Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Page 6
Málverk Eugene Delacroix, Frelsisgyðjan leiðir fólkið, var að vísu máluð árið 1831, en virðist samt hafa falið í sér spásögn
um þá þjóðfélagsbyltingu, sem í vændum var í Frakklandi.
Napóleon og franska
stj órnarbyltingin
Gegn múgæði og aftökum - en fékk litlu áorkað
ur að vagninum, benti á silkihatt Maríu-
Önnu og gargaði: „Aristókratar! Drepum
aristókratana!"
„Við erum ekki frekar aristókratar en
þið,“ hrópaði Napóleon, þreif hattinn af
höfði systur sinnar og kastaði honum til
múgsins, sem rak upp fagnaðargól.
Þáttaskil í Frakklandi
Orrustan við Valmy breytti enn einu sinni
ástandinu í Frakklandi. Frakkar sigruðu
prússneska og austurríska heri 20. septem-
ber og sigurinn sýndi Frökkum að vannærð-
ur og illa búinn her sem var haldinn eld-
móði hugsjónar og föðurlandsástar gat sigr-
að vel búinn og agaðan atvinnuher. Með
þessum sigri urðu þáttaskil í Frakklandi.
Napóleon kom til Korsíku í október og
til þess að geðjast löggjafarþinginu, sem
-þótti lítið kveða að byltingaráhuga Korsíku-
manna, var ákveðið af Paoli og stjómendum
eyjarinnar að herferð skyldi farin til eyja
sem tilheyrðu Sardiníu, sem var hluti ríkis
Viktors Amadeus konungs í Piedmont, sem
var bandamaður Austurríkis. Eyjar þessar
voru byggðar korsískum hjarðmönnum og
fiskimönnum. Napóleon og liðsveit hans var
send í þennan leiðangur, yfirforinginn var
stuðningsmaður Paols. Svo fór að leiðangur-
inn mistókst. Nokkmm dögum eftir heim-
komuna munaði minnstu að nokkrir sjómenn
frá Marseille hengdu Napóleon, aðvífandi
liðsmenn úr herdeild hans björguðu honum.
Paoli ætlaði sér alls ekki að ganga erinda
löggjafarþingsins, hann stefni að sjálfstæði
Korsíku og svo fór að það skarst í odda
milli Napóleons og Luciens bróður hans og
Paolis hinsvegar, það kom til vopnaðra
átaka, Napóleon réðst á virki Ajaccio, en
árásin tókst ekki og tilraunir hans til þess
að vinna Korsíkubúa á sitt band mistókust.
Lyktimar urðu þær að Paoli stjómaði
Korsíku undir hervemd enska flotans til
1796. Ætt Buonaparta var gerð útlæg frá
eynni, „dæmd til eilífrar útskúfunar og
svívirða hennar skyldi ætíð uppi vera“.
Snemma í september hófust septembermorðin,
sem byltingarmenn kölluðu „hreinsun fangel-
sanna“. Skipulagðir morðingjahópar réðust inn
í fangelsin og myrtu þá fanga, sem voru taldir
hættulegir þjóðinni. Morðingjarnir voru einkum
slátrarar og slátrarasveinar, iðnaðarmenn
og iðnsveinar, smákaupmenn og dtjúgur
hópur starfandi glæpamanna, morðingja og
þjófa. Samsafn dreggja þjóðfélagsins og
smáborgara og verkalýðs.
Frumkvæðið að þessum viðbjóðslegu
morðum áttu hugmyndafræðingamir og
Jakobínar, sem um þessar mundir hvöttu
óspart til morða, illvirkja og rána í nafni
„þjóðarinnar, frelsisins og jafnréttisins".
Viðbrögð Napóleons við múgsefjun og mú-
gæði vora afdráttarlaus, hann bæði hataði
og óttaðist þetta „marghöfðaða villidýr".
Napóleon hafði komið til Parísar þetta vor
til þess að hreinsa sig af ákæram, sem á
hann voru bomar af andstæðingum hans á
Korsíku, sem honum tókst og var jafnframt
hækkaður í tign innan hersins.
ÓVINIR Þ JÓÐARINNAR
Eftir því sem leið á sumarið 1792 skerpt-
ust pólitískar andstæður á Frakklandi. Tek-
ið var að líta á aristókratíið sem óvini þjóðar-
innar, prestana enn frekar og konunginn
sem svikara, eftir að styijöldin við Prússa
hófst. 16. ágúst var Saint-Cyr, kvennaskóla
ætluðum stúlkum af aðalsættum, lokað.
