Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 11
114« I « Teikning: Árni Eifar. Hannes Hafstein kunni manna best að meta bjórinn og orti m.a. svo: Oft um þessa þungu molludaga/þyrstir skáldið nyög i góðan bjór. Útriðið, útpískað hræ, sem eldgamlan tannlausan hest. 0 svei honum, svei honum æ, svín er hann, peysa og best. Sögur segja að stúlka hafi leikið Gest hart á unglingsárum hans, eldri en hann sjálfur, svo illa að aldrei varð fullgróið og hafi Gestur því drukkið svo illa. Hannes gat trútt um talað þegar hann kallaði Gest heigul og svínabest fyrir að ofnota þær ágætu veigar sem íslenskir Hafnarstúdentar gæddu sér á í kránum umhverfis Frúartorg og Hafnarháskóla, hann kunni nefnilega allra manna best að fara með þessar veigar. Og varla hefur islenskur maður tekið Hannesi fram í kveð- skap um bjór og önnur þesslags dýrindi. Er þá langt til jafnað. Steingrímur Thor- steinsson orti: Ég er þyrstur Jesús Kristur, ég vil bjór. Samt mig lystir mest í hór. Drykkjukveðskapur er jafn auðgleymdur og atvikin sem kveiktu hann af sér, hann er oft ortur á staðnum og uppskriftum út- býtt jafnharðan milli viðstaddra sem orðnir eru svínkaðir, öld síðar skýtur einni slíkri frá Hafnarstúdentum upp í möppu á dönsku safni eða hver veit hvar, hinar allar horfnar fyrir löngu. Og þá er spuming hvort ekki megi allteins eigna Bertel eða Emli (sem félagar Hannesar svo kölluðu) eða einhverj- um öðmm kveðskapinn, ekki einmitt Hann- esi Hafstein. — En ekki þegar þeir Bogi Melsteð eða Ólafur Davíðsson hafa um vélt; þessir tveir skímarvottar Nýs íslands sem jafnan læðupokuðust í jaðri samsætanna og höfðu nægilegan andvara á sér til að skrá skilaboð til framtíðarinnar um atburði augnabliksins á bréfskufsur sem þeir fylltu vasa sína með. Og fóm ekki í grafgötur með nöfn manna. Eftirfarandi ljóð Hannesar hæfði að letra yfir dymm reykvískrar bjórkrár nú loks þegar við heimamenn em orðnir jafnsettir Haftiarstúdentum í þessum málum. Hannes kveður skólabræður sína tvo, Frans Siemsen (sem hann kallar bassa) og Þórð Thorodd- sen (tenór) með eftirfarandi hætti, — ljóðið heitir „Kveðja í þýskum bjór“ (lag: „Máninn hátt á himni skln“). Upp mín sál og allt mitt geð, ekta þýskur bjór glampar nú á glösum. Ó, guð minn þvílíkt þjór! :/: Drekkum fast:/: út í einum rykk! Enginn veit hvort aftur fáum annan eins drykk. Syngjum meðan unnt oss er, oss það nomin skóp, bæði að bassi og tenór fer brátt úr okkar hóp. :/: Drekkum fast:/: o.s.frv. Vitið, bráðum fer hann Frans fram á regin sjó. Byijar annan bassa í búðum Víkur þó O.s.frv. Lukkan honum leggi snót Ijúft sem honum ann, en sendi okkur annan sem einnig bassa kann. O.s.frv. Kvennabæn ei Þórður þarf því er ósk vor sú, að hann ætíð hafí sér ölföng Ilkt og nú. O.s.frv. Fræði’ hann lengi frónskan lýð, fylli allt með söng. Við fæðing láns og lukku ei liggja skal á töng. O.s.frv. Ef svo fer að upp til Fróns okkur flytji sjór, muni’ hann eftir okkur, að ordínera bjór. O.s.frv. Gefi báðum góða ferð! Gangi skipið nóg. Með gufuafli geysið