Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 10
Ú Rll IIG L AllTllKl I IIS ITIU NllNl I Klingjum nú og kætum oss LÍFSNAUTNALJÓÐ HANNES AR HAFSTEIN Hannes Hafstein orti ekki bara um akra sem hylja móa pg menningu, sem vex í lundum nýrra skóga. Þetta mikla glæsismenni sem Hannes var, kunni vel að meta heimsins lystisemdir, þar á meðal bjórinn: „Oft um þessa þungu molludaga/þyrstir skáldið mjög í góðan bjór". EftirÞORSTEIN ANTONSSON íklega er einkum til marks um gildi menningar hversu lífseig hún er og ekki of djaft að ætla að lífsseigla kaþólsks siðar hafí sannast sem oftar þegar íslendingar tóku á umbrota- og óvissutímum í sögu þjóðarinnar, um það bil. fjórum öldum eftir að kaþólskan var opin- berlega afnumiip í landinu, að gæða hin helstu skáld þjóðarinnar eiginleikum sem minna grunsamlega mikið á dýrlinga kaþ- ólsks siðar. Þjóðskáldið og stjórnmálamaðurinn Hannes Hafstein (1862-1921) hefur fremur en flest önnur þjóðskáld hlotið slíkt hlut- skipti. í seinni tíð hefur opinber umfjöllun um hann verið mjög á einn veg, sá þáttur í ferli hins mæta skálds, sem fjallað verður um í grein þessari, að miklu leyti sniðgeng- inn. Embættisferill Hannesar Hafstein var orðinn langur, og að sama skapi glæsileg- ur, þegar hann efndi til útgáfu á úrvali kvæða sinna. Á þeirri bók hefur verið byggt við endurútgáfur á ljóðum hans (l.útg. 1916). Hann lagði þar með sjálfur drög að þeirri mynd sem tíminn hefur varðveitt af honum, vísaði við frágang bókarinnar frá sér mörgum afurðum sínum sem þá, á efri árum hans, báru lítinn keim af skaplyndi hans og mynd sem hann sjálfur og samtíð- armenn hans höfðu gert sér af honum. Mönnum, sem séð hafa um útgáfur á ljóðum hans síðan, hefur verið vandi á höndum m.a. vegna mats skáldsins sjálfs, og hafa yfírleitt kosið að láta liggja í þagnargildi íjóð sem Hannes tók ekki upp í bókina sjálf- ur, og fylgdi þá sú áhætta að ljóðum sem einfaldlega höfðu orðið viðskila við höfund sinn, voru honum að svo komnu týnd eða gleymd, varð hættara við að glatast að fullu, ogþá allsendis óháð mati Hannesar. Af fleiri ástæðum er vafasamt að láta mat hins virta embættismanns ráða ein- skorðað um hvað sé á setjandi af kveðskap hans hvað sem líður því matsatriði hvort yfirleitt eigi að birta öll ljóð skálda sem eftir þau liggja. Þegar Hannes efndi til heildarútgáfu á Ijóðum sínum hafði hann orðið fyrir miklum áföllum næstu árin á undan, heilsufarslegum ogtilfinningalegum, auk þess sem ferill hins samviskusama embættismanns hafði um langt skeið ráðið mati hans á eigin gerðir. (Hann hafði þá verið lögfræðingur við landsyfirréttinn, landshöfðingi, sýslumaður, þjóðkjörinn þihgmaður, ráðherra) Og Hannes var þá tekinn að huga áð trúmálum af frekari strangleika en verið hafði er hann orti flest sín ljóð sem sjá má af ljóðum hans í Lög- réttu 1917, 6 tölublaði. Hann orti flestöll ljóð sín á yngri árum, námsárum sínum. En sá um heildarútgáfu ljóða sinna hálf sextugur. Er fyrstu ljóð hans tóku að birtast í blöðum — og tímarit- inu Verðandi—, var til þess tekið hversu sérdeilis þroskuð skáldagáfa hans var, Hannes var þá um tvítugt. Hann var á fram- anverðri ævi sinni einhver hagmæltasti ís- lendingur sem dæmi voru um (léttleikinn samskonar og Páls Ólafssonar) og skap- gerðin all sundurleit sem sjá má af ljóðum hans birtum og óbirtum. Af þessum ástæðum öllum má gera ráð fyrir að hinn fjörmikli Hannes Hafsteinn, sem skáldið hét á námsárum sínum, hafi látið eftir sig bókmenntaverk, sem ekki hafi átt allkostar upp á pallborðið hjá hinum alvörumerkta Hannesi Hafstein síðar á ævinni. En þau verk stæðu að sama skapi nær okkur, þvert ofan í það að við lítum persónu hans hjúpaða goðsögulegan ljóma. Svo afkáralegt sem það er. Einkum ljóð lífsnautnamannsins og tækifærissinnans Hannesar Hafsteins, en þessum eiginleikum báðum var hann gæddur í talsverðum mæli á yngri árum sínum. Auk þess að vera skjótráður og næmur á gildi augnabliksins, ástríðumikill og skapríkur bjó hann svo að ekki varð um villst þá þegar yfír ýmsum fleiri hæfíleikum efnilegs stjórnmálamanns, greind og innsæisgáfu auðvitað, einnig tals- verðri ósvífni, metnaðargirni fyrir sig og sína, en sem hélst í hendur við barnslega einlæga ást á landi og þjóð og fullkomna vissu um rétt hvors tveggja til sjáfstæðis í framtíðinni. HvQíkur dagur — (nafnið er ritað á latínu í handriti) heitir ljóð frá Hafnarárum Hannesan Heitt var, og hádegisstund var horfín fyr líðanda degi, reis ég í rekkjunni upp, ráð var að fara