Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 16
TOYOTA HILUX Fjölhæfur pallbfll með aldrifi Pallbflar komu fyrst fram sem sérstök afbrigði af amerískum bílum fyrir margt löngu. Eftir auglýsingum að dæma voru þeir ætlaðir bænd- um, iðanaðarmönnum og öðrum þeim stéttum, sem starfa síns vegna þurfa að flytja eitt og annað með sér, sem ekki kemst í venjulegan fólksbíl, en væri óþarflega léttvægt á vöru- bíl. Sem sagt; pallbíllinn er fyrir sérþarfir og í nútíma þjóðfélagi er hægt að hugsa sér marga, sem pallbfll eins og Toyota Hilux gæti orðið að góðu gagni. Til þessa hafa íslenzkir bændur ekki nema sáralítið notað bfla af þessu tagi, en auðvelt er að sjá fyrir 'ifcu Kannaki er það eitthvað erfitt fyrir peysufatakonur að aetjaat upp í Hilux, en fyrir fleata aðra er einungia þœgi- legt að tyila aér upp á við - að ekki aé nú tala um hvað það er þægilegt að atíga út. sér mikil þægindi af svona bfl við margháttuð landbúnaðarstörf, auk þess sem hann er mjög góður í snjóþyngslum eins og orðið hafa í vetur. En þar að auki má láta sér detta í hug allskonar iðnaðarmenn, heildsala, físksala og hverskonar fyrirtæki, sem þurfa á „snattbfl" að halda. Fyrir nokkrum árum varð Toyota Hilux vinsæll sem einskonar jeppaafbrigði. Þá borg- aði sig betur að kaupa pallbfl og láta smfða á hann hús. Verðlag á rúmgóðum og vel búnum jeppum er þó núna með þeim hætti, að þetta borgar sig ekki lengur og er ekki gert. Það þykir samt gott að hafa einhverja yfirgerð á pallinum og bjóða tveir aðilar plast- hús, sem passa ofan á pallinn á Toyota Hilux og kosta um 100 þúsund krónur. Segir sig sjálft, að hestamaður, sem þarf að flytja hey- bagga eða fyrirtæki, sem þarf að skutla við- kvæmum vörum milli húsa, þurfa á yfirgerð að halda f fslenzku veðurfari. Áður en lengra er haldið er þess að geta, að Toyota Hilux fæst bæði með tvennskonar flögurra strokka bensínvélum, 1800 eða 2200 rúmsm., og auk þess með tvennskonar dísil- vélum. Ef afbrigðin eru að öðru leyti Fimm: 1: Tveggja sæta pallbfll, 2:tveggja sæta með lengri palli, 3: enn lengri gerð með bama- sætum aftan við framsæti, 4: aldrifsbfll með fullkomnum aftursætum og stuttum palli, og 5: aldrifsbfll með bamasætum aftan við fram- sæti og lengri palli. Það er sú gerð, sem feng- in var til reynsluaksturs og frá er sagt hér. Pallbfll með einhveijum möguleikum til fólksflutninga er umfram allt byggður á nota- gildi og það er út í loftið að ráeða um teikn- ingu eða fagurfræðileg atriði. Útlitið er alveg sveigt að ákveðnu notagildi og ekkert nema gott um það að segja. Eins og ævinlega á Toyotabflum, ber hvaðeina merki um vandaða smíði og góðan frágang. Ökumanni verður strax ljóst, að hann er á nokkuð stómm bfl, enda er hann í þessari útfærslu nærri 5 metrar á lengd. Þrátt fyrir hæðina og góða yfirsýn framávið, er ekkert afburða gott útsýni aftur fyrir sig og bezt að fara eftir hliðarspeglunum. í snjó og fljúg- andi hálku hafði ég hann af öryggisástæðum í aldrifinu allan tímann, en það er með gamla laginu og sérstök gírstöng fyrir það hjá hinni. Mismunadrifið að aftan er með 70% diskalæs- ingu. Eins og eðlilegt má telja, að hann tölu- vert undirstýrður í hálku, þegar ekið er í al- drifinu og þá er átt við, að bfllinn hefur til- m Gott tækifæri ga&t til að reyna Hilux í ófærðinni. Á myndinni er hann að kljáat við akafl við VíGlaataði og fór létt með það. hneigingu til að halda beint áfram, þegar beygt er. Það er vitaskuld nokkuð, sem öku- maður lærir að reikna með. Drif á öllum hjól- um gerir ekki sjálfkrafa mögulegt að fara ógætilega í krappa beygju, ef hálka er. Hins- vegar eru nú til bflar með sítengdu aldrifi, sem deila aflinu þangað sem þörfin er fyrir það hveiju sinni og þeir haga sér öðruvísi við þesskonar aðstæður. í ófærðinni var afskaplega ánægjulegt að vera á Toyota Hilux, ef hægt er yfirhöfuð að tala um ánægju af akstri í þæfingi. Sú ánægja verður ekki minni við eðlilegar að- stæður. Krafturinn virðist mun betri en hest- aflatala vélarinnar segir til um og merkilegt er það með bfl, sem er svo háfættur, að hann leynir svo hraðanum, til dæmis á 80-90 km hraða, að sæmilegar