Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1989, Blaðsíða 15
Ferðabækur Ahugaverð bók um Island og Færeyjar I júní kemur ein af fallegri ferðabókum, sem hafa verið gefii- ar út um Færeyjar og Island. Þetta er fyrsta prentun af ferðadag- bókum George Clayton Atkinsson frá 1831-33. í bókinni eru 30 vatnslitamyndir, sem hvergi hafa birst áður, eftir fi*æga enska listamenn, þá T.M. Richardson, George Richardson og Henry Perlee Parker. Lítt þekktar og stijálbýlar eyj- ar norður af Skotlandi heilluðu náttúru- og sagnfræðinginn Atk- inson og dagbækur hans greina. frá ferðum til Suðureyja og Hjalt- lands. Árið 1833 fór hann í þriggja mánaða ferð til íslands og kom við í Færeyjum og Vest- mannaeyjum. Dagbækumar em einstæð þjóðfélagsleg heimild um þessar norðlægu eyjar, sem vom lítt þekktar á þessum tíma. Þær em mikið myndskreyttar, bæði með framteikningum, en einnig vatnslitamyndum, sem em unnar út frá fmmteikningunum af þekktum listamönnum. Frásögnin er lífleg og skemmtileg, þar sem Atkinson stflaði hana sem lesefni fyrir fjölskyldu sína og vini en ekki sérfræðinga. Bókin kemur til með að kosta um 1.300 krón- ur. Smáupplag verður fáanlegt í bókabúðum hér. Útgefandi: Bewick Books, 14 Clayton Road, Jesmond, New- castle upon Tyne, NE2 4RP. Sími: 0912812711. Vatnslitamynd af lendingarstað I Reylqavík. Upphaf ferðamála á íslandi, þegar hesturinn var aðalsamgöngu- tækið. Námskeið um heimagistingu Námsflokkar Reykjavíkur og Iðntæknistofiiun íslands efna tíl 50 stunda námskeiðs um rekstur gistiheimila og heimagist- ingar, sem hefet strax eftir páska. Námskeiðið tekur til flestra þátta sem skipta máli og ijöldi sérfræðinga hefiir unnið að undirbúningi og gerð námsgagna. Kennarar eru allir sérfróðir á sínu sviði. Námsþættir em fjórir: 1. STOFNUN OG REKSTUR LÍT- ILS FYRIRTÆKIS: Farið yfir löggjöf, skattamál, kynningu, fjármál og allar opinberar kröf- ur, sem gerðar em til starfsem- innar. 2. FERÐAÞJÓNUSTA: Fjallað almennt um hlutverk þess, sem tekur á móti ferða- mönnum. Þægilegt bókunar- kerfi. 3. MENNING OG MANN- LEG SAMSKIPTI: Þjónustu- og upplýsingaskylda þess er tekur á móti ferðamönnum til gisting- ar. Sjálfstraust í tengslum við ný verkefni. 4. GOTT HÚS- HALD: Ömggur, hagkvæmur heimilisrekstur. Umhirða og við- hald húss. Kröfur til gistiheimila. Heimilisprýði, litasamsetning og skreytingar. Innritun er hafín hjá Náms- flokkum Reykjavíkur. Sími: 12992. KustLinjen á ferð. Hundrað þúsund eyjar og sker Sænski sketjagarðurinn býr yfir 100.000 eyjum og skeijum á 50 mílna löngu svæði — ótrúlegur eyjaheimur við austur- strönd Svíþjóðar — eitt af þeim náttúrufyrirbærum, sem heill- ar fjarlægar þjóðir til sín. Kannski er sænski skeijagarðurinn of nálægt okkur til að margir íslendingar leggi leið sina þang- að. En auðvelt er að ferðast um þennan undraheim — val um bátsferðir, einn dag eða lengur og þeir sem vflja vera kóngar í eyjaríki, geta leigt sér þar sumarhús. Og skeijagarðsskipið ber farþega sína um firði og þröng sund — síbreytilegt landslag, mjúkar klappir og tijágróður. Aðeins skeijagarðsbúar og vanir siglingamenn sigla í eigin bátum um hinn stórbrotna og hijúfa ytri skeijagarð — innri skeijagarðurinn hefur mildari ásýnd. Gleymið ekki að taka með ykkur sjónauka — fugla- og dýralífið er fjölbreytt. Á mörgum smáeyjum er náttúran óspillt — engin mannvirki né merki um mannaferðir og skeijagarðsbæimir bera allir sín sérstæðu einkenni — 25 hafnarbæir era á leiðinni, fiski- þorp og baðstrandarbæir. Yfir sumartímann er alltaf eitthvað við að vera — markaðir, hátíða- höld, kappróðrar, útileikhús og fleira. í strandferðaskipinu „KustL- injen“ er bæði sólbaðs- og út- sýnisþilfar. Skeijagp.rðurinn er sólríkasta svæði Svíþjóðar og vissara að taka með bæði sólkr- em og sólgleraugu, ef vel viðr- ar. í veitingasal er skeijagarðs- máltið borin á borð — reyktur áll og lax, legin síld og létt- reyktur þorskur. Meðan á ferð- inni stendur, er greint frá