Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 7
bjargbrúnina, og skutu hann í hel með hlátrí og ys miklum. [...] Einn mann, Ásmund að nafni, liggj- andi á sóttarsæng höfðu þeir sundur- krassað og höggvið í rúminu, svo það flaut í blóði, og víðast í byggðinni var fullt með dauðra manna líkami; sumir voru höggnir, sumir skomir, sumir skotn- ir, sumir stungnir, hvað hörmulegt var að sjá.16 Framangreindar lýsingar birtast í öllum gerðum skýrslunnar. Orðfæri er hins vegar með ýmsu móti eins og áður getur. Eftirfar- andi frásagnir er aðeins að fínna í yngstu afskriftinni: Eptir það gengu þeir til nefndrar Guðrún- ar, spyrjandi á hver.n hún tryði, en hún svaraði með óskelfdrí röddu, að hún tryði á heilaga guðdómsins þrenningu, föður, son og heilagan anda. Þá skáru þeir af henni brjóstin, en hún sagði, að þeir skyldu skera og skera I Jesú nafni; hún vildi það allt í hans blessaða nafni þola. Síðan pikkuðu þeir hana harðlega til dauða. [...] [Tvær kvensniptir] voru heimfærðar að Dönsku húsunum; önnur þeirra hafði hjá sér böm sfn, sem aumkvunarlega grétu, en þrír af þeim vondu Tyrkjum tók þau öll og hálsbmtu lifandi, mölvandi hvert þeirra bein við kletta, fleygjandi þeim á sæ út, en móðirín emjaði sárlega, sem von var. Þessa [konu] og hina tóku þeir og lágu hjá þeim með hlátrí og skemmt- an.17 Séu gerðimar bomar saman kemur greinilegur munur í ljós. Þannig verða lýs- ingar „líkamlegri" og hættulegri með tíman- um. í yngstu afskriftinni láta ræningjamir sér ekki nægja að svipta fólk lífí heldur hluta þeir í sundur líkami þess, „líka sem sauðarhræ er til spaðs brytjað". 18 Gengið er eins langt í niðurlægingu holdsins og hugsast getur. Því er nauðgað og sundrað. Grimmd ræningjanna er og ekki einleikin, enda var síðar sagt í bréfí: „Tyrkja reiði er ei einhæf; hún er einn uppæsandi djöfuls eldur."19 Má segja hið sama um kvalagleði þeirra. Skýrslan minnir oftar en ekki á mergjaðar frásagnir Sades markgreifa — til dæmis þessi lýsing: „Kvenfólkið lá þar dautt mjög margt eptir morðingjana, sund- urkrassað og höggvið; sumstaðar konumar hjá bændum sínum, en svo óþyrmilega með farið, að fötin lágu flett fram yfir höfuð, og vom svo alnaktar að neðanverðu .. ,“20 Lík eru svívirt og sundursöxuð í smástykki eins og skrokkar dýra væra. Heimurinn hefur breyst í sláturhús. MAÐURINN og dýrið Drápslýsingamar öðlast nýtt gildi í þess- ari afskrift, því að gengið er út fyrir öll takmörk — neikvæðið er algert, tortíming- in.ísland er þjóð öll sökkt í blóð. Maðurinn er gerður að skepnu og form hans tætt í sundur. Jafnframt er táknkerfí heimsins úr lagi fært — hin náttúrlega guðlega skipan. Kennimörk manns og skepnu verða að engu í löglausri óreiðu. Andstaeð svið tilverannar falla saman — hið dýrslega og mannlega. í því felst óhugnaður lýsinganna öðra frem- ur. Ýkjum og viðaukum er ætlað að draga hann fram og skerpa. Myndmálið er og sótt til dýraríkisins. Tyrkir era vart nefndir án þess að þeim sé líkt við blóðhunda og