Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 6
Heil öld á heljarþröm Síðari hluti Þetta samfélag þjáðist af ofsóknarbjálæði og greindi óvini hvarvetna — sendiboða Satans. Venjulegt líf var stöðugt í bráðum voða. Almúganum var innprentað að kvaka sem óskaplegast til Drottins, andvarpa hátt og með ákaflegu kappi, biðja án hugsunar og í blindni. hafi staðið uppréttur ogmælt fram dræpl- ingsflokk dróttkveðinn. Við það brá þeim svo, að þeir urðu blindir og gátu eigi leingra áfram haldið, heldur héldu til baka, og gátu ei sínum vonda vilja fram komið.14 Saga þessi mun hafa flogið víða enda speglar hún þá magisku skynjun sem fyrr er nefnd: Skynjun þar sem reynd og hugsýn eru jafngildur veruleiki. í Tyrkjarránssögu Bjöms á Skarðsá 1643 er sagan felld niður enda sleppti Bjöm mörgum sögusögnum er honum þóttu ótrúlegar eða ýkjukenndar um of. Þar segir aðeins að ræningjamir hafi horfíð frá Eydölum „því þeim sýndist það klettur vera sem staðurinn var“.16 Athyglisvert er að skoða hvers kyns at- burðir vöktu mestan óhugnað manna á meðal. Slík könnun varpar nokkru ljósi á tilfinninganæmi fólks, hugarheim þess og viðhorf til hins illa. Vísbendingu má finna í þeim breytingum sem skýrsla Kláusar Eyjólfssonar tók frá fyrstu gerð til yngstu afskriftar, sem mun vera skráð um 1810. Viðaukamir sýna hvað fólki þótti ofboðsleg- ast og hryllilegast á þessum tímum. Allar gerðir skýrslunnar greina frá blóðugum hermdarverkum. Lýsingamar verða hins vegar smám saman fyllri og afskaplegri, auk þess sem fáeinum er bætt við. Ber þar allt að sama brunni. Skal nú getið nokkurra úr yngstu afskriftinni, þar sem greint er frá morðum í Vestmannaeyjum. Þá hittu þeir enn eina kvenpersónu með barni hennar sem ekki gat gengið. Þetta hvorttveggja tóku þeir og fleygðu í bálið. En sem þau vildu skríða út aptur úr bál- inu, fleygðu þeir þeim inn aptur með hlátri miklum, pikkandi þau með sínum langkorðum til dauða. [... ] Eina kvensnipt fundu þeir á fjallinu. Hún hljóp allt hvað af tók og þeir á eptir. Þetta gekk svo þar til hún í þeim miklu ósköpum fæddi, eða réttara sagt varð laus við sitt fóstur, sem datt þar dautt niður. Datt hún svo einninn niður dauð. Lá svo hvort um sig þar dautt eptir. Þetta hjuggu þeir blygðunarlausu Tyrkja í sundur sér til skemmtunar. [... ] Einn mann, Erlend Runólfsson, eltu þeir fram á eitt mjög hátt forbergi. Þar höndl- uðu þeir hann og færðu hann úr öllum fötum og settu síðan til skotmáls fram á Gott dæmi um ýkjuhneigð þjóðsögunnar er skýrsla Kláusar Eyjólfssonar (1584—1674) sem fýrstur varð til að skrifa um ránið í Ves- mannaeyjum, sennilega eftir frásögn sjónar- votta er komist höfðu við illan leik til lands. Eftir MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON Skýrsla hans er til í fjórum gerðum sem verða æ mergjaðri er á líður. í fyrstu gerð- inni ber nokkuð á orðrómi og getgátum, auk þess sem einstaka frásögn er með mikl- um ólíkindablæ, s.s. lýsingin á lífláti séra Jóns píslarvotts. Munnmælin eru þó sett fram með varúð og leitast við að hafa það sem sannara reynist. í seinni afskriftum skýrslunnar eru munnmælin hins vegar orð- in að óbrigðuium sannindum, auk þess sem ýmsum viðaukum — Kláusar sjálfs eða ann- arra manna — er skotið inn í skrifin og orðalagi víða breytt. Ferlið sést glöggt í frásögninni af Eydalaför Tyrkja fyrir aust- an. í fyrstu gerðinni er þess aðeins getið að ræningjarnir hafí komist allt inn að Eyd- ölum. í þeim næstu verður lýsingin litrík- ari: „Með því þeir þyrstu blóðhundar gátu sig aldrei fyllt af blóði saklausra, hlupu þeir sem hundar eður villudýr allt inn að Eydölum."13 í seinustu gerðinni hefur lýsingin hins vegar öðlast svip af helgisögu. Þar segir: Þar var þá sá góði, gamli og nafnfrægi prestur og þjóðskáld lands vors, síra Ein- ar Sigurðarson, faðir herra Odds Skál- holtsbiskups. Hann var á áttræðisaldri, sjónlaus. Og sem hann frétti, að til þeirra sæist, að þeir brunuðu þangað, lét hann vísa sér með fingri i hvaða átt þeir sæ- ust. Að því gerðu lagðist hann til bænar niður á jörðina, — nokkrir segja, að hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.