drossíur gera ekki bet- ur. Upplýsingar um hámarkshraða eða við- bragð eru ekki fáanlegar. Gírskiptingin er eitt af þvf sem sérstaklega er ástæða til að hrósa. Stýrið er stillanlegt á hæðina og gott eitt um það að segja. Sæti ökumanns er vel formað og ágætt í alla staði og þess má geta í leiðinni, að Toyota framleið- ir Hilux einnig með heilum bekk að ffaman. Það er helzt til óþæginda, hvað erfitt er að ná til sætisbeltisins. Kannski telja einhveijir til ókosta, að maður sezt upp í þennan bfl í stað þess að setjast fremur niður á við eins og almennt gerist. Þegar maður hefur vanist því, held ég samt að það sé ögn þægilegra að setjast dulftið upp á við, - og þægilegt er það ekki síður að stíga út. Ástæða er einnig til að benda á þá sérstöku öiyggistilfinningu, sem svo hátt sæti veitir í umferðinni; það er til dæmis ólíkt hvað ökumaður og farþegar eru betur varðir þama gagnvart hliðará- rekstri en verður í venjulegum fólksbfl. í fiokki pallbfla hefur Toyota Hilux skapað sér örugga fótfestu með tæki, sem fær hér ágætiseinkunn. Þrátt fyrir notagildið hefur ekki þurft að slá af þeim þægindum, sem tengd eru góðum fólksbflum. Að lokum er þess að geta, að sá Hilux, sem hér var tekinn til reynsluaksturs, kostar 1299 þúsund, en með dísilvél kostar hann 100 þúsund til við- bótar. GtSLI SlGURÐSSON. NOKKUR TÆKNILEG AT- RIÐI Lengd: 4.90m Breidd: 169 sm. Lengd milli hjóla: 3.09m Þyngd: 1420 kg. Vél: 4ra strokka, 70 ha. Hemlar: Diskar að framan, borðar að aftan. Verð: 1299 þúsund. MÍNUSAR: Sætisbeltið. Útsýni aftur úr. Verulega undirstýrður í aldrifi. PLÚSAR: Alhliða notagildi. Góður kraftur. Geta I ófærð. Þægilegur í akstri. Vandaður frágangur. Létt og nákvæm gírskipting. Range Rover íjórhjóladrifs- bfll ársins Bandaríska bilablaðið Four Wheeler hef- ur útnefiit Range Rover sem íjórhjóla- drifsbíl ársins. Þetta er í sextánda sinn sem blaðið velur jeppa ársins en það er 14 manna dómnefiid sem þar er að verki. Reyndir voru 9 bilar og sigraði Range Rover með mesta stigaQölda hingað tíl. Bflamir vom reyndir í 5 daga við ýmsar aðstæður, jafnt á borgarmalbiki sem fjall- vegum og í köldu sem heitu loftslagi. Reynt er á dugnað bflanna, aksturseiginleika á vegum sem vegleysum, innréttingar og frá- gangur metinn svo og útlit. Ný 3,9 I vél og endurbætt drifíð vom þau atriði sem höfðu úrslitaáhrif á ákvörðun dómenda en þar fyrir utan kváðu þeir bflinn sameina eins vel og hægt væri að hugsa sér kosti jeppa og fólksbfls. Allir bflamir í keppninni fengu kringum 4 þúsund stig nema Range Rover sem fékk um 6 þúsund stig. Bridg-estone Bridgestone var í efsta sæti á síðasta ári í athugun á sóluðum vömbflahjólbörðum meðal bflstjóra í Bandaríkjunum. Tóku 1.300 sólningarfyrirtæki þátt í athuguninni og kom í ljós að Bridgestone hjólbarðar vom taldir bestir til sólningar, Michelin í öðm sæti og Yokohama f þriðja. Var þetta í þriðja sinn sem athugun sem þessi fór fram meðal sólningarfyrirtækja og hefur Bridgestone verið í efsta sæti í öll skiptin. Hávaði Á síðustu áram hafa menn verið að gefa hávaða f bflum meiri gaum. Hafa ýmsir framleiðendur hrint af stað miklum rann- sóknum á hávaða inni í bflum og hvemig megi draga úr honum. Hávaði stafar einkum frá vél en einnig má nefna hvin frá hjólbörð- um, hávaða sem alltaf kemur fram þegar bfllinn klýfur loftið á miklum hraða og ýmsan titring. Sé hávaði mikill getur hann jafnvel dreg- ið úr ökuhæfni ekki síst séu menn á langleið- um á mikilli ferð. Hjá Volvo er nú miklu púðri eytt í rannsóknir af þessu tagi. Fara fram sérstakar mælingar og athuganir með tölvutækni sem ganga út á það að athuga nákvæmlega hvaðan hávaði kemur helst og hvemig megi draga úr honum. Skipta þar jafnvel máli atriði eins og hvaða efni em notuð í drif- og fjaðrabúnaði. Því er einnig haldið fram að atriði eins og kraftur og stærð bfla skipti ekki eins miklu máli og áður, kaupendur hugsi nú ekki síður um atriði eins og hávaða innan dyra þegar bfll er valinn. 7 Tyrklandi er unnið að atórvirkum áveituframkvæmdum oghafa vörubílar notað 4.900 Bridgestone hjólbarða við verkefhið.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.