villidýr, mýs og gelti. Þeir era ófreskjur í augum hinna kristnu, mennskir og ómennskir í senn, manndjöflar, manndýr. Með komu þeirra ryðst skepnan inn í borg mannsins. Fullkomin afhelgun á sér stað, og harður dauði. Hin trúarlega heimsmynd var reist á andstæðum er studdust við táknmál Bibli- unnar. Kristnum heimi var skipað í and- stætt skaut við heim heiðninnar, náttúrlegri skipan við ónáttúrlegt óskipulag. Veröldinni var skipt í tvennt — borg og eyðimörk. Allt kvik innan þessa kerfís var fordæmt og mynduðust um það fjölmörg forboð eða tabú. Kyrrstaða var forsenda samræmis, lífs og náðar. Að öðram kosti djöfulskapur og fordæming, hrollvekja vftis — eyðimörk- in legði borgiria undir sig. Þessu kerfí var þröngvað upp á íslendinga á sautjándu og átjándu öld. Jafnframt magnaði kirkjan ótta manna við eigin náttúra og lagaði hann að kennisetningum sínum. Það sem verið hafði sjálfsagt og eðlilegt snerist í ógn og bölvan. Tilfínninganæmið breyttist og varð smám saman myrkara og hrollvekjukenndara en áður. Hið dýrslega hafði og öðlast nýja merkingu. Það tengdist nú því sem viður- styggilegt þótti og djöfullegt. Varð að tákn- mynd eða vísbendingu hins illa í tilveranni. Öfugsnúinn anímalismi eða skepnuskelfíng gróf um sig. Fólk slitnaði úr tengslum við náttúrlegt umhverfí sitt. Samhengi rofnaði. Landið fylltist váboðum — fárdraugum, meinvættum og djöflum. Óhugnaður fólks tengdist nú sjálfskynjun þess í ríkari mæli en áður; líkaminn sem slíkur varð ókennileg- ur og hryllilegur. Tyrkjaránið og túlkun þess studdu þessa þróun. Það varð smám saman að sögu um forboð og lielgibrot, eðli góðs og ills, goðsögn er renndi stoðum undir nýtt hugarfar. Kirkjan notaði ránið til að herða tök sín á sálum fólks eins og fyrr getur. Lífíð hafði sannað kenninguna. Helvíti brann nú á fólki frá degi til dags. Bókstafurinn varð að svipu veraleikans. Túlkun kirkjunnar kemur einkar vel fram í skrifum Amgríms Jónssonar lærða sem var staðgengill biskups eða „officialis" í Hólabiskupsdæmi eftir fráfall Guðbrands Þorlákssonar. Hann sendi boðunarbréf til presta 17. febrúar 1628, þar sem kveðið var á um bænadagahald. Var þá rúmlega hálft ár liðið frá ráni Tyrkja. í bréfínu legg- ur Amgrímur áherslu á að bænadagamir séu mikilvægan en ella vegna nýliðinna hörmunga — dauða biskups og ráns ólmra heiðingja — sem enn sé „öllum jafrit yfir höfði hangandi". „Neyðina", segir hann, „sjá allir; einig sjónlausir". Orsök ránsins er augljós að mati Amgríms. Hann talar um „þessa hræðilega guðs heimsókn vorra synda vegna allra".21 Tyrkimir era í hans augum útsendarar Satans til að eyða Guðs kristni. Þeim verður og ekki bægt frá með veraldlegum ráðum. Menn verða að leita á náðir guðs, því að ekki þýðir að reiða sig á konungsvaldið. Það á ærið í fangi með að stríða við hina rómversku magt, ritar Am- grímun Þeim heiðingjum kann enginn mannlegur hnekkir að koma. Þeir em margir sem mý. Megtugri en frá kunni að segjast. Hafa opin sjó og rúmasta haf, út frá Afríku