni þakkaði hann allan afla sinn og hepni í vetur. Hennar lán Var með honum í öllu. Svo kom Jón heim eftir nýárið. Hann þóttist ætla að lesa heima, en ranglaði hjer og þar og var fullur. Svo byijaði hann að hengslast öllum stundum hjá þeim Kristínu og var þá óvenju glaður og upprifínn. Einusinni þegar Andrjes kom af sjónum og var að drekka kaffíð sagði hann við Kristínu: Það fóm tvær lóðir hjá mjer í eina flækju- bendu. Þú hefur verið eitthvað annars hug- ar við að beita. Kristín hló. Það lá að! sagði hún. Jón vildi endilega ieggja niður. Þetta sagði jeg, að svona færi! Var hann að beita með þjer? sagði Andij- es, heldur lágt. Þá bar nýrra við, ef hann var að vinna verk til gagns, hugsaði hann. En djúpt í huga sjer hafði Andijes á þeirri stund veður af því, að minna sakaði þó að Jón flækti lóðina, ef ekki yrði neitt sem verra var. En eftir það var eitthvað í kringum hann, eitthvað sem hann gat ekki gert sjer grein fyrir hvað var og ekki losnað við. En nú var alt auðskilið. Stundum varð Kristín skyndilega annars hugar þar sem hún sat, gleymdi sjer og varð raunaleg. Stundum varð hún alt í einu svo innilega blíð við hann og áíjáð. Einusinni var sem ljós rynni upp fyrir honum og hjartað í hon- um hrökk til. Hann lá lengi glaðvakandi þegar þau vom háttuð um kvöldið og blóðið í honum ólgaði með undarlegri sorgbland- inni tilhlökkun. Hann setti hana sjer fyrir sjónir, þunga á sjer og torkennilega í fram- an. Hún var að sofna, en hann gat með engu móti sagt það sem hann vildi. Loks fór hann þó að tala vð hana: Heyrðu, sagði hann, og svo kunni hann engin orð. Hann snjeri henni að sjer og spurði lágt og klaufa- lega. Hún svaraði dræmt einhveijum óljós- um orðum. Þú skilur mig ekki, sagði hann, og svo spurði hann beinlínis. Þá glaðvakn- aði hún og reis upp til hálfs. Nei, ekki held jeg það! sagði hún undrandi. Hjelstu það! sagði hún svo, hægt og lágt, og vildi sofa. Nú vissi hann að á þeirri stundu hafði hún verið að ljúga og svíkja; þá var hún orðin sek. Síðan var alt eitthvað undarlegt. Honum var þvínær á hverri stundu eins og hann fyndi á sjer áhlaupsveður. En hann vissi ekkert hvað þetta var og þau vom hvort öðm góð og betri en nokkm sinni fyr. Svo gekk hann upp frá bátnum þegar honum fór að leiðast eftir Jóni. Hann gat ekki verið að hanga yfir þessum flutningi í allan dag. Hann var þá eins grandlaus og nokkur maður gat verið. Hann leit gegnum eldhúsið, inn í stöfuna. Hann sá konuna sína, hvemig hún ljet djöfuls flagarann beita sig aflsmunum, háma sig. Þetta var ekki í fyrsta sinn að hún ljet taka svona á sjer, hún er búin að ofurselja sig áður ... og hann var sjálfur nýbúinn að kveðja hana og kyssa hana. Andijes hjelst ekki við. Hann stóð upp og fór að ganga um gólf, fram og aftur. Var alt kvenfólk svona andstyggilega laus- látt og falskt? Var engin manneskja trú? Hafði móðir hans þá líka verið svona þegar hún var ung? Sál hans varð köld af hatri til Kristínar, að hafa snúið öllu lífí þeirra í ógæfu fyrir einri 8amviskulausan hund. Gunnlaugur sýslumaður kom inn til hans aftur. Hann var miklu glaðari á svipinn en fyr. Jón bróðir yðar vill nú lítið úr þessu gera öllu saman, sagði hann. Hann bætti við: Mjer skilst að þetta sje eitthvert fljótræði af yður, Andijes minn. Jeg skil, að hann vilji lítið úr öllu gera! sagði Andijes, ævareiður, en þó stiltur. Hann ætlar víst ekki að fara að taka afleið- ingunum af sínum verkum fremur en fyr! Andrjesi fanst nú eins og einhver síðasti vonameisti hefði sloknað. Nú var alt úti, allur efí, alt. Nú fann hann að hann skiidi þetta alt ijett og vissi ijett. Augu hans höfðu opnast til fulls. Jón vildi ekkert úr neinu gera, breiða fals og hræsni yfír alt og hundast burt. Þó að Jón væri huglaust kvikindi, þá hefði þó einhver mannslund vaknað í honum við aðra eins meðferð, ef hann hefði nokkra afsökun og nokkuð ann- að en sektina og samviskubitið. Andijes snjeri sjer að sýslumanni og sagði, og það var heimtufrekja í röddinni: Jeg vil vita hvort jeg á að verða sekur eða ekki. Jeg get ekki sagt