gegnum lífsins sjó. O.s.frv. Ef þið sjálfir eignist böm, eftir munið þá, að sjálfír bjór þér bergðuð á svo banna slíkt ei má. 0.s.frv. Klingjum nú og kætum oss; hvar var bjórinn minn? Kolluna mfna’ eg kyssi? og kútinn síðan fínn. :/: Drekkum fast:/: drekkum út f rykk! Engin veit hvort aftur fáum annan eins drykk! Hannes var hrókur alls fagnaðar á náms- ámm sínum, að margra manna vitnisburði. Hann var ugluspegill á skáldskap annarra manna sem sjá má af birtum kvæðum, ekki síður en óbirtum; með því að stæla kvæði og snúa út úr þeim um leið gerði hann grín að höfundum þeirra og barst þá auðvitað sjálfur á um leið. Og hann gat gengið langt: Ljós rann sól lauga um ból, „syndlaus" mær son því 61, aíls engin fylgdi þar arfleiðslusynd, afa sfns geistlegu hafði hann mynd, :/: faðemi fagurt ágætt, fékk hann af biskupaætt :/: ■m Hannes skirrðist ekkert fremur við að gantast með eigin kvæði eftir að hafa full- gert þau — og var ekki drembilátari en það, sem sumir, í þá daga, bám hann út fyrir að vera. Eftirfarandi drykkjukvæði hans er útskryppi úr öðra rómantískara eftir hann sjálfan (kvæðinu „Ljúfar ljósar nætur“ í Verðandi). Enn er það bjórinn: Oft um þessa þungu molludaga þyrstir skáldið mjög f góðan bjór, þorstinn brennir bijóst og svangan maga, breyskin tunga flækist eins og þvaga, æðaslögin þreytuþung en stór. Ó, ég fínn hve bjórsins Ijúfu lindir líða svalar gegnum munn og kok, f þeim blessuð unaðssæla syndir, svffa mér að huga Ijúfar myndir, læt ég krítir ganga undir ok. Reyndar veit eg, háskaþýma hjarta, helst þú vildir drekka kampavfn, lyftast hátt við lagarólgu bjarta, líkt og tappinn brýst úr stútnum svarta upp með hvell, er aðhald vfnsins dvín. En á stundum má og minn a ganga, má eg nota það sem krítin Ijær, oft og títt eg öllu votu fagna, allt eg drekk og reginþjór eg magna, guðinn Bakkus glasahörpu slær. Og um þessar yndislegu stundir er eg fullur, sáttur heiminn við, leggst eg hugrór hvfla mína undir, hlæ og bylti mér á allar lundir, uns eg sofna hljótt f helgum frið. Með orðinu „þýrna" á skáldið við „þymum stungið". „Krítir" em „lánsfé". Hannes felldi sjálfur burt tvö erindi úr Skógarfararkvæði sínu frá sumardeginum fyrsta 1885 áður en hann tók það upp í úrvalið og hefði betur ekki gert því að svo gott sem kvæðið þar er, er það enn betra óstytt. Hann fór hörðum orðum í uppkasti að inngangi ljóðabókarinnar — sem hann ekki birti — um áráttu manna fyrr og síðar að eigna sér drykkjukveðskap annarra manna, amors- og bmnavísur, og vel kann nokkuð að vera til í þeirri fullyrðingu. En það er bókstaflega ómögulegt annað en að hið lífsglaða hughrifaskáld með hina marg- rómuðu persónutöfra, hafi gætt þvílfk augnablik, sem önnur, ummerkjum ódauð- leikans umfram hin stillilegu lífslystarkvæði í bókum hans. Eftirfarandi ljóð hans ber keim af kunn- uglegri vísu („Láfíð er dýrt...): Kátir úr úr kollum teygum, kannski í nótt vér deyja eigum. Drottinn þvf ræður, drekkum því bræður. Dýr er mjöður sá. Ein fleyg ferskeytla: Fjörugt vín og Lofnar logar lífga jafnan huga minn, sjóna skeyti, brúna bogar bíta mig að sálu inn. Stundum varð kveðskapurinn grófari, en ekki lakari fyrir það: Þó heimurinn kannski kalli mig svín, ég kæri mig ekki og sötra mitt vfn, þeirsegja égslæpist, égveithvaðégvinn, sem verkmaður trúr fyrir landsjóðinn minn.