og hingað, svo þeir þurfa aldrei við neitt land að koma. Þar fyrír er ekki von á skjóli eða skildi í svo bráðum voða, utan alleinasta hjá þeim, sem sfnum aldr- ei bregst, guði almáttugum, Drottni alls- herjar. Hann bæði kann og vill. Þeir sem vanrækja bænadagana, ritar Amgrímur iærði, verði teknir til „sérlegrar ávítunar" og „aflausnar"; ennfremur: „Al- þýðan vakti sig og gjöri sig ekki úr héraðum eða sinni kirkjusókn undan þessum bæna- dögum, hvorki til útvers né annarra fjar- vista, hvað sem við borð kann að liggja." Vanræksla nálgast brot á guðslögum og er viðurlögum lýst með skáldlegum hætti: Gjörir nokkur hér á móti að þverskallast þá hugsi um, sér kunni að verða svipul sjávargjöf eða önnur erindislok, þvf Drott- inn hótar slíkum og viðlfkum hindran á leiðinni, hvort sem hann verður þeim að Ijóni eða pardusdýri eða ungum ræntu bjamdýri, eða sendir þeim annan hnekkir fyrr eða seinna. 23 Boðskapur Amgríms lýsir hinni opinbera túlkun. Álitið var að óguðlegt lífemi væri ástæða Tyrkjaránsins. Menn túlkuðu tilver- una á siðferðilegan hátt. Allt hafí merkingu og tilgang. Áhlaup Tyrkja var að mati þeirra reiðarslag, högg af eldingu guðs, straff yfír syndum spilltum eymdarlýð. Nauðsyn bæri til að efla guðs kristni, siðvæða lífið allt, binda það reglum og boðum. það eitt kæmi í veg fyrir að ógnin dyndi yfír að nýju. ÖLD Á HELJARÞRÖM Á þessum tíma hófst kerfísbundin innræt- ing, umsköpun hugarfars. Sveigja átti sam- félagið allt undir ákvæði kirkjunnar. Efla opinbera helgisiði og um leið vald kenni- manna yfír daglegu lífí fólks. Gerð var inn- rás í einkalífíð og það bundið ytri ákvæðum í ríkari mæli en áður. Trúarathafnir sem farið höfðu fram í sóknarkirkjum eingöngu, færðust nú inn. á heimilin, undir umsjón sóknarpresta. Baðstofan varð að opinberam vettvangi. Eftirlit jókst og réttur til íhugun- ar. 2 Valdhafinn teygði nú anga síná inn á öll svið mannlegs lífs og gekk til muna lengra en guðslög — fyrirmæli biblíunnar — gera ráð fyrir. Gilti einu hvort um andleg efni eða kynlíf og flölskylduvandamál varð að ræða. Leitast var við að beygja einstakl- inginn undir kristilega samvitund sem ekki átti rætur sínar í íslenskri reynslu heldur erlendu valdboði. Menn vora sviptir fram- kvæði og sjálfstæði, náttúra þeirra lamin með gaddakylfu, geðþóttanum settar strangar skorður. Til varð samfélag hins bljúga múgs. Þetta samfélag þjáðist af ofsóknarbijál- æði og greindi óvini hvarvetna — sendiboða Satans. Venjulegt líf var stöðugt í bráðum voða. Almúganum var og innprentað að kvaka sem óskaplegast til Drottins, and- varpa hátt og með ákaflegu kappi, biðja án hugsunar og í blindni. Bænakvaki var stefnt gegn djöfulskapnum, þ.e. manninum sjálf- um, þrám hans og náttúrlegum þörfum. Við þessar aðstæður var skammt yfír í öf- uggahátt og geðsýki eins og Píslarsaga Jóns Magnússonar ber vott um. Ofskynjan- ir séra Jóns fela í sér martröð heillar aldar — öld á heljarþröm. Þær era ekki flótti frá veraleikanum heldur