Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 2
M A T V Æ L A F R Æ Ð 1 Um sætuefnið aspartam Oftar en ekki veltum við hollustu matarins fyr- ir okkur. Hefur áður verið minnst á það hér á síðum Lesbókarinnar, hversu margar kann- anir erlendis hafa bent til þessa. Þetta sést einnig á því hversu fieygar ýmsar fullyrðing- Almennneysla aspartams er gífurleg. í Bandaríkjunum neyta þess meira en eitt hundrað milljónir manna á hverjum degi. Það er leyft í 63 löndum í meiraen 1.100 vörutegundir, sem bera vörumerkið Nutrasweet. Eftir ÓLAF SIGURÐSSON ar um óhollustu aukefna verða. Hafa ýmsir aðilar lagst mjög hart gegn aukefnunum, oft af meira kappi en forsjá. Mörg dæmi eru um að fjölmiðlar taki umfjöllun þessara aðila trúanlega og segi frá þeim, jafnvel þvert ofán í ráðleggingar sérfræðinga, eða þá án þess að fyrir því sé haft að spyijast fyrir. Dæmi um þetta er umfjöllun Helgarpósts- ins á síðasta ári um skýrslu sem sýndi fram á að aukefni væru meira og minna krabba- meinsvaldandi. Þar með voru sérfræðingar Hollustuvemdarinnar hérlendis og víðar orðnir hinir verstu eiturbyrlarar. Þessu voru því miður allt of margir reiðubúnir til að trúa. Þess má geta að skýrslan umrædda var föls- uð og hafði höfundurinn brennt hana opin- berlega fyrir löngu síðan. Annað nýlegra dæmi er úr þættinum Stefnumót á rás 2. Þar var sagt frá því að þriðja kryddið (monosodium glutamat eða MSG) valdi krabbameini og væri víða bann- að. Það er að sjálfsögðu ekki rétt. Enn annað nýlegt dæmi er um aspartam, sem gengur m.a. undir vörumerkinu Nutra- sweet. Mjög víða erlendis hafa birst greinar þar sem vitnað var í sömu rannsóknina, sem átti að sýna fram á hve þetta væri hættulegt efni. Þjóðviljinn vitnaði nýlega í eina þess- háttar grein þar sem sagt var frá rannsókn- um dr. H.J. Roberts frá Florida. Er ætlunin að Qalla nánar um það mál hér. En áður en það er gert er rétt að átta sig aðeins á þvf hvað aspartam er. Mun það vera gott dæmi um efni, sem hefur verið vel rannsakað og því leyft í matvæli, en á samt undir högg að sækja vegna órökstuddra full- yrðinga um óheilnæmi þess. HVAÐ ER ASPARTAM OG HVER ER NEYSLA ÞESS? Aspartam eru tvær amínósýrur (bygging- areiningar próteina) tengdar saman. Þær nefnast asparssýra (40% af þyngd) og fenýl- alanin (50%). Sætueiginleikar aspartams eru um 215 sinnum meiri en 3% sykurlausn. Þegar þess hefur verið neytt er það brotið niður við meltinguna í asparssýru, fenýlalan- in og myndast við það metanól (10%). Aspartam endar því sem amínósýrur og metanól (öðru nafoi tréspíri) í líkamanum. Það virðist því vera fullkomlega melt þar sem ekki hefur tekist að greina heilt aspartam í líkamanum. Almenn neysla aspartams er gífurleg. í Bandaríkjunum neyta þess meira en eitt hundrað milljónir manna á hveijum degi. Það er leyft í 63 löndum í meira en 1.100 vörutegundir, sem bera vörumerkið Nutrasweet. Nú nýlega hefur það einnig verið leyft í Bandaríkjunum í kökufyllingar í tilbúnum kökum. Þess má geta að einkaleyf- ið fyrir vörumerkinu Nutrasweet er útrunnið og er aspartam því líklega að finna í enn fleiri vörutegundum og löndum. Hollustu- vemd Bandaríkjanna (FDA) hefur mælt með því að aðgengilegur dagsskammtur (ADFS) fyrir