á kreik. Gluggin var hulinn til hálfs, en hluti var opnaður látinn, birtan sem braust þar í gegn, blíð sem í skuggsælum lund. Rétt svo sem rökkvar um fold, þá röðull er horfinn af hveli, eður þá grím' er að grund, gengin, en dagur þó ei. Hálfrökkur hentugt er það, en hentugast feiminni meyju, hyggur hún fylgsn muni fá, feimnin og hræðslan í því. Inn kemur Ásta til mín, ógyrðum nær- hjúpi sveipuð; iokkarnir liðast í tvennt, og leika um nyallhvítan háls. Eins og um Sigrún' er sagt, í svefnhúsi þá ástfögur er hún eður og Sváfa svo svás, sveinanna yndi oglíf. Svipti ég blæjunni burt, er bæði var þunnleg og gisin, augunum aðgang þá lét, enn vild' hún hyh'a sig þó. Að vonum þá varðist hún svo, viljandi alls ekki sigra, auðveldan ósigur beið, uppgafst svo sig- randa mér. Er hún gegnt mér stóð og engi var hjúp- ur er glapti hvergi á nakinni nipt, nokkurt þá óprýði léit. Hvílíkar herðar ég sá og hvílíka arma ég snerti, hve vor' hin himnesku brjóst, hæg til að þrýsta sér að. Hversu kviðurinn sléttur und hvelfdu og upphleyptu brjósti, 6, hversu yndisleg lend, og æskuleg hoid- fögur lær. Hví skyld'ég upp telja allt, allt var það töfrandi'er sá ég, berriaðberu égþrýsti, brjóstimérÁstu. Hver veit ei hvað tók þá við, hvfídumst við agndofa bæði — Ó að svo indælan dag, oftlega bæri að mér. Sigrún, sem Hannes nafngreinir í ljóðinu, og Sváfa eru ein og sama valkyrja úr Helga- kviðu Hundingsbana. Annað ljóð ekki lakara, nafnlaust: Mig dreymdi að hún kæmi um koldimma nótt og kyssti minn vanga og mælti svo hljótt: „ó, nú máttu legga mér höndur um háls og hjarta við hjarta, þvf nú er ég frjáls." Og örmum mig vafði hin elskaða mær — hið ástríka brjóstið var kalt eins og snær. Ég faðmaði móti og fann að mitt blóð þá fylltist í einu með kulda og glóð. Og kaldsvalan anda í andliti fann og eldur og kuldi í hjarta mér brann; af varmsvala. hrifínn ég faðmaði fast, svo fast að mitt hjarta af takinu brast. Og kuldinn og nóttin þá hurfu því frá, in hjartkæra brúður í faðmi mér lá, og ástsæll fann ég að enduð var þraut, og ástvængjum borin við svifum á braut. Eftirfarandi ljóð ber öll heistu einkenni gamankvæða Hannesar og stendur ekki að baki þeirra bestu þótt ekki sé að fínna á bók. Heitir „Heitorð og hjúskapur": Lofaður Adam f aldinreit gekk og Eva var líka, hin fríða, og garðurinn indæll þeim ástarhugs fékk, þau áttu nú guði að hlýða. Þau kysstust og unnust í alskæm' dyggð og allt gekk í velsæmi mesta; við stjörnumar sóru þau trúnað og tryggð, sem til vill um elskendur flesta. Og náttgalinn dillar í laufsvölum lund og ljúft þýtur vorblær um engi — á rósknöppum fíðrildin blaka i blund og blítt kyssast dúfur á vengi._ Og einsömul voru þau, á dettur nótt, hinn elskandi barmurinn svellur — hið forboðna lokkar svo ljúft og svo hljótt að loksins hin syndugu féllu. „HneyksUð er argvítugt," yfírvald hrein — „Hann eiga skal hrasaða brúði." Og engill var sendur, að enda það mein með ándlegri hempu og skrúði. Og lýst var nú með þeim, og brúðhjóna band var bundið, og allt sem til heyrði, en síðan hóf engillinn blikandi brand og burt þau úr garðinum keyrði. Og harmandi fóru þau hjónin nú senn til hjúskapar burt, eins og gengur — og kysstu til garðsins í áttina enn, hvort annað þau kysst' ekki lengur. Hannes gat verið meinlegur í kveðskap sínum eins og eftirfarandi kvæði ber vott um og á kvæðið skilið að varðveitist vegna þeirrar myndar sem dregin er með því upp af Gesti Pálssyni, frumkvöðli raunsæis í íslenskri smásagnagerð, þáverandi guð- fræðinema við Kaupmannahafnarháskóla. Gestur var samvistarmaður Hannesar á þriðju hæð á Garði við Kaupmakarastræti, gegnt Sívalaturni, fyrsta vetur Hannesar í Höfn, en var sendur heim vegna óreglu 1882. Svo sem sjá má af bréfum og af riti Sveins Skorra Höskuldssonar um Gest var óreglumaðurinn Gestur Páisson erfiður við- skiptis drukkinn þá og síðar; þeim fyrirferð- armikla þætti í lffsháttum hans sem að síðustu reið honum að fullu ef að líkum lætur, hermir Hannes okkur af með þessari mynd: Gestur Niður við náttstarfa minn nýlega hafði ég sest — - og hvern rak andskotinn inn annan en helvískan Gest. Hann hefur hugsað sem var að hann gæti komið mér verst og afþessu inn til mfn bar þá ólundar martraðar— pest. Óglatt nú orðið er mér afþvf að horfa á Gest, fíagnaður framan í er, fíestan því líður hann brest. Ófagurt er það að sjá efnið í geistlegan prest, hnútóttum haftspotta á hnýttan í djöfulsins lest 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.