Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1988, Síða 9
Ríkarður Jónsson og kona hans María Ólafsdóttir frá Dallandi.
,Ríkarður vinur minn
notar tálguhníf
og berar hendurnar“
egar nafn Ríkarðs Jónssonar er nefnt, eða ber
fyrir augu á blaði, fer það allt eftir aldri manna
hver viðbrögð verða. Miðaldra borgarar og
roskið fóik man Ríkarð vel. Hann setti svip á
umhverfi sitt hvar sem hann fór, ekki bara
RÍKARÐUR JÓNSSON
fæddist fyrir 100 árum á
Strýtu í Hamarsfirði og
varð þjóðkunnur fyrir
myndskurð sinn, svo og
mannamyndir. Hann
skar urmul gripa, sem
merkismönnum voru
gefnir á stórafmælum og
er mest af því listrænt
handverk. En það er fyrst
og fremst á sviði
mannamynda að
listrænir hæfileikar
Ríkarðs njóta sín og það
eru þau verk, sem halda
munu nafni hans á lofti.
Eftir PÉTUR PÉTURSSON
Reykjavíkurborg, þar sem hann vann öll sín
manndómsár af dáð og drenglund; klettar
og klungur Austfjarða, fjallvegir og geig-
vænar gnípur geyma spor hans. Grösugar
hlíðar Caprieyjar, bláir hellar og brimsorfn-
ar musterisdyr Miðjarðarhafsins enduróm-
uðu karlmannlegan söng hans, er jafnan
hljómaði hvar sem Ríkarður steig fæti á
fold, eða sat við iðju sína. Myndir Ríkarðs
margvíslegar, svipleiftur samtíðarmanna og
sögufrægrar tíðar, spegilflúr og rammaum-
gerðir, rjáfurskraut baðstofu, brfkur, rekkj-
ur og munir margir, biskupsstóll í Krists-
kirkju og kirkjumunir í öllum landsQórðung-
um; flest er það alþjóð kunnugt.
Dagiega ber fyrir augu vegfarenda í
Reykjavík mörg verka Ríkarðs, án þess
þeir geri sér grein fyrir því hver átti svo
haga hönd og hníf svo beittan, að táiga
tré, hamra málm og höggva stein er prýðir
hús og gönguleiðir við stræti og torg. Fálk-
ar Ríkarðs siija á húsburst Hamborgar og
Heimilistækja við Hafnarstræti, á Fálkahús-
inu svonefnda. Þá ber við himin í borgarys.
Ríkarður skar þá að beiðni Stefáns Eiríks-
sonar myndskera þá er hann var þar við
nám. Hurðaskraut og dyraumbúnaður við
Vallarstræti, Hótel Vík, síðar aðsetri
kvennasamtaka og í Bjömsbakaríi, konung-
legri konfektgerð prýðir enn og ber vitni
hagieik og hugkvæmni. Tryggvi Gunnarsson
og fjöldi dýra í vemd hans í garði Alþingis,
Vídalín klerkur við Dómkirkjuna, lágmynd
af Sveinbimi Sveinbjömssyni tónskáldi á ,
legsteini hans. Þorsteinn skáld Erlingsson
á Klambratúni, dr. Charcot, vísindamaður-
inn heimskunni á lóð Háskólans. Banakoss,
myndverk í Þjóðleikhúsinu. Allt em það
verk Ríkarðs Jónssonar.
Eftirmynd V alþjófsstaðarhurðarinnar
skar Ríkarður að beiðni Guðjóns Samúels-
sonar, húsameistara ríkisins. Um þær dyr
ganga stjómsýslumenn landssjóðs og ríkis-
stjómar daglega. Þeir byija hvem vinnudag
á því að Ijúka upp hurð Ríkarðs Jónssonar,
eftirmynd Valþjófsstaðarhurðar í Amar-
hvoli. Barði Guðmundsson þjóðskjalavörður
taldi Randalín Filippusdóttur, stórættaða
konu af meiði Oddaveija hafa skorið Val-
þjófsstaðarhurð þá sem nú er geymd á Þjóð-
minjasafni og er fyrirmynd Amarhvols-
hurðarinnar. Hurðin er fræg í norrænni
listasögu. „Á hana em skomar myndir af
frábæmm hagleik og snilli." Þegar húsa-
meistari ríkisins svipaðist um eftir lista-
manni til þess að skreyta nýtt húsnæði
æðstu sijómar fullvalda ríkis, aðaldyr
stjómsýsluseturs, þótti einsýnt að ráða
Ríkarð Jónsson til verksins. Hann var þá
þegar kunnur fyrir frábæran hagleik og
snilli.
Snemma varð ljóst að hveiju fór um
áhuga Ríkarðs á smíðum og hagleik. Hann
stendur ungur í smiðju föður síns, Jóns
Þórarinssonar, „og elur á glóðinni á aflinum
með handknúðum smiðjubelg, damlar sveif-
inni rólega og smáelur á glóðinni, en horfír
með undrunaraugum á hamfarir föður síns,
sem er ótrúlega höggviss, hversu ört sem
hann slær, missir hann aldrei marks, og
hann formar jámið svo vel með hamrinum
einum saman, að jafnvel vönduðustu hluti,
sykurtangir, byssulása o.þl. þarf lítið að
þélja." Þannig lýsir Ríkarður föður sfnum
og smíðum hans.
Jón faðir Ríkarðs var að sögn hans af-
bragðs jámsmiður. Hafði þó ekkert lært,
nema vetrartíma, sem hann var við jáms-
míðanám og koparsteypingar f Hrísey út
af Búlandi, hjá Þorsteini Pálssyni. Jón var
mikill hagleiksmaður og kvaðst Ríkarður
„aldrei hafa séð nokkura mann slá jám af
jafnmikilli leikni og hann. Það var eins og
hann gæti formað hvað sem var með hamr-
inum einum. Hann var ekki síður hagur á
tré og kopar og bjó til mót sín sjálfur."
Þegar rætt var um himnavist og eilífðarmál
sagði Jón: „Fái ég nýja og góða smiðju, nóg
jám, nóg kol og nóg og góð verkfæri, þá
vil ég fara til himnaríkis.“
Þegar lof var borið á Ríkarð og systkini
hans í áheym móður þeirra svaraði hún oft
þannig: „Þakka skyldi þeim og vera bömin
hans Jóns Þórarinssonar."
Þótt Ólöf húsfreyja orðaði athugasemd
sína með þessum hætti af hógværð sinni
og ást á bónda sínum má telja fullvíst að
þrautseigju, þolgæði og iðjusemi hafí bömin
éngu síður sótt til móður sinnar, enda kippti
þeim einnig í það kyn. Rfkarður lýsti móður
sinni svo á efri ámm hennar „Ég hygg að
móðir mín hafí síðust kvenna gengið pijón-
andi um götur Reykjavíkur. Þegar hún kom
að heimsækja mig á Grundarstíginn, frá
Georg bróður, úr Skildinganesi, yfír Vatns-
mýrina gekk hún ævinlega pijónandi. Slík
var iðjusemi hennar."
„Það er auðséð, að bæjarstæðið á Strýtu
og umhverfi hefír drottinn skapað og skreytt
með svo margvíslegum hætti... Þetta
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 24. SEPTEMBER 1988 9