aspartam verði ekki meir en 50 mg fyrir hvert kíló lfkamsþunga. Með ADS er átt við það magn sem einstaklingur getur neytt daglega alla sfna ævi, án þess að eiga nokkra sjúkdóma á hættu. Ekki er talið hættulegt að neyta meira einstaka sinnum vegna þeirra öiyggismarka, sem jafnan eru í þessháttar ráðleggingum. En hver er þá dagleg neysla almennings? Talið er skv. rannsóknum, sem hollustuvemd Bandaríkjanna lét fara fram, að neyslan sé undir 10 milligrömmum á hvert kíló lfkamans á hveijum degi. Á þetta við bæði um böm og fullorðna. Ljóst er að þetta magn er vel undir þeim mörkum (ADS), sem sett hafa verið. Rannsóknir á sjúklingum, bömum og heil- brigðum einstaklingum hafa ekki sýnt fram á varhugaverð áhrif aspartams, sé þess neytt í mun meira magni en ADS gildi segja til um. En hvað var þá vísindamaðurinn dr. Ro- berts að tala um? FULLYRÐINGAR DR. ROBERTS Dr. Roberts sagðist hafa framkvæmt rann- sóknir á 551 einstaklingum, sem hefðu fund- ið fyrir neikvæðum áhrifum aspartams og fann ýmis hættuleg áhrif hjá 157 þeirra eða hjá 28,5% einstaklinga. Ahrifin voru t.d. blinda, rugl, minnisleysi og höfuðverkir. Sfðan greint var frá þessari rannsókn í New Scientist (18/2 1988) hafa fjölmörg dagblöð um allan heim vitnað til hennar, jafnvel eftir að búið var að hrekja hana síðar í sama blaði. Fullyrðingar Dr. Roberts voru á þann veg að metanól, sem finnst í aspartam hefði skað- vænleg áhrif á sjónhimnuna og að ofgnótt fenýlalaníns hefði slæm áhrif á heila og taugakerfið. Söluaðilar aspartams eða Nutrasweets fullyrða að ekkert sé hæft í þessu, en spum- ingin er hvort eitthvað gæti samt verið til í þessum fullyrðingum Roberts. Hvað Verður UmTréspírann? Rannsóknir benda til að eiturverkanir metanóls eigi sér stað vegna uppsöfnunar maurasýru. Metanólið umbreytist í lfkaman- um f formaldehýð og síðan í maurasýru. í stuttu máli er frá því að segja að rann- sóknir hafa ekki sýnt fram á uppsöfnun maurasýru í blóði eða þvagi eftir daglega neyslu 200 milligramma (mg) aspartams fyr- ir hvert kíló líkamsþyngdar, sem er fjórfalt ADS-gildi. Þetta jafngildir því að einstaklingur sem vegur 70 kfló (kg) neyti 14 gramma (g) af aspartam eða 1,4 g (1.400 mg) af 100% tréspíra á dag. Athyglisvert er að meira magn af metan- óli finnst í einum lítra (ltr.) af dæmigerðum ávaxtasafa (140 mg/ltr.) heldur en gosi sem sætt er með Aspartam (60 mg/ltr.). HVAÐ VERÐUR UM FENÝLAL- ANÍNEÐ? Arfblendin fenýlketonúrea er sjaldgæfur arfgengur sjúkdómur þar sem skortur á lífhvata, sem klýfur amínósýruna fenýlalanín getur valdið uppsöfnun hénnar. Þessi upp- söfnun kemur í veg fyrir eðlilegan heila- þroska. þeir sem hafa þennan sjúkdóm eru í mestri hættu vegna ofneyslu fenýlalaníns. Rannsökuð voru áhrif þess, að neyta allt að 34 mg af aspartami fyrir hvert kfló líkams- þyngdar á dag, á þessa sjúklinga. í stuttu máli sagt, fenýlalanín í blóði mældist ekki yfir hættumörkum, sem eru um 20 mg í hveijum desilftra blóðs. Þessir sjúklingar þurfa samt að forðast matvæli sem innihalda fenýlalanín og sæl- gæti stundum merkt „inniheldur fenýlalanín" þegar aspartam er notað sem sætuefni. Hvað varðar heilbrigða einstaklinga sem neyta um 3—4 g af fenýlalaníni á dag úr