Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 9
um. „Hittuð þið ekki lækna á leiðinni?" spyijum við. „Nei, við komum yfir fjöllin." Jerome hafði farið niður árfarveginn. Fyrsti sjúklingurinn okkar er einn af fyr- irliðum þeirra. Hann hefur misst megnið af höfuðkúpunni vinstra megin og það sem ég sé minnir lítt á heila. Við getum lítið gert fyrir hann annað en að setja hreinar umbúðir í stað óhreinu tuskunnar sem hann kom með. Ég útskýri fyrir bróður hans á minni fátæklegu persnesku að aðeins Allah geti hjálpað. Skotsár og Brotnir Handleggir Abdul Amid, einn af hjúkrunarfræðingun- um okkar, birtist allt í einu. Aldrei hef ég verið jafti fegin að sjá hann. „Undirbúðu þann næsta fyrir svæfíngu, það er sá sem er næst dyrunum." Dagurinn líður hratt. Endalaus skotsár sem þarf að búa um, brotnir handleggir, fingur sem þarf að taka af og sprengjubrot sem þarf að fjarlægja. Öll áhöld eru óhrein og allar grisjur búnar. Hestasveinninn fær það hlutverk að þvo áhöldin og kokkurinn okkar klippir grisjur. Landið er nýög erfítt yfírferðar. Stór- grýtt og oft bratt. Fyrr þennan morg- unn gengum við í myrkri og fengum margan marbiettinn, enda er gijótið mjög hált. Lyfín eru tekin úr upphafíegu umbúðunum og sett & plastbrúsa þeim til verndar og til að minnka ummál. Síðan eru þau sett í pappakassa, sem þaktir eru með vatnsheldu límbandi. Utanum er svo sett plast og strigapoki saumaður utan um allt saman. Við gleypum í okkur hrísgijón um miðjan daginn. Setjumst með krosslagða fætur á veröndina og skóflum þeim í okkur með höndunum eins og venjulega. Allir úr sömu skál, hér eru hvorki til diskar né hnífapör. Undir lokin kem ég auga á ungan mann sem situr út undir vegg fyrir utan spítal- ann. „Hvemig gat mér sést yfir hann?“ Hann er með skot inn í lunga, með loft undir húð uppá háls og i talsveivi and- nauð. í öllum asanum hefur hann ordið út- undan. Ég tappa 700 ml af blóði úr bijóst- hoii hans og eftir því sem ég tappa meiru batnar í honum hljóðið. í upphafi stundi hann án afláts „ég er að deyja, Allah einn getur hjálpað mér“, en í lokin var hann farinn að segja sögur af vígvellinum, næst- um því montsögur. Það er komið myrkur og við vinnum með tvo litla olíulampa. Litla stofan sem ég hef fyrir inniliggjandi sjúklinga og gangur spítalans taka ekki fleiri. Ég sendi þá sem ekki þarf að fylgjast með yfír nóttina í moskuna í næsta þorpi, 20 mínútna gang í burtu. Síðasti sjúklingurinn er lítill skæra- liði, lágvaxinn í alltof stóram gúmmístfgvél- um. Hann er varla meira en fímmtán ára. Það eina sem minnir á að þetta er hermað- ur er „kalaissnikov“-hríðskotariffillinn sem hann er með á öxlinni. Hann hefur ekki kvartað á meðan ég gerði að handleggs- broti og fleiri sáram. En þegar ég segi: „Þú ferð í moskuna," koma tár í augun á honum og hann segin „Ég þori ekki þangað því það er hundur á leiðinni." Erfítt að ímynda sér hann biytja niður óvinina með köldu blóði. Við setjumst niður og fáum okkur tebolla og ég reyni að fara yfir daginn í huganum. Hveijir þurfa vökva, hveijir verlq'a- eða sýklalyf fyrir nóttina. Við fetum okkur milli hálfsofandi mannanna. Það er varla hægt að stíga niður fæti. Aðeins þeir veikustu fengu dýnur, hinir liggja á bera moldargólf- inu með teppi eða fatadraslur yfír sér. Mér verður ekki svefnsamt um nóttina. Af sumum hef ég áhyggjur og alltaf era einhveijir sem þurfa aðhlynningu. Skot- hríðinni hefur heldur linnt. Mynd á Dánarstund Föstudagur rennur upp. Mennimir sem sváfu í moskunni koma. Ég get sent flesta heim. Abdul Haq, manninum með höfuð- áverkann, hnignar smátt og smátt. Undir kvöld kemur móðir hans. Þau gera sér grein fyrir að hann er að deyja. Abdul Amid hjúkr- unarfræðingur kemur að máli við mig og Loks gátum við leigt asna undir fkrangurinn. Hvítu hylkin eru vopn. Hestamir í síðasta fjallaskarðinu. Þeir eru ekki allir gamlir skæruliðam- ir. Þessi ber tvö skothylki ofaná bak- pokanum. Dæmigerður málsverður i Afgunistan. Te og Qatbrauð borið fhun á röndóttum, heimaofhum dúk, sem vafínn er utanum brauðið milli máltíða. segir að þau langi að biðja mig að taka mynd, það sé engin mynd til af honum. Mér líður illa þegar ég tek þessa mynd. Einhvem veginn eins og ég sé að gera eitt- hvað sem ég ætti ekki að gera, eitthvað óheilagt. Ryðjast inn á dánarstund þessa manns. Það hefur hvesst. Vindurinn gnauðar í öspunum í myrkrinu og slítur af þeim föln- uð laufín. Móðirin syngur sorgarsöngva og grætur yfir syni sínum. „Batja-e-ma, batja- e-ma, Xana-e-ma soxta as;“ „Sonur minn, sonur minn hús mitt brennur." Hún endur- tekur i sífellu sömu lag- og ljóðlínu. Söngur- inn blandast óhugnanlegu gnauðinu í vindin- um. Þegar Abdul Haq skilur loks við og er borinn f moskuna deyr söngur móðurinnar smám saman út um leið og líkfylgdin fjar- lægist spítalann. Reiði og vanmáttarkennd fylla hug minn. Hvers vegna þetta stríð, hvers vegna allar þessar limlestingar, sorg og dauði? Ég skríð ofan í svefnpokann minn á dýn- unni á veröndinni, reima vel. að hálsinum svo haustkuldinn komist ekki að mér. Ég sofna út frá flautukonsert ( ferðasegul- bandstækinu minu. Um nóttina nöguðu rott- umar sundur leiðsluna á heymartækinu. FVamhald greinarinnar birtist ( nœstu Lesbðk. LESBÓK MORGUNBLAÐSIIMS 1. APRlL 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.