örvæntingarfull tilraun til að tengjast honum að nýju og eyða óbæri- legum óhugnaði. Séra Jón upplifir óendan- legan sársauka í vöku sem svefrii. Honum finnst holdið vera eins og „krúandi maðka- veita" utan á beinunum, vellandi og sprikl- andi. Dýrið leggst á hann í bókstaflegri merkingu og ryðst jafnvel inn í hann: ... og vissi eg þá ekki betur en svo að fínna sem hvolpur eða þess háttar kvik- indi skriði upp ogofan fkviðnum oglífínu innvortis, hvað að varaði langa stund dags. Þóttist eg þá svo staddur í þann tíma sem dauð torfa eða jarðarauki und- ir sparki og spymingum liggjandi. 25 Séra Jón skynjar ytri heim gegnum missi, sársauka, reiði og sekt. Heimur hans hefur sundrast og orðið djöfullega öngþveiti að bráð. Ymist leysist efnisveraleikinn uþp — presti er fleygt í „botnlausan afgrann" — eða hann sogast allur inn í logandi kvöl, þar sem skilrúm hins ytra og innra brotna og aðeins eitt er til ráðæ Að klaga og ýlfra fyrir guði. Stundum er honum jaftivel vam- að þess úrræðis — tóm og glötun blasa við. Séra Jón reynir í þrautum sínum að endur- heimta fyrri sjálfsímynd sína, jafnframt þvf sem hann glímir við hrollvekju aldar sinnar. óttann við líkamsmissi og sambræðslu við hið dýrslega. BRÉFÚRNEÐRA Fjallað hefur verið um hugarfarsbreyt- ingu á sautjándu öld — timamót í menn- ingu, togstreitu og niðurrif, nýja lífsvitund og valdaskipan. Ekki má þó einfalda málin um of. Öldin fól ekki í sér alger umskipti — byltingu í einu vetvangi. Þetta var öld mótsagna eins og áður getur. Þannig tókst kirkjunni ekki til fulls að breyta viðhorfum íslendinga til kynlífs og hjónbands. 26 Ný lög vora einungis löguð að gömlum venjum — prelátum til ama og áhyggju. Hin gamla lífsskynjun lifði og áfram í þjóðtrúnni, myrk- ari en áður að vísu. Auk þess birtist hún með ýmsu móti í mörgum ritum tímans, s.s Píslarsögunni sem frá okkar sjónarhóli er dæmi um geðsjúka orðræðu. I henni era rökbundnar andstæður leystar upp alls óskyldum fyrirbæram slær saman í rök- færslu þar sem líkindi jafngilda sönnun. Orðræða Jóns tengist í senn lútherskum rétttrúnaði og magískum hugsunarhætti. Hið sama gildir um ýmsar lýsingar Tyrkja- ránsins. í þeim er oft erfítt að greina milli kristinnar túlkunar og magískra skýringa. Það er þó einkum í munnmælum almúgans sem hin gamla vitun hélst við lýði. Má til dæmis benda á draugasöguna sem lifað hefur máttugu lífi allt fram á þessa öld. Rökvísi hennar ér í algerri andstöðu við tæknilegan hugsunarhátt okkar tíma. Þann- ig fallast hið náttúrlega og yfimáttúrlega í faðmá innan draugasögunnar, auk þess sem hún einkennist af teiknum og samsvörunum, rökfræði sem okkur er nú framandi. Draugasagan lýsir reynslu sem á tímum upplýsingar og efahyggju er tengd við geð- sýki eða skáldskap. Flestum fínnst hún bera vitni um sjúklegt hugarfar, brenglaða skjmj- un. Engu að síður var hún raunsæisverk síns tíma. Viðbragð við og túlkun á raun- verulegri rejmslu. Með henni rejmdu menn að særa burt ótta sinn eða öllu heldur, gefa