um það, svaraði sýslu- maður hægt, og var sem þyknaði í honum. Jón bróðir yðar vill ekki kæra yfír neinu. Það er ekkert að honum, nema hann segist hafa rekið sig á og hrumlast í framan. Það verður þá víst ekki um neina sök að ræða. Jeg ætlaði að drepa hann, sagði Andijes og vildi ekki láta undan. Og jeg veit ekki nema jeg geri það enn. Sýslumanni hnykti við. Jeg vona, Andijes minn, að þjer hafíð alla aðgæslu á yður og að þjer athugið vel alt sem þjer gerið. Hugsið þjer yður vel um, hvort þetta er ekki einhver misskilningur og fljótræði, eins og bróðir yðar segir. Andijes var orðinn svo ieiður á þessu bróðurstagii í sýslumanni að hann þoldi það ekki lengur. Þjer ætlið að trúa öðram eins lygara! hreytti hann fram. Sýslumanni fjell illa þessi rosti. En þó sagði hann í mildum róm: Þjer erað ungur og óreyndur í lífínu, Andijes minn. Öllum getur okkur skjátlast. Andijes svaraði þessu engu. Hann kom nær sýslumanni. Má jeg yðar vegna fara með skipinu í kvöld? spurði hann. Hvert ætlið þjer, Andijes? Burt. Hvemig getið þjer farið svona frá öllu saman? sagði sýslumaður. Það er frá litlu að fara úr þessu, sagði Andijes stuttlega. Hann sagði enn og sinti engu öðra: Má jeg fara yðar vegna? Vegna föður yðar að minsta kosti væri mjer skapi næst að banna yður það, sagði sýslumaður. Þjer skuluð þá gera annaðhvort undir eins, sagði Andijes. Þjer skuluð annaðhvort taka mig fastan eða láta mig fara. Það var ekkert lát á honum, og sýslu- manni fanst í svip broslegt að sjá þennan ungiing standa þama og skipa sjer fyrir. Hann gagði ekki neitt við þessu. En jeg geri yður aðvart um það, hjelt Andijes áfram, að láta ekki Jón fara með þessu skipi. Við komum þá ekki báðir lif- andi fram, ef jeg sje hann þar. Jeg geri yður aðvart um þetta. Sýslumaður undraðist að Andijesi virtist nú rannin reiðin og þó talaði hann svo. En örlög mannsins sjálfs vora honum nú ríkust í hug. Frammi fyrir honum stóð fatlaður sjómaður, þokkalega búinn, en heldur veiga- lítill, merktur af ógæfunni. Sýslumaður gekk að Andijesi og lagði höndina á öxl hans. Andijes var eins og drengur frammi fyrir honum. Má jeg ekki segja við þig eitt orð sem vinur þinn og vinur föður þíns, sagði hann. Það sem þú gerir ungur áttu að búa við alt þitt líf, til dauðans. Gáðu vel að þvi sem þú gerir í dag. Sýslumaður var hrærður og göfugur í máii. Andijes leit upp til hans og hlýnaði á svipinn. Þú átt unga og indæla konu, Andijes vinur minn. Ennþá áttu hana og enn má bæta alt og græða, þó að einhver misskiln- ingur sje nú í dag. Gættu þín vel, að þú hafír hvorki hana i\je aðra fyrir rangri sök. Gerðu ekki neitt sem getur orðið ykkur báðum til hörmungar meðan þið lifíð. Andijes horfði á sýslumanninn með ægi- iegri rósemi: Jeg hef ekki gert það sem verður okkur til hörmungar, sagði hann. Gunnlaugi sýslumanni fanst sem hann stæði undir þverhnfptu fjalli. Hann hafði ætlað að ýta fjallinu úr stað og hörfaði ósjálfrátt aftur á bak. En Andijes Berg- steinsson sagði, fast og kalt: Jeg á enga konu framar. Jeg ætla ekki að leggja mjer til munns hundjetnar leifar. Stafsetningu höfundar er haldiö. KRISTÍN REYNISDÓTTIR Eyja Hvað ef aðeins væri ein eyja í heiminum allt væri ólgandi haf hvað þá? Ef aðeins væri ein eyja í heiminum ein lítil eyja og þú einn allt væri ólgandi haf hvað þá? Hvert myndir þú flýja? Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka. MÁNI SVANSSON Treginn Þegar treginn er orðinn í líkamsstærð ertu kanski líkur stóru úthafi & risaöldurnar sem bera þig út úr hjartanu eru alltof stórar & þú bítur i ströndina eins & samloku & þú urrar eins & síðasti lifandi eitthvað & þú heyrir hljóðfall tónanna þegar veröldin segir þér síðustu leyndardómsfullu orðin Höfundur er ungur Reykvíkingur. --------------------------- ÁSDÍS J. ÁSTRÁÐSDÓTTIR Stefán Freyr Litli anginn minn Augun þín eru eins og skærar stjömur Kinnar þínar ijómabollur Munnurinn sætari en sykur Þú sjálfur IftiII engill sem Guð hefur sent til okkar. Höfundur er nemandi í Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.