fæðunni, hefur ekki verið sýnt fram á annað en að líkaminn taki því eins og öðrum amínó- sýrum úr fæðupróteinum. Vangaveltur um það hvort mikil aukning á tiltekinni tegund amínósýru í lfkamanum (f þessu tilviki asparssýru eða fenýlalaníns) geti hamlað upptöku annarra amfnósýra úr meltingarvegi og/eða í heilavef og þar með raskað eðlilegu amínósýrujafnvægi virðast ekki standast nánari skoðun. Er þá miðað við þá þekkingu sem fyrir hendi er í dag (að sjálfsögðu). Sú kenning hefur verið uppi um að aukin neysla amínósýrunnar tryptófans valdi aukn- ingu á serótóníni, sem er heilaboðefni og veldur skortur þess svefnleysi, þunglyndi og aukinni næmni fyrir sársauka. Þá hefur því verið haldið fram að „neyta eigi tryptófans til að sofa og líða vel“. Þessi kenning er langt frá því að vera „skotheld", hvað þá að það sé hægt að yfír- færa hana yfir á aðrar amínósýrur. Hvað varðar amínósýruna tiyptófan gæti verið mun hagstæðara að neyta kolvetnaríks fæðis til að auka hagstæða verkan hennar. En þetta er allt mjög óljóst eins og áður hefur verið minnst á. Fullyrðingar dr. roberts Hraktar Hvort sem rætt er um metanól eða fenýlal- anín er ljóst að fullyrðingar í þá veru að aspartam sé hættulegt almenningi eru afar hæpnar, sé miðað við þá neyslu sem nú tíðkast. Fullyrðingar dr. Roberts hafa og verið hraktar af flölmörgum virtum rann- sóknaraðilum. Hann hefur sffellt neitað að sýna rannsóknargögnin. Engar niðurstöður hafa verið birtar né heldur er talið að hann hafi framkvæmt neina rannsókn sem upp- fyllir lágmarkskröfur um vísindalega ná- kvæmni. Þó hafa fæstir blaðamenn greint frá þessu. En hvað skyldi valda því að hámenntaðir menn eins og dr. Roberts lendi í slfkum ógöngum? Það getur verið erfitt að svara því fyrir þá sem ekki þekkja til. En víst er að hann hefur fengið meiri auglýsingu og umflöllun en nokkru sinni áður. Við skulum þó ekki gleyma því að manns- lfkaminn er afar flókinn og er vart til það efni (hvort sem um er að ræða aukefni eða hráeftii), sem veldur ekki einhveijum nei- kvæðum viðbrögðum hjá einhveijum ein- staklingum. Einnig skulum við gæta að því, að vegna þess fjölda sem neytir aspartams á hveijum degi er tölfræðilega ómögulegt annað en að eitthvað gæti hent, sem tengdist matvælum sem innihalda aspartam. Það þarf samt ekki að þýða það að aspartami sé um að kenna þó að t.d. matareitrun eða ofnæmisviðbrögð komi upp á sama tíma og þess er neytt. LOKAORÐ En gefum Hollustuvemd ríkisins lokaorðið. í grein í DV fimmtudaginn 2. marz síðastlið- inn, þar sem fullyrðingar um krabbameins- valdandi áhrif þriðja kryddsins eru hraktar segir: „Hollustuvemd ríkisins vill jafnframt beina þeim tilmælum til fjölmiðla að stað- hæfingar og fullyrðingar um eituráhrif auk- efna séu kannaðar vandlega áður en fjallað er um þær opinberlega. Hollustuvemdin vekur athygli á að röng umfjöllun um eituráhrif aukefna, sem notuð eru í matvælum, veldur óþarfa áhyggjum hjá neytendum og skaðar framleiðendur og inn- flytjendur matvæla." Höfundur er matvælafræðingur. Aspartam ííslenzkum drykkjarvörum. Fram- Jeiðendur fullyrða að það sé skaðlaust. Aðrir eru þvi ósammála og vilja takmarka notkun þess. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.