honum nafn og form. Slflc við- leitni býr sennilega að baki öllum bókmennt- um. Andskotalaus orð- ræða er óhugsanleg. Af þeim sökum er öllum hollt að líta um öxl, læra af rejmslu fyrri tíða, þótt rökvísi þeirra sé önnur en okkar, sam- band vits og vitleysu með öðram hætti. Mér þykir við hæfí að ljúka þessari ritgerð með tilv- ísun í bréf úr neðra, bréf sem hinir burtn- umdu rituðu í Alsír 1635, eftir átta ára út- legð og ánauð. í því lýsa þeir kjöram sínum í jarðnesku helvíti" líkt og séra Jón í riti sínu. Á því sviði reis íslensk orðlist hæst á sautjándu öld: Vér fangar Jesú kristi og pfslarvottar hans sára, herieiddir í fangelsinu ogfang- aðir f herieiðingunni (—). Hvort er nú engin miskunn, enginn kæríeiki, engin samviska, sem vaknar? Hvort er nú eng- inn guðhræddur, eða höfum vér engan náðugan konung? Erum vér án réttlátra herra og forsvarsmanna, ellegar án guð- hræddra kennifeðra, án foreldra, vina eg bræðra, að þeir láti sér ei til hjarta ganga vora dauðlegu neyð og hjartans angist og klögumál, já, það blóðuga guðs hris á oss, og yfírhangandi hefndarstraff, „og að vérþjáumst í örvæntinganna myrkrum undir lýrkjans valdi, kristindómsins eyði- leggjurum f villuandanna dauðans dýbl- issum, fjötraðir og bundnir þungum straffshlekkjum, Pharaonis jámviðjum, undir kapteinaflaggi ogfánum þess mikla sjökórónaða dreka Mahomets, sem vér sjáum yfír voru höfði flökta og fíjúga? Guð veit það, það er hvassara en tvfeggj- að sverð og meir biturt en dauðinn, já, sárara en blóðrennandi áverkar_______27 1) Tyrtqaránið á Íslandi 1627. Sögurit IV. Reylqavik 1906-09, bls. VII. Allar tilvísanir eru feerðar tdl n/rtfmaafaifmtningHr. 2) Sama, bls. 387. 3) Ólafur Daviðsson. GaJdur og gaídramil á ís- landi, Reykjavik 1940-1, bls. 26. 4) Gisli Oddsson, íslenzk annilabrot og Uadur ífdandB, Akureyri 1942, bls. 24-6. 5) Sama, bls. 83. 69 Páil Eggert Ólason, Menn og menntir aið- akiptaaldarinnar i íalandi, III bindi, Reykjavík 1926, bls. 352. 7) Sama, bls. 261-406-07. 8) Tyrkjaránið, 1906-09, bls. XII. 9) Sama, bls. 357. 10) Sama, bls. 26. 11) Sama, bls. 21. 12) Sama, bls. 76. 13) Sama, bls. 37. 14) Sama, bls. 76-7. 16) Sama, bls. 242. 16) Sama, bls. 82-87. 17) Sama, bls. 83 og 85. 18) Sama, bls. 28. 19) Sama, bls. 389. 20) Sama, bls. 86. 21) Sama, bls. 368. 229 Sama, bls. 368-69. 239 Sama, bls. 369. 24) Sjá: Loftur Guttormsson, Bemska, ungdómur og uppeldi i einveldisöld, Reykjavik 1983. 25) Jón Magnússon, Pislarsaga, Reykjavfk 1967, bls. 83. 26) Sjá: Bj8rn Björnsson, „Engagement and Marr- iage in Iceland", 65o The Literary Quarterly on Contemporary Icelandic Lifc and Thought, Reykjavík, vol. 1 1967, bls. 10-12, 33. 27) Tyrkjaránið, 1906-09, bls. 426. Grein þessi er upphaflega flutt sem fyrirlestur á vegum Háskólans á Akurevri, 21. janúar 1989. Höfundur er bókmenntafræðingur og lektor við Háskóla islands. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1. APRlL 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.