Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 13
Víkingastór- veldið Orknejgar - nú afskekkt paradís fornleifafræðinga íslenskir ferðalangar eru sjaldséðir á Orkneyjum. Aðeins einu sinni á undan ykkur var íslendingur hér á ferð segir gamla konan á Gurness Broch. Látum okkur sjá, segir hún og flettir í gestabókinni, héma kemur nafiiið — hann heitir Magn- ús Magnússon. „Okkur fannst eins og við værum komin inn í foraöld eða værum að rekast á fjarskylda ættingja, þegar við gáfiim okkur á tal við eyjarskeggja — gátum sett okkur í spor frænda okkar, vesturfara, þegar þeir koma tíl íslands," sögðu íslenskir ferðalangar, nýkomnir úr Orkneyjaior. Eyjalífið fyrr og nú Orkneyjar voru mikilvægar vegna stöðu sinnar, þegar úthöf- in voru mikilvægasta samgöngu- æðin — þar mættust kaupmenn og sjóræningjar. Á víkingaskeiði voru Orkneyjar voldugt Norður- sjávarveldi og norrænir Ork- neyjajarlar réðu yfir Hjaltlandi, Suðureyjum og stórum svæðum í Skotlandi. En núna slær þjóðar- hjartað hægt á þessum af- skekktu eyjum — þoturákir á himni — unga fólkið flýr þaðan í atvinnuleit — atvinnuhættir standa í stað og allt einkennist af værukærð. En ferðamenn, sem hafa áhuga á sögunni, vilja sjá stórkostlegar fommenjar allt aftur til 3000 fyrir Krist — kynna sér víkingaskeiðið, sem tengist upphafi íslandsbyggðar á öðrum Atlantshafseyjum, ættu að feta í fótspor Magnúsar Magnússon- ar — íslendingsins, sem alltaf er að kynna ísland og víkinga- tímabilið á erlendri grund. Flogið 6*4 Glasgow Við flugum til Orkneyja frá Glasgow. Hægagangur er á öllu, sem snertir Orkneyjar — vélin millilendir og tveggja tíma flug getur teygst í fjóra tíma. Við lendum á Kirkjuvogi, sem er stærsti bærinn og minnir á sjáv- arpláss eins og Isafjarðarkaup- stað — með einu góðu hóteli og veitingastað, en mörgum, litlum gistiheimilum. Ef fatnaður er fáanlegur í Kirkjuvogi, er hann ódýrari en í Glasgow, en eyjar- skeggjar fara til Aberdeen að versla. Lífíð á Orkneyjum einkennist af rólegheitum. Dómkirkja heilags Magnúsar Kirkjuvogur hefur byggst í kringum hina 800 ára gömlu dómkirkju heilags Magnúsar Orkneyjajarls. Kirkjan er einn tígulegasti minnisvarði um víkingaöldina, sem finnst á Bret- landseyjum. Á Egilsey stendur kirkja, sem er líka tileinkuð ORKNEYJAR ok KATANES I’APKY hin meiri A* J IPapa Wcstray) «, Þof *' 9* VESTREY a° (W«trart?:J SÁNÖÉY (Sanday) EIÐEY # ■' HRÓLFSEY tÉft Svinadalf* (R0US*y) EGILSEY STRJÓNSEY '(Egilsay) (Sironsay) Þtngvöllr* KirkjubdlsstaV. Hafnai KIRKJUVÁGR (Kirkwaio • JMf (Hnv) BORGAREY FIATEY (Burrty) IBotuy) RÖGNVALDSEY (South Ronaldsay) KOLBEINSEY (Copmsay) PEttLa L * H * - *>S E{Ö RD R V Mrsá» (ItMSOt SKOTLAND KATANES (CAITHNESS) Vik« 1W<*I HIB. Borfl. (Botaval L 40 km Morgurblaðið/K(j* ■ : Gamalt kort, sem sýnir norræn- an uppruna staðaraafiia. Magnúsi, en þangað flúði hann undan fjandmönnum sínum og þar var hann klofinn í herðar niður. Sagan segir, að klappir og mosi á aftökustað Magnúsar; hafi breyst í grasi gróinn völl. I Orkneyingasögu segir, að him- neskt ljós hafi skinið yfir gröf hans — þar hafi sjúkir menn fengið bót meina sinna og vel hafi reynst að heita á hann í háska. Árið 1919, þegar endur- bætur stóðu yfír á dómkirkjunni í Kirkjuvogi, fannst leynihólf með skríni er geymdi helga dóma hans — höfuðkúpan, klofín öðru- megin og aftan frá — kom heim og saman við lýsingu á dauða Magnúsar í Orkneyjasögu. Góð kráarmenning í Kirkjuvogi gengur maður eftir Þorfínns jarlsgötu — skoðar hina þungbúnu, virðulegu höfuð- kirkju, áður griðastað, og dýr- gripaskrín — minjasafnið — vískíverksmiðju, sem er einskon- ar ferðamálaráð Kirkjuvogs, sýnir kynningarmyndir frá eyj- unum og býður upp á vínsmökk- un. Niðri við höfnina er notaleg- ur fiskveitingastaður, eldur logar á ami og góðar veitingar. Gaman að horfa á litlu bátana koma að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.