Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Sovétmenn eru nú á brott með innrásarlið sitt frá Afganistan. Á hinn bóginn er friður ekki enn í sjónmáli i landinu, þar sem bardagar hafa staðið í tæp tíu ár. Margir hafa lagt Afgönum lið með misjöfnum hætti. í þeim flokki eru frönsku læknasamtökin Medecins sans Frontiéres (MFS) sem kalla má á íslenzku Lækna án landamæra. Jóhanna Lárusdóttir læknir hefur starfað á vegum MFS í Afganistan og var síðastliðið sumar og fram í nóvember á MFS-sjúkrahúsi í héraðinu Badakhistan i norðausturhluta Afganistan. Áð við þyrluna, sem aú gegnir hlutverki skýlis gegn vondum veðrum. Æ 1 s L E N Z K U R L Æ K N 1 R M 1 A F G A N 1 S T A N Gert að skotsárum og laumast yfir landamærí Stöðug fallbyssuskothríð í fjarska kemur í veg fyrir að ég geti sofíð. Oft hafa nætumar verið slæmar en aldrei eins og núna. Ég bylti mér í svefnpokanum mínum á verönd spítalans, nenni ekki að kveikja á olíulampanum enda yrði mér Áð milii fjallaskarða í um það bil 4000-4500 metra hæð. Fyrsti hluti „Ég reyni að fara yfir daginn í huganum. Hverjir þurfa vökva, hverjir verkja- eða sýklalyf fyrir nóttina. Við fetum okkur milli hálfsofandi mannanna. Það er varla hægt að stíga niður fæti. Aðeins þeir veikustu fengu dýnur, hinirliggjaáberu moldargólfinu með teppi eða fatadruslur yfir sér.“ Grein og myndir: ____ JÓHANNA LÁRUSDÓITIR of kalt á höndunum ef ég reyndi að lesa. Ég horfí á aspimar sem bærast hægt í vind- inum. Þær bægja í burtu mesta óhugnum sem fylgir þessari stöðugu þungu skothríð. Þetta er meiri bardagi en undanfamar næt- ur þar sem einstaka skothvellur hefur stund- um vakið okkur af væmm blundi. — „Ertu vakandi?" er spurt utan úr myrkrinu. — „Já.“ — „Nú koma þær örugglega á morgun." Löng þögn. Því „þær“ em rússneskar ormstuþotur sem hafa komið reglulega yfír landamærin skammt fyrir norðan okkur síðastliðnar vikur. „Þær“ gera árásir á þessi fátæku fjailaþorp í kringum okkur og drepa og limlesta fólk. Fólk eins og mig og þig, fólk sem á enga sök og tekur engan beinan þátt í þessu stríði. Okkur verður ekki méira úr svefni. Skot- hríðin virðist harðna af eitthvað er og það bergmálar í háum flöllunum í kring um okkur. Loks birtir og í fyrsta skipti er ég fegin þegar Afganimir fara á stjá. Þeir biðja morgunbænina sína á veröndinni, breiða út klút, leggjast á hnén með andlitið f átt til Mekka. Síðan hefla þeir morgunstörfín. Ná í vatn í lækinn, skvetta því á hlaðið og moldargólf spítalans. Sópa sfðan vandlega með hrísvendi. Þeir kveikja upp í hlóðunum og setja teketilinn yfír eldinn. Gefa hestun- um. Mylja hnetur f mortélinu til að setja í morgunteið sem er salt. Fátækramannate, sykur er of dýr fyrir þessa fátæku bænda- þjóð. Enn heldur skothríðin áfram. Ég set í mig kjark og skríð úr hlýjum svefnpokanum. Grænu skurðstofulökin sem ég setti í bleyti í bala í gær em frosin föst f þykkum klaka. Ég fer á kamarinn sem er á milli tveggja tijáa bak við spítalann. Skola framan úr mér úr ísköldum læknum. Bráðum hætti ég að þvo mér. En full skál af heitu tei yljar mér um hendumar og bætir skapið í leið- inni. Þurrt brauðið er rifíð ofan í teið og borðað með höndunum þegar það er orðið gegnsósa. Að tedrykkjunni lokinni er laufíð borðað, ekkert skal fara til spillis. „í DAG SAUMAR ÞÚ FÓLK“ Það er fimmtudagsmorgunn, síðasti vinnudagur múhameðstrúarvikunnar þar sem föstudagur er frídagur. Að jafnaði ró- legir dagar. Um það bil sem morgunmatnum er að ljúka kemur sendiboði upp árfarveg- inn. Miklir bardagar eru í nágrenni Fa- isabad, stærsta bæjar héraðsins, og það er beðið um hjálp. Jeróme, franskur læknir, og færasti afganski hjúkrunarfræðingurinn klyfla hestana og halda í átt að víglínunni. Um sama leyti og ég hef morgunstörfin koma „þær“ fleiri en nokkru sinni fyrr. Við teljum að minnsta kosti tíu orrustuþotur. Þær varpa út blysum. í fyrsta sinn sem ég sá þessi fyrirbæri falla hægt til jarðar fyrir ófan spítalann hugsaði ég „það er komið að því, það er verið að gera loftárás á okk- ur“. En franskir samstaífsmenn mfnir, van- ari hemaðarbrölti, útskýrðu fyrir mér að þetta væru bara blys til að rugla Stinger- flugskeytin. Ég horfi á flugvélamar hverfa yfír Hjöllin án þess að varpa niður sprengju. Ég geng inn í spftalann. Ég er ein þennan morgunn. Ég skipti á umbúðum á sári unglingsstúlk- unnar sem ég tók fótinn af fyrir nokkmm dögum. Það var gerð loftárás á þorpið henn- ar. Hún missti framan af fæti og bróðir hennar sem var f sama herbergi dó. Þorpið hennar var tvær dagleiðir frá spítalanum. Þegar hún kom var sýking í stúfnum. Hún hafði misst mikið blóð og var með háan hita. Meðan ég sinni henni núna í skurð- 8tofukytrunni heyri ég vaxandi mannamál fram á gangi. Ég lít fram. Gangurinn er fullur af skæmliðum. Sumir liggja, sumir halla sér stynjandi upp að vegg, aðrir ósærð- ir ganga á milli og hlúa að hinum. Fyrsta hugsunin sem skýtur upp í kollinum á mér er „skyldi ég ráða við þetta?“ Hér ætti að vera skurðlæknir, en hér er enginn nema ég og ég er ein, hef ekki einu sinni aðstoð. Ég lít yfír htoinn og raða þeim særðu í forgangsröð. Eg læt sækja franskan dýra- lækni sem er að vinna f dalnum. „í dag saumar þú fólk,“ segi ég við hann. Við hefj- umst handa og enn streyma skæruliðar að. Þeir komast ekki einu sinni fyrir á gangin-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.