— Og svona gengur það dag eftir dag, ég drekk og raula mitt uppáhaldslag, en svartnættið kemur og sólin ei skfn, ég sef fram á borðið og dreymi um vín — Og viskí og toddí ég veð uppf klof, og vindlamir þeir eru nærri um of; brennivínslækur á borðinu er og bankóið nær upp f höku mér. — Og bindindishetjumar benda mér á, og bindindisræðumar streyma þeim frá, ég hlæ að þeim bara af huga og sál, ogíhreinastarommiégdrekkþeirraskél. — Ó, mikið skelfíng er skemmtilegt hér, skfnandi bjórinn við hliðina á mér, á konfakstaupi ég tek mér í hönd, svo tært, hreint og fullt uppí rönd. — Óþarft er að taka kvæðið bókstaflega ef illa kemur við einhvem; Hannes var andrík- ari en svo. Þess utan var ekki langt að sækja fyrirmyndina og hreint engin lítil- lækkun skólamanni í þá tíð að orða sig við drykkjuskap ef hann hafði lagt á að gera það með ljóði — í anda Bellmanns. Á náms- ámm Hannesar mátu íslenskir Hafnarstúd- entar mikils Bellmann hinn sænska og hafa reyndar gert miklu lengur. Pram undir alda- mót vom þeir ekki tæknivæddari en svo að þeir sungu af öllum kröftum frá eigin bijósti í góðra vina hópi vísur hans, trúlega eftirfar- andi þýðingu Hannesar oftsinnis: Komið þið strákar f homin að blása hrækið út tuggunum þá. Hér milli klyppa og koppa og bása kærleikans tjald lyftist frá. Hamist þið fautar, þá fáið þið vín, engla og hjörtu og kúffylli krása — nú — berð’ þig að blása, þú mátt ekki mása, en legð’ út um vindaugað lúðurinn, svín. Stofan er lagleg og leiksviðið ágætt — Ifnlök í gólfteppastað — kífíð í sænginni, sællegt og fáklætt. Sælinú, Stfna! Nú hvað? Blásið nú fautar, og drepið nú dyggð, Freyju og vínguðinn bæði tflbiöjum og sál okkar seðjum -og góm okkar gleðjum við dofnumst af vfni og deyjum af fryggð. Hert’ þig með lúðurinn, hátt upp með arm- inn, hamastu, slæpingur, blás. Sko hana Stfnu með brimhvfta barminn — borið upp fríðleikans lás. Hafíð þið, vinir f huga mín orð: Ástanna musteri, inni og sveitir er bólstrar og brautir og legrúm og Iautir og ullbingir, steinar og stólar og borð. Efnisdýrkun Bellmans stóð reyndar Hannesi fjarri. Þótt hann nyti þess að sigla úfínn sjó með hveiju því móti sem bauðst virðist hann hafa haldið höfði flestum bet- ur. Enda ekki einsdæmi að menn leituðu til hans í síðustu lög þegar von um annað mannlegt atlæti var þrotin. Að lokum brýn- ing hans til verðandi alkóhólista: Eins og dóni við annan mann sem eins og físk hefur lamið hann, segir. „hvort ertu að espa þig, ætlarðu að berja mig?“— eins segir þú við andskotann og þykist varla kenna hann þegar þú bragðar brennivfn: „bróðir, hvort ertu að freista mín?“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. APRlL 1989 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.