sögu skeijagarðsins og þekktir per- sónuleikar tíndir fram, _ sem hafa getið sér þar orð: Ágúst Strindberg, Evert Taube, Frans á Langavíkurskeri og fleiri. Ferðatilhögunin er eins og hver vill, fjögurra daga ferð, stutt dagsferð eða að hoppa i land, þar sem þig langar til og gista á hóteli, farfuglaheimili eða á tjaldsvæði. Bókin„Lots Einstæður eyjaheimur. till resan pá KustLinjen" veltir upp margvislegum valkostum á ferðalögum um skeijagarðinn. Einnig er hægt að kaupafastar- „pakkaferðir" og láta skipu- leggja ferðina af þeim sem best þekkja til. Um 300 sumarhús em til leigu í skeijagarðinum, af öllum stærðum og gerðum — bæði yfir helgar og vikutíma. Á góðu sumri er vissara að panta með fyrirvara! Nánari upplýsingar og bókanir hjá: Stockholm Information Service, Utfluktsbutiken, Sver- igehuset. Sími: 08-789 24 15. Strandhögg í sænska skeijagarðinn. Oðruvísi helgarfrí Skíðafríin eru að Qarlægjast og komandi sumarfrí virðist langt undan. Flestir, sem fara í frí á þessum árstíma, fara í stutt helgarfrí. Við skulum aðeins líta á hin tilbreytingaríku helgarfrí, sem hótel bjóða nú í auknum mæli, ólík áður tómlegum helg- arfríum á ráðstefiiuhótelum. Hilton-hótelakeðjan er með margskonar afþreyingu um helgar — flugferðir í loftbelgjum og skoð- unarflug, kappakstur, fisk- og skotveiðar, svo eitthvað sé nefnt, en hótelakeðjan leggur metnað í að bjóða upp á fjölbreytilega helg- ardagskrá (aðalbókunarsími: 0923-244400). Tmsthouse Forte býður meðal annars upp á nám- skeið í vatnslitun, skotfimi og garð- rækt (sími:01-567-3444). Bresk hótel, sem kalla sig „Bemi & Chef & Brewer" — aðallega í gömlum krám — em með margvísleg helg- amámskeið, allt frá að kynnast verðgildi fomgripa til vínsmökkun- ar og sérstakar íþróttaæfingar á lofti og legi (sími: 01-727-7007). Einnig má nefna sérstök hótel eins og „Kynance Bay House Hotel", The Lizard, Comwall (sími:0326- 290498), sem býður löng helg- amámskeið í ljósmyndun. Breskar lestír bjóða nýjan lestarpassa Bresku lestimar hafa tekið upp nýjan lestarpassa ■ „flexi- pass“, sem hægt er að nota í Englandi, Skotlandi og Wales. Passinn gefiir kost á að ferðast í flóra daga á átta daga tímabili eða átta daga af fimmtán. „Flexipassinn“ er meira bundinn en hefðbundni breski brautar- passinn, sem gefur kost á ótak- mörkuðum ferðalögum á 8-15 daga tímabili. En hann er ódýr- ari og meira sniðinn fyrir ferða- menn, sem vilja dveþ'a smátima á hveijum áfangastað. Átta daga passi kostar um 7.450 krónur, fimmtán daga passinn kostar um 10.950 krónur — í al- mennu farþegaiými. Böm og eldri boigarar fá afslátt. Ömggara er að kaupa passann áður en farið er til Bretlands. Sautján ný far- fuglaheimili í Bandaríkj unum Tvö stór farfuglaheimili — í New York og Los Angeles — eru á meðal þeirra 17 nýju fhrfugla- heimila, sem bætast þar við í ár og eru skráð i bandarísku far- fugla-handbókinni fyrir árið 1989. Farfuglaheimilið í New York er til húsa í endumýjuðu húsi, sem var áður elliheimili og stendur við Amsterdam Avenue og 103. stræti. Það verður opnað í ágúst og er með 477 gistirúm. Gistiverð er um 950 krónur fyrir þá sem em í far- fuglasamtökunum. Farfuglaheimil- ið í Los Angeles er nálægt Santa Monica-ströndinni og verður opnað seint á árinu. Gistirúm em fyrir 200 manns. Verðið er 600 krónur fýrir félagsmenn. Allir sem gista á þessum far- fuglaheimilum em í svefnskálum ( svefnherbergjum þar sem margir sofa) og verða að koma með sín eigin rúmföt eða svefnpoka og sjá um alla þjónustu sjálfir. Banda- rísku farfuglahandbókina er hægt að kaupa fyrir um 350 krónur, en er ókeypis fyrir félagsmenn. í henni em skráð 225 heimili víðsvegar um Bandaríkin. Nánari upplýsingar hjá: American Youth Hostels, Box 37613, Wasington D.C. Sími 20013-7613; 202-783-6161. Upp- lýsingar er líka hægt að fá hjá íslensku farfuglasamtökunum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1.APRÍL 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.