Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Side 2
Leitinað
hollustunni
- fyrirtækin
og vísindin
EftirÓLAF
SIGURÐSSON
arkaðsstjórar vilja að hlutimir gerist hratt
og nota vísindalegar niðurstöður til fram-
dráttar þeim matvælum sem þeir eru að
selja,“ sagði David McCarron, einn af stjóm-
endum þeirrar deildar Oregon-næringar-
fræðiháskólans sem fæst við rannsóknir á
nýma- og háþrýstingssjúkdómum.
„En ef þeir flýta sér um of, þá eiga fyrir-
tækin málssókn á hættu og geta fengið á
sig háar fjárkröfur fyrir það að ganga of
langt í hollustufullyrðingum."
A ráðstefnu um næringar- og matvæla-
fræði í Chicago í aprfl á þessu ári voru
þessi mál rædd af ýmsum sérfræðingum
úr iðnaði og vísndamönnum.
Ef hollustufullyrðingar eigi að standast
þarf að uppfylla nokkur skilyrði að mati
MacCarrons':
• Faraldsfræðilegar rannsóknir verða að
sýna fram á tengls fæðu og heilsu.
• Rannsóknir á fólki verða að sýna fram
á tengsl fæðunnar og sjúkdómsins (ein
rannsókn er ekki nóg).
• Skilgreina þarf hvaða hópar koma til
með að njóta góðs eða bíða tjón af því
að breyta eftir hollustufullyrðingunum.
• Að síðustu þarf að fínna hvaða efna-
ferli liggja til grundvailar því að tiltek-
inn fæðuþáttur geti orðið til góðs.
David McCarron hefur á undanfömum
árum komið af stað miklum umræðum með-
al næringarfræðinga í Bandaríkjunum og
víðar vegna rannsókna sinna á áhrifum
kalks á háþrýsting. Hann hefur ráðist að
kjama þeirrar kenningar að minni salt-
neysla og mikil treflaefnaneysla eigi að vera
holl.
Þrátt fyrir þá almennu skoðun að salt
(natríum) í fæðunni valdi háþrýstingi, hafa
rannsóknir sýnt fram á að fólk getur bmgð-
ist mjög miskjafnlega við saltneyslu.
McCarron vitnaði í rannsókn þar sem
mikil saltneysla tengdist lágum blóðþrýst-
ingi hjá sumum einstaklingum. Sumir, sem
vom á fæði sem innihélt minna salt vora
með hærri blóðþrýsting. Rannsókn frá Nýja
Sjálandi sem var framkvæmd undir mjög
nákvæmu eftirliti, sýndi engin tengsl milli
saltneyslu og háþrýstings.
„Á að leyfa hollustufullyrðingar sem
byggjast á þessum rannsóknum," spurði
McCarron ráðstefnugesti.
Hann sagði einni að meta þyrfti áhrif
salts (natríums) á blóðþrýsting í tengslum
við aðra þætti f fæðunni eins og kalíum og
kalk. Sýnt hefur verið fram á að bæði þessi
steinefni hafa áhrif á háþrýsting.
Samkvæmt því sem McCarron hefur áður
sagt hafa 24 af 25 rannsóknum stutt þá
tilgátu að kalk í fæðu geti lækkað blóð-
þrýsting ef nægilegt salt var í fæðunni.
„Matvæli sem innihalda lftið salt ganga
ekki vel. Þessar vömr geta verið varasamar
fyrir suma einstaklinga.
við höfum gleymt því að líkaminn getur
losað okkur við ofgnótt af ýmsum fæðuþátt-
Matvælaframleiðendur hafa i æ ríkari mæli leitað til vísindanna. hafa niðurstöð-
ur rannsókna á hollustugildi matvæla leitt ýmsar nýjungar i Ijós, sem gagnast
neytendum ekki síður en framleiðendum.
um, við em alltof upptekinn af því að borða
ekki mikið af þessu og hinu. Við megum
ekki gleyma því að slíkt getur leitt til skorts.
Við þurfum að ræða mataræðið í heild ekki
einstaka fæðuþætti" sagði McCarron.
ÁHRIFHOLLUSTU-
FULLYRÐINGA
Þrátt fyrir að sala hafí aukist vemlega
á skyndimat vestan hafs þá em neytendur
þar meðvitaðir um mataræðið.