Systir Napóleons, María-Anna, var nemandi
í þessum skóla og því hlaut Napóleon að
koma systur sinni sem fyrst heim. Það var
ekki nóg með að múgæði hefði gripið um
sig í borginni, nú streymdi til borgarinnar
lið úr ýmsum héruðum og borgum Frakk-
lands, sem var ýmist talið til sannra föður-
landsvina eða ótíndur raslaralýður, sem
væri til alls vís. Liðsveitin frá Marseille var
einkum áberandi þar sem hún fór syngjandi
„Marseillaise", hinn nýja þjóðsöng Frakka
eftir Rouget de Lisle.
Flóttamaður Kemur
SérFyrir
Með þessum atburðum lýkur öllum til-
raunum Napóleons til þess að verða mál-
svari og leiðtogi Korsíkumanna. Framtíðin
beið hans í Frakklandi, og hann gerði sér
það fyllilega ljóst. Hann áttar sig á mýraljós-
um hugmyndafræðinganna og byltingar-
hugsjónunum. Hann kastar trúnni á goð
æsku sinnar, hann þykist vita að ótti, for-
dild og hagsmunir ráði gjörðum mannanna
og hann ákveður að þjóna stjóminni í París,
um annað var ekki að velja.
Löngu síðar: Napóleon fór hina mestu sneypuför með her sinn austur til Rúss-
lands 1812 og áform hafði hann um innrás í Bretland. Gerðar voru teikningar
af hjólaskipum til að flytja herinn yfír Ermarsund og þættu þetta fyndin hemaðar-
tæki nú á dögum. Þessi áætlun komst þó ekki lengra en á teikniborðið.
Flóttafjölskyldan Naþóleon, systkini hans
og móðir hans, setjast fyrst að í Toulon og
síðar í Marseille og það kom í hlut Napó-
leons að sjá henni farborða, sem hann gerði
af korsískri frændrækni.
Frakkland hafði verið lýst lýðveldi seint
í september 1792. Línumar taka að skerp-
ast á hinu nýkjörna þjóðþingi milli hægri
og vinstri manna, Gírondína og Jakobína.
Jakobínar unnu að því að tengja borgaraleg
réttindi, sem unnist höfðu í byltingunni,
efnahagslegu jafnrétti og öryggi. Gírondínar
töldu eignarréttinn undirstöðu borgaralegra
réttinda svo og athafnafrelsi. Jakobínar litu
svo á að uppreisnarástand innanlands og
yfírvofandi innrásir hlytu að auka afskipti
ríkisins af efnahagslífinu og takmarka at-
hafnafrelsi og eignarrétt. Þeir róttækustu
meðal Jakobína kröfðust afnáms eignarrétt-
ar einstaklinga á framleiðslutækjum og jarð-
eignum. Harðar deilur urðu um örlög kon-
ungs. Gírondínar vildu bjarga lífi hans en
Jakobínar kröfðust dauðadóms. Hann var
tekinn af lífi 21. janúar 1793.
2. hluti
Þetta voru óskaplegir
tímar í Frakklandi.
Napóleon var hermaður
af lífi og sál og slyngur
stjórnandi, en hann
hataði og óttaðist
múgseQun og múgæði og
varð jafnvel
tortryggilegur vegna
þess.
eftir SIGLAUG
BRYNLEIFSSON
María-Anna var nú 15 ára gömul og fram-
koma hennar og málfar bar augljósan vott
um þá siðfágun og reisn sem nægði til þess
að lýðurinn hefði hengt hana í fyrsta ljósa-
staur hefði hún hætt sér út á götu án fylgd-
ar.
Napóleon sótti systur sína til Saint-Cyr
og þau fóru til Parísar, þar sem hann bauð
henni í Óperuna. Maríu-Önnu hafi verið
kennt það í skólanum, að óperar væru ekki
við hæfi kristins fólks, jafnvel eitt af spil-
verkum djöfulsins. Hún tók það ráð fyrst í
stað að loka augunum, en þegar leið á ann-
an þátt tók Napóleon eftir því að hún hafði
opnað augun og virtist skemmta sér vel.
Napóleon og María-Anna héldu síðan með
póstvagninum heimleiðis. Alls staðar þar
sem þau stigu út á leiðinni mátti greina
tortryggni meðal íbúa þorpa og borga, sem
þyrptust að póstvagninum eins og tíðkaðist.
Eftirlitslið Jakobína-klúbbanna á hverjum
stað fylgdist grannt með öllum ferðum
manna og þegar þau systkin stigu út úr
vagninum í Marseille þyrptist ógnandi múg-
6