í neytendakönnun sem General Mills-
fyrirtækið stjómaði sögðu 89% neytenda
þá langaði til að vera með hollan mat á
boðstólum. 30% þeirra trúðu því að sum
matvæli væm slæm eða óholl og 53% kváð-
ust hafa breytt mataræðinu til hins betra.
Samkvæmt einum talsmanna General
Mills em neytendur mjög mglaðir í ríminu
hvað varðar flókin kolvetni (sterkja eða
mjölvi og trefjaefni.) Margir virðast telja
að sterkja sé fítandi. Aftur á móti töldu 90%
aðspurðra í könnuninni að treflaefni væm
holl.
Það er því ljóst að margt er enn ógert í
því að fræða almenning þarlendis um heilsu-
fræði. Til dæmis má nefna að heildarsala á
sykur-, fítu- og saltríkum matvælum hefur
ekki minnkað undanfarin ár þrátt fyrir það
að 53% aðspurðra segðust hafa breytt mat-
aræðinu til hins bera. Einnig er talið að
engin matvæii séu beinlfnis óhoil, aðeins
ofneysla þeirra.
MJÓLKURVÖRUR
Mjólkurvömr era dæmigerð vara sem er
f senn holl og óholl. Varað er við fítunni
og kólestróli, en samt innihalda þær gnægð
steinefna og vftamína. í samanburði við
appelsínusafa hefiir mjólk yfírhöndina hvað
varðar meira magn bætiefna í fleiri skipti
eða í sex af hveijum tíu. Það segir þó ekki
alla söguna því hvort tveggja er nauðsyn-
legt.
Mjólkuriðnaðurinn hefur einnig leitað
aðstoðar vísindamanna við að „fínna holl-
ustuna". Ýmsar mjög merkar nýjungar hafa
komið fram á þeim vettvangi. Tekist hefur
að sýna fram á að stuttar og einómettaðar
fítusýmr í smjörfítu hafí jákvæð áhrif fyrir
böm, geijaðar mjólkurvömr hafa áhrif á
sýkla, tengjast lækkun ristilkrabbameins og
kólesteróls og draga úr mjólkursykuróþoli.
Aðrar mjólkurvömr hafa ýmis önnur jákvæð
áhrif eins og sumir ostar, sem vinna á tann-
sýklum. Sumt af þessum umdeildu atriðum
hefur tekist að „sanna" eins og t.d. örvem-
talningar geta borið vott um. Annað er
umdeilt og mun sjálfsagt vera það næstu
áratugina.
Fitu- Og Kjötiðnaðurinn
Fituiðnaðurinn á sjálfsagt vinninginn í
því að „eiga umræðuna" að margra mati.
Fiskolíur hafa fengið mikla umflöllun í
umræðu næringarfræðinga og leikmanna.
Rannsóknir á hlutverki fítusýra, sem kostað-
ar hafa verið af framleiðendum, hafa leitt
ýmsa hluti í ljós, sem hefðu eflaust verið
síðar á ferðinni ef fjármagnið hefði ekki
verið til staðar þá.
Má vænta nýjunga um fitur af öllum teg-
undum og gerðum í næstu framtíð.
Kjötiðnaðurinn í Bandarikjunum virðist
vera að gera það sama og mun sjálfsagt
leggja sitt af mörkum til umræðunnar um
heilsufræði. Viðbrögð þessa iðnaðar við
vamaðarorðum yfírvalda um óhollustu mett-
aðrar fítu og kólesteróls hafa verið þau að
fítuskera kjötið meira, fylgjast vel með
gæðum þess, þróa farsvömr með litlu fítu-
innihaldi en miklu af flóknum kolvetnum,
þróa fóðmnaraðferðir til að auka hlut
ýmissa bætiefna í kjötinu o.fl.
VONANDIÖLLUM TlL HEILLA
Vissulega ber að fagna því að framleiðslu-
fyrirtækin skuii styrkja gmndvallarrann-
sóknir svo dyggilega. Er það mikil lyftistönd
fyrir ýmsar rannsóknir í næringarfræði og
tækni. Matvælin em mikilvæg tengsl við
tæknibyltingu síðustu ára þar sem ný vísindi
og tækni snertir okkur hvað mest á því
sviði. Það er því vonandi að sérfræðingunum
takist að koma vamaðarorðum að í umræð-
unni um hollustufullyrðingar fyrirtækjanna
svo samstarf iðnaðar og vísinda verði með
sem bestum hætti okkur öllum til heilla.
Höfundur er matvælafrseðingur.